laugardagur, desember 31
Til hamingju með ammlið elsku Alli minn!
 Huxa sér að fyrir 12 árum síðan þá var ég með verki upp á fæðingardeild, vissi ekki neitt út í hvað ég var að fara og við Bjössi alveg græn í svona efnum. Ég hafði verið sett á jóladag en þegar hann kom og fór þá önduðum við léttar, því hvað er verra en að eiga ammli á þeim degi... svo leið og beið og ekkert gerðist, fyrr en 30 des... er ég var að fara að skríða upp í rúm, dauðþreytt og ætlaði að fara að sofa... fann þá að eitthvað var að gerast, við höfðum samband upp á spítala og þær kelingar sögðu mér bara að koma uppeftir í skoðun. Var þá komin með tvo í útvíkkun og ,,tappinn farinn" - sem þýðir að mar eigi væntanlega að fara að skjóta út úr sér einu stykki af barni. Ekki gerðist það fyrr en tæpum sólarhring seinna, eftir að ég var búin að fá nokkrar sprautur, fullt fullt af gleðilofti, töflur og vatn undir húðina (sem ég held að sé útbreidd pyntingaraðferð hjá bandaríkjamönnum-þá er sprautuð vatnsbóla undir húðina til að dreifa sársaukanum, en þetta virkar bara þannig að mar finnur ógó til í helvítis blöðrunni en gleymir kannski verkjunum í píkunni í staðinn... veit ekki - mæli amk ekki með því!) Man voðalega lítið eftir þessari fæðingu enda í annkaralegu ásikomulagi og klofin upp að mitti, drengurinn tæpar 18 merkur,með gullin blæ yfir sér og sléttur og ógurlega fallegur. Ég fékk æði fyrir hnallþórum og gulrótum á meðan á meðgöngu stóð og því var drengurinn stór og gullinn - hef oft kallað hann gullmolann minn. Við Bjössi vorum ekki alveg með á nótunum fyrstu dagana, enda er þetta svo lítið kríli og allt í einu komin svo mikil ábygð á herðar okkar. Man að einn daginn þegar ég var ennþá á spítalanum (mar mátti þá vera 3 daga inni - sem er bara brill) kom Bjössi í heimsókn og við eithvað að labba um og létum krakkann vera hjá hjúkkunum á meðan, fórum svo aftur inn í stofu og fannst eins og eitthvað vantaði... héldum bvara áfram að spjalla, löbbuðum niður í sjoppu og eitthvað...spjölluðum smá.. en alltaf vantaði eitthvað, eða okkur fannst eins og við höfðum gleymt einhverju. Komumst svo að því klukkutíma seinna að það var barnið sem við gleymdum hjá hjúkkunum... alveg makalaust hvað mar var grænn og vitlaus. Hvað um það, Alli minn var síðasta barnið á því herrans ári 1993, hann fékk ekki eitt snuð að gjöf frá fyritækjum landsins sem mér finnst vera soldið súrt, því þarna er algerlega verið að mismuna börnum eftir því hve vel klofið á mömmunum teygist út... hann fékk þó ágætis verðlaun frá okkur foreldrunum, ómælda ást og ótakmarkaða umhyggju. Hann hefur breytt mínu lífi til hins betra og alltaf verið til staðar þegar á þarf að halda, hann er góður vinur, með húmorinn okkar Bjössa, klár og hefur alltaf tíma og vilja til að vera með mér og hjálpa til, þrátt fyrir ungan aldur. Hann er einn af bestustu vinum mínum og alltaf gott að knúsa hann og kjamsa í hálsakoti hans :-) Elsku Alli minn, til hamingju með árin 12, ég veit að það verður erfitt að bíða eftir því að fá bílpróf en þú mátt alltaf halda partý, allir eru alltaf í fríi daginn eftir og allir samfagna þér á þessum degi. Ekki amalegt að fá svona flugeldasýningu á ammælinu sínu :-)
(1) comments
mánudagur, desember 26
Hóm sveet hóm
Úfff.. komin heim úr bústaðnum. fór ekki einu sinni í buxur á aðfangadag en varð að klæða mig dulítið þegar getir bönkuðu upp á í gærkvöldi, en þá kíktu Alda og Árni í spil og rauðvín :-) Það er gott að vera komin heim og frábært að geta bara verið á naríunum heima hjá sér... tók engar myndir . . . ógó halló :þ
(1) comments
föstudagur, desember 23
Ef þið hafið eina minútu...
 þá langar mig til að biðja ykkur um að senda mér jólakveðju, með því að fara inn á Horn.is og greiða mömmu atkvæði á vali um Hornfirðing ársins (rauður borði ofarlega á síðunni:-) Ég er bara með tárin í augunum, mér finnst tilnenfingin vera svooo sæt og krúttleg... Takk, Hornfirðingar fyrir að hafa verið til staðar þegar sú gamla þurfti svo sannarlega á að halda :-) Svona kemur manni í verulegt jólaskap og nú skal haldið í bústað í afslöppun og át! Kjósa nú! :þ
(1) comments
Gleðileg Jól
... sé ekki fram á að getað skrifað neitt af viti, en við erum að fara að leggja íann upp í sumarbústað :þ Eigum deit í pottinum í kvöld undir stjörnuhimni, með rauðvín og kertaljóstum ... mmmmm...
(0) comments
miðvikudagur, desember 21
Jólaundirbúningur í fullum gangi
 Myndin tekin skemmtilegu helgina í desember þegar öll fjölskyldan safnaðist saman í laufabrauðsgerð :þ Annars er ég að fara yfirum af yfirvinnu og látum... hef einfaldlega ekki tíma né nennu til að blogga eitthvað af viti - jaseiseisei... :þ
(0) comments
föstudagur, desember 16
Lítill Cartmann fæddur - eða Hitler?
 Gulla hjálpaði mér í morgun að setja á mig maskara :-) Hún setti alveg sjálf á sig, agalega dulleg :-)
(0) comments
miðvikudagur, desember 14
Skettleg bréf til Jólasveinsins og svör frá honum:
Elsku Jólasvein, ég vil geimskib i jólagjöv. Ég hev verið góður allt árið. Þin vinur, Bjössi.Kæri Bjössi. FRÁBÆR STAFSETNING!!! Þú ert heppinn ef þú færð starf í ruslinu í framtíðinni. . Hvernig væri að ég sendi þér bók til að þú gætir lært að lesa og skrifa. Ég gef bróður þínum geimskipið sem þig langaði í, hann kann að minnsta kosti að skrifa. Jólasveinninn. Kæri Jólasveinn. hvað ert þú að gera þegar það eru ekki jól? Ertu kannski að búa til leikföng? Erla. Kæra Erla. HVAÐ!? Rosalega ertu vitlaus, veistu ekki að öll leikföngin eru búin til í Kína eins og stendur skýrum stöfum á þeim, kanntu kannski ekki að lesa? Ég á litla íbúð í Las Vegas þar sem ég eyði mestum tíma mínum. Þar sit ég, klíp í rassinn á fáklæddum þjónustustúlkum, eyði peningum í rúllettu og drekk romm í kók. Og svo þú farir ekki að velta því fyrir þér næst þá geta hreindýr ekki flogið en þau eru ljúffeng í piparsósu. Hey!! Þú vildir vita það! Jólasveinninn. Kæri Jólasveinn. Ég veit ekki hvort þú getur hjálpað mér en fyrir þessi jól langar mig ekki í neitt nema það að mamma mín og pabbi verði aftur saman. Viltu vera svo góður að sjá hvað þú getur gert. Eva.Elsku Eva. Hvað! og eyðileggja þetta eldheita samband sem pabbi þinn á ennþá við barnfóstruna þína? Hann ***** hana eins og hlera í 20 vindstigum. Ég er tilbúinn að láta þig hafa Barbie dúkku í staðin. Jólasveinninn. Kæri Jólasveinn. Mig langar í fleiri Yu-gi-oh spil. Allir vinir mínir eiga miklu fleiri spil en ég. Þinn Maggi.Kæri Maggi. Mér er algerlega hulin ráðgáta hvað þið eruð klikkuð að safna þessum spilum. Sníkið spil af foreldrum ykkar fyrir þúsundir króna og nennið svo ekki einu sinni að læra leikinn sem er spilaður með spilunum. Hér hefurðu Lúdó, gamalt og gott spil sem ég gef þér frekar. Sáttur? Jólasveinninn. Kæri Jólasveinn. Mig langar í nýtt hjól, Playstation, trommusett, Harry Potter lego og leisergleraugu. Kveðja, Meyvant.Kæri Meyvant. Meyvant... MEYVANT. Hver í ansk... gefur barninu sínu nafn eins og "Meyvant"!? Hvernig væri að ég sendi þér Barbie og Ken, MEYVANT, ha ha ha ha ha ha. Segðu mér Meyvant, hvað varstu oft laminn í skólanum í dag? He he he he he he... ho ho ho! Jólasveinninn. Elsku Jólasveinn. Ég er búinn að skrifa þér fyrir hver einustu jól í þrjú ár til að biðja þig um brunabíl. Ég er búinn að vera mjög þægur allt þetta ár, viltu vera svo elskulegur að gefa mér brunabíl? Þinn Jói.Kæri Jói. ég skal sko aldeilis bæta þér þetta upp. Hvernig væri að ég kæmi eina nóttina og kveikti í húsinu þínu meðan þú sefur, þá færðu að sjá fleiri brunabíla en þig óraði fyrir. Jólasveinninn. Kæri Jólasveinn. Mig langar svo óskaplega í hvolp í jólagjöf. Viltu gefa mér hvolp! Gerðu það elsku besti jólasveinn viltu gefa mér hvolp, gerðu það, gerðu það. Þinn vinur Reynhard.Reynhard! Þessi sníkjutónn og suð virkar kannski á foreldra þína en hann hefur þveröfug áhrif hér, Þú færð lopapeysu eins og í fyrra. P.s. þú er ekki skyldur Meyvant, er það? Jólasveinninn. Elsku besti Jólasveinn. Það er enginn strompur á húsinu okkar, hvernig kemur þú inn. Þinn Biddi.Brynjar! Í fyrsta lagi: Hættu að kalla sjálfan þig þessu ónefni "Biddi". Þetta er ein af ástæðum þess að þú ert laminn í skólanum nær daglega. Í öðru lagi: Þú býrð ekki í húsi! Þú býrð í félagslegri íbúð vegna þess að kerlingin, sem segist vera móðir þín, nennir ekki að vinna og gerir sér upp örorku. Í þriðja lagi: ég kemst einfaldlega inn eins og glæpamenn komast inn - inn um svefnherbergisgluggan þinn! Dreymi þig vel. Jólasveinninn.
(0) comments
Krumminn.. alltaf réttastur!
Vek athygli á síðunni hennar Krumma... en hún er að tala um þessar Feministakjééélinga.. ég nenni ekki að eyða fleiri orðum á þessar kynsystur mínar, commentaði bara... endilega tjáið ykkur... finnst ykkur þetta vera einum of?
(0) comments
þriðjudagur, desember 13
Hóst, hóst...
... ég þarf greinilega engann mat fram að jólum, greindarvísitala mín greinilega ekki hægrri en það að ég þarf að borða ofan í mig hvert orð... það er barasta fullt fullt af commentun frá ykkur elskurnar mínar :-) Ég þurfti bara að samþykkja þær ;-) Munda á morgun; Klára jólakortin og finna út hver er dáinn á listanum til að spara frímerki þar, skila inn bókum í vinnuna, ELDA MAT (hvernig væri að gera það svona einu sinni í aðventunni?), klára að þrífa fokkings baðherbergið á efri hæðinni (Stacy, ég sakna þín!), kaupa sand handa Gullu, útfæra aðeins betur þetta jólatré mitt, en ég ætla að taka upp í bústað eitthvað nýstárlegt jólatré... langar í herðatré með seríu ;-) Já, og mamma... jólagardínurnar svifu upp í kvöld... jólin, jólin allsstaðar... Rekst á þetta . . . makalaus gaur, í orðsins fyllstu :-)
(3) comments
mánudagur, desember 12
Er hún ein í heiminum?
... þetta commentkerfi bítur ekkert sko, mætti halda að mar ætti enga vini :-/
(10) comments
fimmtudagur, desember 8
Íbúð óskast - Neyðarkall
Bráðvantar íbúð yfir áramótin fyrir Magga bróðir og hans stóð en þau koma til landsins á Gamlársdag, þarf að vera með innbúi, tv og alles... cash in payment :-) Setjið comment ef þið vitið um einhvern sem ætlar ekki að vera heima um áramót og er til í að fá pjéning fyrir :-)
(2) comments
Fór til sálfræðings í gær
... og eruð þið ekki að djóka með verðið á þessum tíma... sexþúsundkall? Það er dýrt að vera með sálina á hreinu . . . en þegar mar huxar um peninginn sem mar eyðir í plokk og hárstúss þá er þetta náttlega kannski ekki neitt :-/ Annars bókaði hann næsta tíma á okkur bara í janúar svo allir fái jólagjafir frá okkur þetta árið, hehe..
(0) comments
þriðjudagur, desember 6
Gleðileg jól...
... er mar farinn að heyra frá kúnnum... ekki amalegt það... :-)
(1) comments
mánudagur, desember 5
Held það sé hverjum manni hollt....
... að vakna á hverjum morgni, í faðmlögum við elskuna sína og byrja hvern dag á ástaroðum ... að slaka aðeins á í jólagjafaútfríkinu, gefa ekki öllum fimmþúsundkrónagjöf... ... að prófa að sjá heiminn með augu barna, ganga smá á hnjám sér og sjá allt frá öðru sjónarhorni ... að prufa að smæla framan í bilstjórann sem svínaði á þig í umferðinni og athuga hvort hann skammist sín ekki soldið við það ... að hrósa meira ... að eyða meiri "quality-time" með börnunum sínum, þessar stundir koma aldrei aftur ... að hlæja ... að lifa Muna á morgun, kaupa þvottaefni, borga fyrir jólagjöfina hennar mömmu, tala við Bjössa, tala við Magga bró, panta jólamyndir, finna adressuna hennar Svandísar... hurru, Svanda mín fagra, viltu ekki birta adressuna þína á blogginu þínu svo við getum farið að meila jólapakkana? Ha?
(0) comments
Á góðri stund í Dublin (amk ég) ;þ
 maðurinn alltaf eins og kjáni, en hann er deadsexý :þ
(0) comments
|