Vér mótmælum öll!
Vorum með þennan fína sítrónukjúlla á föstudeginum og kínversku konu hans Atla fannst hann bara góður og allir voru saddir - gleymdi samt að bjóða henni að fá sér prjóna til að borða með, lagði hnífapör á borð eins og ekkert væri :-/ Engin hafði pláss fyrir neinn eftirrétt svo hann var ekkert gerður og allir stuffed og hamingjusamir - spjallað fram að miðnætti og farið tiltölulega snemma í háttinn ...
Svo fórum við á mótmælin í gær á Austurvelli, þ.e.a.s. fórum á Thorvaldsen og horfðum út um gluggan á mótmælin :) Er maður orðin gamall or vott? Við höfðum ákveðið hitting með vinum okkar og það var bara frekar notalegt að þurfa ekki að vera með smábörnin úti í kaðakinu og kuldanum - þótt ekki hafi þjónustan á Thorvaldsen verið upp á marga fiska. Við enduðum á að fá 20% afslátt af öllu, enda eyddum við 80% af tíma okkar í að bíða eftir einhverjum rétti sem fór óvart á annað borð, eða fengum óvænta rétti sem áttu að fara á önnur borð, fengum kalda rétti, korkað kaffi latté og svo mætti lengi telja. Hvað um það... mótmælin fóru friðsamlega fram en þegar formlegum mótmælum lauk þá skrapp ég út að Alþingishúsi til að kanna stemmarann þar. Fannst mér vera hiti í mönnum, einhver var með gjalllúður, svartir fánar blöktu, búið að henda klósettpappír á húsið og almenn reiði í mannskapnum. Af og til ruddust fram 5-7 ungir menn, með hendur hlaðnar matvörum og gríttu húsið - létu sig svo hverfa í framhaldinu... fóru aftar og hlóðu vasa sína að nýju. Ég sá hinum undarlegustu matvælum og hlutum hent í húsið, ekki bara eggjum, þarna voru íkveiktar klósettpappírsrúllur, melónur og sitthvað fleira ... greinilegt að þeir hafa valið dýrustu matvörurnar og lúxusvarninginn til að fleygja frá sér í mótmælaskyni... engin kreppa greinilega þar á bæ?
Persónulega langaði mig til að vera með skilti í mótmælunum sem á stóð: ,,helvítis skítaveður!"
Svo brugðum við okkur á Jón Bónda í gærkvöldi - daman fór í fyrsta sinn í pössun að heiman! Þetta var CCP-sýning (glætan að ég fari að borga mig í bíó!) og átti að hefjast kl. 19:30. Við fórum með dömuna í pössun til móðurs Hjallastefnunnar og hafði hún tvo menntaða uppeldisfræðinga til að stjana við sig á meðan mamman og pabbinn glöptu gáttuð á Bond myrða hvern glæponinn á fætur öðrum. Ég ætlaði að telja hvað hann myndi drepa marga - týndi tölunni eftir fimm dráp .. held að það hafi verið liðnar svona þrjár mínútur af myndinni... annars fín mynd, svolítið hröð og ekki ganga alveg upp þessi aðal hasaratriði - eins og með bátinn og flugvélina... skil ekki alveg ennþá hvernig þau redduðu sér úr því... en ég er kannski bara farin að sjá svona hægt með hækkandi aldri? Svo var brunað með hjartað í buxunum út á Álftanes að ná í Gulluna - var hún hin hressasta og það eina sem hún hafði gert af sér var að bræða hjartað í Lilju og Möggu Pálu :-) Gott að geta brugðið sér af bæ svona aðeins og látið eins og maður sé að deita aftur - bráðnauðsynlegt af og til :-)
Svo er það sund í dag og skírn eftir það - úfff - búin að vera fullbókuð helgi og bara brjálað að gera! Fínt að hafa sitthvað fyrir stafni því nú sé ég fram á rólega viku og litla sem enga vinnu að fá - er að spá í að hella mér út í ferðamannabissnessinn... er það ekki það eina sem er að vaxa um þessar mundir?