Gleðilegt ár, jólin og allt það :-)
Þeir sem ég hef ekki ennþá hitt óska ég alls hins bezta, með þökkum fyrir árin og vona að allir hafi það gott. Jólin komu, fóru, áramótin komu einnig og skyndilega voru þau á brott einnig. Leiðinlegt að huxa til þess að það eru 13 heilar vinnuvikur framundan án lögboðins frídaga, þ.e. fyrir utan helgar. Það eru 91 dagur, 2.184 klukkustundir eða 131.040 sek. Eða 131.038 sek. Eða 131.037 sek. Það er nú alltaf rosalega notalegt að taka þetta helvítis jóladrasl niður... einhvernveginn er mar algerlega búinn að fá nóg og bara gott að henda jóladúkunum niður og taka aftur upp gráma hversdagsins. Ekki þarf ég nú samt að kvarta.. hef haft það ósköp gott. Fór á Egs um jólin og dvaldi þar í góðu yfirlæti hjá tengdó... þarf að fara að venja mig á að hætta að kalla Jóa og Guðnýju tengdó.. hef aldrei hætt því... nú eru aðrir tengdaforeldrar komnir í spilið og skal tríta þau með respect. Við skelltum okkur á 2. í jólum ball og skil ég nú af hverju svona rosalegar sögur fara af þeim... hef ekki dottið í það síðan og þá er mikið sagt. Skal bætt úr því um helgina, fyrst mar er kominn í menninguna, þ.e. ekki þannig menningu að allir troðast, æla og allskonar við undirspil Ýmsa flytjenda. Við héldum upp á afmæli
Alla á gamlársdag við mikla gleði og allt allt of mikil
þrengsli. Það er greinilegt að það verður ekki boðið aftur í afmæli hér á bæ... já, vel á minnst það verður EKKERT haldið upp á mitt afmæli seinna í mánuðinum, enda ekkert stórafmæli. Ég verð þó líklega að djamma og allar gjafir eru vel þegnar :-) Eldamennskan mín hefur hreinlega farið í vaskinn, bauð afmælisgestum upp á afmælisköku með tvöföldu lagi af pappír á milli, fann svo tvo brauðrétti í ofnunum um nóttina (sem n.b. þessir afmælisgestir áttu að fá) og ætlaði að bjóða herramönnunum mínum upp á fish & chips á enskan máta, en keypti óvart saltfisk og djúpsteikti... engin þorði að segja neitt... ég henti honum og varð fyrir miklum vonbrigðum með að mín innri húsmóðir er víst ekki til. Einsi er ekkert skárri... hann setti í sína fyrstu þvottavél í marga marga mánuði... þá fyrstu á mínu heimili.. kom svo upp skömmustulegur, með skottið á milli fótanna og tilkynnti mér að hann hefði brotið þvottavélina. Haldið sem mar tekur í til að opna fór í tvennt við að finna svona karlmannlega upphrindingu... ég hélt geðheilsu minni við að gera mikið grín að honum. Hann fór þá auðmjúkur að vaska upp og braut eitt rauðvínsglasið mitt... þetta eru glös sem ég var ekki nema 7 mánuði að finna, búin að skúbba eftir þeim alltaf af og til... OG það er hætt að flytja þau inn... nú á ég bara tö eftir.. held að okkur sé ekki óhætt að búa saman nema undir eftirliti og aðstoð.
Sonur minn fór í greiningu og fékk hana heldur betur, hann er með athyglisbrest og ofvirkni... og ekki nema það... takk fyrir.. veslings drengurinn er einnig með áráttu- og þráhyggjuröskun. Við gengum inn til lækninsins og bjuggumst við að fá einungis athyglisbrestsstimpilinn á hann.... nei nei.. kemur ekki í ljós að allt það sem mér fannst gera hann þrjóskan, skrítinn og þverann og vera hluta af hans persónu... það er bara búið að skilgreina þetta sem einhvern sjúkdóm... nú tekur hann töflur og ég vona að allt gangi vel hér eftir. Vona samt að hann verði eftir sem áður litli skrýtni
strákurinn minn :-/