miðvikudagur, janúar 31
OMG...
Þetta eru nýjust nöfnin sem leyfð eru hjá mannanfannefnd. STÚLKNANÖFN Eggrún Bogey Oddfreyja Örbrún Dúfa Snót Ljótunn Hlökk Himinbjörg Hind Randalín Þrá Baldey Blíða Bóthildur Brák Loftveig Vísa Þúfa Þöll Þjóðbjörg Þula Stígheiður Stjarna Skarpheiður Skuld Kormlöð Þrá Ægileif Hlökk Venus Vígdögg Hugljúf Ísmey Ormheiður Pollý Geirlöð Gytta Niðbjörg Njóla DRENGJANÖFN Beinteinn Búri Dufþakur Dreki Hildiglúmur Bambi Fengur Fífill Gottsveinn Galdur Grankell Safír Kaktus Ylur Þorgautur Þyrnir Melkólmur Grani Ljótur Ljósálfur Náttmörður Neisti Hlöðmundur Hrappur Hraunar Grani Ráðvarður Otur Reginbaldur Rómeó Kópur Kristall Þangbrandur Þjálfi Sigurlás Skefill Þjóðbjörn Skuggi Hugsið ykkur eftir svona 20,30, 40 ár hjá einhverju fyrirtæki þegar fólk veður beðið um að hafa samband við Niðbjörgu Njólu á símanu eða Kaktus Yl þjónustufulltrúa, Venus Vígdögg fjármálastjóra nú eða sjálfan formanninn Náttmörð Neista. Skrautlegt ekki satt? Er það nema von að maður veltir fyrir sér tilgangi mannanafnanefndar sem á meðal annars að koma í veg fyrir að börn beri nöfn sem er þeim til ama. Votts þe point?
(3) comments
fimmtudagur, janúar 25
Greinilegt...
... að íslendingar hafa eiginlega allir rifið í sig TUNA-samloku í gær og votta ég túnversku þjóðinni samúð mína, sem og þeirri frönsku. Þrátt fyrir mikla yfirburði á allskonar sviðum þá má bara ekki gefa okkur fokk fingurinn, því þá rísum við upp eins og fuglinn Fönix og múnum til baka :-) ... annars réð ég húshjálp í gær og rak tveim tímum seinna þegar elskuleg Heiða mín benti mér á að auðvitað er langbest að ráða hana til starfans - því að láta einhverja konu á suðurnesjunum fá pening þegar hægt er að gera góðan díl við Heiðu? ...annars á ég ammli í dag - hrukkurnar orðnar kvorki meiri né minni en þrjátíu og fjórar, takkfyrirtakk :-) Tengdó gaf mér Joe Boxer náttbuxur og ætla ég beint í þær eftir vinnu í dag og hanga heima með Alla mínum í knúsi og kjammsi - en hann fékk einmitt líka solleis buxur frá tengdó... við verðum agalega smart yfir leiknum á eftir... :-) Svo er bara að fá sér Prins Póló yfir leiknum í dag fyrist þetta með túnfisksamlokuna tókst svona vel í gær :)
(5) comments
þriðjudagur, janúar 23
Eins og gærdagurinn ...
... var ömurlegur framanaf þá breyttist það til mun betri vegar þegar flautað var til leiks... held ég sé barasta svolítið þunn :-)
(1) comments
mánudagur, janúar 22
Grrrr... poottþétt versti dagur ársins!
Andskotans, djöfull eru orð sem mér eru hugleikin í dag enda er þessi dagur í dag, akkúrat þessi, ömurlegasti dagurinn í öllum heiminum, samkvæmt einhverjum feitum og andfúlum kalli út í hinum ljóta stóra heimi. Við eigum örugglega eftir að drulla á okkur upp á bak á móti helvítis frakkakúkunum ... og til að klikka út á einhverju verulega leiðinlegu og ótrúlegum frekjuhætti þá er vísun á lista yfir birgja sem hafa hækkað vörur sínar frá áramótum og ástæður hækkunarinnar - undarlegt að þetta er um það bil sama prósenta og blessuð fitubolluríkisstjórnin okkar ætlar að lækka um núna í mars... sem er n.b. korter í kostningar eins og einhver orðaði og benti á... ef þið viljið þá getið þið sneytt fram hjá vörum þessara græðgja (ekki birgja) og lagt réttindamálum almúgans lið... :/ Listinn er semsé hér og er tekin af þessari þörfu síðu :)
(1) comments
föstudagur, janúar 19
Úpps... gleymdi í fyrradag...
 elskuleg systir mín - ,,síamstvíburinn minn" átti ammli í fyrradag... óska henni hér með opinberlega til hamingju með árin tuttuguogníu :)
(0) comments
Happý bóndadag!
Ég eins og aðrar konur vil ekki vera eftirbátur neins þegar kemur að rómantískum tilburðum og frumlegheitum á því sviði. Vakti því bóndann í morgun með kossum og ástarorðum, sagði honum að ef hann drifi sig á fætur þá biði hans eitthvað óvænt frammi. Hann hélt áfram að sofa... kl. 09:30 hringdi ég... ítrekaði að það væri söpræs frammi... hann ætlaði að drífa sig á fætur... kl. 10 hringdi ég aftur og sagði honum að drífa sig á fætur því þetta söpræs biði ekki endalaust... sagði honum að fara inn á baðherbergi, standa í gættinni og líta til vinstri - niður... hann sendi mér sms stuttu síðar þar sem hann var að forvitnast um það hvað hann ætti eiginlega að sjá... hann hringdi svo örskömmu síðar... ,,hvað er þetta eiginlega, þetta söpræs...?" ,,til hliðar við þig sérð þú þvottavélina, inn í henni er þvottur... settu hann fyrir mig í þurrkarann, gæskur..." Honum fannst þetta alls ekkert fyndið :/
(3) comments
fimmtudagur, janúar 18
Ekki má gleyma....
... í allri þessari Birgisumræðu mannlega harmleiknum í þessu ógeðsmáli öllu saman - það voru fjöldan allan af konum misbeyttar kynferðislega og andlega og karlfuskurinn stal beint af þeim persónulega - ekki bara fjárframlögum ríkisins. Mér finnst fjölmiðlar vera að einblína á fjármálaóeirðina alveg einum of - vilja hengja einhvern stjórnmálamann fyrir eitthvað sem er búið að viðgangast í of langan tíma... hvað með það sem karlfuskurinn gerði þessum konum? Og fleirum væntanlega... stelandi úr minningarsjóði blákalt og neita fyrir það? ... fæ bara óbragð í munnin af svona körlum... .... segi bara enn og aftur - þetta er það sem gerist þegar það er verið að troða trú upp á fólk sem er veikt fyrir... árans kirkjudrusla... Einhver Árnismi* hefur gripið Guðmund, en hann neitar þversum og langsum fyrir að hafa gert nokkuð af sér (right, kallinn minn - við erum ekki jafn auðtrúa og stelpurnar í söfnuðunum þínum) og ætlar meira að segja að kæra nauðgun eftir að þessi mynd var gerð opinber... mér er þá spurn... er hann þá ekki að viðurkenna að þetta c hann á þessari mynd? ... stundum getur maður bara brosað út í annað þegar stjórnmálamenn ljúga beinkalt að þjóðinni því það vita allir að allt sem vellur út úr þeim er yfirleitt haugalygi en þetta er bara orðið sorglegt með þennan mann... *)- kendur við Árna nokkurn Johnsen
(1) comments
þriðjudagur, janúar 16
Gulla dónastelpa...
Helgin fór aðallega í það að halda dónastelpuni Gullu í skefjum en hún lá undir öllum högnunum í hverfinu, blessunin... :/ Þvílíkur söngur fyrir utan húsið okkar og ég blygðaðist mín svooo mikið þegar ég kom að henni, æ ofan í sí og æ, liggjandi á bakinu á tröppunum fyrir utan, grenjandi úr greddu... fuss suss suss suss...
(2) comments
föstudagur, janúar 12
Koma svo!
Allir að styðja strákana ,,okkar" - ég veit að ég er dugleg við að hrauna á þá - en maður stendur alltaf með þeim, strákunum... :)
(0) comments
fimmtudagur, janúar 11
Eins og það er nú...
.. gaman að setja upp jólastöffið á heimilið, fylla það jólailmi og hengja upp tréð - þá er nú líka alveg gaman að pakka jólunum niður í kassa. Það verður allt svo hreint og rúmgott á eftir...
(1) comments
miðvikudagur, janúar 10
Aðeins...
... tveir dagar í helgina og þá getur maður tekið upp fyrri siði og s o f i ð ... :) Svandís, hvenær kemur þú í bæinn? Ha? Ha? Ha?
(0) comments
mánudagur, janúar 8
Dagur #6 ... eða er það 6&7?
ohhh... who cares? Enn á lífi og allir í kringum mig líka - þótt Alli hafi farið á heilsugæslustöðina í dag og látið líma aftur opið gat á hökunni á sér - kom hvergi þar nærri en ég var stödd í jarðaför og hef margt vitnið þar um. Við Bylgja vinkona, ásamt Fríðu systur og fleiri Grundfirðingum, vinum og fjölskyldu fylgdum félaga okkar síðasta spölinn í dag - falleg athöfn sem tók mun meira á en ég hafði rennt í grun. Minnir mann bara enn og aftur á þá staðreynd að maður veit aldrei sína ævina. Ég ætla að njóta þess að vera í faðmi strákanna minna í kvöld, strákanna sem ég elska svo ógó migó :-) Vonandi eruð þið líka á góðum stað, elskurnar :>
(0) comments
sunnudagur, janúar 7
Dagar #4 & #5
komu og fóru og líkurnar á að ég fremji eitthvað ógurlegt af mér fara snarminnkandi með hverjum deginum :) Bjó til nýtt myndaalbúm sem er frá því núna í des og má skoða það hérna... Annars gáfum við vetrinum löngutöng áðan og grilluðum geggjaðan h-degismat - það þarf ekkert að vera sól og tuttugustiga hiti til að brúka grillið.. híhíhí :>  Gaman að því að handboltinn er að fara að byrja - nú fer mar að hafa afsökun til að fá sér einn öllara og öskra af öllum lífs og sárarkröftum :) ...tók smá forskot á sæluna áðan - mínus öllarinn og öskrin, svo eftir var bara leikurinn og þessi klassíski slæmi hálftími hjá liðinu :/ Rétt mörðum fram jafntefli gegn dönum - en við vorum alveg mörgum mörgum mörkum yfir eiginlega allan leikinn... úfff... alveg klassíkst og mar má ekki gleyma sér í væntingunum :/
(0) comments
fimmtudagur, janúar 4
Dagur #2 & #3
... komu og liðu og engan ég drap. Mikið djöfull er ég ógeðslega skapstygg og ófrýnileg þessa dagana, Alli hefur vit á að vera ekkert heima og viðhaldið heldur ekki heldur út að vera heima við. Svo það erum bara við Gulla hér heima... það er ekki hægt að öskra og djöflast á svona krúttlegu kvikindi svo ég hef farið í skvass með Sif í gær og í dag. Mikið gott að fá útrás þar. Aumingja Sif... Lítið annað í fréttum héðan úr sveitinni, var að fatta Bergsvein Árelíusson og Septemberinn hans og fer hreinlega alltaf að grenja úr ást til minna manna þegar hann syngur hið klassíska Költur Clöb lag - Love is Love... hvernig er hægt að orða þetta betur? Fyrsta erindi: You dont have to touch it to know Love is everywhere you go You dont have to touch it to feel Love is every second we steal Og svo viðlagið fallega: Love is love is nothing without you Love is love is everything you do Open up your eyes And you will see Love is love is everything to meAnnað erindi - fagnaðarerindið: You dont have to touch it to be Wrapped up in emotion like me Everyone must feel how I do, yeah Love is just to be close to youViðlag tekið aftur Þriðja erindið - And you know that love is love Its written in black and blue And everything you say Must bring her closer, closer to you Ba-ba, ba-ba, ba-ba
You dont have to touch it to know Love is everywhere you go You dont have to touch it to feel Love is every second we stealViðlag tekið í lokasinn Love is love is nothing without you Love is love is everything you doOg nú ætla ég að fara að grenja...
(2) comments
þriðjudagur, janúar 2
Dagur #1
... í 100% reykleysi er að kveldi komin... kannski best að fara bara að sofa svo fjölskyldan geti hætt að læðast um á tánum og hvíslast á...? Eða mar ætti kannski að skella sér í smá göntutjúr? Það gerði mér amk ekkert gott að búa til góðan kaffibolla eftir matinn - en þegar viðhaldið kom og fékk knús eftir að hann var búinn að bregða sér í smók, þá fann ég lyktina og löngunin hvarf... í tvær mínútur... þ.e. löngunin í sígarettu - ég hef alltaf lyst á þessu kallhelvíti :s
(1) comments
mánudagur, janúar 1
Gleðilegt nýtt ár!
Takk fyrir það gamla, megi það nýja verða ykkur öllum heillaríkt og gæfusamt :) Ég átti ánægjuleg áramót með fullt af óvæntum matargestum, en hlakka jafnframt til næstu áramóta því ég veit að komandi ár á eftir að vera heillaríkt og gæfusamt hjá mér og mínum :) Að eiga fullt af góðum að er besta gjöfin sem maður getur huxað sér :) Hef aldrei verið mikil mótmælandi í mér en er að spá í að verða það eftir að hefa lesið þetta... ... fyrsta áramótaheitið komið - rækta minn innri mótmælanda :)
(0) comments
|