Ha ha ha er betra en bla bla bla...
Æji, þetta er nú meiri helvítis þvinnkan sem herjar á mann á sunnudegi;-/ Væl og aumingjaháttur er þetta ;-( Mamma og Kolli buðu mér út að borða í gærkvöldi og af sjálfsögðu endaði það með hringavitleysu og fyllerý í miðbæ Reykjavíkur, ÁN þeirra... þenk god. Hitti Michael, blaðaman á
Sunday Times og hann ætlar að kíkja á ammælisveisluna mína, sagði við hann að ef hann vildi sjá alvöru drykkjumenn að störfum á Íslandi ætti hann að fara í partý... einhver var búinn að benda honum á NASA... réð honum frá þeim stað. Hann ætlar kannski að kíkja í Mosó... held samt að þetta hafi verið leim exkjús hjá honum til að komast yfir símanúmerið mitt... minnir mig á það að ég verð að fara að læra númerið utanaf á Kvennaathvarfinu og gefa það upp... þegar ég vaknaði í morgun sá ég mér til mikillar gleði að ég var ekki með nein ný símanúmer í símanum mínum... batnandi konu er best að lifa. Samt var nú stofnaður nýr stjórnmálaflokkur og málin rædd ofaní kjölinn, eins og vant er rétt fyrir kostningar. Við Ásta kynntumst tveim nýjum drengjum í nótt, Berki og Ragnari (sem reyndist vera Hollendiungur og tala illa íslenska)... við Börkum fórum á atkvæðaveiðar, ég reyndi að snapa slagsmál (humm... hefur gerst áður..) en ekkert varð út því, sem betur fer. Við stunduðum samt mjög mikið sjómanninn (Gad.. verðum að fara að hætta á þessum hormónum!) og er líkamleg líðan í dag eftir því ;-l
Svandís kom í dag... frábært að fá hana... við fengum tyggjó frá henni, sem er enn frábararara því þá getur Alli borðað það þegar hann kemur úr skólanum og ég slepp við að elda í nokkra daga... ;-þ