Brjáluð!
Við fórum með dömuna upp á spítala í gær og var hún mæld og könnuð á alla kanta - kom vel undan skoðun og er orðin 8,5 kíló og 69 cm. Svo var búið að semja um að við Einsi og GullaNóa gæfum blæóðprufur og átti það ekki að vera neitt mál - nema hvað... læknirinn segir um leið og hún er að reyna að finna æð að þau stinga ekki nema að sjá æðina og finna fyrir henni. Stingur svo dömuna og hittir ekki í æðina en fer að reyna að stjaka nálinni inni í hendinni til og frá til að hitta á eitthvað :-( GullaNóa (af sjálfsögðu) b i l a ð i s t! Hún varð hoppandi brjáluð enda var þetta örugglega fokkans vont (sem ég reyndar komast að -örskömmu síðar á eigin skinn örskömmu síðar) og hún hágrét svo innilega og bara skildi ekki þessa meðferð! Eftir smá hjakk og illt augnaráð frá okkur foreldrunum var ákveðið að reyna annarsstaðar - en daman endaði á að fá stungu í hausinn og ekki varð hún rólegri við það - augnaráðið sem ég fékk frá henni þegar ég var að halda henni kjurri var alveg til þess að ég næstum labbaði með barnið út - með sprautuna í hausnum! Hún róaðist dulítið þegar þetta var búið en ekkinn var gífurlegur - gáfum henni pela og svo var hugað að því að draga blóð út foreldrunum. Einsi stóð sig eins og hetja og var ekkert mál að taka úr honum blóð... en ég var eins og dóttir mín - ekkert blóð kom úr æðum mínum, enda þekkt fyrir að vera mjög blíðlítil og með blóðþrýsting um frostmark. Ég fékk því að finna fyrir köldu stálinu grafa um sig inni í hendinni á mér og í staðin fyrir að öskra og fara að grenja (eins og mig langaði til) þá horfði ég á dóttur mína og skildi hana svooo vel :-/
Daman í baði að leika sér við duddulíng og annað dót :-)