Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


föstudagur, september 18

Vá - frábært! 

Uppáhaldslagið mitt um þessar mundir er lagið Beds are burning með Midnight Oil - áströlsk hljómsveit sem stendur með innfæddum Down under. Textinn fjallar um tilhneygingu okkar hvítu mannana að troða á öllu því sem við getum troðið, mergsjúa það sem okkur sýnist og sýna engum öðrum en okkur enga mannlega virðingu. Þetta hápólítíska lag varð til þegar áströlsk yfirvöld voru með neyðarflutninga á innfæddum þjóðflokki sem heitir Pintupi og voru á meðal þeirra síðustu sem ,,komu frá eyðimörkinni" - þeir voru semsé fluttir nauðugir og búa núna í einhverskonar landnemabyggð sem telur alveg 400 manns. The Oils eins og þeir eru kallaðir á meðal harðra aðdáenda, vöktu mikla athygli þegar þeir fluttu lagið á lokahátíð ´Olympíuleikana í Sidney árið 2000, á meðal áhorfenda var John Howard, forsætisráðherra en ríkistjórn hans þverneitaði að biðjast afsökunar á þessum aðgerðum sínum. Til að mótmæla því þá flutti The Oils lagið í bolum sem á stóð ,,Sorry" og varð ennþá frægari fyrir. Ég set hér myndskeið af þessum flutningi hér og vonast til að einhverjir getað dillað sér og glaðst yfir góðu lagi með góðum texta:


Í dag má vel útfæra textann á nýðingsháttum Dana á Grænlendingum, því maður veit ekki helminginn af því sem þeir hafa gert af sér þar - einnig meiga Icesave liðar taka þetta lag til sín, því við skuldum jú einhvern pening... ef einhver finnur veski á götunni má vel raula þetta lag - þetta er bara æðislegt lag og ég vildi að ég gæti látið spila það í jarðaförinni minni! ... það ætti já, kannski vel við? híhíhíhíhíhíhíhíh...

Hvað um það - núna í morgun bárust mér þær fréttir að Kófí Annar væri búinn að semja við The Oils og fá að brúka lagið, dúkka dulítið upp á textann, breyta smá og ætli að gefa út með fullt af frægu fólki og að þessu sinni er lagið tileinkað hnattrænni hlýnun jarðar - meðal þeirra sem ætla að koma að laginu er Bob Geldof, The Scorpions og.... DURAN DURAN!

Hlakka ekkert smá til að heyra - njótið helgarinnar, elskið hvert annað og knús á ykkur öll ;)

Comments:
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
 
Heyrðu - bannerinn þinn er horfinn í eterinn vegna þess að síðan sem hann var vistaður á er ekki lengur til. Má vera að hann sé enn til einhvers staðar djúpt í gömlu tölvunni minni ef þig langar að fá hann aftur.
 
Hurru af því að þessi færsla er orðin tveggja mánaða gömul, og ég ligg heima í bakverkjum -sumsjé grumpy old vúmam má ég til með að benda þér á að forsætisráðherra 'Astrala hefur beðið frumbyggjana afsökunar las það á netinu fyrir viku-hálfum mánuði
Knús í kotið -syss
 
Skrifa ummæli