Kjötbollur á miðvikudögum...
Lífið er að færast í vinn vanagang hér á heimilinu, eða svona eins og hægt er... Einsi er að æfa með Hugleik verk sem heitir Epli og ekrur og leikur hann þar mann sem er alltaf að kyssa kerlu sína... en hún ber hann víst jafnharðann til baka svo ég er sátt ;-)
Hitti Helga út í búð áðan en þeim fæddust tvíburar í gær en hún Áslaug er svo mikil hetja og þetta gekk svo ótrúlega vel... en hann sagði mér að þetta hefði tekið sjötíumínútur... takkfyrirtakk... fæ vonandi myndir til að henda hér inn seinna túnæt eða á morgun... á meðan ætla ég að gleðja ykkur með ,,barninu" mínu sem er ekkert barn lengur... þemað þennan Öskurdag var hippi... sætur, ekki satt? Það liggur Trassalykt í loftinu ennþá heima eftir að Alli setti upp þessa hárkollu... hahaha...

Annars er lítið að frétta... og bílív mí - engar fréttir eru góðar fréttir... það tekur á að styðja vin sinn og ef ég kynni að biðja væri ég á bæn n ú n a ...
Elsku Kolli minn...
lést í gærkvöldi hjá okkur mömmu á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði hér á Höfn. Hann fékk kvalarlausan dauðdaga og þessi upplifum mun lifa með mér og hefur mótað mig mikið, þetta er innilegasta og fallegasta stund sem ég hef nokkurntímann upplifað á ævinni og ég er svo hamingjusöm yfir því hve friðsælt andlit hans var... þetta var eins og hann hefði viljað hafa það, engar kvalir... bara fallegt ...
Mamma stendur af sjálfsöfðu fyrir sínu, eins og henni er einni lagið en við erum á fullu við að undirbúa kistulagningu, minningarathöfn, líkflutning, jarðaför og fleira. Það er margt sem þarf að huga að þegar síðustu hnútarnir eru bundnir, en ég má ekki einblína of á þá sem eru farnir, með því að gleyma þeim sem eftir lifa, svo ég er að fara í bæinn á morgun að faðma Alla minn. Hann hefur verið mikill klettur í mínu lífi á meðan á þessu hefur staðið, huggað grenjandi mömmu sína um helgina en núna þyrmir þetta yfir hann og þarf hann á móður sinni að halda. Hugur minn er samt sem áður hjá móður minni, sem sýnir enn og aftur að hún er ekki gerð úr gleri... hún er gull :-)
Við förum aftur austur til að vera við kistulagningu og minningarathöfn en jarðsett verður í Reykjavík eftir helgi. Kem ekki til með að blogga neitt fyrr en eftir það, en allir þeir sem vilja minnast yndislegs fósturföðurs míns er bent á að styrkja Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga á Íslandi
Svona upplifum fær mig næstum til að trúa á æðri máttarvöld, en fyrst og fremst trúi ég á góðan mann, sem reyndist föðurlausri stúlku afskaplega góður fósturfaðir :-)
Hvíl í friði, elsku Kolli minn... ég elska þig
Blogghlé...
Kem ekki til með að blogga neitt hér á næstunni, hugur minn er hjá mömmu og Kolla mínum en biðin styttist hjá honum, kallinum... :-(
Í mömmufaðmi...
Við Alli flugum austur til mömmu á föstudaginn og höfum dvalið hér í ofáti, afslöppun ásamt því að heimsækja Kolla okkar. Hann er ekkert upp á sitt besta þessa dagana, blessaður... en Alsheimer er óútreiknanlegur sjúkdómur sem ég óska engum. Mamma er svo mikil hetja en hún fer til hans á hverjum degi til að mata hann, en hann er tregur til að kyngja matnum og er hver skeið barátta og hvert sinn sem hann kyngir sigur fyrir hana. Hann getur alveg tekið sinn tíma í að borða en þolinmæðin hjá mömmu er alveg með ólíkindum... hún er hetjan mín. Kolli er misjafn, stundum sefur hann heilu og hálfu dagana og aðra dagana koma af og til orð upp úr honum. Besta gjöfin sem ég hef fengið í langan tíma fékk ég um helgina, en hann opnaði augun og brosti til mín í gær og svo aftur núna rétt áðan. Litlir sigrar... en stórir í mínu hjarta ;) Það eina sem hægt er að gera er að vona hið besta...
Flug eftir hálftíma í menninguna aftur og faðmin hjá ástinni minni en við höfum ekki sést síðan á fimmtudag en Einsi skaust erlendis ... hlakka til að sjá hann... þegar maður hefur verið í sambandi við svona yndislegan mann í svona mörg ár er ég hætt að geta sofið ein... svo það bjargaði mér að Alli deildi með mér svefnsófanum hjá mömmu um helgina ;-)
Vonandi hafið þið öll átt góða helgi, til lands og sveita :)
Hún var svooo feit...
... að hún var ekki í g-streng...
... hún var í sæstreng ;-)
Góða helgi
Dexter - Mæ men!

Fjölskyldan hefur staðið á öndinni yfir framhaldaþáttunum um fjöldamorðingjan Dexter en Skjár einn er að fara að sýna hann bráðlega... mæli með að þeir sem hafa fengið leið á kerlingarkjaftæðinu í húsmæðrum og öðrum ófénaði kíki á þennan þátt því það er ekki oft sem maður heillast og heldur með fjöldamorðingja... eins asnalega og það hljómar :/
...vonandi verða húsmæðurnar vinkonur mínar úr nornahópnum alveg bil og láta ljós sitt loga hér í commentakerfinu... hehe...