þriðjudagur, desember 28
Já og áramótin næst...
... þá er það næsta lota, áramótin. Ekki nóg með að þau séu nægilega stór í eðli sínu heldur tók ég upp á því fyrir nokkrum árum að ala son... sem gefur þessum degi svolítið undarlegan keim. Ekki nóg með að hann eigi ammæli og allt það... heldur er bróðir minn að koma frá USA í fyrramálið, með sína fyrrverandi/núverandi (?) og dóttur hennar, sem er víst trukkalessa ... veit ekki alveg hvernig þetta höndlast einhvernveginn en þetta er allt stórskrýtið fólk sem gaman er að þekkja. Ætla að vera með partý og halda mér innandyra á gamlárs, E. verður að spila á gítarinn ef ég þekki hann rétt og karokkýið blastað í botn... annars er ég að reyna að komast í frí frá vinnunni svo hægt sé að láta þetta allt gerast ... veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því þar sem ég gaf óvart deildinni frí, gleymdi mér sjálfri... ansans...
(0) comments
sunnudagur, desember 26
Jólatréð í ljósum logum....
Fígaró finnst gaman að hlaupa upp jólatréð og hellst með öskrum og ópum frá Alla í bakgrunninum. Hún heldur greinilega að hann sé að hvetja hana ofar og ofar.. alveg upp að stjörnu... Annars er annar í náttfötum hér á Álakvíslinni og öllum líkar það vel, að vísu eru æskuvinirnir í næsta húsi búin að bjóða okkur í mat í dag... huxa að við hlaupum yfir í náttsloppunum ... ég neita að klæða mig...
(0) comments
föstudagur, desember 24
Fígaró... Fígaró...
Við gáfum Alla litla kisustelpu í jólagjöf, hún er dökk bröndótt, svolítið Bengal-lúkkíng og alveg agalega sæt... svo sæt að hluti af hjarta Mr. Einarssonar er bráðið og lint eins og smjör sem gleymist á eldhúsbekknum. Sonurinn er búin að grátbiðja um gæludýr, alveg síðan faðir hans og þáverandi sambýliskona gáfu honum kött sem sambýliskonan (þá orðin fyrrverandi) tók pjöggur sínar, og köttinn með! Sonur minn er semsé búinn að grátbiðja í mörg ár... og greinilega búinn að gefa upp alla von því hann var ekki búinn að minnast á þessa ósk sína í ár eða svo. Ég tók að rökræða þessa jólagjafahugmynd mína við Mr. Einarsson í nóvember-desember við dræmar undirtektir... í fyrstu. Eftir að ég var búinn að heilaþvo manninn, með ágætri aðstoð t.d. Ragga sem reyndist vera mun betri en enginn í þessari baráttu) þá sá hann greinilega fram á að frúnni yrði ekki snúið þá játaði hann sig sigraðann. Gaf mér gó á að fá nýjan fjölskyldimeðlim... eftir dálitla leit að réttu stærð, litum, kyni, aldri var fjársjóður fundinn... lítil kisustelpa sem hefur fengið það virðulega nafn Fígaró. Fígaró? spurja sig sumir og heyrðu þeir rétt... við bentum nýja eigandanum á að Fígaró væri karlmannsnafn á manni sem hélt brúðkaup... það skiptir engu máli... fígaró er nafnið sem á vð þessa stúlku :-) ... hafa má í huga að þessi eigandi átti einu sinni annan kettling (sem téð fyrrv. sambýliskona hirti með föggum sínum) em hann skýrði Pegasus eftir hesti, hann átti einnig einu sinni kaktus sem hann skýrði Toyotu... Einnig er sá hinn sami eigandi hlandviss um að hann og Fígaró séu með svona samskiptamál, en ef fígaró blikkar einu sinni augunum, eða hreyfir eini sinni eyrun þá þýði það Já en ef það eru tvö blikk, eyrun hreyfð tvisvar eða eitthvað gert tvisvar þá þýði það Nei ... þannig hefur kötturinn náð til að tjá sig um allskonar mál og taka sameiginlegar ákvarðanir með ýmsa hluti... eins og hvort hann vilji fara niður... á klóstið... þyrstur... Jólin því í ár eru sérlega gleðileg, ekki nóg með að maður búi með mönnum sem maður elskar meir og meir með hverjum degi... heldur einnig ketti :-)
Vonandi hafa allir það sem allra allra bezt yfir h-tíðarnar ... sem og alltaf... et, drekk og ver glöð!
(0) comments
þriðjudagur, desember 21
Ohhh....
.. er ég ekki bara að fá risabólu á nebbann... og jólin að koma... og braut nögl...
(0) comments
mánudagur, desember 20
Og þá er það búið...
... buið að versla flest allar jólagjafirnar, við kíktum í Holtagarða og í framhaldi af því í Kringluna og mikið vorum við glöð að geta klárað næstum því allar gjafirnar í þessari ferð og vorum ekki að klóra augun í geðillskukasti úr hvort öðru. Eigum bara eftir að fara á einn stað og klára þar .. þá er það bara búið... :-) Nei... tvo.. humm... eða þrjá? Well.. kemur í ljós, nenni ekki að gera mikið mál úr því. Við erum búin að vera mjöf aktíf í leikhúsmálum undanfarið, fórum að sjá Birdy á miðvikudaginn.. allir eru að missa sig eitthvað yfir þessari sýningu .. ekki ég... verð nú bara að segja að þetta var ágærtt.. ekkert spes.. þannig.. sorrý. Margir leikarar að gera fína hluti.. aðrir ekki... :-( Svo fórum við strákarnir á lokasýninguna á snilldinni Memento Mori og ekki varð maður fyrir vonbrigðum með það frekar en fyrri daginn... ef eitthvað var þá er kominn meiri kraftur, meiri gleði.. meiri allt... algerlega brillijant sýning... ef ég ætti ekki kærasta í sýningunni þá vildi ég að hún héldi áfram endalaust.. stanslaust... Í gærkvöldi var svo farið á lokasýninguna hjá Stúdendtaleikhúsinu... ,,Þú veist hvernig þetta er" ... það var alveg brilljant sýning líka... slagar hátt í M&M ... labbaði út með bros á vör.. sem fraus þegar við fórum heim að horfa á Saw... þvílíka hryllingsmyndin! Algert ógeð og langt síðan maður svona fann til með einhverjum í hryllingsmynd... ég amk var fegin að hafa einhvern til að kúra hjá þegar hún var búinn... Einsi losnar aftur á móti seint við bitförinn af hálsinum sínum ... :-/
(0) comments
laugardagur, desember 18
Lýsi því hér með yfir...
... að jólamyndin sem átti að vera í heimagerðu jólakortunum í ár reyndist vera of flókin í framkvæmd og bíður því til næsta árs. Einnig liggur ljóst fyrir að heimagerðu kortin reyndust einnig vera of flókin í framkvæmd að ekkert verður af gerð þeirra. Ég verð því víst að sætta mig við það að vera eins og ,,allir hinir" og kaupa mér kort og skrifa í.... þótt það sé náttlega asnalegt að segja eitthvað guð gefi þér gleðileg jól og svoleiðis í þessum kortum þegar maður trúir ekkert á þann gamla á efri hæðinni... það er ekkert hann sem er að gefa hinum og þessum um jólin... við erum að gefa hvort öðru þau... Maður ætti kannski að uppfæra textann og hafa:
,,Hafið það notalegt um H-tíðarnar, ekki borða yfir yður né fara á hausinn"
(0) comments
Best að taka smá próf...
 Congratulations! You're Mr. Chatterbox!
Which of the Mr. Men characters are you? brought to you by Quizilla
(0) comments
miðvikudagur, desember 15
Almáttugur...
... hvað þetta er viðbjóðslega ömurlegur dagur. Klikkunin í vinnunni er ekki fyrir hvíta konu, kerfislegan hjá Skýrr ennþá verri og ekkert gengur eins og á að ganga. Gaf skít í allt og tók mér frí e. hádegi til að slaka á og jólast eitthvað, ætlaði rétt að kíkja í bankann og fá tilboð í tryggingarnar og klíkti til þjónustufulltrúans míns í leiðinni... hefði alveg eins getað fláð mig sjálfa lifandi með ostaskera.... ég var semsé að koma heim og er bjálaðri í geðinu en ever bífor... það er einhvernveginn þannig að bankinn étur úr manni allt geð, gleði og allt sem jákvætt er... það er bara þannig... eina lindin sem ég hafði að drekka úr í þessari viðbjóðseyðimörk var hún Heiða mín Skúla sem var svo góð að gefa mér samúðarklapp á kollinn... enda vinnur hún þarna og þarf áðæðanlega alltaf áfallahjálp þegar hún kemur heim... ;-)
Alltaf finnur hún Pollýanna eitthvað til að gleðjast yfir (enda er hún ekki fjárráða og gerir bara það sem hana langar til-eða var það Lína?) en ég fann heildverslun sem leysti á mjög sniðugann hátt jólagjafakræsesinn sem ég var búin að klúðra mig í... þessi lausn kom skemmtilega á óvart... sey nó mor, því ég veit að mamma og Fríða eru að lesa... Já, svo fórum við Alli til sérfræðings í heila og taugasjúkdómum, í endurkomu... og allt gott að frétta þaðan... mamman þarf bara að fara að laumast í róandi lyfin sem barnið er á... he he he ...
(0) comments
mánudagur, desember 13
Sonurinn orðinn stór... :-(
Átti langt og innilegt samtal við son minn í gærkvöldi, hann ætlaði að trítla upp í herbergi með skó í annari og tilhlökkun í hinni. Ég spurði hann hvort Jólasveinninn hefði komið og heimsótt hann um helgina þegar hann var hjá pabba sínum og sagði hann svo vera, hann fékk jólasleikjó frá honum :-þ Ég spurði hann hvort hann tryði á hann í alvurunni... hann varð undarlegur og sagði svo að hann vissi það ekki.. grunaði að hann væri ekki til og tjáði mér að hann hefði ætlað að setja gildru fyrir jólasveininn/mömmu sína. Hann hafði huxað sér að setja límband á gluggakarminn og ef það hefði verið rofið daginn eftir vissi hann að einhver hefði troðist í gegnum gluggan og laumað einhverju í skóinn hans... þegar maður spáir í þessu fyrirbæri er þetta bara pervertismi og öfuggaháttur af verstu gerð hvort eð er... svo það er eins gott að barnið mitt er ekki lengur skelfingu lostið, starandi á gluggann að bíða eftir að einhver ráðist inn...
(0) comments
sunnudagur, desember 12
Omg.... listamenn
Gæinn sem keypti íbúðina af Einsa er listamaður, eða hann kallar sig listamann. Hans framlag til listarinnar er fólgið í þvi að vera sóði og latur... hann hefur áður verið með gjörning þegar hann var að taka til í herberginu sínu, þegar hann bjó hjá mömmu sinni, eða var það bílskúrinn sem hann bjó í og vara að reyna að þrífa í kringum sig? Hvað um það.. gæinn kaupir íbúðina hans Einsa og við kappkostuðum við að mála hana og gera soldið sæta fyrir unga manninn sem var að flytja að heiman. Rak mig í rosastans þegar mér varð það á að sjá hluta af VöluMatt... drengurinn að fara að taka til í íbúðinni sinni... og það ekkert bara eðlilega... neinei, best að gera það með vefmyndavél svo allir íslendingar sjá hann kroppa naríurnar úr loftinu... í beinni. Þetta kalla ég ekki list og verð alltaf svo reið þegar svona rugl er í gangi... þetta er bara bölvað rugl og vitleysa... að drengurinn geti ekki haft hreint í kringum sig er ekki list að mínu mati.... það getur verið að ég sé afskaplega mikið eitthvað af gamla skólanum og með eitthvað hefðbundin viðmið... en þetta er bara ógeðslegt... og að kalla sig listamann... Hvað var líka með þennan gula lit á allri íbúðinni? Var tilboð á 30 lítra málningu og bara í þessum lit í BYKO? Meina... ef maður er svona mikill listamaður ... á maður þá ekki að hafa eitthvað fram að færa? Ekki bara sinnna daglegum verkum og kalla það list? Alveg...
(0) comments
föstudagur, desember 10
Og...
.. bara kominn föstudagur :-) Jibbí!!!!
(0) comments
fimmtudagur, desember 9
Gardínurnar komnar upp . . . p.s. ég er að taka myndir fyrir mömmu mína því hún er í raun að afreka þetta allt.. enda væri ég ekkert án hennar :-) 
(0) comments
miðvikudagur, desember 8
... og þá eru piparkökurnar búnar... gardínur á morgun frá mömmu (takk mamma, your the best!)... Idol daginn eftir, út að borða með Slaugu og Helga daginn þar á eftir og sunnudagurinn er ætlaður til vinnu í vinnunni... úfff... Já, og gleymdi kortunum... og akkúrat þá er svo gott og gaman að skella öllu upp í kæruleysi, henda frá sér svuntunni og tuskunni og fara bara á rúntinn... úff... úff... já... og anda r ó l e g a . . . . . 
(0) comments
mánudagur, desember 6
Hann er svona þreyttur greyið... 
(0) comments
Jæja mamma.... þá er skápurinn kominn á sinn stað... eða þangað til við Einsi ákeðum að færa hann.... við erum svona að spá í hvar hann fer best... :-þ ... ég er búin að breyta þrisvar í kvöld... einsi að verða dáldið þreyttur.. held hann óski þess að hann sé að æfa eitthvað leikrit ... eða að hann sé á bráðamóttökunni... :þ 
(0) comments
sunnudagur, desember 5
Æðisleg helgi að baki, fórum í Grundarfjörð og bökuðum svona mikið af laufabrauði :-) Nánari fréttir síðar... 
(0) comments
|