Já, Hummus...
Gott, ódýrt og hollt... mmmm.... mér finnst best að gera það eins og Valgerður gerði í eldhúsinu hjá Eddunni í gamla daga, skera niður grænmeti (gulrætur, blómkál, sellerý osfr.) og hafa ofnbakað Naanbrauð með... Þetta er í raun ofur einfallt: skellir í mixara kjúklingabaunum úr dós eða krukku, slatti af olífuolíu, eitthvað hvítt og mjúkt úr ísskápnum (t.d.sýrður rjómi eða ab-mjólk, jafnvel mæjó), hvítlaukur, salt og pipar, sítrónusafi og svo eitthvað til að gefa fyllingu.. ég nota valhnetukjarna ... sumir nota niðursoðnar paprikur, aðrir steinselju.... bara brúka það sem manni finnst gott... allt maukað og borðað með bestustu bestu lyst. Tilvalið að henda í jólakrukkur með borða og færa nákomnum í jólagjöf :-)
Þeir sem vilja fá meira fyrir augað er bent á þetta
myndskeið - enjoy!