Gleðilega páska, allir saman :-)
Ekki annað hægt en að kíkja aðeins hér inn og bjóða fólkið lukkulegt með páskana sína. Við maðurinn minn rugluðumst á þessum frídögum öllum saman og átum páksaeggið okkar á fimmtudaginn... fyrst það eru ekki strákormar á heimilinu til að ala upp þá dettur maður sjálfur í eitthvað súkkulaðisukk... :þ
Var hjá mömmu áðan, það er lítið að frétta, einu fúkkalyfinu minna, en einu sveppalyfi fleira.. þetta bara gengur svona. Við erum að fara að hitta læknana hennar og sjúkraþjálfara í næstu viku, vonandi fær maður einhver svör með tímasetningu á vöknun á kerlingunni. :þ