Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


laugardagur, mars 29

Styð hundraðprósent... 

... aðgerðir atvinnubílstjóra - það er hreint og beint fáránlegt að láta taka sig svona í rassgatið án þess að kvarta og æpa örlítið og það hafa þeir svo sannarlega gert með þessum aðgerðum sínum. En mér er bara spurn, fyrst þessum aðgerðum er beint gegn ráðamönnum þessa lands, af hverju er það þá látið bitna á alþýðunni sem er að líða nákvæmlega það sama og þeir með háu bensínverði? Þeir eru að vísu einnig að mótmæla fáránlegri tvísköttun á sig og veit ég að það eru flestir sammála að það sé bara absúrt hvernig þessum málum er háttað. Stundum fæ ég á tilfinninguna að málin séu ekkert huxuð til enda þegar það er verið að setja ný lög og reglugerðir. Ég heyrði á einni fréttarásinni að það var ein móðir föst í ösinni í einhvern tíma með handleggsbrotið barn sitt í aftursætinu þegar þeir mótmæltu fyrst... það er áræðanlega það versta sem hvert foreldri lendir í að geta ekkert gert og vera bara fastur í einhverju fari með barnið sitt sárkvalið... persónulega finnst mér að þeir eigi að stoppa þá ráðamenn þjóðarinnar í umferðinni - láta okkur vera sem erum með þeim í liði. Þeir geta vel setið um stjórnarráðið þegar þessir háu og uppteknu menn eru að funda þar... lagt sínum bílum þar fyrir utan og flautað hátt og snjallt... leeeengi. Ég væri alveg til í að mæta á mínum bíl þangað og flauta líka... jafnvel gangandi með barnavagninn og flautað bara með vörunum... ekkert mál. Með því myndu ráðamenn þjóðarinnar ekki komast lönd né strönd og þyrftu bara að halda áfram að funda og funda... með því myndi kannski leysast eitthvað af vandamálunum sem þeir standa frammi fyrir... kannski myndu þeir ákveða að afnema bifreiðagjöldin sem áttu bara að vera svooo tímabundin skattlagning, bara til að fjármagna hringveginn... Kannski myndu þeir tala um þetta blessaða eftirlaunafrumvarp? Kannski myndu þeir ákveða að gera eitthvað raunhæft í sambandi við þetta krónuvesen - kannski gera eitthvað í alvörunni til að rétta hana við, ekki bara þegja í hljóði á meðan sjávarútvegurinn makar krókinn og vona að kvótakallarnir verði glaðir með þetta og þá hætti þeir amk að tuða í þeim... kannski bara ræða þeir um hið ömurlega launamisrétti milli karla og kvenna hér á landi... kannski ræða þeir bara um vorið - hvort það c ekkert á leiðinni..

Við erum jú öll búin að fá ógeð upp í háls af þessum blessaða f... vetri...

Comments: Skrifa ummæli