You aint seen nothing yet...
Já, mig langar til að vita hvað forseti vor er að gera þessa dagana - veit að hann er með hendina í fatla og allt það... en það hefur ógurlega lítið borið á honum og hans ,,spottum" undanfarið ár. Dorrit var að vísu að redda frægri leikkonu til að talsetja einhverja íslenska mynd... en það reddar ekki málunum hér. Finnst að maðurinn eigi að skammast sín fyrir sinn þátt í útrásinni, biðjast formlega afsökunar, bretta upp á gipsið og gera eitthvað .... ekki bara fara í reiðtúra og ríða hverju sem er.
Þegar hann gefur út þá yfirlýsingu að 80% af hans rausnarlegu launum fara í Fjölskylduhjálp Íslands - þá fær hann rokkstig og virðingu mína . . . ekki fyrr