Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


miðvikudagur, janúar 28

Adeno, smadenó... 

Óhh - ég á svooo bágt

Daman okkar búin að vera svo hroðalega veik, rjúka upp með yfir 40 stiga hita og tilheyrandi móki, hor og hósta - okkur leist ekkert á hana á mánudagskvöldið og fórum upp á Barnaspítala. Þar var hún vegin og metin eftir kúnstarinar reglum og við send heim um nóttina með þeim fyrirmælum að líma á hana poka til að ná þvagprufu... hægara sagt en gert hjá svona lítilli dömu sem var að þorna svolítið upp. Um morgunin tókst þetta samt allt saman og við aftur upp á spítalann til að fara í endurmat og skila hinum dýrmæta vökva. Jújú, eitthvað var þeim farið að gruna adenoveiruna um græsku í litla kroppnum okkar og eftir frekari skoðanir og sýnatöku, sem enduðu með þvaglegg þá kom niðurstaðan - adenoveirusýking og ekkert hægt að gera, nema dæla Powerade og stílum í barnið. Svo svona er ástandið búið að vera þessa vikuna... hor og slef út um allt :-/ Hún er samt hitalaus núna og er ég að vona að hún geti eitthvað smá kíkt til Hafdísar á morgun ...

Annars er ég bara á fullu í skólum þess á milli og hlakka óendanlega mikið til að fara í lítil roadtripp um suðurlandið og reykjanes til að kanna og skoða þessar náttúruperlur sem eru allt í kringum okkur :-)

Comments: Skrifa ummæli