sunnudagur, janúar 30
Fleiri myndir
.. má finna undir myndaalbúminu sem ég var að stofna :-)
(0) comments
Enduðum á Risk ... en nú er klukkan að ganga eitt um nótt... og best að fara að koma sér og sínum í bælið... 
(0) comments
Maðurinn minn elskulegi og vangefni útbjó AD&D karaktera með okkur... 
(0) comments
Merkileg helgi næstum að baki... Alli barðist við Fígaró með skelfilegum afleiðingum ... eins og sést... 
(0) comments
föstudagur, janúar 28
Ég heiti Fígaró ... ég er sætt og óþekkt kisuskott 
(0) comments
miðvikudagur, janúar 26
Af sjálfsögðu...
beið mín pakki þegar ég kom heim í gær, sem innihélt óggesslega flotta digital myndavél og meira að segja hafði maður minn elskulegur látið pakka gjöfinni inn... en hans attitjúd er venjulega að afhenda gjöfina í poka, því það er jú gjöfin sem gleður... ekki umbúðirnar... við erum á öndverðum meiði varðandi þetta mál, en hann beygði sig undir Siggusín og lét undan... nú fara því að steyma inn myndir af Fígaró og allskonar skemmtulegu.. jibbí :-)
(0) comments
þriðjudagur, janúar 25
Andskotans smeiklist...!
Maðurinn minn ætlaði að vera svo næs og frábær við Siggusín á ammælinu hennar að bjóða henni út að borða og huxanlega einhver kósýheit.. neieni, er þá ekki bara æfing á Memento Mori? Andskotans dónaskapur... Allt stendir í að ég fái mér ein sómasamloku ... andskotans helvítis...
(0) comments
Og helgin kom.. og helgin fór...
púff.. stundum finnst mér eins og lífið sé bara bið þangað til næsta helgi rennur upp. Þessi síðasta var rosalega fín, við vorum í rólegheitum uppi í bústað, fórum Gullfoss og Geysi og var það í fyrsta sinn sem minn heittelskaði bar þau fyrirbæri augum. Honum fannst það ágætt... við keyrðum upp að Gullfoss, löbbuðum að útsýnispallinum, kíktum á hann og fórum inn og fengum okkur kaffi. Erum greinilega fólkið sem keyrir um með hundinn sinn í bandi út um bílgluggann... :-/ Eníhú og hvað um það.. þetta var fínt og nú er bara að bíða eftir næstu víkend svo hægt sé að gera eitthvað meira skemmtilegt. Okkur vantar pleyers-handbúk fyrir AD&D ... á einhver eitt stk. á lausu sem má missa það yfir næstu helgi? Ætlum að leika okkur við strákana...
(0) comments
föstudagur, janúar 21
Jæja...
Fór í skoðun áðan og það er hér með staðfest að ég er komin með yfir 100% sjón, sá mas meira en margur, meira en engin eins og doksi tjáði mér... þannig að ég er bara ferlega glöð. Pantaði jeppa yfir helgina og ætlum við hjónakornin að athuga hvort við séum svona útivistar/jeppafólk... eða hvort við höngum bara uppi í bústað í pottunum með öl í annari og iPod-inn í hinni... sjáum til :-) að vísu er Alli eitthvað slæmur í maganum ennþá, var sendur heim úr skólanum ... það fóru 6 krakkar heim úr bekknum hans... þetta er nú meiri helvítis pestarfjandinn... sjö, níu, þerettán... vonandi verðum við ekkert með þetta ógeð uppi í bústað.. það væri nú alveg eftir því... Fígaró ætlar að fara í útileigu til Árna Sæber um helgina, held að hún eigi eftir að skemmta sér mjög mjög vel :-) Bið ykkur bara vel að lifa, gangið hratt og örugglega um gleiðinnar dyr ... :-)
(0) comments
fimmtudagur, janúar 20
Það skal sko enginn segja mér...
... að þess aðgerð sé ekkert mál og ekkert vont... þetta var algert ógeð og fyrst núna rúmum 5 tímum eftir aðgerðina get ég haft augun opin. Ég lít út eins og útgrátin heimaveinnandi kerling í Eyjum, bólgin og með sprungnar æðar í augunum mínum og finn til :-( Ég er kannski svona óhepinn, Einsi var farinn að keyra tveim tímum eftir sína aðgerð svo ég held að mitt tilfelli hafi bara verið svona brútal. Heyrði svolítið diskustíng þegar þau voru að taka hornhimnuna af vinstra auganu, þ.e. því seinna, því verra... ,, sökjón on" segir doksi.... sjúg-hljóð og hjúkkan.. ,,hún losnar ekki..." hann sker meira... ,,sökjón on, aftur..." hjúkkan...,,ha, hún er ekkert að koma" sjúgsjúgsjúg-hljóð... eftir 4.tilrun fór hún loksins... þetta var bara með því verra... maður vill ekkert heyra eitthvað svona... af hverju gátu þau ekki verið með eitthvað leynimál? Hann sagt t.d. ,,konan mín kom ekki í gær, söksjón on..." Hjúkkan:,,humm.. það er skrítið, þú verður bara að gera betur í kvöld". Hann:,,sökjón on, aftur .. (sjúgsjúgsjúg)... nei, þeta er eitthvað erfitt fyrir hana, hún er ekkert að koma, verð að gera betur" Hjúkkan: ,,Já, sökjón on?" Eníhú, þetta er búið og ég þarf líklegast ekkert að fara aftur... aldrei aftur... enda sýnist mér ég vera komin með fullkomna sjón og þá er tilgangnum náð, rigt?
(0) comments
miðvikudagur, janúar 19
úfff....
búin að vera að vinna svo svívirðilega mikið undanfarið, þessi flensa er að valda því að 75% starfsmanna minna er bundið við bólið, svo nú kemur það í bakið á manni að vera sú manneskja sem allt kann og getur.. :-( Ég ætlaði að labba héðan út í veikindafríið mitt kl. 17 en það er ekki alveg að gerast... Mamma og Kolli farin heim svo íbúðin okkar er hálf tómleg núna, Alli farinn til pabba síns ... veit ekki alveg hvað við gerum við Fígaró um helgina... er alveg ógeðslega þreytt og mjér hlakkar ekkert smáræðislega mikið til að komast héðan út, henda gleraugunum mínum frá mér og byrja nýtt líf, án þess að vera bundin við linsunotkun eða eitthvað þeim mun verra... vona bara að Guð gefi mér nýja og betri sýn í ammælisgjöf :-)
(0) comments
mánudagur, janúar 17
Enga laxerolju takk!
Við erum með klúbb hér í fyrirtækinu sem sérhæfir sig í því sem kalla má föndur og fleira sem tilheyrir heimilisiðnaði. Persónulega er ég ekkert hrifin af þessum klúbbi en það er bara mín skoðun, enda kann ég rétt svo að fitja upp á og ekki meir. Nýjasta afurðin í þessum bókaflokki er bók sem heitir Náttúruvörur fyrir húð og hár og er ekkert merkileg nema hvað hún er svo vinstri græn og Kolbrún Halldórsdóttur-leg að það hálfa væri nóg... þar er verið að kenna hvernig hægt er að steypa varasalva úr vaxi, hafragrjónamaska og eitthvað. Ein uppskrift greip mig svo að ég var næstum búin að grípa blíant og stinga mig í augun en þar sem ég er sérstaklega kvikinsleg manneskja að upplagi og illa innrætt ætla ég að leyfa ykkur að njóta. Uppskriftin er semsé að baðbombu, sem er svo gott að brúka... en ég er að spá í að halda áfram að kaupa mínar.... ekkert svona hómmeid takk fyr:
160 ml. sítrónysýra (humm.... sýra já... )
220 ml. matarsóti (humm... k... er þetta eitthvað til að borða...?)
20 ml. tyrknesk rauðolía, sápuð laxerolía (jú gatta bí kiddýng?)
10 dropar baðbombulitur
70 dropar ylang-ylang olía
Dæmi nú hver fyrir sig... :-s
(0) comments
laugardagur, janúar 15
Guði sé lof...
... fyrir ókeypis niðurhal af netinu innanlands, því maður verður að horfa á eitthvað stolið þaðan í kvöld... það er búið að skemma sjónvarpsdagskrána :-(
(0) comments
Ammæli á morgun...
Alli er að halda upp á ammælið sitt á morgun, kökur og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en drengurinn minn er orðinn 11 ára og bara tveir vetrar eftir þangað til hann fer í fermingarfræðslu... omg... er maður orðinn gamall... eða bara hann? Mamma og Kolli eru hér bæði hjá okkur og verða fram á miðvikudag, en daginn eftir ætlar Drottningin að skella sér í ojne-aðgerð og fá sér fullkomna sjón. Æ´l lív tán for ríkoverý, hlakka mikið til þess... algerlega búin að fá nóg af þessari blessuðu götu sem við búum í.. það eru svo hryllilega djúp hjólförin og hátt á milli að maður festir sig í hálkunni á jafnsléttu og getur ekki komist upp úr þeim. Hreinsaði bílinn minn að neðan þegar ég var á ferðinni, urlaðist og þar sem Gatnamálatjóri er ekki búinn að drullast til að hlýða mér og laga götuna þá reif ég upp símann meðan ég hjakkaðist í hjólförunum og valdi 112 ... ætlaði svo aldeilis að láta þessa löggudruslur hundskast hingað með skóflur, úr að ofan og berja klakann af götunni, þótt þeir þyrftu að naga hann í burtu! Sá sem betur fer að mér... mamma og Kolli sem voru farþegar í bílnum ríghéldu sér með skelfingarsvip meðan ég urlaðist, þau eru ekki vön því að sjá drottninguna hamflettast svona fyrir augun á sér...
P.s. Einsi er kominn með 100% sjón á því auga sem aðgerðin var gerð á! Jibbí!
(0) comments
föstudagur, janúar 14
Dreymdi í nótt....
að það var búið að setjast á hringinn sem ég erfði eftir ömmu, meira að segja svo mikið að ég sá ekki lengur demantinn í honum. Fletti þessu upp í draumaráðningarbókinni og sá að hringur er tákn um ógæfu, steinar í hringum er tákn augnanna. Einsi er að fara í augnaðgerðina sína í dag... krossleggjum lappir og vonum að allt gangi vel... vil ekki vera sú sem segir við hann; told jú só :-/
(0) comments
þriðjudagur, janúar 11
Að kunna að svara fyrir sig
Menntaskólakennari hafði nýlokið við að útskýra mjög mikilvægt
rannsóknarverkefni fyrir bekknum. Hann lagði sérstaklega áherslu á
að enginn gæti útskrifast úr faginu nema kunna skil á verkefninu.
Hann bætti svo við að hann myndi fara ítarlega í verkefnið degi síðar og einu
afsakanirnar fyrir því að mæta of seint væri ef dauðsfall hefði
orðið í fjölskyldunni eða illvígur sjúkdómur myndi leggja einhvern í rúmið.
Mesti gæinn í bekknum rétti upp höndina og spurði:,,En hvað ef maður er
gjörsamlega búinn eftir geggjað kynlíf, kennari?"
Bekkurinn sprakk úr hlátri og gæinn var montinn með að hafa valtað
yfir kennarann.
Þegar nemendurnir höfðu jafnarð sig eftir hláturinn , leit kennarinn
á gæjann og sagði:
"Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að skrifa með hinni hendinni."
(0) comments
föstudagur, janúar 7
Við Fígaró segjum bara góða nótt... 
(0) comments
þriðjudagur, janúar 4
Af gefnu tilefni...
... vil ég biðja alla þá sem ég huxanlega þekki að vera ekki að senda mér pósta eða sms um t.d. :
Ég vill hvetja alla til sýna samhug í verki og setja út friðarljós á Nýársdag til að færa von og styrk til alls fólksins sem á um sárt að binda á flóðasvæðunum miklu í Austurlöndum.
Ræt.. fólkið í Asíu finnur alveg á sér að það eru einhverjar hræður á Íslandi að setja út friðarkerti...
Sendið þetta sms áfram til að sýna samhug í verki... bla bla bla...
Samhugurinn er bara fyrir símafyrirtækin til að græða.. ég verð alltaf svo reið þegar ég fæ svona andskotans rusl... fólk er fífl.. því miður...
(0) comments
sunnudagur, janúar 2
Gleiðilegt nýtt ár!
Ætli það sé ekki best að kasta kveðju á ladann og gefa skýrslu... við höfðum það semsé gott, vonandi höfðuð þið að einnig gott og hafið það alltaf gott... :-)
(0) comments
|
|