þriðjudagur, apríl 26
Höfum það alveg í huga....
að þetta sem er skrifað hér fyrir neðan er mjög ritskoðað af mér og orðað af varkárni... það sem þau hafa verið að kúka í andlitið á mömmu og okkur er ófyrirgefnanlegt og algerlega ómannúðlegt. Svo ykkur er velkomið að margfalda með tíu skítinn sem hefur verið kastað í raun og veru :-(
(0) comments
Get bara ekki orða bundist!
Ég er ekki manneskja sem hef gaman af því að narta í bakið á öðru fólki... enda er ég ekki að fara að tala um neitt annað en að rekja staðreyndir og hvað annað fólk hefur gert. Þegar mamma er útskrifuð frá gjörgæsludeildinni þá hringir hún í Þorgeir, son hans Kolla til að athuga hvenær Kolli kæmi til Reykjavíkur til að hitta hana. Þorgeir tilkynnir mömmu í þessu símatli að pabbi hans eigi engan pening og að þau systkynin hafi ákveðið að taka fjárræðið sem mamma hafði yfir Kolla. Kolli hefur verið alsheimersjúklingur í mörg ár og því hefur mamma séð um fjárhagslegu hliðina á heimilishaldinu, auk þess að hafa séð um að gefa út reikninga ofl. fyrir Kolla hönd þegar hann var ennþá að vinna. Hvað um það... mamma fer náttlega í sjokk enda eru þetta engar kveðjur sem nenn maður vill fá þegar hann er að skríða af gjörgæsludeildinni og vill fá að sjá makann sinn. Þá kemur í ljós að þau eru búin að fá Kolla til að skrifa undir plagg þess efnis að mamma eigi ekki lengur að vera með fjárráðin hans á sinni könnu, heldur þau sjálf. Kolli skrifar undir hvað sem er hvenær sem er enda er hann orðinn það slæmur af veikindum sínum að það er spurning hvort hann viti hvaða dagur er í dag. Þau mættu upp í banka fyrir helgi og lokuðu öllum reikningum á Kolla nafni og færðu hans viðskipti frá Höfn... á ég að halda áfram? Er þetta alveg eðlileg hegðun? Það nýjasta sem mamma var að heyra var að þau eru búin að færa póstfangið hans Kolla austur í Garð, þar sem þau búa svo allur póstur fer ekki einu sinni upp á Dvalarheimili til hans. Þegar mamma lá fyrir dauðanum á sunnudeginum 20. mars þá talaði ég við Elínu dóttir hans Kolla því okkur fannst svo mikilvægt að Kolli fengi að koma til Reykjavíkur til að sjá mömmu og vera við hlið hennar ef hún kveddi þessa jarðvist. Hennar mesta áhyggjuefni var hver ætti að sjá um Kolla á meðan á dvöl hans stæði hér, ég sagði að þau væru hvort eð er alltaf hjá okkur svo ég er alveg til í að vera með hann. Þá hafði hún svo miklar áhyggjur af því hver ætti að borga flugfarið... ég varð svo hissa og sagði henni að ég tæki ekki þátt í svona samtali, eða pælingum... ef þetta væri eitthvað mikið mál þá væri ég ekkert að horfa í einhvern svona smápening. Þótti reyndar óhugnanlegt að ræða um eitthvað svona... ,,Hann hlýtur að vera borgunarmaður sjálfur fyrir flugfarinu" segir Elín þá. Um kvöldið hringdi hitt systkynið og var það ekki til að lýsa yfir hluttekningu eða athuga hvað þau gætu gert í stöðunni. Samtalið endaði þannig að ég skellti á Þorgeir með þeim orðum að ég treysti mér ekki til að taka við meiri skít í andlitið.. hann yrði að tala við Fríðu systur mína því ég þoldi ekki meira. Með þeim orðum skellti ég á hann og hef ekki talað við þau systkin síðan. Þeirra útspil í þessari stöðu er semsé að halda Kolla algerlega frá mömmu, enda er hún ekkert annað en blóðsuga í þeirra augum. Persónulega trúi ég ekki öðru en að svona fólk fái það sem þau eiga skilið og maður verður að trúa að réttlætið sigri að lokum... það er ekkert annað hægt. Það er bara leiðinlegt að mamma skyldi þurfa að lenda í þeim... hún á það ekkert skilið, né Kolla karlinn sem bíður og bíður eftir að fá að hitta mömmu. Ég er svo rosalega reið út í þetta skítap... að það hálfa væri hellingur. Eins er ég hissa á öllum börnum þeirra að þau skyldu láta sína foreldra vaða uppi í villu og rugli með afa þeirra... en samt... þetta fólk hefur lítið sem ekkert viljað vita af Kolla og hans veikinudum... veit ekki af hverju ég er hissa... er bara leið... og rosalega reið.
(0) comments
mánudagur, apríl 25
 Mamma og Alli saman á spítalanum í gær :-)
(0) comments
sunnudagur, apríl 24
Útskrifuð með pompi og prakt!
Mamma er hér með flutt af gjörgæsludeildinni og er komin á 7. hæð og inn á bæklunardeildina þar. Hún er í fínu einkaherbergi með stórglæsilegu útsýni. Ætla að stökkva með strákunum út í ísbúð og færa henni sjeik... enda ekkert annað en gleði sem er á boðstólnum í okkar lífi þessa dagana :-)
(0) comments
laugardagur, apríl 23
And she´s free!
Já, mikið rétt... mamma losnaði úr öndunarvélinni í dag, öllum til mikillar gleði... ekki síst hennar sjálfrar. Það liggur vel á henni og biður hún að heilsa öllum :-) Já og við mæðgur óskum ykkur öllum líka Gleðilegs sumars:-)
(0) comments
miðvikudagur, apríl 20
 Eiríka og nýjasta barnabarnbarnið hennar mömmu, ekkert smá kyssulegur og krúttaralegur drengurinn :-) Hann bara bíður eftir að fá að skríða í langömmufaðm og knúsa langömmusín :-) úff.. held það sé farið að hringla í eggjastokkunum mínum... :s
(0) comments
mánudagur, apríl 18
Afsakið... afsakið...
... án afláts og sáðlats. Ég hef ekki gert updeit á stöðu mála síðan ég skildi við lýðin í fúlu skapi... úfffúfffúfffúfff... ekki gott sérstaklega þar sem maður er svo sjaldan í fúlu skapi... Hvað um það. Mamma er bara hin hressasta og nú er barasta kominn tími til að hún fái heimsóknir til að gefa henni vítamínsprautur (andlegar sprautur, takk fyrir) og ýta enn frekar á eftir bata hennar. Hún er ennþá í öndunarvél og er ekki komin með talventil. Þegar hann er ekki þá verður maður að eiga samskipti við hana í gegnum varalestur, bendingar og hægt er að hnipra á blað það sem maður skilur ekki. Annars fáránlegt hvað ég er farin að skilja hana... frekar glöð með það því hún hefur náttlega ekkert getað tjáð sig hingað til. Vorum mikið að tala um ,,slysið" í dag, þ.e. hvað kom fyrir og eitthvað... held hún muni ekkert eða lítið frá því... við ræðum þetta bara í rólegheitunum þegar röddin er komin :-) Og þegar röddin kemur þá kemur Kolli og þá er allt í höfn :-) Hún bað fyrir kveðju til allra, hún er þakklát fyrir alla þá sem hafa huxað hlýtt til hennar að undanförnu og ætlum við að gleðja starfsfólkið á sumardaginn fyrsta með einhverjum brauðtertum og eitthvað sem mamma vill færa þeim... veit að einhverjir drengir á Vöruafgreiðslunni á Höfn fyllast núna öfund og naga sig í handabakið yfir því að hafa ekki farið í hjúkkuna og unnið á gjörgæsludeildinni í Fossvogi :-) Öntil next time... adíjós :-) Gleymdi svo aðalfréttinni... Svandís er komin með litla fegurðardís... Svanda, mamma sendir ykkur öllum knús og kossa og sömuleiðis við öll hér... þaulengilifihipphipphúrra!!!! Við viljum myndir (sagt eins og ,,við viljum franskbrauð!)!!!
(0) comments
þriðjudagur, apríl 12
Tökum það með trukki!!!
Jájá, nú er sko bara að taka á því almennilega og krossleggja fingur, lappir, varir... Öndunarvélin verður færð í barkann á mömmu á morgun og þeir ætla að setja ventil á hálsinn á henni svo hún geti talað! Jahérnahér.. hvað ætli sé það fyrsta sem hún komi til með að segja...? Ég vona að það verði eitthvað fallegt.. þótt það sé skiljanlegt að hún blóti helv... slönguni sem hún er búin að vera með svo ótrúlega lengi í aumum gómnum. Gærdagurinn var alveg hreint magnaður, meðvitundin er alveg 110% hjá kerlu og hundleiðist henni að hanga þarna bara ein og horfa út í loftið... ég fór með dvd-spilarann okkar sem er með skjá og alles svo hún gæti horft á eitthvað skemmtilegt en ég veit ekki hvursu duglegt staffið er að láta eitthvað í hann... sjáum til. Það gengur mun betur að skilja mömmu núna, enda er maður að þjálfast til í að lesa af tannlausum vörum :-) Veit það bara að hún saknar Kolla síns afskaplega mikið og hafði áhyggjur af því að það væri enginn heima að huxa um húsið... en Ingólfur elsku karlinn okkar sér alveg um þá hlið og ætlar að senda mömmu lesgleraugun svo hún geti séð á skjáinn, eða gripið í bók. Æji.. það er bara svo gaman að sjá hennar karakter fara að skína í gegn, það er óhemju mikill baráttuandi í henni og þegar ég var að segja við hana í gær að það væri ok að vera brjáluð, enda lægi hún upp í rúmi, mállaus, búin að missa aðra hendina, missa af 3 vikum úr sínu lífi og engin skilur hana? Viðbrögðin frá henni létu ekki á sér standa... hún horfði á mig.. svo steitti hún hnefann baráttulega upp í loftið og hvaða verkalýðsforingi hefði getað verið stoltur að þessi steitti.. híhíhí. Starfsfólkið talar svo fallega um hana, þeim finnst hún vera svo lífsglöð og góð kerla... ég er ekkert að mótmæla því enda finnst manni mamma manns vera jafn góð og barnið mans er fallegt. Gat samt ekki haldið lengur aftur af tárunum þegar mamma bað um að fá að skrifa á blað og þá kom skýrt og greinilega: I LOVE YOU ALL!
(0) comments
fimmtudagur, apríl 7
Rock´n Roll boys!
Já, í dag er stór dagur í tónlistarsögu okkar jarðarbúa. Í dag var stofnuð hljómsveit... ekki er húin komin með nafn, það vantar söngvara og bassaleikara ennþá í bandið, en það stoppar nú engan. Alli er að læra á gítarinn hjá Bjarna í Mínus og þrátt fyrir einungis þrjá tíma i kennslu stofnaði hann og tveir bekkjarfélagar hans nýja grúppu.... sem á áræðanlega eftir að slá í gegn. Að vísu á trommuleikarinn ekkert trommusett ennþá, hann kann eiginlega ekkert á trommur... en hann fær að dabba á bongótrommurnar sem við eigum hér heima. Hljómborðsleikarinn er víst með einhverja reynslu af því að hitta á rétta tóna og kom hann með byrjun að lagi í dag... og bjó Alli svo til viðlag og gítardót í það lag. Þetta er allt mjög alvarlegt hér á bæ og getur maður ekki annað en dáðst að þessum elskum. Hinn sonurinn ætlar nú að verða frægur í annari hljómsveit og búa í Hollywood... það er stuð hér þegar magnararnir eru blöstaðir í gang og rokkið byrjar að ískra í eyrum... :-) Alli er samt að spá í að kannski, huxanlega bjóða Alex Skúla í sitt band... því hann er nefnilega orðinn svo helvíti góður á gítar... það þarf smá reynslu í svona gigg... :-) Mamma er að vakna, í dag var hún alveg tekin af svæfingarlyfinu sínu svo allt er að gerast... hún er bara alveg að verða spinnegal á því að geta ekkert talað, auk þess hefur hún ekki verið með heyrnartækin propperly svo hún hefur verið hálf heyrnarlaus líka... ekki besta tilfinning í heimi... vakna á spítala, mállaus, heyrnarlaus... Ég vona, óska og þrái innilega af öllu hjarta að þessi blessaða öndunarvél fari að fara að fara... omg hvað ég óska þess heitt... Ég lenti í svolítið fyndnu í gær, hrindi eins og venjulega um hádegisbilið til að fá fréttir af stofugangi og hvernig nóttin hafi verið hjá kerlu. Ung hjúkrunarkona svaraði en hún tjáði mér að Jóhanna væri miklu hressari, hún hefði fengið að sitja á rúmstokknum svolitla stund og þau voru að reyna að koma í hana mat, en henni var bara svo flökurt ennþá að það væri ekki hægt... ég kváði, hjartað tók kipp... jájá, miklu hressari og bara allt að gerast... ég spurði hvenær hún hefði verið tekin úr öndunarvélinni... hjúkkan kváði þá á móti... hló og sagði mér að híun væri vitlaus hjúkka.... ég vissi það náttlega, en hún meinti þá að hún var að hjúkra annari Jóhönnu sem var miklu yngri en mamma og hennar mál allt annars eðlis... það var ekki gott að falla svona hratt frá himnaríki og niður í slydduna hér á jörð... :-( En einhverntímann hringir kannski einhver annar og spyr um Jóhönnu og þá verður það hjúkkan hennar mömmu sem svarar með þeim orðum að mamma sé útskrifuð og búi ekki þarna lengur... einhverntímann á mamma eftir að lesa þessar línur sjálf... vil bara segja í þúsundasta skipti: IlovYa!
(0) comments
Til hamingju Eiríka og Steingrímur!
Þeim fæddist LOKSINS drengur í nótt :-) 15 merkur og rétt rúmir 50 cm, dökkhærður og með hár... Get ekki beðið eftir að færa mömmsu fréttirnar :-)
(0) comments
miðvikudagur, apríl 6
Allt við það sama.. þannig..
Bara láta fólkið vita hvernig mömmsu líður, en hún fór í lungnaspeglun í gær og i kjölfarið á því var hún svæfð vel svo ég náði lítið að eiga einhver samskipti við hana. Samkv. upplýsingum frá deildinni er hún mun hressari í dag, sat meira að stja í stól í morgun, en þau eru að reyna að láta hana hreyfa sig aðeins svo lungun taki einhvern kipp og fari að skána. Þangað til er hún bundin við öndunarvélina og hefur eitthvað voðalega mikið að segja ... held hún sé að segja mér að hún hafi gleymt að slökkva á eldavélinni... hehehe... :-) Það þýðir ekkert annað en að gera grín og vera hress. Alli fer til pabbsa síns í kvöld og ég ætla að skella mér til Öldu smöldu og horfa á Americas Next Top Model meðenni, það er svo ofboðslega gaman að borða fyrir framan þessa þætti og hlægja að þessum stúlkuhnoðrum sem eru svo sjalló og selfconsjus að snakkið smakkast einhvernveginn helmingi betur .... og kókið er einhvernveginn kaldara :-)
(0) comments
(0) comments
mánudagur, apríl 4
Kraftur í kerlu!
Mamma er alveg ótrúleg... hún var tekin af aðal svefnlyfinu í síðustu viku eins og áður hefur verið greint frá , en það olli svo miklum lyfjafráhvörfum að hún var sett á þetta ógeð aftur, en helmingi minni skammt. Þetta tekur bara tíma, en hún er öll að vakna einhvernveginn og tók upp á því á laugardagskvöldið að rífa sig úr öndunarvélinni! Hún hefur verið svo rosalega ringluð og öll á iði og vill barasta drífa sig þaðan út. Ég fór með Magga uppeftir á laugardaginn og það var svo gaman að sjá framan í hana þegar hún fattaði hver þetta var, andlitið alveg ljómaði upp og hún varð svo glöð og hamingusöm. Það er svo gamana að sjá hana verða sjálfri sér lík, hún rétti fram höndina og gerði stút á munninn þegar ég kom í gær, vildi bara kyssa mig og knúsa :-) Þetta eru bara erfiðir dagar þegar það er verið að taka hana af lyfjunum og hún óróleg, tala nú ekki um þegar hún getur ekkert tjáð sig vegna öndunarvélarinnar. En þetta er allt að stefna í rétta átt... jibbýkajeij. Við skelltum okkur í leikhús í gær, sáum Klaufar og kónsdætur... það var bara brill og hin fínasta skemmtun. Að vísu náði ég til að dotta eftir hlé en sýningin missti aðeins niður dampinn þá... en það er alltaf gott að leggja sig hér og þar... ég virðist vera komin með þann hæfileika að geta lagst niður og sofnað hvar og hvenær sem er, mikil þreyta uppsöfnuð :-/ Eiríka er ekki ennþá komin með þetta blessaða barn sitt, hún er í mæðraskoðun núna og var að leita að hjúkku til að helst sprengja belginn, enda er óþolandi að bíða bara og bíða og vera með verki... :s Svo átti Bonnie ammæli í gær en hún er konan hans Magga bró. Af því tilefni þá buðum við þeim á Argentínu og éggetsvosvariðþað að þar fékk ég alveg þá langbestu súkkulaðiköku sem ég hefnokkurntímannsmakkað... omg... ég huxa að svona smakkist himnaríki, ef það væri til.. :-) Svo er svo gott veður og kominn svo mikill vorhugur í mann að það á bara að taka ábreiðuna af grillinu á eftir og skella sér í smá grillhugleiðingar, Maggi og þau borða kannski með okkur... eiga kanar ekki að vera svo miklir sérfræðingar í að grilla?
(0) comments
laugardagur, apríl 2
Today: a happy day :-)
Maggi bró er kominn til klakans, lenti í morgun og af sjálfsögðu stökk ég út í bakarí til að taka á móti þeim með ilmandi bakkelse og kaffi. Þau komu með óhuganlega mikið af gjöfum til okkar eins og venjulega og verður maður alltaf hálf vandræðalegur þegar þau skella á manni öllum ,,tollinum" .... en við erum ennþá ekki búin með allt vodkað sem þau keyptu handa okkur síðast. Þau færðu Figaró fullt fullt af gjöfum og á hún örugglega eftir að vera með harðspettur eftir daginn.. það er svo mikið nýtt að sjá og skoða. Alli og Alex Skúli fengu fullt og ég og Einsi einhver föt... þetta er bara svo mikið að maður verður auðmjúkur... ég var búin að safna saman í smá pakka handa þeim, en það voru bara tveir bolir, ein bók, kaffikrús... það var ekki neitt miðað við hvað okkur var fært... owel, lítið við því að gera. Svo báðum við þau um að kippa með sér iPod-shuffle handa strákunum, en stykkið kostar bara 100 dollara og átti það að vera sumargjöfin til þeirra frá okkur. Neinei, bróðir minn alltaf svo grand á því... sendir Palla út í búð með þeim skilaboðum að kaupa besta iPoddinn sem hann sæi... og af sjálfsögðu komu þau með tvo 30BG risa-podda fyrir þá... soldið meira en við ætluðum að gefa þeim... hósthósthóst.. nú eiga þeir stærri, sterkari og flottari podda en við... Af mömmu er það sama að frétta, hef að vísu ekki ennþá kíkt uppeftir en ég bjallaði í morgun. Hún er semsé ekki ennþá komin úr öndunarvélinni en ég vona að það fari að gerast. Í dag er gleðidagur og get ég ekki beiðið eftir að sjá svipinn á mömmsu þegar hún hittir Magga... þau hafa ekki sést í mörg mörg ár... Vonandi verður þetta gleðidagur hjá ykkur hinum líka :-)
(0) comments
föstudagur, apríl 1
Jája, þá er komið að gleðifréttum:
Við kíktum uppeftir til mömmsu áðan, það var svolítið gestkvæmt hjá henni í dag, en Eiríka og Alla höfðu báðar kíkt á hana. Hún var mjög vel ,,vakandi" eða hvað sem hennar ástand á að kallast, hjúkrunarfræðingurinn sagði að hún væri í svo miklum lyfjafráhvörfum, enda búin að vera á bölvuðu eitri síðustu tvær vikur. Hún var öll á iði og vildi bara labba út greinilega, hún var með mikinn styrk í hendinni og lá greinilega eitthvað mikið á hjarta. Hún getur af sjálfsögðu ekkert tjáð sig enda ennþá með þessa bölvuðu slöngu ímunninum. Við spurðum hjúkkuna hvort ekki hefði staðið til að taka hana úr munninum og færa í hálsinn því það er betra fyrir hana, þá sagði hún að það væri verið að fresta því það getur barasta hreinlega vel verið að hún fari að losna við öndunarvélina! Kannki sá morgun meira að segja... en maður má ekki gera sér of miklar vonir. Þau spila þetta eftir eyranu og verða að stífa föstum skrefum áfram, það væri asnalegt að þurfa að færa hana aftur í öndunarvél, right? Þá er næsta skref að hún fær rakagrímu (svona ,,Luke, I am your father") en hún getur þá tjáð sig á einhvern hátt.... það er því allt að stefna í rétta átt... get ekki beiðið eftir að hún geti farið að tjá sig... Hlakka líka ósaplega mikið til að hitta Magga bró á morgun/fyrramálið... það verður gaman... Eiríka ekki ennþá búin að eignast þetta blessaða barn, neinei, hún ákvað að í dag væri hún ekki ólétt og skellti sér bara upp á spítala í visité. Hún sagði að mamma hefði mikið verið að reyna að sjá hvort hún væri ennþá með bumbu eða ekki... vona bara að þetta blessaða barn verði komið áður en Maggi fer... Farin út að borða.. chiao :-)
(0) comments
|
|