-Ég græt Narsissus vegna þess að alltaf þegar hann hallaði sér fram af bakka mínum sá ég að í djúpi augna hans speglaðist mín eigin fegurð.
Úr Alkemistanum
Mikið rosalega er mikið að gera núna þessa dagana.. maður hefur bara ekki tíma til að setjast niður og líta aðeins um öxl... ja hérna. Annars vorum við Alli að prufa sólgleraugu áðan þar sem maður sér axlirnar sínar, litterallý.. mjög sniðugt. Gleraugun eru með svona spegli að innan... Ég sendi einhver út með boðsmiðunum, þannig að einhverjir eiga eftir að geta litið um öxl. Aðrir eiga eftir að geta hellt upp á te, aðrir brúkað dömubindi, spilað dönsk jólalög... allir fengu eitthvað sniðugt með boðsmiðanum sínum.... bara svona upp á grín. Svo hlær engin nema ég, en það er allt í lagi... ég er enn 29 ára og má það alveg.
Heiða Skúla á afmæli í dag... vonandi sér hún smessið frá mér...annars hef ég þessa síðu til vitnis um að ég hafi munað eftir þessu. Svo á Fríða syss afmæli á morgun og Gauji átti afmæli þann 14, Eiríka Benný þann 4, sem og Sigga Hrönn OG Uni Dagur... hvað er að gerast... ? Hvað er það sem gerist í apríl sem veldur því að fólk rífur af sér fötin, hendist upp í rúm og hugsar ekkert um getnaðarvarnir? Hneysl!!!
Við stóðum okkur vel á móti Svíagrýlunni í dag!!! Júhú!!! 4 dagar í
hátíðina...