Júhú!
Það lítur út fyrir að þessari lotu sé lokið - í bili amk. Daman orðin hitalaus og leikur sér núna með Gullu sinni sæl og glöð :-) Ég er svooo óendanlega glöð og þakklát fyrir að eiga þó svona heilsuhrausta litla dömu, sem hefur bara tvisvar orðið veik um ævina - biði ekki í það ef maður væri mikið upp á spítala með áhyggjur af barninu sínu. Huxum mikið til lítillar frænku GN sem er upp á spítala og ætlum að nota tækifærið í dag og kaupa eitthvað sætt fyrir hana :-)
Sólin skín og það er svo dásamlega fallegt um að litast hér í Reykjavíkinni, snjórinn hylur allt og þá birtir svo dásamlega :-) Vonandi eigið þið öll góðan dag :-)