laugardagur, maí 31
Ég er með mörg börn þessa dagana, eiginlega einskonar Heiðusyndrome :-) Var með Egil í útilegu hjá okkur í nótt, það gekk svona ágætlega og svo er ég að passa Einar Inga í dag, fyrir utan að vera með mitt eigið barn... þetta er kændof of mikið af því góða, enda fer Einar Ingi í pössun til Helga og Áslaugu á eftir og Alli til pabba síns. Þá hef ég fullkomið tækifæri til að finna mig aftur sem manneskju, hætta að ala einhvern upp og vera bara óþekk stelpa. Tilvalið tækifæri til að fara á leiksýningu hjá Hugleik í Borgarleikhúsinu í kvöld og skemmta mér með því mæta fólki á eftir :-) Júhú! Dagurinn hefur gengið ótrúlega vel, Alli verið eins og engill við Einar Inga (hann þolir yfirleitt ekki lítil börn en hefur tekið miklum skakkaskiptum eftir að hann eignaðist systur) og hjálpað mér að passa hann... enda veitir ekki af aðstoðarmanni þegar svona lítið barn á í hlut.... skil ekki hvernig þessar einstæðu mæður með kornabörn fara að. Dagurinn sem Fálkaorðan fellur í þeirra hlut verður almennur h-tíðisdagur.
Við skelltum okkur í línuskauta á fimmtudaginn, Sif og Alli í fyrsta sinn... það var gaman og alveg með ólíkindum að Alli skyldi koma heim óbrotinn eftir að hafa farið á mína línuskauta, sem eru númer 41... og Sif einnig þar sem þetta var hennar júmfrúarferð.
Æji, held að ég leggi mig bara... svei mér þá... zzzzzz.....
(0) comments
miðvikudagur, maí 28
Andskotinn... ég er brjáluð! Var að komast að því að læknirinn ,,minn" (afleysingafífl) var að láta mig prufa einhverja helvístis lágskammtapillu, sem virkar ekki rassgat. Er hér með búin að ákveða að allir nýútskrifaðir læknar eru ekki starfi sínu vaxnir, sérstaklega ekki þegar maður fær alltaf í andlitið ,,villtu prufa þessa tegund af pillu?" og bíða eftir gáfulegu svari frá mér... eins og ég hafi verið í H-skólanum í mörg ár að fræðast um líkamsstarfsemina? Þeir eiga bara að hafa vit fyrir manni og vit á því að LAGA HLUTINA!!! Þessi pilla er sémsé fyrir mjög ungar stúlkur og með lágmarkshormóna... eitthvað sem ég þarf ekki... þarf alvöru pillu fyrir alvöru konu, skriðin yfir þrítugt og alles... hvað halda þeir eiginlega að þeir séu? Gaddem... það versta er að þegar ég er að kvarta yfir því að hafa verið of stutt ekki á blæðingum (10 dagar eru ekki eðlilegt) þá koma þeir með eitthvað ,,já, við finnum eitthvað..." Það eru ekki þeir sem eru alltaf á túr, alltaf með áhyggjur af því að þessir blessuðu vængir virki ekki sem skyldi og að þegar maður standi upp þá grípi allir andann á lofti... þurfa ekki að pæla í hvursu marga tappa maður eigi að fara með í vinnuna eins og eitthvað nesti... helvítis, það er ömurlegt að vera kerling... kerling á túr >:-(
(0) comments
Það eru allir drekar núna... 20 manns frá okkur í gær og 28 frá ÍE... bömmer :-(
(0) comments
mánudagur, maí 26
Menntun er ekki undirbúningur undir lífið, hún er lífið sjálft
-John Dewey
Myndir eru komnar af helginni, veit að það er amk ein í Grundarfirði sem er alveg að gera í brækurnar :-) Er að hlaða þeim inn núna, gengur hægt en gengur þó. Þetta var semsé hin skemmtilegasta ferð, hitti fullt af skemmtilegu fólki og allt lék við okkur. Stelpurnar komu í mat á laugardagskvöldið og af sjálfsögðu, að góðum og gildum sið, var fárast yfir stigagjöfinni í Júróivisjón og mikið hneykslast. Hvað var þetta eiginlega með Tatú? Voru þær á einhverju eða eru þær svona gjörsamlega hæfileikalausar? Eníveis, mér fannst (sem og stelpunum) að Birgitta stæði sig með mikilli prýði og 8 alveg skilið að vinna, gerði þetta af miklu öryggi, látleysi og gleði... 8 skilið að vinna! Og hana nú... þessi vampýrudrusla sem vann gerði það ekki út af því að þetta var svo vel gert og lagið svo frábært... er handviss um að ef Birgitta hefði verið berfætt og klætt sig úr einhverju þá hefðum við tekið þetta. Vitum það bara næst :-) Ég held að meirihluti Íslendinga hafi farið á einhversskomar kenderý um helgina, Svandís meira að segja úti í Frakklandi... vona bara að allir hafi skemmt sér vel, við gerðum það amk og vil ég þakka þeim ástkæru vinkonum mínum sem glöddu mig með einum eða öðrum hætti þennan dag... þið eruð bestar! Fékk marga óvænta glaðninga sem ég gleymi ekki.. ó nei:-)
(0) comments
Þá er það búið og lífið tekur við :-)
(0) comments
miðvikudagur, maí 21
Ja hérna... það er bara að líða að því. Þetta er síðasta færslan mín sem óstúdent:-/ Veit ekki hvort maður verði betri á eftir, eða verri... kemur í ljós. Það stefnir amk allt í að þetta verði hið sögulegasta, mamma mín að fríka út á límingunum, búin að panta einhverja ofurköku með mynd af mér frá bakaríinu á Höfn og þurfum við því að keyra með hana þaðan og á 700 Egilsstaði.. vona bara að það verði ekki sól á leiðinni, það er ekkert jafn leiðinlegt og að bjóða fólki upp á súra köku með gamalli mynd af sér í eftirrétt :-/ Við Einsi lenntum alveg óvart á góðgerðartónleikum í gærkvöldi, en þeir voru til styrktar ekkju einni sem býr í Mexíkó og missti manninn sinn... löng og sorgleg saga, en manni fannst maður verða örlítið betri manneskja við að henda einhverjum þúsundkalli í þetta góða málefni. Söfnunin gekk vel og fer einhver hluti af peningunum í menntasjóð fyrir litla barnið þeirra, sem er bara frábært. Þarna komu fram hinir ýmsustu performarar, flestir kenndu sig við músík af einhverju taki (með misgóðum árangri þó) en aðrir ljóð og branndara. Þarna voru að spila Tvö dónleg haust, sem merkilegt nokk eru að spila á útskirftarballinu á 700 Egilsstöðum um helgina og lofaði ég Einari Sævars að bögga þá virkilega mikið, ætla að vera fulla kerlingin sem útskrifast of seint og unglingarnir horfa á með hryllingi, er hún hristir allt á dansgólfinu... he he he. Þá kannski hugsa þau: ,,ég ætla EKKI að vera svona gömul þegar ég útskrifast og klára þetta bara af snöggvast"... þá er maður búinn að gera góðverk, amk af einhverju tagi:-) Einnig komu fram á þessum tónleikum nýjasta afkvæmið úr leiklistarheiminum, frá kerlingum sem hafa of mikinn frítíma... hinar hugljúfu dömur í Heimilstónum. Þær voru svona olræt, finnst samt eins og kvennakór hafi brotist inn í tónlistarskóla og farið að leika sér með hlæjóðfæri. Þær skiptast mikið á... ef þú trommar þetta lag get ég farið á bongó á eftir... osfr. Þetta var alveg ágætt, þannig. EFtir tónleikana kíktum við á Kaffi Rómans og þar voru Svanda, Sigga, Ásta og Skotta... það var gaman að sjá þær stöllur þótt að áfengismagnið sem þær höfðu innbyrgt sumar hverjar hafi verið talsvert meira en við hofðum innbyrgt... aldeilis ágætt.. gaman að þessu öllu saman:-) Á deildarfundi í morgun kom Dröfn, yfirmaður, með allskonar gúmmelaði kökur, kæfur og dót. Ég hélt að það væri vegna þess að við erum búnar að hala inn fullt fullt af nýjum félögum í BAB-ið (Stóra bókaklúbbinn) en neinei... tilefnið var útskriftin mín...alger dúlla:-) Annars tókst mér í fyrsta sinn á þessum fimm árum sem ég hef verið í þessari vinnu að grenja smá í dag... bara smá. Mamma nefnilega hringdi og vildi eitthvað spjalla.. ég var eitthvað mikið bissý og hálfhvæsti á hana að ég hefði ekki tíma til að spjalla um helgina fyrr en eftir vinnu, en hún ullaði út úr sér í belg og biðu að hún hefði verið að spjalla við eina föðursystur mína og hún benti mömmu á að pabbi hefði orðið sextugur á laugardaginn ef hann væri enn á lífi <:-) Veit ekki hvaða betri gjöf ég hefði getað gefið honum.
(0) comments
mánudagur, maí 19
Jæja, þá vann kerlingarfíflið í Sörvævor>:-( Kerlingin með stóru brjóstin sem var sívælandi og öllum til leiðinda... nema hinni kerlingunni sem var með stóru brjóstin. Jæja, svona er þetta víst allt saman... tóm leiðindi og önfer. Við héldum ssvvvooo mikið með hinum gæjanum, en það var víst ekki hægt. Nei, nei. Annars var helgin fín, eins og þær eru nú víst oft. Var á ógeðssölunámskeiði fram á kvöld á föstudaginn, það var nú meiri vitleysan og vildi ég hafa eytt tíma mínum í eitthvað gáfulegra en að hlusta á Gunnar Andra þusa um hvað hann sé frábær sölumaður, æðislegur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég lærði eitt trix af honum, aðeins eitt eftir fimm tíma fyrirlestur. Mæli amk ekki með Söluskóla Gunnars Andra... Einn, tveir og klapp fyrir því! Svo fórum við kerlingarnar í vinnuferð í sumarbústaðinn ,,okkar" á laugardaginn, þar var ofurstuð, lökkuðum pallinn og þrifum allt hægri vinstri. Svo var, of kors, borðaður æðislegur matur, kíkt í Tarot, bolla og aðeins hellt í glas/glös. Þessi ferð var alveg nauðsynleg fyrir bústaðinn, ekki síður fyrir okkur kerlurnar. Andlegur áburður sem nærir mann næstu dægur. Svo fórum skelltum við okkur á Matrix í gær, mæli með henni. Algert konfekt, ótrúlegar tæknibrellur EN... ekki búast við of miklu varðandi söguþráðinn því það er erfitt að toppa frumgerðina hvað það varðar. Ég er að spá í að leyfa Alla að fara á hana, þrátt fyrir að hún sé bönnuð innan 12 ára.. það er bara eitt atriði sem gæti farið fyrir brjóstið á honum, en það er þegar kerlingin og hann þarna ofurmaður eru að gera dodo. Svolítið væmið fyrir minn smekk, en só bí itt. Svo er það bara næsta helgi... Áfram Birgitta! Nú eru allir að gíra sig upp í að vinna Júróvisjón, eins og vanalega, og maður hrífst með... eins og vanalega :-)
(0) comments
þriðjudagur, maí 13
Fékk mæðragjöfina mína í gær frá Alla Skralla. Hann var búinn að segja mér að það biði eftir mér svolítið söpræs þegar ég kæmi heim og ég alveg á spaninu heim, hlakkaði ekkert smá til... Svo þegar ég skríð upp stigan, lafmóð og froðufellandi af forvitni bíður mín umslag á eldhúsborðinu ,,hvar er mest fíla" -stóð á því... ég horfði spurnaraugum á Alla og var að spá í hvort að hann hefði verið að sniffa úr ísskápnum (langt síðan hann hefur verið tekinn í gegn, auk þess safna ég alltaf matarleifum sem við borðum aldrei)... nneinei, engin óeðlilegur gljái á þeim, svo að még datt klósettið í hug. Rauk þangað og þar beið mín annað umslag ,,nudd olja" hummm... staðsett á bannsvæði í svefnherbergi mínu og vissi ég ekki alveg hvað þetta blessaða barn var í mikilli vímu:-/ Eníveis... undir náttborðinu beið mín annað umslag og stórkostlegur púði sem barnið hafði verið tvo mánuði að sauma í handmennt. Á miðanum stóð: ,,elsku besta mamma mín ég elska þig og þú ert besta mamma í öllum heiminum og líka eina mamman sem ég á." Eru þessi krútt ekki mikil krútt??
(0) comments
sunnudagur, maí 11
Þar höfum við það... brjálæðislega fyndið að Ingibjörg skyldi ekki hafa komist inn... hahaha... og ágætis rassskelling á Dabba að hafa misst svona mikið fylgi í sínu kjördæmi.. ég er sátt við þetta :-) Annars er ég komin með upp í háls af þessum kosningum, vildi óska að það væri eitthvað fleira og meira í fréttum en bara það. Af öðrum fréttum ber það hæst að við Ásta vorum ekki handteknar í nunnugervum okkar, þrátt fyrir mikinn brotavilja af okkar hálfu (sérstaklega Ástu). Við vöktum ákaflega mikla athygli, sérstaklega þegar við löbbuðum Miklabrautina með sígó í annari og bland í hinni, fólk snéri sig með handafli úr hálsliðnum til að fylgjast með okkur. Við fórum upp í VR til að heilsa upp á félaga okkar þar og þar vorum við myndaðar í bak og fyrir. Svo var haldið beint upp í Kringlu þar sem Robbi bauð okkur upp á bjór, þar brakaði einnig í hálsliðum... mesta brakið var samt eiginlega þegar við fórum niður á hallærisplan og dönsuðum villt og galið á einhverri hátíð sem Samfylkingin hélt... Lalli Jóns var ánægður með okkur og dansaði með, Hreimur söngvari vissi eiginlega ekki hvað á sig stóð veðrið og allir voru hálf kindarlegir á svipinn :-/ Kindarlegasti svipurinn kom samt á bæjarstóra vor þegar við hittum hann á gangi í Austurstræti... hann varð eins og ég veit ekki hvað... en við útskýrðum málið og honum virtist létta .-) Svona var þessi dagur, brak í hálsliðum og stór augu. Vona samt að við höfum ekki valdið verulegum skemmdum á ungum sálum sem urðu vitni af þessari óguðlegu hegðun þessara nunna.
Annars var þessi helgi bara fín, afslöppun með Einsa og syni í gærkvöldi og náði að sofa til hádegis í dag... merkilegt nokk miðað við að ég er búin að vakna klukkan 6 endanfarna morgna. Bara fegin að þessum prófun skyldi vera lokið svo maður geti farið að hegða sér eins og manneskja með áhugamál og hitta fólk aftur. Ætlum að skella okkur í bíó í kvöld, fá smá hryllingsskammt og mamma og Kolli á leiðinni í bæinn. Líka fegin að ég hef loksins einhvern tíma til að vera með þeim, síðast þegar þau komu var ég á kafi í próflestri og þar á undan á kafi í undirbúningi fyrir árshátíð Eddunna. Já, sem minnir mig á það... allar mæður, til hamingju með daginn í dag!!! Þetta er okkar dagur og um að gera að njóta þess:-) Allir að lauma einhverju góðu til sinna mæðra, því það er ekkert grín að koma eins og einu stykki af barni út úr sér :-/ Þótt að það sé bara eitt símtal, knús, faðmlag eða blóm...
(0) comments
föstudagur, maí 9
Svona er ástandið í dag... verður það líklega á morgun líka....
(0) comments
þriðjudagur, maí 6
Náði þjóðhagfræðinni... júhú!!!
(0) comments
mánudagur, maí 5
Gerist einsetukona núna næstu dægur, þar sem ég fer í tvö próf í vikunni, brjálað að gera í vinnuni, 360 póstar sem biðu mín í morgun, Einsi í úglöndum, Alli í straffi og hundfúl vika framundan... Landfræði.. hvað er það? andkotinn... Annars er maður enn með báðar hendur, hálffulla sjón, vinnuna sína, búin aðvera í fullt af fjölskylduleikjum um helgina... oijjj... nenni ekki að læra þetta helvítis drasl... Smá glæta í ömurlegheitunum, Alli er að halda danssýningu á morgun... það verður fyndið og áræðanlega krúttlegt. Hitti amk Kollý :-)
(0) comments
sunnudagur, maí 4
Rauða spjaldið er ótrúlega óspennandi dramadrulla... við komumst að því í gær... dramað maður er ótrúlegt :-/ Þetta var svo yfirgengilega leiðinlegt, djöfull maður. Eins gott að manni var boðið á þessa sýningu af starfsmannafélaginu, ég hefði krafist þess að fá endurgreitt ef ég hefði borgað fimmkall inn á þennan viðbjóð :-( *hneyksl* Svo voru staðreyndavillur og allskonar asnalegt sem ég hefði haldið að Þjóðleikhúsið myndi ekki láta smjúga í gegnum fingur sína... en svona er þetta, það getur ekki allt verið fullkomið. Annars tók ég þetta blessaða hagfræðipróf í gær og held alveg örugglega að þetta takist... vona það amk. Var samt frekar fúl yfir því að vera búin að leggja fullt, fullt af drasli á minnið sem kom ekkert á prófinu, krotaði það samt með ef ég skyldi fá 4,4 og Þorsteinn þyrfti að finna eitthvað sem gæti ýtt mér upp. Fór í Kringluna í gær með Fríðu syss og stóðinu (sem samanstóð af mömmu, Kolla og Tomma) og skoðaði Ferrari bílinn, hann var ótrúlega lítill og Sjúmakker einnig. Ótrúlegt :-/ Annars verður öllum prófum hjá mér lokið á föstudaginn og þá ætlum við Ásta að dimmitera... júhú! Ætlum að klæðast nunnubúningum og ærslast eins og nunnur eiga ekki að gera :-) he he he... tek síðasta prófið kl. 10 og svo er það bara beint djamm eftir það... íha! Þurfum bara að redda okkur átfitti... það er seinnivikuvandamál. Ónei, nú var Raikonnen að detta út... púhú... klessti á... og öryggisbíllinn kominn út... nú er systir mín örugglega glöð, hlakkar í henni og ef Ferrarimenn vinna á ég von á símhringingu. Það er ok... þegar mínir menn sigra og hennar menn detta út fær hún símhringingu... ætti maður ekki bara að skella sér í sund á svona góðviðrisdegi? Já, vorboðinn ljúfi á mínu heimili kominn... Alli er kominn með ótrúlega margar freknur og þarf að bera á sig sólarvörn, öruggt merki um að vorið er komið og sumarið á næsta leyti :-)
(0) comments
föstudagur, maí 2
Fékk tölvupóst frá forritaranum mínum í dag, henni var sagt upp frá og með 1.maí. Það sama gildir um fjórar aðrar lykilmanneskjur í fyrirtækinu... fjórar fjölskyldur... þar sem Penninn er að kaupa búðirnar okkar þá er ekki þörf fyrir allt þetta starfsfólk. Ég mótmæli því, sumum af þessum uppsögnum amk. Vinkona mín, forritarinn, vann að litlu leyti við að hjálpa búðunum, hún var mest megnis (fannst mér) að hjálpa mér í tölvukerfinu hjá klúbbunum og hefur gert marga góða hluti þar. Ekki get ég leyst þau mál sem koma upp hér eftir, þótt ég hafi góða þekkingu á þessu kerfi kann ég ekki rassgat í bala að forrita eða fikta í þessum kefi eitt né neitt >:-( Því þarf að kaupa þessa vinnu á fullu verði frá tölvufyrirtæki úti í bæ, af aðilum sem vita hvorki haus né sporð á einu né neinu og þá er að garanterað að það koma einhverjir byrjunarörðugleikar og klúður, sem aftur leiðir til minnkandi afraksturs hjá okkur... skrýtið að vera svona mikill hagfræðingur. Próflesturinn gengur svona ágætlega, stefni bara á að ná... geri mér engar frekari vonir. Þessi dagur er samt sorgardagur, því þarna sér maður á eftir mörgum góðum vinnufélögum sem hafa staðið með manni í gegnum súrt og sætt, góðir félagar sem erfitt verður að fylla í skarðið... andskotans endurskipulagningar :-(
Voandi verður samt laugardagurinn til lukku, við ætlum að skella okkur í leikhús í tilefni dagsins :)
(0) comments
Oij, oij, oij... læra, læra, læra, læra... það er svo mikið að læra. Þarf að gerast hagfræðinugur á einum degi, það gæti reddast með smá aðstoð frá Guði og einhverjum gáfum. Annars er svo mikið að gera að maður er eiginlega farin að blogga jafn lítið og eðlukonan... hummm... Nornirnar eru að stefna á einvherja samkomu um miðjan maí og er það frábært, enda mjög langt síðan við komum saman síðast:-) Svo ætla ég að bjóða þeim nornum sem eru fyrir austan í mat upp í sumarbústað þann 23. maí í tilefni útskrifarinnar, frábærrar frammistöðu Birgittu á sviðinu, lífsins sjálfs og blómanna í haganum. Mamma er að fara að leggja læri í leg... hljómar ógeðslega en er aksjúallý mjög gott:-) Grill og glæsimeyjar við borðið... er hægt að hafa það betra? Jæja, best að skella sér í lögmál markaðarins og verðmyndanir:-/
(0) comments
|
|