Sú ákvörðun að eignast barn er einstök. Að ákveða að um alla eilífð muni hjarta þitt verða á gangi utan líkama þíns.
-Elízabeth Stone
Já, í gær var strákadagur. Ég hef stundum kallað þetta dúlludag, en vegna mikilla og margra áskoranna hef ég endurnefnt þennan dag. Þóttu Dúlludagur vera of líkt Bolludegi og væmið nafn, því hefur hann verið endurnefndur. Við höfum nefnilega marga daga fyrir marga fjölskyldumeðlimi, við höfum Mæðradag/Konudag/Mæðradag fyrir kvenfólkið og svo Bóndadag/Piltadag (samkv. gömlu tímatali) fyrir karlmennina. Svo höfum við Valentínusardag fyrir þá ástföngnu, Sjómannadag fyrir sjómennina, Verkalýðsdaginn (01. maí) fyrir verkalýðinn, Frídag Verslunarmanna fyrir verslunarmenn (sem reyndar eru eiginlega þeir einu sem vinna þennan dag;( ) og þá eru ótaldir frídagarnir fyrir alla þessa trúuðu og hina sem þyggja frí á þessum dögum og þykjast vera trúaðir þegar þeim hentar. Hvað með að hafa einn dag fyrir börnin? Mér finnst þeu gleymast svolítið, því höfum við Alli sérstakan Strákadag sem ég vona að verði alþjóðlegur frídagur. Þennan dag er allt gert sem börnum finnst skemmtilegt, þau fá að ráða í hvaða fötum þau eru, hvað er í matinn og hvað er gert skemmtilegt. Minn maður ákvað að það yrðu amerískar pönnukökur í morgunmat, við fórum á Lord of the rings (Tveggja turna tal, í mjög svo "snjallri" þýðingu), hann fékk kjúkling með frönskum í kvöldmat, borðuðum fullt af nammi, ég skammaði hann ekkert (þurfti þess ekki, þar sem ég var ekkert að pína hann til neins) og allt var svona líka skemmtilegt. Börnin eru jú framtíðin og koma til með að bera minningu okkar uppi. Allt í lagi að leyfa þeim að eiga einn dag af þessum 365 sem við fáum að ráða öllu og erum virkilega að ala þau upp. Draumur minn er reyndar að þessi dagur verði alþjóðlegur frídagur, sérstaklega hjá börnum sem njóta ekki þeirra réttinda sem þessi vestrænu börn eru að njóta. Athyglisverð grein í Mogganum í dag um indversk börn, þar koma fram óhugnanlgar staðreyndir... vissir þú að þessi börn sem eru í þrælkunarvinnu fá einungis einn frídag í mánuði, á meðan þeir fullorðnu fá einn í viku (hvaða hugsun er á bak við það annað en helvítis græðgi?)... þessi börn eru oft seld í þrælahald vegna þess að foreldrarnir taka lán og geta ekki borgað af þeim, þessi lán eru t.d. fyrir útförum ættingja... lánin eru yfirleitt á verðbilinu 2.100-9.300 rúpíur (4.200-18.600 ISK)... ódýr mannslíf þetta... börnin vinna yfirleitt um 12 tíma á dag og í kringum hátíðarnar fellur niður frídagur þeirra og vinnutíminn getur farið upp í 18 tíma á sólarhring... þetta gefur börnunum 6 tíma til hvíldar... þetta er óhugnanlegt og reyndar bara alveg ógeðslegt... Því finnst mér alveg sjálfsagt að beina sjónum okkar að okkar dýmætasta fjársjóði, börnunum. Hvort sem þau eru skáeygð, bláeygð, rangeygð...