Þar sem ljósið er mikið, er skugginn skýr
-Geuthe
Já, loksins er tími... mikið búið að gerast og ganga á í mínu lífi og greinilega hjá öðrum líka. Afmælið gekk svona líka agalega vel, allir stútfullir og karfavitlausir. Fyrir mína parta fékk ég a.m.k. nóg af því að borða vodka og geri það varla aftur í bráð. Einnig er karokkíþörfinni fullnægt næstu árin og verður núna stefnan tekin á rólegt líf með nýja kærastanum sem ég fékk í afmælisgjöf og námið tekið hershöndum. Ég vaknaði upp úr kl. 04 í morgun og lá og hugsaði og hugsaði... það fer allt einhvernvegin af stað þegar það er svona mikil kyrrð úti, rosalega var hljótt í borginni. Svo að ég fór fram og byrjaði að lesa, hellti mér upp á te og gerði verkefnið í Landafræði sem ég átti að skila á föstudaginn var (fékk frest vegna þess að ég er orðin svo
gömul!!! Annars var frekar fyndin staðan sem kom upp í gærmorgun er ég mætti til vinnu... þá var þar einn háttvirtur kennari hjá
ME að tilkynna mér það að ég átti að vera mætt í próf í ME kl. 10:15 í Þjóðhagfræði... skemmtilegt það. Skipulagningin alveg að drepa þessa kennara/skóla.
Ætla í Kringluna á eftir að eyða öllum pjéningnum sem ég fékk í ammælisgjöf...