Gestkvæmt!
Við skelltum okkur í skoðun með Nóakroppinn í fyrradag en það var sexviknaskoðunin. Reyndar var daman að verða sjö vikna þegar sú skoðun var framkvæmd, en páskarnir voru þess valdandi að hún fór svo seint. Hvað um það - hún kom náttlega vel út úr þessu - orðin ein 4.980 grömm og heilir 58 cm. Ekki nema von að allar samfellur séu farnar að teygjast grunsamlega niður hálsmálið :-) Hún er að vísu með einhverjar dularfulla smelli í mjöðminni sem á að skoða í ómskoðun í dag, en ég er þess fullviss að þetta sé eitthvað bara sem vex af henni og c ekkert ves... ætla amk ekki að mála skrattann á vegginn fyrr en ég hitti hann :)
Við fengum skemmtilega heimsókn í gær, en þá kom Ásta Kristín með Karítas og omg hvað þetta er kyssuleg stelpa... mann langar bara til að stela henni og knúsa forever end evber! Hér erum við - en við skiptumst aðeins á börnum - bara svona til að máta smá... :-)

Svo kom Einar Rafn afi í heimsókn í vikunni líka - hann fer Nóunni líka óskaplega vel :-)

Amma Nóa er svo að koma á morgun og verður hjá okkur um helgina, við erum einnig að fara í fermingarveislu og ég veit ekki hvað og hvað... bara nóg að gera, júhú!