þriðjudagur, maí 29
Lítið kraftaverk...
... er að gerast í mínu lífi þessa dagana - en af biturri reynslu ætla ég ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar hér fyrr en ég get gert það almennilega og með myndum og alles... Lífið er svo dásamlegt, finnstykkurekki?
(4) comments
sunnudagur, maí 27
Í Mogganum í dag
Í Morgunblaðinu í dag, sunnudag er lítil og sæt hugvekja í Velvakanda. Velvakandi er yfirleitt vettvangur auglýsinga eftir týndum páfagaukum og kvartana yfir sóðasakp og ókuteisi en að þessu sinni getur að líta svolítið sem mig langar til að deila með ykkur. Hugvekjuna skrifar maður undir sem heitir Böðvar: Vor í Vaglaskógi
Ó hvílík fegurð, hvílík dýrð og lóan syngur sitt dýrðarinar dí. Þetta er það sem kemur upp í huga minn bjarta sumarmorgna, sitjandi við eldhúsborðið að sötra morgunkaffið, nývakinn af fuglasöng. Já, það er vor í lofti. Vorið, tími lautarferða og rauðköfflóttra vaxdúka. Mér líður eins og ég sé kominn alla leið á Nautnaeyju þar sem ég gæði mér á frönskum rauðvínum, ostum og vínerjum. Þetta er sérstaklega ánæjulegar stundir eftir að hafa setið inni svo hrímköldum vetrarmánuðum skipti. Þá get ég loks svipt af mér gráfeldinum og flogið út um gluggann ásamt hinum smáfuglunum. Þá hvet ég landann til þetta að hrista af sér senið og njóta hinna fáu sumardaga og -nátta sem bjóðast okkur hér á Fróni. Ljáum okkur vængi.Njótið helgarinnar, elskurnar :-)
(1) comments
miðvikudagur, maí 23
Roskilde - hjér ví komm!
 Jájá, allt að gerast bara... við Alda (nýgifta hinum æðislega Lee - sjá mynd) ætlum að skella okkur í skemmtiferð til Hróarskeldu - akkúrat þegar einhver hátíð er þar... man ekki hvað hún heitir... Svo var starfsmannafélagið okkar að tilkynna að við erum að fara í krússiglingu um Miðjarðahafið með þessu skipi hérna en það er ekki fyrr en í október 2008... svakalegt lúxusskip og eitthvað... :-) Sagði einmitt við Einsa áðan að við ættum kannski að stefna á Afríku 2009 eða fyrir 2010 en þá sagði hann að Ástralía væri kannski nær draumastaðnum... svo það er nóg að plana ferðalög á næstunni... (skrifar konan sem meikar ekki einu sinni í heimsókn í næsta hús þar sem æskuvinirnir búa... ferlegt alveg...en það er eins og þegar fjralægðin er lítil er erfiðara að hafa sig í skrefin :-/)
(2) comments
Karlmenn!
 ... eða kerlingar???
(0) comments
Að öðrum alvarlegri málum...
... þá hvet ég alla til að kveikja á kerti fyrir hana Ástu, sem er að berjast við illvígan sjúkdóm. Hennar innri styrkur er alveg með ólíkindum og hvernig hún er að tækla þetta... maður getur ekkert annað gert en að drjúpa höfði í auðmýkt og aðdáun...
(0) comments
Bölvaðir Norðmenn...
Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Normaður og Íslendingur. Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"? -Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu". -Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til brauð úr þeim og sendum til Íslands".
Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:
"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt". -Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið". -Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:
"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".- Íslendingurinn: "Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og sendum til Noregs".
Eigið góðan dag, elskurnar mínar :-)
(1) comments
miðvikudagur, maí 16
Og fann svo líka...
 ... hana Vibbu sætu sem er b a r a gaman að djamma með fyrir utan íslensku landhelgina... sem og innan hennar... hef bara aldrei prófað það... híhíhíhí.. :-)
(2) comments
Þá er það .... ákveðið!
 Sumarfrí okkar að þessu sinni verður eftirfarandi: Kef-Frankfurt þann 25. júlí Frankfurt-Bejing komum þann 26. júlí (flogið í 9 og 1/2 tíma) Bejing - Busan en þar er alþjóðlega AITA/IATA leiklistarhátíðin haldin - Þar sýnum við Memento Mori - alveg pottþétt við bilaðar undirtektir :-) Heimleiðin tekur ennþá meiri tíma: Busan - Sjanghai 04.ágúst Sjanghai-Frankfurt 11 ágúst (flogið í 11 tíma og fjörtíumínútur, takkfyrirtakk) Frankfurt - Kef 12 ágúst... Er mar klikk? Klikk já, en það verður ógeðslega gaman!
(3) comments
föstudagur, maí 11
Cold War!
Skandall og umskipti gerðist í gær þegar Júróvisjón-vélin hökti við - persónulega er ég sammála Eiríki og finnst vera einhver skítalykt af málinu ... Sumum finnst að það eigi að skipta upp forkeppninni í austur og vestur - öðrum finnst að það eigi jafnvel að fara í fjórar undankeppnir... Aðrir vilja bara hætta að dæla aur í þetta og fara í eitthvað annað... Hvað finnst ykkur...?
(3) comments
miðvikudagur, maí 9
Ósjitt...
Stalst til að kíkja á þetta af blogginu hennar Sigguláru .... Og viti menn...
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 31.25% Stuðningur við Framsóknarflokk: 40% Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5% Stuðningur við Vinstri-Græna: 31.25% Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 46% Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%
Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Frjálslynda flokksins!
 Æ kúld djöst pjúk... en það var reyndar að rifjast upp fyrir mér að ég hef oftar en einu sinni sett exxið mitt við þennan flokk á kjördag...
(2) comments
mánudagur, maí 7
Jæja, loksins!
Myndir gjörið svo vel :)
(0) comments
laugardagur, maí 5
Djæsús Kræst...
nenni ekki að eyða meiri tíma í Webshots, en þeir eru með stæla við mig þegar ég er að setja inn fermingarmyndirnar ... en þær koma, bílívjúmí :-) En hér er ein svona til að stytta biðina hjá þeim sem langar að sjá hvað ,,litli" strákurinn minn er orðinn mannalegur og eitthvað... fullorðins... :-)  Fermingardagurinn var frábær í alla staði, hefði að vísu viljað hafa meiri tíma fyrir gestina en maður getur ekki kallað allt himnaríki :-) Athöfnin var hin skemmtilegasta, Halla hélt tölu og Gunnar Hersveinn einnig, en mér fannst það frábært... sérstaklega þar sem Alli er svolítið EF-barn, en við vorum að leika í þeirri Rokkóperu þegar við drógum okkur saman ég og Bjössi :-)* Þarna var fermingarstjóri (ekki neinn prestur) sem stýrði athöfninni áfram og börnin voru með tónlistaratriði, ýmist klassíska tónlist eða flösuþeytingur af rokkuðustu gerð :-) Svo brunuðum við í veisluna og Alli voða mannalegur heilsaði öllum sem komu og hélt smá tölu, bauð fólkið velkomið og eitthvað... agalega mikill herramaður eitthvað :-) Hann fékk fullt af gjöfum, lappa frá okkur, custom meid gítar (7 strengja, takkfyrirtakk) frá babbs og Hafdísi, reiðhjól frá Ömmunóu og nokkur hundruð þúsund að gjöf... Hann var svo hræðrur þegar hann var að opna gjafirnar :-) Þarf bara að pína hann í þakkarsímtöl til þeirra fjölmörgu sem huxuðu til hans á þessum stóra degi :-) Við vorum svo búin að þrífa eftir veisluna og taka allt til um níu um kvöldið - frekar glöð með hvað það gekk vel að ganga frá ... enda hafði ég tvo mjög duglega pilta mér til aðstoðar :-) Að lokum er svo hér mynd af mér og bestutubestu vinkonu minni sem hjálpaði mér ómetanlega með að framkvæma þetta allt saman :-)  I Love You Man! *) EF er eins og allir vita samin af Gunnari Hersveini, Möggu Gutt ofl.
(1) comments
fimmtudagur, maí 3
Sneddý steinn....
(1) comments
|