Irreversible er mynd sem ég og Heiðdís vorum að horfa á í kvöld. Ég fer
mjög mjög sjaldan í bíó og finn mig sjaldan knúna til að sjá eitthvað... vil frekar leigja smellina á spólu og horfa á þá á spólu, á nærbuxunum og engin að skipta sér af. Málið er að ég var búin að heyra að þessi mynd væri svo svakaleg... algerlega ótrúleg, það var að líða yfir fólk á henni, fólk kastaði upp og ég veit ekki hvað og hvað... stóðst ekki mátið. Mér finnst líka að maður geti ekki litið framhjá vandamálunum, þegar það kemur eitthvað ógeðslegt í fréttunum og þulurinn segir ,,við vörum við þessum myndum", þá verð ég að horfa. Ekki það að ég sé masókisti eða fái eitthvað út úr öllu ógeði í heiminum, mér finnst bara að maður geti ekki horft framhjá þessu, hefur ekkert leyfi til þess. Eníveis... við fengum okkur kaffi fyrir myndina, stútuðum vel fjórum bollum... bara svo að við sofnuðum ekki;-) Við erum nú einu sinni utanaf landi og vitum vel hvaðan mjólkin kemur og hvernig er að vinna í slori (fyrir utan að hafa fætt syni!)... Stelpan í miðaafgreiðslunni spyr okkur hvort við vitum ekki að þessi mynd sé ógeðlsleg? Við játtum því og segjum við hana á móti að þessvegna séum við hérna... rosalega fyndnar. Stelpan í nammisölunni segir við hina stelpuna á meðan hún afgreiðir okkur....,,þú veist að þeir eru að sýna ógeðsmyndina núna á eftir"? Hin játti og við alveg: ,,takk, við erum að fara á hana" .. ég spyr hana í fljótu bragði hvort hún eigi ekki auka popppoka svo við gætum ælt í hann? ,,Já, viltu svoleiðis?" ... ha ha ha... þetta var fyndið... EN myndin var eiginlega ekkert fyndin. Fólkið sem gubbaði gerði það líklega vegna þess að það varð hreinlega sjóveikt! Sverða, þvílík kvikmyndataka... ætti að banna svona. Myndavélin var svoleiðis á fullu hægri, vinstri, upp niður... þetta var eins og að vera um borð í illa búnum togara í tólf vindstigum. Ekkert sniðugt. Það eru tvö ógeðsleg atriði í myndinni, eitt fyrir hlé og þar er maður limlestur í andlitinu með slökkvitæki, frekar ógeðslegt og best að einbeita sér bara að hárgreiðslunni á manneskjunni fyrir framan sig þegar mest á gengur. Svo kemur hlé og maður veit að þetta er ekkert búið... svo kemur nauðgunaratriðið sem er fylgt eftir með barsmíðum, það er aukahlé á myndinni þarna svo fólk geti gengið út. Gott fyrir þá sem vilja það, en á okkar sýningu gerði það engin, það hefur líklega engin þorað því ;-/ Myndin endar á byrjuninni, hún er sýnd í öfugri tímaröð og gaman að upplifa svoleiðis, Momento var líka svoleiðis... eníveis, við Heiðdís löbbuðum út flissandi.. við erum svo miklir töffarar... Það sem leikstjórinn er að gera (hef ég lesið) með því að hafa ofbeldið svona brútal í myndinni er að hann er að benda á andstæðurnar sem felast í ást og ofbeldi. Það er fullt fallegt og skemmtilegt (eða a.m.k. nokkur atriði) í myndinni og þeim ber ekki að gleyma, enda andstæður alls tilgangslausa ofbeldisins. Andstæðurnar eru reyndar svo miklar að manni finnst þetta rómantíska og fallega verða hálf langdregið og það var akkúrat þar sem ég hefði verið til í að labba út af þessari mynd. Þessi mynd fær tvo ælupoka (af fjórum mögulegum, vísindalega rannsakað rúmmál magans) og sjö í einkunn á hárgreiðsluni hjá manninum sem sat fyrir framan mig. Já, annað... 95% allra í salnum karlmenn, þarna voru þrjú pör og svo við... rokkararnir af landsbyggðinni!!!