þriðjudagur, ágúst 30
Komment komið inn, ég býð kaffi:-)
jæja, heimurinn leit við hjá mér... kommentkerfið komið í lag og það virðist sem að heimurinn ætli að vera okkur góður í dag...undanfarnir dagar hafa verið erfiðir en smá sólarglæta getur lýst upp töluverðu magni af myrkri :-) Mamma hefur fengið tvíneitun frá TR um styrk til breytinga á bifreið sinni því já, gott fólk... hún er bara með eina hendi og er að keyra beinskiptan bíl (ég hef ekki séð þessa sjón sjálf, en gæti trúað að hún væri einkar skrýtin, sérstaklega því hún reykir frekar mikið og er iðulega einnig með sígó... heheheh). Hún þurfti að fá sér sjálfskiptan með einhverjum aukabúnaði vegna stefnuljóssins og þurfti því að skipta um bíl, eða standa í hundruðþúsunkrónabreytingum til að breyta núverandi bíl. Hún datt á góðan díl og sló til, enda þess fullviss að hún, einhent og öldruð, myndi fá styrkinn. En nei, hún er ekki hreyfihömluð segir TR, sem mér fynnst vera töluvert fyndið... þau virðast ekki gera sér grein fyrir að með því að missa einn útlim, sama hver það er, þá hefur það veruleg áhrif á jafnvægisskynið. Hvað um það, tvíneitun fær hún. Eftir mikið stapp, grátur, taugaveiklaðan hlátur, röfl, japl og jamm þá bjallar kerlingin í Öryrkjabandalagið og þær ætla að kæra :-) Mikið varð litla hjarta mitt glatt að vita til þess að það batterý ætlar að taka mál mömmu á sína könnu og ganga í og laga :-) Og það þarf töluvert mikið til að ég skrifi þetta og viðurkenna því ég hef af fáu meira gaman en að gera gín að öryrkjum:-) Kannski mar fari að taka upp á því að fá trúna á eitthvað GUÐdómlegt?
(0) comments
Halló.....
... kallaði hún yfir heiminn en heimurinn leit undan... held að bloggið mitt sé dáið.. búið og komi aldrei aftur. Við Einar ætlum að funda um málið í kvöld og teikna upp dude.is ... sem verður megatöff vefur :þ
(0) comments
mánudagur, ágúst 29
Jæja, sæja...
Jeminn hvað þetta var bissý, róleg, yfirveguð og óróleg helgi. Við afrekuðum eitt 25.ára ammli, eitt 30.ára og eitt barnaammli, bröns hjá okkur með Tengdó og Ottu, pókermarathon... úfff... Ég er svo að fara með drenginn minn í áframhaldandi áfallahjálp á eftir því honum hefur farið aftur og vill ekki vera einn heima, sem er ekki nægilega gott þegar hann býr með svona félagsfólki eins og okkur :-/ Ég hef heyrt það útundan mér að fólk hafi ekki alveg fattað hvað gekk á hjá okkur þegar drulludelurinn (nafn og heimilisfang á honum fæst með einu símtali til mín) gekk í skrokk á húshjálpinni minni og skal því snarlega kippt í liðinn hér með. Málið er einfaldlega að húshjálpin mín hætti með þessum manni og hefur hann stolkað hana alveg síðan, glataður alveg hreint :-/ Svo vissi hann að hún var að þrífa hjá okkur þarna á fimmtudagsmorguninn, bankar upp á, Alli fer til dyra og hann spyr um húshjálpina, Alli kallar á hana og heldur áfram að horfa á Simpson í rólegheitum... það næsta sem Alli heyrir er að hún öskrar á hjálp og biður Alla um að hringja á lögregluna, Alli hleypur að og sér þá karlhelvítið rífandi í hárið á henni á meðan hann ber hana með hinni hendinni og sparkar. Alli frýs en nær til að hlaupa upp á efra bað, læsir sig þar inni en vill hjálpa húshjálpinni auk þess sem hann er dauðhræddur við að hann sé barinn næstur, eða jafnvel drepinn...svo hann skríður út á þak og þaðan yfir í næstu íbúð (við erum að tala um 4.hæðir niður, gott fólk)og hringir þaðan á lögreglu og mömmusín. Húshjálpin blóðug og í rifnum fötum og í dag á víst að taka fyrir nálgunarbann á þessum karlpungi... Helvítið var farið þegar ég kom að, sem er kannski eins gott því annars væri ég líklegast í gæsluvarðhaldi því ekkert stendur hjarta manns nærri en barnið manns... ef ég næ einhverntímann í útglennt rassgatið á þessu karlhelviti þá er ég ekki til viðtals meira. Þar með kom útskýring á þessu og ég eyði skylyrðislaust út öllum kommentum sem eru mér ekki að skapi, því ekkert getur afsakað svona helvítis yfirgang og brennimerkingar í sálu saklauss barns :-/
(0) comments
föstudagur, ágúst 26
The ber neiked bits....
Finnst það frekar fyndið að ef mar slær inn orðinu ,,nektarmyndir" á Google, þá er ég hitt númer tvö... ekki slæmt það... :-)
(0) comments
miðvikudagur, ágúst 24
Ohhhh... svo sæt saman Einsi og Heiða litla Rachel :-) Bætti við nokkrum myndum í kvöld :þ 
(0) comments
þriðjudagur, ágúst 23
The show must go on...
Jájá, við erum alveg að skríða saman eftir þessar hrakfarir.. búin að komast að því að þessi aumingi er víst dagdrykkjumaður og á ekkert gott skilið... verst að vera búin að kæra hann... mar hefði náttlega átt að hjóla beint í gaurinn með alla vini sína... svona til að leyfa honum að finna hvað er fair og hvað er ekki fair. En hvað um það... skólinn byrjaður hjá stráknum og best að lífið haldi áfram sinn vanagang og allt í góðu :) Við kíktum á Svandísi, Jonathan og bjútífúl Heiðu á laugardaginn og var ekkert lítið gaman að sjá þau... hún er svo ógesslega mikil snúlla... snúllýsnúll... sakna þeirra strax og vildi óska að Dell setti upp þjónustuver hér á klakanum svo þau flyttu bara hingað heim... vildi óska þess... Póker hjá okkur í kvöld... veit að strákarnir okkar verða glaðir yfir öllum pjéningnum sem við rökum inn :-) Alex Skúli átti komment daxins í vor þegar ég var að tala eitthvað um að það væri póker og mig langaði svo í alla pjéningana sem allir vinir okkar kæmu með í spilið... þá sagði hann (og n.b. við vorum búin að vera að spila póker allan veturinn og aldrei heyrðist boffs í drengjunum) ... ,,nú, eruð þið að spila upp á peninga?" ... þá voru þeir búnir að halda það allan veturinn að við værum í fatapóker og alltaf þegar við skruppum yfir til Hróa þá urðu þeir eitthvað undarlegir... hummmm...
(0) comments
laugardagur, ágúst 20
Er hún gefin fyrir drama, þessi dama?
-kynnu margir að spyrja sig? Og líklegast ekki að ástæðulausu... það er ekkert lítið sem gengur hér á oft á tíðum :-/ Í fyrsta sinn á ævinni þá setti ég fram kæru í dag og vona að það gerist aldrei aldrei aftur, en mikið þyrftu margir aðilar innan lögregluembættisins læra tækni í mannlegum samskipum... en það er bara mín reynsla :-/ Við fórum líka í fyrsta sinn á slysó til að fá áfallahjálp og mikið var það góð reynsla. Ég hef alltaf talið að þetta fólk væri bara í að faðma og vorkenna og eitthvað... hlusta ef einhver vill tala. En ónei, þessi kona sem við hittum á er alveg yndisleg égeraðsegjaykkurþað (á innsoginu) og Alla líður miklu betur og gistir heima í nótt, sem betur fer. Ég væri afturámóti alveg til í að loka mig inn í herbergi með þessu karlhelvíti, hann í spennitreyju og ég með ostaskera... Hvað um það... vona að allir eigi eftir að eiga skettlega helgi í faðmi vina sinna og ástvina og munið... bannað að slást :-)
(0) comments
föstudagur, ágúst 19
Hvernig vogar þú þér
... miðaldra karlfauskur í grafarvoginum að ganga í skrokk á húshjálpinni minni, í forstofunni minni fyrir framan ellefu ára son minn? Hvernig vogar þú þér að bera ENGA virðingu fyrir öðrum? Hvernig vogar þú þér að brenna son minn á þann hátt að hann þarf að fá áfallahjálp frá sérfræðingum og þorir ekki að sofa heima hjá sér??? Hvernig vogar þú þér að hræða son minn á þann hátt að hann læsir sig inni á baði, skríður út á þak og í næstu íbúð til að bjarga lífi sínu??? Hvernig vogar þú þér? Hvað er það sem réttlætir það að þú gangir laus á götum úti, með ógeslegan miðadrafíling og lúskrir á konum? Hvernig vogar þú þér?
(0) comments
fimmtudagur, ágúst 18
Einn vinur í viðbót
Bætti Ása við í linkasafnið hér til hliðar, flottur ljósmyndari strákurinn og ekki spillir útlitið fyrir :-)
(0) comments
miðvikudagur, ágúst 17
Og þá er það ferðasagan
Já, best að ljúka henni af á meðan hún er enn í fersku minni... eða þannig :s Við lögðum af stað að kveldi miðvikud. og sóttist ferðin ágætlega, Einar sat undir stýri og var með sætt trýni, færð var góð, veður lyngt, þoka og slæðingar. Við vorum komin á áfangastað um miðnæturleytið eða rétt rúmlega það, það var niðamyrkur og mjög mjög á staðnum. Við beindum bílljósunum að rútu einni sem er hjá Víðihól, en í henni er rafall sem þarf að setja í gang svo hægt sé að fá rafmagn... Einsi hafði gleymt að segja mér að það var ekki rennandi vatn þarna né rafmagn... en maður lifði það af eins og allt annað.. úff... og engin uppþvottavél skal ég segja ykkur... omg. En hvað um það, við áðum og sváfum vel, vöknuðum fyrir allar aldir og dagurinn leið í að gera ekki neitt, jú, Maggi fór að veiða (sjá myndir) og við skelltum okkur í gönguferðir og almennt hangs. Svo var farið að sofa, sofið vel enda í mikilli kyrrð... engin uppþvottavél eða neitt til að vekja mann með pípum eða öðrum óhjóðum. Þegar við vorum búin að ganga frá bátnum þá var farið af stað í Menninguna (m.ö.o. Egilsstaði). Við komum þangað akkúrat í dinner til Gullu tengdó svo svo kíktum við aðeins út, en það voru einhverjir tónleikar niðrí ,,bæ" (hjá þe Seilskeil) og mikið af unglingum sem voru blindblind fullir að austfirskum sið. Við fórum aðeins inn í kaffihús ká há bjé og vorum jafnsnögg aftur út, hittum Guðjón Sigvalda, Stebba og einhverja fleiri skettlega svo það var bara áð úti í fersku loftinu, laus við ítölsku og annan óþverra. Laugardagurinn rann svo upp, mildur og fagur með blóm í haga og fullan maga (eftir morgunverð hjá Gullu). Einar die trúbbítor græjaði sig upp og hélt sem leið lá í Húsasmiðjuna, enda var hún að sponsa hann og því við hæfi að hefja upp raust sína fyrst þar. Þeir tónleikar tókust með afbrigðum vel (sjá myndir) og næsta stopp var Jökulsárbrúin. Þar var ENGIN þegar við komum þangað, en fljótlega dreif að fólk sem vildi upplifa eitthvað öðruvísi og spennandi. Þeir tónleikar tókust einnig vel, Trúbbinn var að vísu orðinn dulítið kaldur og hrakinn, en hann fékk söngvatn sér til hressingar og yndisauka :-) Næsta stopp var fyndið, en það var Skjöldólfsstaðir... þar höfðu konurnar í sveitinni tekið sig saman og voru með kökuhlaðborð sem fjórir sveitungar þeirra voru að gæða sér á þegar við renndum í hlað. Við jukum semsé töluna verulega, Einar hóf upp sína fögru raust og við hlustuðum af mikilli innlifun, öll sex :-) Næsta stopp var svo Sænautasel, en þangað höfðum við aldrei komið áður. Þar voru merkilegir torfbæir og gaman að spila (sjá myndir) og taka myndir. Næsti stopp voru svo sjálfir Möðruvellir, en á leiðinni þangað sáum við gjörning sem Guðjón Sig og fleiri voru að bralla, helvíti flott hjá þeim... (sjá mynir og allt það... ) túbbinn hóf upp raust sína við mikið fjölmenni og mikið stuð. Allir sungu með og átti að klappa kallinn upp, en hann hafði ekki haft rænu á að vera með aukalög á takteininum svo ekkert varð úr því. Við brunuðum svo á Egilsstaði, með Einsa á mótorhjólinu á undan, í kulda og rigningu.. og mikið vorkenndi ég þessari elsku að vera ekki inni í hlýja bílnum og stuðinu með okkur Ása og Magga. En hvað um það... hann fékk borgað fyrir þetta svo honum er engin vorkun. Þegar á Egilsstaði var komið, sem var frekar seint, þá var sturtutími hjá okkur, því nú skyldi skella sér á sveitaball... og það í Valaskjálf. OMG... Ási hafði aldrei farið og Maggi bró ekki síðan sautjánhundruðogsúrkál-eitthvað. Við drukkum okkur blindfull, fórum á ball... en hvað gerist? Engin slagsmál, ekki einu sinni hópslagsmál... úff.. það er af sem áður var... en við náðum þó til að fara á trúnó við hina og þessa (ég er að tala um sjálfa mig, skelfilega varð ég full.. omg...)... fara í partý og vera bara fullur og asnalegur á sveitaballi, enda mörg ár síðan mar var í solleis þjálfun. Sunnudagurinn leið svo undir stýri með viðkomu hjá mömmsu sem bauð í kaffi og brauð. Mikið var þetta skettleg ferð... glöð yfir því að vera búin að sjá ættaróðalið hans Einsa og veit að það verður farið aftur þangað uppeftir... færi samt fyrr ef það væri klósett á staðnum :s .... en hefur mar ekki bara gott af því að láta rakt grasið leika um klofið á manni þegar mar mígur? Held það bara... Eníhú... hér eru myndir
(0) comments
þriðjudagur, ágúst 16
var að spá...
... hvort einhver flokkur sem býður sig fram muni hafa eftirfarandi á stefnuskrá sinni: a) Allar konur fá einu sinni í mánuði (þær velja hvenær) að fara á snyrtistofu þar sem allt er inclúded, þ.m.t. nudd, vax, litun og bara vattever jú vant. Þetta er gjaldfrjálst og er eingöngu af því að það erum við sem ölum börnin í heiminn og það er fokking töff að vera kerling. b) Allar snyrtivörur og barnastöff eru niðurgreiddar af ríkinu... djíses hvað þessir bleiu og dömubindisframleiðendur eru að græða á okkur vestrænu ríkjunum... meina, þetta er fokking bómull og á ekki að kosta sjöhundruðþúsund kílóið! c) Bríet er lagt niður, svo einfalt er það. Komin með loðið-undir-höndum-orð á sig og fáar konur vilja vera kafloðnar niður á kálfa. Nýtt félgar stofnað sem berst fyrir mannréttingum okkar kvenna, með jafnrétti... ekki misrétti. d) Frítt í strætó e) Jeppaeigendur verða að sýna fram á að þeir noti jeppann sinn til að fara út á land og hálendið og solleis.... þeir sem hanga bara hér í Reykjavík og eru fyrir okkur hinum geta fengið sér sportbíl eða bara tekið strætó. f) Bílprósfaldur hjá kk hækkaður í 19 ár auk þess sem allar kerlingar undir stýri þurfa að fara í gegnum bílpróf annað hvert ár svo þær geti sýnt fram á hæfileika til aksturs. Þær konur sem hafa fengið gull í ökuleikni eru undanteknar öllum svona stöðuprófum og á fólk að víkja fyrir þeim í umferðinni, þ.m.t. strætó. Tafir á umferð, klaufaskapur og almenn óökuleikni getur þýtt stöðupróf og jafnvel sektir ef lögreglan stoppar viðkomandi... sérstaklega ef hann/hún er feit. Tala nú ekki um öryrkja... hvað eru þeir líka að gera á bílum? Það er frítt í strætó... halló? g) Samkynhneigðir fá að gifta sig, eignast börn, ættleiða og gera bara hvað sem er sem við hin meigum gera... þetta er fólk, Davíð... ekki einhverjir annarsflokks þegnar þessa lands. h) Innflytjendur VERÐA að læra tungumálið okkar og skrá sig í einhverja frístundir hjá Námsflokkum Reykjavíkur, það þýðir ekkert að haga upp í Breiðholti og slást þar bara við einhverja stráka... ef þau vilja lifa á okkar samfélgi þá verða þau að gefa eitthvað til baka! OG ÞETTA ER ÓFRÁVÍKJANLEG REGLA!!! Annars getið þið bara verið einhversstaðar annarsstaðar. Það er lægð að ganga yfir landið sem er að hafa slæm áhrif á skapið á mér eins og sést hér að ofan.. en ég stend við það sem ég segi... ef þú stjórnmálamaður góður ert með allt þetta á þinni daxskrá, þá mátt þú eiga atkvæði mitt... díll?
(0) comments
Strákarnir flottir á því á Víðihól
Ahhh, skemmtilega long og góð helgi að baki ... ferðasaga síðar... var víst búin að lofa sjálfri mér að fara snemma að sofa í kvöld... það er ekki að takast... frekar en fyrri daginn.... :s 
(0) comments
þriðjudagur, ágúst 9
Þættinum hefur borist bréf...
Örtónleikar farandtrúbadorsins Einsa víðsvegar á Norður-Héraði á laugardaginn. Við erum hreinlega að skella okkur í óvissuferð upp á Hólsfjöll og endum á þessum skemmtilega viðburði sem mun eiga sér stað víðsvegar um fjöll, maðurinn minn mun þeytast um sveitir, í leðurbuxum og á mótorhjóli. Ég fæ það skettlega starf að keyra á eftir, því það vita allir að það er aldrei varadekk á svona flottum mótorhjólum... mér til halds og trausts kem ég til með að hafa Magnús bróðir minn, sem sér um leiðbeiningar og einhverjir vinir okkar ætla að laumast með... en þeir sjá um gamanmál og rímur :þ
(0) comments
laugardagur, ágúst 6
Fígaró bjargar sér!
Fígaró er búin að læra að sturta niður úr klóstinu, hún gerir það þegar hún vill fá ferskt vatn úr krananum... þannig heyrum við þegar hún er þyrst, stökkvum til og skrúfum frá... hún er ekki alveg búin að læra það sjálf ennþá, en gefið henni tíma... yndislegt kisuskott :-) 
(0) comments
fimmtudagur, ágúst 4
,,Mamma....
.. er ég að keyra rétta leið? Ég er að keyra framhjá Bláfjöllum..." spurði bróðir minn í símann á leið sinni austur á Höfn... mér fannst það fyndið...
(0) comments
miðvikudagur, ágúst 3
Djöfull...
... verð ég alltaf reið þegar Árni Johnsen er að gera eitthvað af sér... alveg er það nú dæmigert að skýla sér á bak við eitthvað hættuástand og að í raun hafi hann ætlað að afstýra stórslysi, hetjan sjálf. Rosalega finn ég til með Hreimi því þetta fokking myndband er til og sannar hans mál... ég bara spyr.. hvenær ætla sjálfstæðismenn að gefa Árna upp á bátinn? Og hann var ekki einu sinni fullur, dömur mínar og herrar...
(0) comments
þriðjudagur, ágúst 2
Æji....
... af hverju er mar svona ógesslega þreyttur eftir verslunarmannahelgi, þótt lítið hafi verið djammað og djúsað? úff... það er eins og líkaminn sé bara með í minni að vera alltaf þunnur og þreyttur eftir þessa helgi, svi mér þá bara. Annars er lítið að frétta, Kolli kallinn var að vísu að fá eitthvað kast og er eitthvað verið að fylgjast með heilsu hans... sem betur fer er mamma farin alfarið austur svo hún getur verið hjá kallinum og haldið í hendina á honum... Samnornir; til lukku með stórglæsinlega verslun á Vesturgötunni, þið eigið örugglega eftir að sá í gegn hjá öllum þeim sem eru að leyta að gjöfum fyrir fólk sem á allt fyrir... þetta er stórsniðug hugmynd hjá þeim og er pottþétt að Fávita- og Skuldafælur eiga eftir að slá í gegn hjá hinni íslensku þjóð :þ
(0) comments
|
|