Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


þriðjudagur, apríl 29

Farin og komin aftur... 



Já, þetta var merkileg ferð og stórskemmtileg í flesta staði! Gulla Nóa var eins og engill í vélinni út og líka heim aftur, svaf og ekki varð vart við neinar hellur í litlum eyrum. Að vísu var þessi leiguvél svo mikið drasl að ég var dauðhrædd um að hreyfillinn myndi detta af í flugtaki, enda sneisafull vél af kyrrsetufólki - það kom allskonar brak og óhljóð en ég huggaði mig við það að fyrst það var ennþá verið að fljúga svona gamalli vél hlyti hún að vera komin með góða reynslu og væri búin að þola meira og alvarlegri veður en íslenska golu og andvara. Þegar við komum út fengum við barna- og óléttufólkið að fara beint upp í herbergi, enda lentum við ELD snemma (06 um morguninn) og gátum við lítið sofið... nema Gulla Nóa... ég ætlaði sko að vera vakandi ef við skyldum hrapa... bara svona just in case :-)

Hótelið var af sjálfsögðu Brilljant - blóm og gjafakörfur tóku á móti okkur, barnarúm og pelahitari
og stærsta rúm sem ég hef lagst til hvíldar í... útsýnið stórfenglegt og tvískipt baðherbergi. Betra gat það ekki verið. Við sváfum fram eftir degi, fórum svo út á röltið eftir að búið var að maka barn og maka með sunblokkara, borðuðum hádegisverð á hótelinu (aðeins tíuþúsundkall íslenskar, takk fyrir... dýrasta máltíðin í ferðinni...), sváfum meira og slökuðum á. Svoleiðis liðu dagarnir, við borðuðum ótrúlega góðan mat, en það er bara Klikk góður matur þarna úti, sváfum mikið, gengum mikið, hlógum mikið og skemmtum okkur konunglega, enda var félagsskapurinn ekkert slor :-) Við versluðum ógurlega lítið enda þarf að prútta og var ég hreinlega ekki stemd til að standa í því... þarf að vera í sérstöku skapi til þess, þ.e. full eða eitthvað og það þarf einbeittan drykkjuvilja til að finna á sér þarna úti í hitanum. Og þá er komið að veðraskýrslunni... hitinn skreið örugglega yfir 40 gráðurnar í sólinni yfir h-degið, það var passlegt á morgnanna og um eftirmiðdaginn sem og á kvöldin... svona í kringum 20 stig eða svo... lítill sem enginn raki og þurfti maður að drekka og drekka til að verða ekki örmagna. Gulla Nóa greyið þurfti á vökva að halda og drakk hún svolítið sykurvatn sem og þurrmjólk úr pela enda hafði ég ekki undan að framleiða handa henni... hún var kannski líka ekkert svo mikið svöng greyið, heldur bara þyrst eins og við hin... Staðan núna er þannig að ég er greinilega eitthvað búin að missa mjólkina niður á þessu ferðalagi og er að vinna hana upp á fullu. Gef mér þessa viku til að redda því áður en ég fer að hafa áhyggjur...

Myndir eru hér

Annars er gott að vera komin heim, Gulla hin fjórfætta er alveg búin að vera í himnaríki síðan við mættum á svæðið og er ástsjúk með meiru :-)

Já... og Gleðilegt sumar allir saman og takk fyrir veturinn!

P.s. Hvað varð um byltinguna sem var að skella á þegar við fórum út á fimmtudaginn...? Við vorum alveg sannfærð um að hún væri afstaðin þegar við komum til baka, en svo virðist hún bara hafa fjarað út...?

(0) comments

miðvikudagur, apríl 23

Æji, nenni þessu ekki... 

Nenni ekki lengur að hanga í þessu fokkans lögregluríki - það er líka skítkalt hérna og dýrt að vesla í matinn

... við erum farin til Afríku - sjáumst þegar sumarið er skollið á!



(1) comments

þriðjudagur, apríl 22

The heat is on! 



Þegar við ákváðum á sínum tíma að skella okkur í þessa árshátíðarferð til Marrakesh þá skoðaði ég vel meðalhitan á þessum tíma m.t.t. að vera með ungabarn á ferð - sá ég að hitinn væri um 20 gráður svo það var ákveðið að slá til. Vill ekki betur til en svo að það er þvílík hitabylgja þarna úti, hitinn búinn að vera um 30 stig og skríður upp í 36 á fimmtudag og fram yfir helgi... og hver er að koma til Marrakesh þá? Jú, full vél af fölbleikum Íslendingum :-)

(1) comments

mánudagur, apríl 21

Hlýnun jarðar er ekki alslæm, fólk! 


(0) comments

laugardagur, apríl 19

Hnoðast á mallakút! 


(2) comments

Bissý pípúl... 

Vorið bankaði svo harkalega upp á í gær að það var eiginlega ekki hægt að gera annað en að fara til dyra :-)

Við pökkuðum barni í vagninn eftir dinner og röltum með hana ásamt skiptitösku yfir til Húna og Önnu Rutar. Þau eignuðust strák á gamlársdag og eru að fara með hann til Marrokkó svo það var alveg ideal að halda smá samráðsfund og bera saman bækurnar.
Einsi á leiðinni yfir til Önnu og Húna...


Er ég ekki kyssuleg svona seint á föstudagskvöldi?

Gulla hin fjórfætta elti okkur alla leið og fannst agalega gaman að taka smá göngutúr - en hún fylgir manni iðulega ef maður fer eitthvað á röltið í hverfinu. Þegar við vorum komin á áfangastað og verið var að ganga frá vagninum í forstofunni hjá þeim tókum við eftir rauðu tríni á hurð og stórum gulum biðjandi augm. Var þar komin Gulla sem skildi ekki af hverju henni var ekki boðið inn :-)

Gulla sneri við súr á svip... fékk ekkert að vera memm...

Dró ég svo afrískt rauðvín upp úr skiptitöskunni (hélduð þið í alvöru að það hefðu verið bleyjur þar? Ónei... hehe...) og var spjallað fram yfir klukkan ellefu og skeggrætt um barnauppeldi og bleyjuskipti... Þegar við komum út heyrðum við ámátlegt mjálm, en þar var Gulla hin fjórfætta sem beið eftir okkur upp á handriði og tveir stórir högnar fyrir neðan sem horfðu á hana girndarlegum augum... greyið var hin glaðasta við að fá fylgd heim - eða kannski var hún að fylgja okkur?

Í dag var daman svo ógurlega ljúf og góð að leyfa foreldrunum að sofa til 10:30 ... af því tilefni var hún sett í kjól... ógurlega sæt og fín.


Í dag erum við svo búin að fá Mosa í heimsókn og fara niður í bæ og labba um, fá okkur Kebab, versla sundbol og samfellur á dömuna og er stefnan tekin á að baka pizzur í kvöld... heilmikið um að vera á stóru heimili :-)

Vonandi eruð þið öll að njóta vorsins, það er komið heilmikið brum á tránum niðríbæ svo þetta er allt að gerast... heyri mas í Kríum einn morguninn... :-)

(0) comments

miðvikudagur, apríl 16

Rokk og rómantík - eins og í gamla daga? 

Við hjónaleysin skelltum okkur saman út í gærkvöldi, en Heiða kom og vaktaði dömuna á meðan við skelltum okkur á tónleika sem tileinkaðir voru Alice in chains. Hef verið einlægur aðdáandi síðan Bjössi kynnti mér tónlist þeirra fyrir mörgum mörgum árum... menntaskólaárum að ég held. Kristófer úr Lights on the highway og Jenni úr Brain police voru brjálæslega góðir, sem og aðrir í þessu bandi sem bar soðið saman fyrir þetta gigg. Hrói var að sjálfsögðu að mixa og mættum við snemma með honum og Heiðdísi... bara svona til að fá örugglega gott sæti... neineineinei... allir í Reykjavík huxuðu örugglega það sama! Við gátum varla troðist inn og það var nó fokkings veij að fá sæti... að endingu svindluðum við okkur í boxið til Hróans og þar var amk einn stóll sem lúin mjólkandi kerling gat skvett annari rasskinninni upp á :-/ Þetta voru semsé ótrúlega góðir tónleikar.. en í fyrsta hléi vorum við hjónaleysin farin að ókyrrast enda hafði Nóa sofna óvenju snemma og ekkert vakna né rumskað á meðan við vorum fjarverandi. Það þótti mér vera fyrirboði um lognið á undan storminum... svo við kölluðum þetta bara kvöld, enda búin að vera ,,einstaklingar" í tæpa þrjá tíma. Af sjálfsögðu var daman steinsofandi í fasta svefni þegar við komum aftur og Heiða ekkert orðið vör við svo mikið sem hrotu frá henni allt kvöldið, svo hún hafði tékkað á hvort andardráttur væri ekki örugglega til staðar... bara svona djöst in keis :-) Ég vaknaði svo klukkan fjögur um nóttina og þótti nóg komið, enda að s p r i n ga (og mikið djöfull er það vont þegar það drýpur stanslaust úr búbbingunum) og náði til að láta dömuna amk rumska til að taka brjóstið (og mikið ósköp er það gott þegar losunartilfinningin kemur brjóstið) og skipti á henni. Svo steinsvaf hún til sjö... mikið óskabarn sem hún er.

Í gær fór ég á báða fyrrverandi vinnustaði mína, fyrst til JB til að kenna hvernig Internetið hjá þeim er uppfært og svo í Edduna til að sýna dömuna fallegu. Ógurlega gott að sjá framan í ,,gamla" liðið mitt á báðum stöðum, enda öðlingar í hverju sæti :-) Í dag er ég ekki með bílinn og er ógurlega glöð með það... því ég er hálfþreytt eftir þetta ,,skrall" í gær - þótt ég hafi gleymt að fá mér þennan bjór sem ég var búin að lofa mér... maður þarf greinilega að gíra sig í rólegheitunum upp í svona menningarforn eins og maður var í áður en daman kom til sögunnar.

Svo er bara vika í Afríkuferðina... mmmmm


(0) comments

laugardagur, apríl 12

Laugardagur til alsælu :-) 

Hún Nóa okkar er þvílíkt að gera hlutina þessa dagana. Jóhanna hjúkka kom á fimmtudaginn og tók stöðuna á dömunni en hún var þá rúmlega 9 vikna - orðin 5.480 grömm en við vitum ekki hvað hún var eða er löng því það er bara mælt upp á heilsugæslu. Get samt trúað að hún sé búin að lengjast heilmikið því ekki fer þetta allt í spik á dömunni :-) Hún er farin að grípa hluti með smá einbeitingu og hefur sýnt einbeittan vilja til að taka utan um snuðið sitt (tekist fimm sinnum), dótið sitt (tekist nokkrum sinnum), hárið á mér (tekist einu sinni), hakan á mér (tekist tvisvar) og svo er rosalega gaman að Rífa í nefið á mér... tekist einu sinni ... og þá einu sinni of oft :-/ Hún er svo skemmtileg og hjalar endalaust mikið til mín, syngur ef þannig liggur á henni og yfirleitt er vel hægt að tala hana til ef hún er að kvarta - henni bara leiðist ef hún hefur ekkert skemmtilegt fyrir augum sér. Hún er einnig farin að snúa sér á hliðina - hún er svo virk og yfirlett öll á iði og finnst agalega gaman að snúa sér... það líður örugglega ekki á löngu þar til hún fer alveg á magan - Jóhanna hjúkka sagði að það gæti gerst hvenær sem er svo það borgar sig ekki að skilja hana eftir á skiptiborðinu - ef hún snýr sér (kannski bara óvart) þá er fallið ógurlega hátt :-/ Mér finnst þetta bara allt vera að gerast svo hratt... svo stutt síðan hún hélt varla höfði og sýndi lítil viðbrögð... en samt eins og maður sé búinn að eiga hana alla ævi :-)

Í dag erum við að fara að skoða ungbarnasundið sem hún fer í - annars er þessi laugardagur bara bókaður í sælu - ætla ekki að sjá rykið hér inni... bara sólina úti, manninn sem ég dái og barnið sem ég elska :-)

Góða helgi!

(1) comments

miðvikudagur, apríl 2

Bestu dagarnir... 

Ég hef alltaf verið mikil A-manneskja, vakna snemma, borða mikið og brenni hratt. Þá finnst mér gaman að vera í öllu aksjóninnu og afreka og gera fullt. Nú ber það svo við að mér finnst best að vera heima og ekki einu sinni með bílinn, bara fara út að labba með dömuna í vagninum, kíkja við hjá Slaugu og tvillunum, setja í þvottavél, þurrka af og hjala og spjalla mikið við dótturina... Veit ekki hvort þetta c þroskamerki eða veikleikamerki - enda er ég löngu orðin Nóuholic :-)

Í tilefni átta vikna afmælis prinsessunnar þá fórum við og sóttum um vegabréf fyrir dömuna... enda eru bara 22 dagar í að við skellum okkur til... Afríku! Júhú!!!



Þetta er hótelið okkar.... mmmm...

(4) comments

þriðjudagur, apríl 1

Vér mótmælum öll! 

Er að spá í að fara niður í bæ með barn í vagni og kíkja á kaffihús og mótmæli... las svo í blaðinu að Dylloninn ætlaði að kannski taka lagið á Austurvelli - fannst alveg tilvalið að slá tvær flugur í einni og kíkja á það...

... en svo mundi ég hvaða dagur er í dag...

(2) comments