Að skjóta sig í löppina...

Núna er ég algerlega að gera út af við sjálfa mig - verst að maður getur ekki sagt sjálfum sér upp... eða sagt sig frá sjálfum sér. Við ætlum að hafa smá matarboð í kvöld því Atli vinur okkar í Shanghai er á landinu með konu og barni. Málið er að hún er kínversk og ég er búin að lofa að gera sítrónukjúlla... og það eru grjón með honum... hvernig eldar maður eiginlega hrísgrjón fyrir Kínverja? Ég held að ég finni einhvern fordrykk til að koma ofan í konuna svo hún taki minna eftir því hvað grjónin eru eitthvað.... íslensk :-) Annars var ég að spá í að bjóða þeim svo upp á skyrtertu í desert - eða eitthvað svona íslenskt í desert... man bara eftir skyrtertunni... er eitthvað annað svona eftirréttalegt sem er líka íslenskt? Any ideas?