Kraftaverkin gerast, í alvöru!!!
Já, haldiði ekki bara að barnið hafi ekki teygt sig í rúmið þegar ég gerði mig líklega til að leggja hana í það áðan, lagðist með hausinn á koddann, hélt í Lölu sína (sem Amma Gulla gaf henni fyrr um daginn), lagði aftur augun og þegar ég kveikti á spiladósinni var hún farin... í draumaheiminn! Ég var búin að búa mig undir að það væri einhverjar framfariri í þessum málum - en þetta er bara rosalegt! Ég lagðist í gestarúmið og fannst í alvöru að þetta væri ekki barnið mitt, að þetta gæti ekki gengið svona auðveldlega... en það er víst satt - er búin að fara inn til hennar og athuga... hún er ennþá sama GN og hún hefur alltaf verið (í þessa rúmu 9 mánuði) og er sofandi - ekki búin að kafna í frekju eða hræðslu...
Og það er laugardagskvöld... á mar ekki að halda upp á þetta með einhverjum hætti?