þriðjudagur, september 26
Svona var helgin okkar meðal annars...
(2) comments
miðvikudagur, september 20
Til Anonymoussar:
Ég nenni ekki að vera að velta mér upp úr kommenti þínu meira en þörf krefur en ég verð að fá að benda á nokkur atriði: 1. Jón Pétursson er fyrir rétti og eru opinber gögn birt um það á netinu, t.d. " http://www.domstolar.is/reykjavik/dagskra/?Period=-7" en þar stendur orðrétt: ,,19. sep. 09:15-17:15 Salur 401 Pétur Guðgeirsson héraðsdómari Mál nr. S-888/2006 Framhald aðalmeðferðar Ákærandi: Ríkissaksóknari (Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari) Ákærði: Jón Pétursson"... svo þetta er ekkert leyndarmál hver það var sem réðst hingað inn og mun aldrei verða. Auk þess hefur DV fjallað um þennan mann margoft. Jón Pétursson er fullorðin maður og ákvað það þegar hann byrjaði að berja húshjálpina mína fyrir framan son minn að láta sér velferð barns engu varða. Það eru fórnarlömb í þessu máli, og bílív mí - það er ekki Jón Pétursson. 2. Áhyggjur þínar af velferð sonar míns vegna þess hve hreinskilningslega ég er að skrifa um líðan hans hlýtur að vekja hjá mér spurningar... það er greinilegt að þú þekkir mig ekki og kemur líklegast aldrei til með að gera það... ég mun ekki koma fram við son min eins og líðan hans sé eitthvað til að skammast sín fyrir eða þagga í hel. Ég blogga fyrir mína vini og nánustu sem fylgjast með blogginu mínu til að gera það sem vinir og ættingjar gera... ,,to care" - spurning með tilgang þinn? Ég ætti kannski að setja svartan kassa fyrir andlitið á Alla á öllum myndum sem ég er að setja inn á bloggið mitt svo þér líði betur? Annars þakka ég þér fyrir að commenta - það hefði verið betra að gera það undir nafni og bið ég þig endilega um að hringja í mig ef það er eitthvað sem þú vilt ræða við mig - ég stend ekki í svona leyndóskrifum - stend við hvert orð sem ég skrifa og segi - síminn minn er 865-0383 Óver end át!
(3) comments
þriðjudagur, september 19
Gulla nældi sér í smá h-degissnarl áðan
 Óþekka, óþekka stelpa :/
(0) comments
Gul og rauð og græn...
Þetta er búið! Búið.. búið og búið... Alli stóð sig eins og hreinræktuð hetja og gleðst ég óstjórnlega yfir því að hann hafi staðið sig svona vel... ekki það að ég hafi ekki búist við því - en það er bara einhvernvegin þannig með okkur mömmurnar að við höldum alltaf að börnin okkar séu minni í sér og meiri börn en þau eru í raun :-)
(0) comments
mánudagur, september 18
Blá...
Í dag er ég ekkert lítið blá... Alli er búinn að vera í kvíðakasti síðan á föstudag þegar við fórum að hitta dómarann í árásarmálinu... hann er að fara að bera vitni á morgun, þriðjudag kl. 09:15. Alli verður einn í herbergi með dómaranum og má ég ekki vera inni til að veita stuðning. Ég má aftur á móti vera í hliðarherbergi sem er aðskilið með síþrú spegli með árásarmanninum sjálfum; Jóni Péturssyni, verjanda hans og saksóknara. Alla finnst eðlilega ofboðslega óþægilegt að vita af Jóni vera að horfa á sig meðan hann er að rifja upp þennan örlagaríka dag. Við erum að fara fram á skaða- og miskabætur og vona ég að dómarinn sjái vel okkar hlið á málinu. Það er bara sorglegt að þurfa að láta barnið sitt plokka af sárinu aftur og aftur... og mig grunar að það hafi verið eitthvað rangt staðið að málinu í byrjun, amk var Alla lofað af lögreglunni að hann þyrfti bara einu sinni að segja frá þessu og á sínum tíma var það tekið upp á myndband og allt. Annars veit ég ekki... bara einn dagur til viðbótar og þá er þetta vonandi búið... þá höldum við veislu... þessum kafla verður lokið í okkar lífi.
(4) comments
laugardagur, september 16
Annars vorum við...
 Rosalega dugleg í dag, útréttuðum heilmikið og erum að koma myndvarpanum upp.. er ekki skynsamlegra að hafa tv-vjúið svona en þetta gamla tæki sem safnar bara ryki og eldhættu?
(2) comments
Aðalfréttin í Fréttablaðinu í dag:
Hrinu bensínhækkana lokiðVerð á elsneyti lækkar hjá öllum olíufélögunum. Verð á elsneyti lækkar hjá öllum olíufélögunum. Verð á elsneyti lækkar hjá öllum olíufélögunum. Verð á elsneyti lækkar hjá öllum olíufélögunum.Neytendamál Verulegar verðlækkanir...(frétt heldur áfram...) Mikið rosalega fer í taugarnar á mér þessi amötjör bragur yfir íslenskum fréttamiðlum í dag. Ég sé varla sjónvarpsfréttir án þess að eitthvað komi upp á og sjónvarpsmenn/konur sitja eftir rjóð í kinnum... ,,við komum með þessa frétt bara aftur á eftir..." Fréttablaðsfyrirsögnin í dag sló samt öll met... hvernig er svona hægt - svo ég spyrji bara eins og frávita kona?
(1) comments
fimmtudagur, september 14
Kjútýpæs!
 Rósaball í skólanum hjá Alla en þar ná stelpur úr 10. bekk í strák í 8. bekk og strákar úr 10. bekk í stelpur úr 8. bekk. Þetta er semsé ball sem Árbæjarskóli heldur og dressaði drengurinn sig upp í tilefni dagsins... þvílíka glæsipíjan kom áðan og sótti Alla og færði honum svona líka flotta rós :-) Nú sit ég hér með sætuna á háu stigi ... eru þau ekki flott?
(3) comments
Grunaði ekki Gvend...
... hef nú hér með fengið illan grun minn staðfestann... en kemur manni ekkert á óvart... þannig... þetta fyrirtæki fer nú ekki að taka upp á því að stunda góða viðskiptahætti?
(0) comments
þriðjudagur, september 12
Einn góður...
Kallinn er að vinna sér inn fyrir dinnernumn í kvöld með pókerspili, svo ég get ekki sagt honum þennan fyndna brandara sem ég heyrði í dag í vinnuni minni; Drengur einn sem bjó með foreldrum sínum á sveitabæ vestur í landi, fór að skima í kringum sig eftir vænlegu kvonfangi. Hann kom auga á eina einkar efnilega í þeim efnum, innar í dalnum. Fljótlega eftir að þau fóru að fella hugi saman þá kom faðirinn til piltsins og bað hann lengstra orða að hætta að hitta hana... ,,ég var mikið með annan fótinn á þessum slóðum á sínum tíma..." Drengurinn fór með tá í augum (*já, tá - hann hafði það fyrir sið þegar hann var sorgmæddur að troða tánum í hvarma sína* (innsk.bloggara) heim og huxaði sinn gang. Síðar fór eðlið að hreiðra um sig á ákveðnum stað og pilturinn fór að skima í kringum sig eftir öðru kvonfangi. Nokkru síðar kom hann auga á eina sem var alveg tilvalin, rjóðar kinnar og ávalar línur. Bjó stúlka þessi í næstu sveit og fóru þau að fella hugi saman. Faðir piltsins kemur að máli við hann nokkru síðar og biður drenginn lengstra ráða að hætta að hitta þessa stúlku... ,,ég var tíður gestur í þessari sveit á sínum tíma..." Drengurinn fór að skeggræða þetta við föður sinn og tjáði honum vonbrigði sín... heyrist þá í mömmsu gömlu... ,,Blessðaður hafðu ekki áhyggjur af þessu... hann er ekkert pabbi þinn" Mæðginin hress á árshátíð lopapjónakvenna 2004
(1) comments
mánudagur, september 11
Æji... kommon - get óver it!!!
Hvursu oft var eiginlega skipt yfir til stóra bróðurs í U.S of A áðan í fréttum og Kastljósinu? ... ég veit að þetta var hræðilegt... ég veit að það dóu slökkvuliðsmenn sem áttu mæður, systur, börn og eiginkonur... ég veit að þetta var allt saman alveg hryllileg upplifun... en skyldi vera gert jafn mikið úr því þegar það verða 5 ár frá því að bandaríkin réðust inn í Írak? Skyldi RÚV senda fréttamann í eyðnina þar til að lýsa fjórtánsinnum hvursu hryllilegt ástandið var á meðan miklu miklu fleiri hafa látist í því stríði sem enn sér ekki fyrir endan á... og USA í barnslegri heimsku sinni heldur að það sé að gera góðverk... Núum endilega salti í s u m sár... en gerum endilega vel upp á milli þeirra ... fokk off Búss (ef þú getur lesið þetta ertu gáfaðri en ég hef gefið þér kredit fyrir) Ohh... veit að ég er alltaf að tuða um þetta... sorrý . . .
(2) comments
Fyrsta lærið eldað!
 Við elduðum læri í gær, en það er í fyrsta sinn sem við eldum það hjér á bæ... Alli fékk 10 í dönskuprófi, mamma kom heim frá Danmörku auk þess sem Alex Skúli dvelur hér um helgina, Heiða Skúla kíkti auk þess við og því var mikið um fagnaðarefni :-) Drottningin uppskar 10 í eldamennsku og Einarinn 11 fyrir sósuna :-)
(0) comments
laugardagur, september 9
Komplítlý öpgiven!
Sit hér í stofunni, umvafin teppi og er gjörsamlega uppgefin eftir daginn... fór í skvass með Sifjunni minni í morgun, beint í sturtu og svo Gekk ég til góðs - kláraði tvær stórar götur og get trúað að heimtunin hafi verið um þrjátíuþúsundkall... hreinlega verkjar í kinnarnar eftir að hafa brosað svona mikið í dag - en það voru allir (sem voru heima) svo jákvæðir og glaðir þegar mig bar að garði með baukinn góða :) Nú tekur við kvolitýtæm með stórfjölskyldunni - ætlum að elda eitthvað gott túnæt og kannski grípa smá í AD&D... gott að eiga ekkert planað á morgun nema afslöppun :) Eigiði góða helgi öllsömul, til sjávar og sveita - jafnvel Edda feita :)
(0) comments
föstudagur, september 8
Jæja, Sæja Pæja...
Þvílíka bloggletin sem hefur hreiðrað um sig hér hjá mér... þetta veður fer svo í sköpin á manni að mar vill bara vera undir teppi, með kertaljós og fallegt fjós... Mamma kerlingin skellti sér til Danmerkur í viku - í smá afslöppun og frí frá daglegu amstri, en það getur líka verið erfitt að vera ellismellur og huxa um annan ellismell :-) Hún er búin að hafa það gott, skilst mér - annars fæ ég alla ferðasöguna á sunnudaginn... svolítið skrýtið að síminn hringi ekki daglega eftir kvöldmat ... engin mamma til að athuga með hvernig dagurinn var hjá okkur... en í staðinn bjalla ég austur til að athuga með hvernig gangi með Kolla minn... og sendi henni öpdeit á því :) Annars er lítið að frétta héðan úr Árbænum, ég er að fara að Ganga til góðs á morgun eftir morgunSkvassið mitt með Sif. Alli er orðin svo mikil gelgja að hann nennir ekki að fara... held að hann hafi gott af því að fá ekki að borða og njóta ástúðar í einhvern tíma... hann fer líka í heimavistarskóla um leið og færi gefst... ofalið þetta unglingslið hér á landi... Svo skitum við alveg upp á bakið á okkur á miðvikudaginn... eins og vanalega þegar íslenska þjóðin keppir í einhverjum íþróttum... en Magni stendur sig vel... hvenær ætlum við að hætta þessu íþróttarugli og fara að flytja út íslenska menningu og listir af einhverju ráði? Owell... best að halda áfram að vera með lægð í sköpunum á sér... :/ P.s. Elsku Bóbó - nenniru að senda mér heimiliafangið ykkar? Endilega láttu fylgja með ef yður fýsir í Orabaunir eða lakkrís... lauma því þá með :)
(1) comments
|