Svo bregðast krosstré sem önnur tré og daman er búin að taka sína fyrstu pest - hún er búin að vera með hita og almennan slappleika síðan á fimmtudag og hélt ég bara að barnið væri að kveðja þennan heim í nótt - hitinn rauk upp úr öllu valdi og hún stundi og leið greinilega mjög mjög illa... en þar sem hún er hörkutól og ég vildi ekki vera móðursjúk þá fór hún að braggast eftir að hafa fengið stíl og svaf loks. Núna er hún búin að vera vakandi síðan klukkan hálf niu í morgun og sýnir lítil merki þess að langa til að sofna - hún er ekkert mikið fyrir svoleiðis tímaeyðslu, þessi elska... Svo við förum ekki í sund í dag en á morgun ætlum við að blása til mannfagnaðar og bjóða systrum tengdó til lunchar ásamt börnum og viðhöldum og ætla ég að elda blómkálssúpu A La Mamma og baka brauð og eitthvað... strákarnir eru báðir hjá okkur og Alex mas nýbúinn að eiga afmæli, ásamt Óla hennar Ottu svo það er margföld ástæða til fagnaðar - eins gott að daman verði orðin frísk :-)
Við hjónaleysin ákváðum að kíkja yfir á Taco Bell í gærkvöldi og fá okkur smá snarl og tókum lilluna með í kerru. Hittum Magga nágranna fyrir utan hús og stóðum við hliðina á bílnum okkar og vorum eitthvað að spjalla við hann. Eins og margur Reykvíkingurinn tók eftir í gær þá var afar þungbúið og búið að vera mígandi rigning allan daginn svo pollarnir á götunni voru margir ansi vígalegir. Skiptir engum togum en það kemur bíll æðandi til okkar á margföldum hámargshraða og ég sé að hann er ekkert að fara upp úr hjólförunum svo pollarnir gusast upp í kringum bílinn, ég byrja að veifa og vonast til að maðurinn keyri ekki svona hratt að okkur, en neinei - hann svoleiðis stakkst í poll og öll gusan yfir hana GulluNóu okkar! Ekki hægði þessi blessaði ökumaður á sér heldur hélt sína leið, þrátt yfir að ég stæði veifandi öllum skönkum og orðin heldur ill á brún... ég (af sjálfsögðu) tók á rás á eftir þessum bíl og ætlaði ökumaðurinn ekki að stoppa við þá sjón! Sem betur fer þá mætti hann öðrum bíl svo hann varð að stoppa og ég náði þar með að hlaupa hann uppi. Ég var orðin svo geðveik og brjáluð af reiði, hamraði svoleiðis í rúðuna og ekki ætlaði 17 ára ökumannsauminginn að rúlla hana niður (örugglega vegna hræðslu- hann hefur örugglega verið búinn að nett hrauna í fínu naríurnar sínar) svo ég reif upp hurðina hjá honum og öskraði svoleiðis af lífs og sálar kröftum hvort hann væri gjörsamlega geðveikur og hvað hann hefði gert sjö mánaða gömlu barni mínu með þessum fokkans hraðakstri. Hann skellti hurðinni all snarlega aftur og opnaði litla rifu á glugganum... hvað er eiginlega að þér - spurði hann... hvað er að mér - öskraði ég á móti... það er 30 km hámarkshraði hérna og það er góð ástæða fyrir hinum - ég var ekkert að keyra hratt - ég var á mesta lagi 35 km hraða! hálf gargaði þessi aumingi á mig! Hvað er eiginlega að þér - öskraði ég (og ég er að meina að ég öskraði af öllum kröftum) þú átt ekkert að keyra svona hratt hérna! Kvakvakva..hvernig veist þú að ég var að keyra svona hratt? ertu með geisla í augunum? og þegar þarna var komið gekk ég frá bílnum, snéri mér við og gaf honum fokk merki með báðum höndum og gretti mig eins og mér væri alveg sama þótt það kæmu hrukkur eftir þessi viðskipti...
Ef ég rekst aftur á þennan djöfuls glanna hér í íbúðagötunni og hann er ennþá með þessa fokkans stæla þá lesið þið um það á forsíðu DV daginn eftir:
Sturluð húsmóðir (35) fjarlægð úr Ártúnsholtinu
- fórnarlamb segist ekki hafa séð hana koma
Nágrannar staðfesta að konan hefur áður sýnt af sér ofbeldishneigð vegna umferðar í götunni
... eins og vinur minn hann Andrés myndi segja... en ég er búin að vera með ógeðs hálsbólgu og kvef frá helvíti síðan á laugardaginn. Lufsast um í mýflugumynd og þar sem Einsi þarf að vinna er ekkert um neinn veikindadag að ræða hjá mér með Snúllu Einarsdóttur - neinei, ég verð bara að halda mér góðri þangað til drengurinn kemur heim og þá má ég eiga bágt...
Asnalegt að geta ekki tekið sér veikindadag... ætli ég c nokkuð að vinna mér inn fyrir orlofi heldur...? Samt er þetta ein erfiðasta vinna sem ég hef stundað - en ætla nú ekki að neita því að hún er líka ein sú skemmtilegasta...
Núna er ég atvinnulaus og lítið við því að gera í augnablikunu og þygg þar af leiðandi greiðslur frá hinu opinbera. Nú hafa bæturnar staðið í stað alveg lon og don í mörg mörg ár, eða síðanm 2004 að mér skilst. Það þorir engin að segja það en það geysar bara óðaverðbólga og lítið sem yfirvöld eru að gera til að sporna við því... nema af sjálfsögðu að skera stærri kökusneið handa sér, en í dag var ákveðið að hækka laun þeirra um tuttuguþúsund á mánuði.
Hvaða úrræði höfum við sem erum atvinnulaus til að knýja á um leiðréttingu bóta okkar? Veit að það hljómar hálf kjánalega en hvað myndi gerast ef við færum í verkfall? Myndum bara setjast niður þar sem við erum og ekki hreyfa okkur fyrr en tuttuguþúsundkallinn væri kominn inn á bókina okkar, afturvirkt eins og hjá þessum háu herrum. Okkar bætur standa í stað og erum við líklegast sá hópur innan þjóðfélagsins sem verðum líklegast meðhöndluð eins og skítugu börnin hennar Evu - með skúringahönskum, töngum og sápuvatni áður en við fáum kjarabætur.
Já, þá er loksins komið að því - ,,litli" drengurinn minn (sem reyndar er mun stærri en ég) er að fara á langþráð Rósaball í kvöld og býður einhverri stelpu úr 8. bekk sér til fylgdar. Þeir strákar eru löngu byrjaðir að plana þetta og pöntuðu Hummerinn fyrir mánuði síðan, borguðu hann fyrir nokkrum vikum og byrjað var að spá í fötum fyrir 3 vikum... svo var af sjálfsögðu farið í klippungu til Áslaugar okkar í gær, fötin mátuð aftur og nýjir skór gengnir til í rólegheitunum... Eitt er þó sem skyggir á en strákarnir segja að stelpurnar í 8. bekk séu allar feitar og ljótar en ég trúi því ekki fyrr en í fulla hnefana - það skiptir heldur ekki máli - það er ballið og stemmarinn sem kántar :-)
Verst þykir mér þó að nú er mamma svo ógurlega hallærisleg að ég má ekki sjást - hvað þá fylgja þeim og taka mynd af Alla mínum með dömunni sinni...
Myndin er frá því 2006 en vonandi fæ ég nýja mynd með nýrri dömu á morgun :-)
En persónulega er ég orðin dauðleið á þessu hælisfólki hér á landi... í fyrsta lagi þá mátt þú alveg búast við einhverju eftirliti hjá þjóðinni sem þú lifir á... EN HVAÐ Í HELV.. ERTU ÞÁ AÐ GERA MEÐ TVÖHUNDRUÐÞÚSUND Í REIÐUFÉ undir rúminu þínu??? Það þýðir ekkert fyrir þetta lið að halda því fram að það hafi safnað þessu því þau fá 2500 kall á dag til að lifa af*... (þurfa náttlega ekki að borga undir rassgatið á sér í húsnæði og fæði) og það finnst þeim naumt skammtað... Þau mega ekki vinna, svo ekki eru þetta tekjur... þetta hlýtur þá að vera a) hagnaður af svartri vinnu b)þýfi - og í báðum tilfellum ætti að gera þennan pening upptækan og flengja opinberlega þann sem á rúmið sem þetta fannst undir - senda hann svo úr landi, takk fyrir!
Ekki vil ég fá svona skítapakk inn fyrir okkar dyr, takk fyrir...
*) Leiðréttist hér með að þetta lið fær 3.000,- pr. viku í vasapening... það er meira en íslenskur sonur minn fær - það er nær mánaðarlaununum hans :-/
Góðum kafla í lífi okkar mæðgna er lokið - Einsi er farinn að vinna :( Fyrsti dagurinn í dag og hann svaf yfir sig, þ.e. daman ákvað að sofna kl. 19:30 í gær og svaf alveg til níu, en þá ætlaði Einsi að vera löööngu mættur í vinnuna - en það er allt í lagi - gott að gíra sig bara rólega upp. Við erum svo bíllausar á morgun og verðum að rölta okkur um allt ,,eins og í gamla daga" - labba út í búð og kannski á bókasafnið. Verð að viðurkenna að ég sakna þessarar rútínu svolítið, vakna, búa um rúmin, borða og gera morgunverkin - leggja sig svo kannski með dömunni, vakna, borða, leika sér og gera smá húsverk og leika sér svo meira... þegar Einsi er heima þá freistast maður alltaf í einhverjar framkvæmdir eða ferðalög...
Ég kannski drullast til að baka þessa súkkulaðiköku sem er búin að vera á takteininum aaaansssi lengi...?
Við erum búin að setja upp nýju eldhúsinnréttinguna og það var ekkert lítið erfitt, mar! Jafn erfitt og ég er glöð yfir því að þetta c búið og núna get ég í alvörunni keypt stóran pakka af t.d. tei og þarf ekki að endurskipuleggja allt vegna umfangs þess kassa - núna geta vel 2-3 eldað í einu og ef við viljum erum við með mjög hentugt bar-morgunverðar-forrétta borð undir glugganum sem var einu sinni helsta inn- og útgönguleiðin hennar Gullu fjórfættu... Úff hvað þetta tók samt á! Ég elda alltaf á kvöldin og verð að fá heimatilbúinn mat á réttum tíma og þessi vika sem þetta tók var ógurleg, alveg hreint ógurleg... og ekki bætir að við erum á Champix lyfjakúrnum svo álagið hefur verið X-tra mikið og ég gjörsamlega sprungið reglulega :-(
Hvað um það - ég er hin ánægðasta með þetta eldhús og ekki skemmdi fyrir hvað IKEA er liðlegt fyrirtæki að skipta við - ekkert mál að taka hluti til baka sem voru ekki einu sinni í umbúðunum... ég var mas búin að skrúfa einn skáp saman sem við hættum svo við að nota og var ekkert tiltökumál að taka hann aftur til baka - viljið þið fá endurgreitt eða inneignarnótu var bara spurt... ekki oft sem maður lendir á svona góðri þjónustu. Við vorum líka búin að skoða margar innréttingar og hvergi var þetta undir 700 þúsund eða milljónkallinum en IKEA var svo langt langt undir því og flott eldhús sem ber þess ekkert merki að vera ódýrast á markaðnum.
Svo eru það bara endalaus matarboð framundan :-)
Blogger er með leiðindi og vill ekki setja inn myndir en ég er búin að búa til nýtt myndaalbúm og þar er hægt að sjá nýju fínlegheitin okkar :-)
og fengum svona líka glimrandi einkun fyrir barnið - en nákvæm mæling sýnir að hún er orðin 8.470 grömm og 70,5 cm að lengd. Svo það er allt í góðu - nema hvað ég er ansi hrædd um að hún sé núna komin með læknafóbíju - hún bilaðist þegar hún fékk sprautuna og mundi greinilega vel eftir þessum fæðuofnæmislæknadjöfli sem píndi hana svo síðast ...
En hún fékk sem sé góða einkun og við góða heilsu - í dag ætlum við með barnið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn að skoða dýrin... enda er að ég held eini sólskynsdagurinn í allri vikunni í dag :-)