þriðjudagur, október 28
Jahérnahér...
Komst að því í gær að yngsta öryggisútgáfan af mér er hið fullkomnasta barn - sem ég reyndar vissi vel - með einni undantekningu þó. Svefnstöðin hjá henni er í messi... og til að laga það lét læknirinn okkur fá Phenergan - sem er vægt ofnæmislyf og verkar sem svefnlyf á svona lítil kríli. Þetta eigum við að nota þangað til hún er komin með eðlilegan svefnrhytma ... sem verður vonandi sem fyrst. Læknirinn sagði mér reyndar að hann hefði dælt þessu í börnin sín og að þetta væri fullkomlega öruggt og á engan hátt ávanabindandi né hefði skaðleg áhrif á hana á neinn hátt. Svo við gáfum henni fyrsta skammtinn í gær ... og hún vaknaði bara um þrisvar fyrir miðnætti :-) Við þurfum bara að gefa þessu tíma og auka svo á skammtinn ef þetta dugar ekki - er samt hálfóróleg vegna þess að það stendur á leiðbeiningunum að það meigi alls alls ekki gefa börnum yngri en 2ja ára þetta lyf vegna hættu á öndunarstöðvun... svo maður er svolítið uggandi, enda stökk ég 15 sinnum upp í gær til að athuga hvort hún andaði ekki ennþá og væri nokkuð orðin köld... veit ekki hvort sé betra að maður geri... hlaupi upp því hún er vöknuð og þarf knús til að sofna aftur eða maður hlaupi upp til að athuga hvort barnið c ennþá á lífi...?
(1) comments
mánudagur, október 27
Erum við hryðjuverkamenn?
 Sendi þessa mynd á vefinn indefence.is hvet alla til að skirfa þar undir og ef fólk hefur tíma og nennu til að föndra eitthvað skemmtilegt og sætt endilega senda inn :-) Annars er lífið ágætt - erum að vísu að fara með dömuna til læknis á eftir því hún er orðin svo hroðalega óróleg á kvöldin og næturnar. Hún vaknaði fimm sinnum fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og var endalaust að rumska og leið illa í nótt. Hún hefur látið svona í allt of margar nætur og er um að gera að láta kíkja í eyrun áður en maður stimplar þetta sem frekju í að koma í mömmu og pabbarúm... :-) Jæja, best að fara að borða nýbakaða súkkulaðiköku ..... mmmm....
(3) comments
fimmtudagur, október 23
Úpps... orðin stór stelpa bara?
Dóttirin er heldur betur að taka út allaskonar sneddý stöff núna. Eins og með mörg önnur börn, flest öll amk, þá kemur þroskinn í stökkum og allt í einu er vitlaust að gera við að skrá niður, taka myndir og myndskeið af því nýjasta! Í mörgun fann pabbsinn semsé tönn #2 og í gærkvöldi þegar hún átti að vera sofandi þá vaknaði daman og stóð á öskrunum þangað til foreldrarnir komu inn til hennar... þá kom í ljós að hún stóð ekki bara á öskrunum - heldur líka í rúminu sínu :-)  Daman í fyrsta sinn á snjóþotu í gær- henni fannst snjórinn æðislegur! (enda borðaði mamman yfir sig af honum meðan á meðgöngu stóð, var eitt af "æðunum" mínum :-/ )
(0) comments
þriðjudagur, október 21
Námskeið smámskeið...
Í dag fór ég á námskeið í notkun Dreamweaver, en það er svona ógó sneddó forritó fyrir þá sem vilja sjá um heimasíður, uppfæra og setja upp slíkt dæmi. Námskeiðið gefur tvær einingar til stúdentsprófs, sem ég reyndar þarf ekki og er næstu þrjár vikur. Heiða mín Skúla ætlar að sjá um lilluna á meðan og ætlar stóri bró að stökkva inn í ef forföll gera vart við sig - ég fann það í dag að toppstykkið er búið að hafa það verulega fínt og kemur ágætlega undan vetri - amk vissi ég mikið mun meira en margur á þessu námskeiði.... (hver fer á svona námskeið þar sem krafist er grunnþekkingar á notkun tölva og veit ekki hvað drif er, eða finnur ekki my computer?)... hvað um það... það var fínt að kíkja út aðeins og fékk ég svona  þykka bók heim til að lesa og er heimaverkefnið fyrir fimmtudag að lesa þrjá kafla... á ensku... tölvumáli.... ... svo ég held að mér c ekki lengur til klósettsetunnar boðið, best að skella sér í funheita sturtu, kveikja á kertum og hella rauðvíni í glas... html-kóði hér kemur nýjasti nördinn.... :-%
(2) comments
mánudagur, október 20
Merkilegt...
... hvað allir vildu Lilju hveðið hafa - það sáu það allir greinilega í hendi sér að bólan væri að springa og tæki okkur öll með sér í fallinu... blehhh - nenni ekki að hafa skoðun eða þykjast vera forspá um eitt né neitt... Hér kom aftur á móti tönn um helgina! Ég fann hana :-) Á að vísu eftir að gefa barninu tannfé og veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því. Er atvinnulaus með hor og slef og á ekki bót fyrir boruna á mér - verð því bara að gefa dótturinni knús og ást forever... eða þangað til ég get borgað henni eitthvað smáræði :-) Svo er ég að fara á námskeið á morgun og verð á því næstu daga - ætlunin er að nema Dreamweaver svo ég geti nú kannski eitthvað att kappi við alla þessa viðskiptafræðinga á atvinnumarkaðnum.... það verður örugglega undarlegt að koma toppstykkinu úr ,,pause" og yfir í ,,play" :-)
(1) comments
þriðjudagur, október 14
Ég sendi eftirfarandi bréf via Emil í dag:
Sæll herra Ólafur Ragnar. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að styðja ætíð við bak okkar Íslendinga, þú ert forseti sem ert í góðum tengslum við þjóð þína, setur þig ekki á neinn stall yfir henni og fólk getur vel trúað og treyst því að þér er virkilega annt um velferð okkar og framtíð barna okkar. Nú eru erfiðir tímar framundan og hefur þú brugðist við með því að fara í vinnustaðaheimsóknir og get ég trúað að fólki finnist það afskaplega vel til fundið og gott að eiga forseta sem kíkir oft úr húsi sínu til að hitta fólkið sitt - ekki bara í blíðu heldur einnig í stríðu. Maðurinn minn varð þeirs heiðurs aðnjótandi að fá þig í vinnustaðaheimsókn í gær og veit ég að það gekk afskaplega vel. Ég styð heilshugar þetta framtak þitt en bið þig um að gleyma ekki einum hópi - það er hópurinn sem er nú þegar dottinn af vinnumarkaði - hópurinn sem hefur nú þegar fengið uppsagnarbréfið vegna samdráttar og er ekki í neinni vinnu. Ég hef ekki verið í vinnu síðan um áramót en þá hætti ég að vinna til að eignast barn og hef ekki komist á atvinnumarkaðinn aftur, en ég fékk mitt uppsagnarbréf í fæðingarorlofinu. Því langar mig til að bjóða þér til mín í kaffisopa, enda er heimilið mitt minn vinnustaður ef svo má að oðri komast - ég tek þér fagnandi en get líka vel skilið ef það er mikið að gera, enda eru tímarnir þannig að þú þyrftir örugglega að ljósrita þig til að sinna öllu þínu eins vel og þú vildir :-) Hvað um það, hér býðst þér kaffi á könnuni og spjall um efnahagsástandið - vildi bara að þú gleymdir ekki okkur sem erum þegar orðin atvinnulaus og höfum engan fastan vinnustað til að heimsækja :-) Með mikilli vinsemd og enn meiri virðingu, Sigríður Hafdís Benediktsdóttir Álakvísl 104 110 Reykjavík
(0) comments
Hækkanir oll óver!
Ég fór í Krónuna í gær, sem er reyndar ekki í frásögu færandi en ég tók eftir því að allar vörur hafa hækkað til mikilla muna... vitist engu skipta hvort varan er erlend eða innlend :-( Dæmi um það er ÆðiTvenna, Hraunbitar og æðibitar tveir kassar límdir saman, kostuðu í síðustu viku í kringum fjögurhundruðkallinn - núna tæplega sexhundruð! Bleyjur sem ég keypti í síðustu viku kostuðu þá sexhundruð og eitthvað... núna sérstakt tilboð 790 kr.! Klósettpappír, innlendur sem erlendur hækkaði um nokkur hundruð krónur og er auglýstur á sérstöku tilboðsverði :-/ Svo var tannlæknatími hjá Alla í morgun en hann fer í tannréttingar annan hvern mánuð og blæðir alltaf undan þegar ég fæ reikninginn. Við fáum að vísu eitthvað endurgreitt en maður þarf að leggja út fyrir þessu og þegar korter í stólnum kostar tuttuguþúsund þá er manni bara ekki stætt á öðru en að grípa til vaselínsins... ánægjulegt að í morgun þá var Alli helmingi lengur og var mikið spjallað ... og reikningurinn helmingi lægri en vanalega! Vissi ekki að sá tími kæmi að mér blæddi fyrir að fara í Krónuna en hlakkaði til að fara til tannsa... :-/
(0) comments
(0) comments
mánudagur, október 13
Uppfærði...
.... myndaalbúm fjölskyldunnar og er bara eitthvað að dunda mér fyrst dóttirin er vær og góð við að dunda sér á gólfinu.. henni finnst ógurlega gaman að rífa niður pappír og borða - jólin hjá henni er þegar maður splæsir á hana einni örk af eldhúspappír :-)
(3) comments
laugardagur, október 11
(0) comments
föstudagur, október 10
Já, alveg rétt...
.. það er víst Brjóstargjafavikan núna... Vill einhver gefa mér þá almennileg brjóst? Svona stór og stinn...? Er orðin leið á þessum tepokum sem mér voru úthlutaðir!
(0) comments
Andlegt faðmlag...
 Fréttir undanfarna daga hafa rifið upp gömul sár sem maður hafði á sálinni - þegar 9/11 var að ganga yfir heimsbyggðina þá var maður með kvíðahnút í maganum í hvert sinn sem kveikt var á fréttum og langaði helst til að skíða undir sófaborð með barnið sitt og koma ekki þaðan út fyrr en allt var orðið stabílt aftur. Núna líður manni eins, nema hvað litla Ísland er í heimspressunni, þetta erum við öll sem erum að berjast fyrir framtíð okkar og framtíð barnanna okkar og tíminn stendur einhvernveginn í stað... hlutirnir verða bara verri og verri og ég óska þess heitt að ég gæti tekið öll börnin mín, skriðið undir sófaborð og farið bara í hýði... Ég setti sjálfa mig í fréttabann í síðustu viku en það hef ég aldrei gert áður, ég er fréttasjúk með afbrigðum og horfi á alla fréttatíma sem ég kemst yfir ... en núna vildi ég bara aðeins taka tjillarann á þetta og sjá bara hvar þetta endaði og ekki taka þátt í sjálfu fallinu. En það dugði skammt, fallið er enn að ríða yfir og nú er helgi og ég huxa aftur og einu sinni... þetta getur ekki orðið verra, við eigum amk ennþá fiskinn í sjónum, framtíð barna okkar og hreinu orkuna. Ég veit bara ekkert hvað gerist á mánudaginn... verður til matur í búðunum og getur maður straujað kortið sitt fyrir honum? Ekki það að ég haldi að það verði panikk og fólk fari að hamstra - það má alls ekki ... nema ég má hamstra, af sjálfsögðu :-) Flott framtak hjá Glitnisfólki í h-deginu í dag, það er ekkert hægt að gera annað en að sýna samstöðu... við erum ekki nema rúmlega þrjúhundruðþúsund og það ber að vernda og huxa vel um okkur öll.. og ef við gerum það ekki sjálf, hver gerir það þá? Ég hlakka til eins á morgun, en það er að vakna til 8 mánaða skvísunnar minnar (hún átti afmæli um daginn, þessi elska), byrja daginn á fallegu brosi, lufsast á fætur þegar hún nennir ekki lengur að knúsa mann og kjammsa, elda hafragraut, horfa á Teletubbies og fara í boltaleik... það er það sem gefur mínu lífi gildi - ekki bankainnistæðan mín sem er hvort eð er í haldi ríkisvaldsins...
(0) comments
fimmtudagur, október 2
Að standa sig ILLA í viðtölum...
Nú er svo komið að ég er aðeins farin að huxa mér til hreyfings atvinnulega séð og hef verið að fara í einhver viðtöl, bæði í fyrirtæki sem og á ráðningarskrifstofur. Núna er ég samt ekki alveg til í að fara að vinna strax frá lilluni, svo ég hef bara verið að þreyfa fyrir mér, sjá hvaða launakröfur er hægt að setja fram og bara sýna mig og sjá aðra. Af sjálfsögðu dríf ég mig af stað ef rétta boðið býst en málið er bara að ég hef aldrei farið í atvinnuviðtal án þess að landa vinnuni, svo ég hef sett fram gífurlega háar kröfur launalega séð, enda er tíminn með Gullu Nóu í mínum huga afar dýrmætur :-) Núna fram á að þær verði kannski samþykktar af fyrirtæki sem er með soldið spennó starf handa mér... sé til hvort það komi ekki eitthvað í ljós í vikunni... spennó :-) Annars er enn ein helgin að skella á og ætlar mamma að koma til okkar og vera í nokkra daga - ég er svona að gæla við þá hugmynd að daman verði farin að skríða þegar hún kemur, en samt vona ég eiginlega ekki - því þá þarf mar að byrja alla daga á að moppa alla íbúðina og það er hlutur sem mér finnst óumræðanlega leiðinlegur... :-/ Birgitta Haukdal með vinkonu sinni, Karítas Bláey :-)
(3) comments
|