föstudagur, febrúar 25
úfff...
... það er heitt....
(0) comments
Hreindýr þurfa ekkert að vera svo dýr!
Ég tók stórt skref í áttina að snobbi og mikilmennskubrjálæði í gær. Við Einar Þór erum búin að ráða til okkar heimilishjálp sem kemur einu sinni í viku og skúrar og gerir það sem mér dettur í hug að láta hana gera. Maðurinn minn kallar hana Hreindýr en ég vil bara kalla hana Stacy, enda er hún neitiv amerikanó og svört eins og nóttin. Hún er hýr á brá, jákvæð og kallar greinilega ekki allt ömmu sína. Hún kom heim í gær til að meta íbúðina og áttum við eftir að negla niður launin hennar, sýna henni hvað á að gera og þetta vanalega... hún vildi ólm bara byrja að þrífa hjá okkur í gær, þótt ég hafi ekki verið búin að gera ráðstafanir þess efnis (föt á gólfum og ýmis tæki og tól hér og þar) og skildum við hana eftir á kafi í gúmmíhönskum. Svo þegar við komum þreytt heim í gærkvöldi, búin eftir vinnu og skvass þá beið okkar heingerningarilmur í loftinu og íbúðin splikk og span.. tilbúin í helgina... Nú þarf semsé drottningin ekkert að vera að tuða og pirra sig lengur yfir því að þurfa að þrífa og taka til eftir þessa þrjá karlmenn á heimilinu, heldur mun ég einbeita mér að því að fara í menikjör, lit og plokk og hafa það gott í pottunum... láta lífið leika um mig, í staðin fyrir að eyða dýrmætum tíma í pirring og þrif. Svo bíður okkar skötuhjúanna bústaður eftir vinnu í dag... veðrið geggjað, potturinn blautur, færðin fín og lífið er barasta dásamlegt... hvað er hægt að hafa það betra?
(0) comments
fimmtudagur, febrúar 24
Af ódauðleika og öðrum leka
fór í jarðaför með systur minni á mánudaginn til mæns Gadfather, en hann var ótrúlegur karl sem ég þekkti ekki neitt, fór bara því mömmu þótti vænt um karlinn en hann hafði reynst henni svo vel í gegnum árin erfiðu. Þessi karl hafði ratað á síður Séð&Heyrt því þegar hann var 90 eða 95 ára gáfu barnabörn hans honum ferð til útlanda í loftbelg sem hann þáði og skemmti sér konunglega. Hann var greinilega elskaður mikið af fjölskyldu sinni, m.v. fjölda tára sem streymdu í kirkjunni og þótt ég hafi eins og áður sagði ekki þekkt hann neitt orgaði ég smá með þeim þegar veslings börnin báru kransana út á eftir kistunni. Það er móment sem maður getur ekki gert annað en fellt stöku tár og riðað til falls. Veit eiginlega ekki hver það var sem samdi þessa ritjúala og siði alla saman, en það var greinilega gert með því hugarfari að þeir allra allra hörðustu buguðust þegar veslings börnin, já börnin báru kransana... og karlmenninrnir (Sjáðu hvað hann Nonni er orðinn stór... jeminn) að bera kistuna. Ég man þegar ég fór í mína fyrstu jarðaför+erfidrykkju hjá móðurbróðir mínum. Hann var alveg ótrúlegur karl sem er okkur sem þekktum hann mjög minnisstæður. Þegar hann var jarðsettur var ég einmitt eitt af þessum vesalings börnum sem bar kransinn.. og omægd ... hvað það var erfitt... því maður sér ekkert fyrir tárum... þegar erfidrykkjan kom þá fékk ég vægt áfall, því þetta var eins og fermingarveisla, ekki erfidrykkja... ,,hvað er svo að frétta af þér, Sigga mín?" ... ,,Sjáðu hað hann Nonni er orðinn stór, jeminn" (alltaf þessi Nonni..hehe) ... ég hélt í sakleysi mínu að þarna yrði farið með gamansögur af viðkomandi aðila sem verið var að kveðja, fólk héldi smá ræður og talað væri um hvernig manni liði, hve mikið maður saknaði viðkomandi og solleis. Erfidrykkja er þá semsé ekkert annað en dulbúin fermingarveisla yfir köldu fermingarbarni... ég pant hafa skemmtilega erfidrykkju fyrir mig sjálfa, þar sem ég mun hafa samið gamanmál sem Alli minn flytur og pallborðsumræður á eftir um tilfinnignar og gamansögur. Svo labba allir út, saddir og sælir og halda áfram með sitt líf.
(0) comments
Leyfum karlinum að njóts sannmælis...
eða amk í áttina að því... áður en ég fer að blogga um eitthvað ómerkilegt er best að taka fram að hann Einar Þó(-r) átti nú alveg komment þriðjudaxins.. en hann ætlaði að taka limmúsínu á leigu og ná í mig í vinnuna á henni (hver fílar svoleiðis asanagang?) og fara með mig í Kringluna að versla skó! Sem betur fer þá nennti ég ekki að gera neitt eftir vinnu þennan þriðjudag, vildi bara fara heim og hvíla mig áður en ég og Sif héldum í skvass... ef hann hefði mætt hingað á limmósínu... til að fara með mig að kaupa skó hefði ég flegið hann lifandi með ostaskera... það vita allir sem þekkja mig dulítið, þótt ekki sé nema örlítið brot, að ég er ekki hrifin af því að eyða peningunum mínum, hvað þá í eitthvað amrískt og halló og limmósmimmó, eða skó.. hnuss. Hinsvegar gerði hann schnilldartrix, eða bara að kaupa blómvönd (skárr´en ekkert, right?), setja límmiða (skrifaði á´ann luv´ya!) og gaukaði að mér uppáhalds konfektinu mínu (eitthvað handgert og sérkeypt í Mosó)... Hann fær því slaka, greyið... :-)
(0) comments
mánudagur, febrúar 21
Ohhh.....
Ég er að kafna í rómantískum sögum allt í kring!
(0) comments
Í gær...
færði sonur minn mér stóran vönd af túlípönum, þarf varla að spyrja að rómantíkinni þar... Í morgun er ég mætti í vinnuna þá beið okkar allra kvennana íþróttataska og boð í kaffi klukkan tíu. Þegar við komum á kaffistofuna beið okkar vínarbrauð og rauð rós. Þegar ég kem heim í kvöld mætir mér maðurinn minn, sem færir mér að öllum líkindum einhvern fallegan skartgrip, eða flugmiða á helgarferð í úglöndum. Ef hann gefur mér ekkert gef ég honum soldið... einn á´ann.
(0) comments
föstudagur, febrúar 18
Jesús góður!
Svona kerlingar gera ekkert annað en spilla fyrir okkur hinum sem eru ágætis ökumenn og með gull í ökuleikni.... árans ári....
(0) comments
fimmtudagur, febrúar 17
Í tilefni Valentínusardaxisns...
... þer þetta hér alveg lýsandi fyrir mitt álit á honum...
(0) comments
þriðjudagur, febrúar 15
Fleiri myndir!
Þar sem ég er búin að éta upp allt plássið mitt í communiy.webshots.com þá varð ég að búa til alveg glænýtt en það er geymt á þessum link ... enjoy...
(0) comments
mánudagur, febrúar 14
Og hér er einn góður á mánudagsmorgni...:
Heyrt út á þjóðvegi. Íslendingar eru að keyra og svo sjá þeir bíl fastan úti í kanti og sjá að þetta eru útlendingar. Íslendingarnir fara út úr bílnum og segja "Do you need help?" útlendingarnir svara " no no this is ok" Íslendingarnir gefa sig ekki og segja yes yes we are gonna help you Útlendingarnir: No no this is ok Íslendingarnir: Yes we are gonna help you (þeir fara aftur inn í bíl og koma aftur út ur honum með reipi) Útlendingarnir: What are you gonna do? Íslendingarnir: First we are gonna rape you and then we are gonna eat you
(0) comments
sunnudagur, febrúar 13
 Drengirnir í skák
(0) comments
 Óðalsbóndinn fékk líka að prufa að fletja út degið... ýmis nýstárleg handtök og svipbrigði litu daxins ljós...
(0) comments
 Drottningin bakaði pitsu á laugardaxskvöldinu.... þreif loftið dulítið með deiginu í leiðinni :-) ....
(0) comments
föstudagur, febrúar 11
En gaman :-) Allir að lesa moggan í dag...
(0) comments
Loxins mundi...
... ég eftir að bæta Evu á listann... :-)
(0) comments
fimmtudagur, febrúar 10
Jeminn góðastur...
Þvílíka kvikmyndaveislan sem bíður okkar Helga, ekki nóg með að Constantine sé að koma, heldur er eitthvað að koma sem heitir White noise og er einkar draugaleg mynd... er okkur sagt :-) Jibbíkajeij... akkúrat þegar við erum búin með The 4400 (ekki upp á marga fiska og held ég persónulega að Stephen King hljóti eitthvað að hafa komið nálægt þeirri séríu) og Joey... sem er óttarlega vinalegur og ekkert nýtt þar að gerast... að undanskildum stórfenglegum umboðsmanni hans og pródjúser... nú get ég varla beðið eftir að þetta komi... júhú... læt mér nægja treilerar þangað til... :-)
(0) comments
miðvikudagur, febrúar 9
Gleðilegan Öskudag! 
(0) comments
föstudagur, febrúar 4
Hehehehe...
Er að undirbúa og plana föstudagsgrín á Heiðdísi, en hún fór í upptöku með spaugstofunni í gær (bara lítið hlutverk) og hef ég búið þannig um hnútana að Randver hringir líklegast í hana til að taka þátt aftur þátt í einhverju atriði.. því hún sé svo bjútífúl og telented ;-þ Ég og Hanna, nýji starfsmaðurinn, erum að bralla þetta saman og hlökkum mkikið til að heyra hana taka andköf í símann... Á sama tíma erum við Heiðdís að plotta at í Hönnu, því hún er nýr starfsmaður sko, og á hún von á hringingu núna um tvö leytið í dag... ekki slæmt ... hehehehehe... er ég ekki góður yfirmaður?
(0) comments
fimmtudagur, febrúar 3
Skjótt skipast...
Í gær var ekkert planað um helgina og allt í lausu lofti... í dag er hinsvegar ljóst að það verður tekinn ædol á föstudeginum og þorrablót brottfluttra héraðsstubba á laugardeginum og munum við hjónaleysin efna til fordrykkjuláta fyrir það dæmi. Því verð ég að taka til í kvöld og láta mér detta einhverjar sniðugir fordrykkri til að gefa þyrstum hérasstubbum fyrir blótið. Við eigum svo hryllilega mikinn vodka að ég er að spá í að skella í eins og eina uppskrift af vodka-jellý.. það kemur í veg fyrir að maður mæti edrú á blótið... stelpurnar ættu að verða hrifnar af því :s
(0) comments
þriðjudagur, febrúar 1
Er bara til ein kamera í heiminum?
Fyrir svona fréttafíkla eins og mig getur oft verið hálf leiðingjarnt að fylgjast með fréttum hér á klakanum... maður náttlega byrjar á að horfa á fréttir Stöðvar tvö, því þær eru fyrr, voðalega lítið nýtt þar ef maður er búin að fylgjast með mbl.is líka yfir daginn. Hvað um það... þarna var frétt um það hvað það var mikill snjór úti í hinum stóra og greinilega kalda heimi. Íbúar Rússlands voru langþreyttir á þessu og kom örstutt myndskeið um það allt saman. Í sjónvarps fréttum Rúv var nákvæmlega sama myndskeiðið og sama viðtalið við greinilega eina íbúa Rússlands sem þorði út í þessum kulda... ég meina... er bara til ein kamera þarna úti? Eru batterýin að klárast eða vots góing on?
(0) comments
Og...
... fyrsti farfuglin kominn til landsins.. Júhú!
(0) comments
|
|