Þá er því lokið...
Já, lokaprófið á námskeiðinu mínu var í dag. Áttum að henda saman einum vef um eitthvað sem er okkur hugleikið og af sjálfsögðu gerð húsfreyjan, atvinnulausa,
kreppuvef.
Ógurlega glöð yfir því að nú er þessu námskeiði lokið og ekki er verra að fá svona ljómandi umsögn frá kennaranum, en hann var glaður með þetta allt hjá mér (eða þessar fimm síður :-))
Nú getur maður farið að huxa til jólanna, enda búin að vera með ,,have yourself a merry merry Christmas" á heilanum síðan ég kom heim.. :-)
Er að spá í að fá mér bara merry merry GullaNóa í staðin og athuga hvort hún dugi ekki í þessa 43 daga sem eru til jóla :-)