Allt að gerast... eða þannig...

Já, nú er dagur hvað... fjögur í hinni nýju svefnaðlögun og það sást aðeins til sólar hjá mér áðan. Daman hætti að gráta og þegar ég lagði hana niður (í fimmtánda sinn) þá ákvað hún að það væri bara fínt að fara að sofa... svo ég vona að þetta c allt að koma. Málið er að hún er svo tryyylt af hræðslu þegar hún er ein í herberginu að okkur var ráðlagt að liggja bara í gestarúminu og aftengja ,,þjónustufulltrúan" í okkur, láta hana bara reglulega niður og taka hana alls ekki upp úr rúminu. Svo ég hef legið... og huxað.. og legið ... og verið með verk í eyrunum eftir öskrin... því þau eru svo snjöll að þau gera allt til að komast úr rúminu. GN er farin að kúka þegar þetta er að ganga yfir - og þá náttlega fær hún sitt fram, maður tekur hana upp og skiptir á henni... en ofan í rúm fer hún aftur og þá er bara argað og gargað.... þangað til snuðið dettur í gólfið. Þá stend ég upp eftir smá stund, sting því upp í hana, legg niður og strýk aðeins um bakið. Upp ríkur hún, öskrar og gargar ... og sofnar yfirleitt með ekka.
Ég veit að þetta ástand getur ekki gengið lengi, því ekki nenni ég að verða heyrnarlaus á þessum görgum öllum saman.
Annars er lítið að frétta - tengdó er að koma um helgina og ég er búin að taka læri úr frystinum og setja það í leg.. lög... ;-) Einsi er að fara að spila póker á fyrsta móti Pókersambands Íslands og ég vona bara að hann verði ekki handtekinn - ef það verður þá sé ég mig tilneydda til að brjóta hann út úr löggustöðinni - væri það ekki smart?
Atvinnulaus húsmóðir með heyrnarskerðingu og fordóma gagnvart feitum ökumönnum á jeppum (35) handtekin eftir að hafa reynt að brjótast inn á lögreglustöðina við Hlemm á skurðgröfu! Smart...