laugardagur, október 27
EIn bumbumynd af flóðhestinum
(5) comments
föstudagur, október 26
mmmmm.. dekur...
Dagurinn byrjaði í seinna lagi í dag, enda tók ég mér meðgöngufrí og svaf ,,út" (eða alveg til átta...) - svo hellti ég bara upp á te fyrir heimilsfólkið, svo kom húshjálpin að gera helgarhreingerninguna, ég skaust svo yfir í lit og klipp til Áslaugar, æfðí mig í mömmuleik með tvillunum hjá henni, fór svo á Mecca Spa í meðgöngunudd og funheita sturtu á eftir. Ætlunin er svo að fara út að borða með Gullu og ætla ég að vera ógurlega fyndin, hneyksla hana, bregða henni og reka bumbuna mína utan í hennar hvað eftir annað - allt til að koma stelpuskjátunni af stað ... en hún er komin 5 daga fram yfir tíma... kann einhver góð ráð við að koma svona heimakærum börnum í heiminn? Hef heyrt að rokktónleikar séu góðir til slíks brúks... Vonast annars til að þið eigið ánægjulega helgi öll sömul, til sjávar og sveita ... og munið... Áfram Ísland á morgun gegn Ungverjum... júhú...! Já, of kors... tek Gullu bara með mér á landsleikinn...
(0) comments
miðvikudagur, október 24
Stolinn djókur frá Ingunni...:
Þessi var víst valinn brandari ársins í Ástralíu: Bruce walks into his bedroom with a sheep under his arm and says:
"Darling, this is the pig I have sex with when you have a headache." His girlfriend is lying in bed and replies:
"I think you'll find that's a sheep, you idiot." Bruce says:
"I think you'll find I wasn't talking to you."
(3) comments
þriðjudagur, október 23
Börn velja sér ekki foreldra...
Í morgun þegar ég og Bjössi fórum með Alla til Kristínar tann þá gerði ég mér ennþá betur grein fyrir því hvað það er mikils virði að foreldrar barna séu í góðu sambandi. Þótt við Bjössi séum ólík og þroskuðumst í sitt hvora áttina á sínum tíma hefur samt alltaf verið gott samband á milli okkar - tengdafjölskylda mín fyrrverandi er alveg yndisleg og hefur reynst okkur Alla svo ótrúlega vel, enda eðalfólk í bláæðum sínum og er ég alveg tilbúin til að leggja ýmislegt á mig til að sonur minn tengist því fólki eins og mínu. Það vill nefnilega oft gleymast að börn hafa réttinn á að umgangast báða foreldra sína en ekki bara annað... það er engin frekja af móur að vilja hitta barnið sitt, eða föður... það er sjálfsögð mannréttindi barnsins sjálfs að umgangast þau bæði. Því er ég alveg með báða fætur á jörðinni hvað varðar framtíð barns okkar Einsa, þótt við svífum um á hamningjuskýi og höfum gert síðan við byrjuðum saman... þá geta forsendur alltaf breyst og maður þroskast frá sínum maka, eða öfugt... þá hefur maður sem einstaklingur alveg fullan rétt á að fara í fýlu... en sem foreldri getur maður ekki leyft sér það. Maður er ekki bara að skuldbinda sig næstu 20 árin við að ala upp barn, bera ábyrgð á því og elska.. heldur er maður einnig að skuldbinda sig til að eiga samskipti við hinn helminginn í öll þau ár og virða. Úff... þetta var dæmi um meðgönguvæmnina í mér... er eitthvað svo stútfull af ást og þakklæti til þeirra sem eru í okkar lífi. Kannski er að spila inn í að í næsta mánuði eru 30 ár síðan pabbi dó og hann fékk aldrei tækifæri til að fylgjast með mér alast upp, né kynnast dásamlegu strákunum mínum þrem, sjá hvað mamma er ótrúlega sterk og dugleg og óviðjafnanleg í alla staði, sjá hvað Fríða syss er mikið yndi... nú er ég komin með kökk í hálsinn... Við erum að láta setja nöfn pabba og Braga (sem fórst með honum) á minningaröldurnar í Fossvoginum svo hægt sé að skjótast á góðviðrisdögum og setjast með sínum nákomnu og bara ... huxa... pæla aðeins í hvað lífið er dýrmætt og hver mínúta getur verið mikil lífsfylling...   Knús á línuna!
(8) comments
Tannréttingar og annað basl...
Jæja, mikið er orðið langt síðan síðast - þegar mar bloggar einu sinni í viku er eiginlega skylda að það sé mikið búið að gerast :-) ... nema hvað ég gleymi alltaf öllu steini léttara þessa mánuðina, sem er ekki sneddý þegar mar ætlaði helst að skrásetja hverja hreyfingu, ummál, viðrekstur og ég veit ekki hvað og hvað... Við Bjössi, elskulegur barnsfaðir minn, fórum með Alla í viðtalstíma til tannréttingarkonunnar okkar í morgun. Við Alli vorum búin að fara nokkrar ferðir, taka röntgen, skoðun og taka mót og var þetta semsé niðurstaðan úr þeim pakka... við fengum kostnaðar og aðgerðaráætlun og merkilegt nokk.... við komum ekki til með að lepja dauðan úr skel á meðan á þessum réttingum stendur. Þar sem Alli þarf bara teina í neðri góm og ef allt stenst eins og það á að gera og tilviljanir eru okkur hliðhollar (sem og einn vaxtarsprettur til viðbótar hjá Alla) þá á þetta eftir að taka ekki nema um ár... og við fáum yfir 60% endurgreitt... og þegar maður þarf bara að leggja út fyrir helmingnum af eftirstöðvunum þá er þetta barasta frábært...! Mikið öfunda ég barnið af því að verða með fallegt bros og hefði ég gefið mikið til að Siggi tann á Höfn hefði ákveðið að skella mér í svona réttingu... sérstaklega á meðan þetta var frítt, mar! Annars er Gulla dottin á tíma og ef hún svarar ekki í 3ju hringingu fær mar sjálfkrafa í magann og sér hana fyrir sér í forstofunni heima að rembast... ég vona að þetta fari að koma hjá henni, mér finnst það stytta mína meðgöngu svo mikið... Annars eigum við 27 vikna afmæli á fimmtudaginn og ætla ég að skella inn Flóðhestamynd við það tækifæri... maður greinilega gleymir svolítið að taka myndir af sér þegar maður er í þessu ástandi... hvað skyldi Freud hafa sagt við því...?
(1) comments
þriðjudagur, október 16
Þörf áminning...
Einn vinnufélagi minn er til hvílu borinn í dag og færði ekkja hans okkur þessa vísu sem mig langar til að deila með ykkur, enda er góð vísa aldrei of oft kveðin: Í grendinni veit ég um vin sem ég á
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir líða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit að ég vinur hans er
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá
af vinnunni þreyttir við erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
Ég hringi á morgun ég hugsaði þá
svo hug min fái hann skilið.
En morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess er að gröf hans ég gekk
að í grendinni ennþá hann væri.
Sjálfur ef þú átt vin góðan í grennd
þá gleymdu ekki hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
(0) comments
laugardagur, október 13
Að fá svar við spurningum sínum...
Í umræðunni undanfarið hefur mikið verið rætt við stjórnmálamenn, eins og gefur að skilja í kjölfarið á þessari sprengju sem varð í borgarmálum okkar Reykvíkinga. Ég nenni ekki að hafa álit á einu né neinu, enda hefur mér alltaf fundist stjórnamálamenn svíkja, ljúga, baknaga hver annan og blekkja almenning og standa sjaldan/aldrei við loforð sín fyrir kostningar. Hvað um það... Í þessari umræðu allri svíður mig alveg svakalega hvað fréttamenn láta viðmælendur sína komast upp með að svara ekki spurningum sínum og fara ætíð, eða amk þegar um óþægilegar spurningar er að ræða, lengstu leiðina við að svara, snúa út úr eða svara yfirleitt ekki neitt. Gott dæmi var í hádegisfréttum Stöðvar tvö núna áðan. Verið var að fjalla um einhvern fund sem sjálfstæðismenn héldu að því er mér skildist fund með formanni sínum til að gera grein fyrir stöðunni og ræða næstu skref, Krisján Már fréttamaður spurði Kjartan Magnússon hvers vegna borgarstjórinn sjálfur hefði ekki verið boðaður líka, en þá kom garnaflækjan... þeir funduðu oft með formanninum án hans... fréttamaður spurði af hverju og hver boðaði þá á fundinn, hann sagði að þeir funduðu oft með formanninum um allskonar mál, þá var hann spurður af hverju Vilhjálmur hefði ekki verið með á þessum fundi, þá var svarið að þeir funduðu oft með formanninum, þá var hann aftur spurður af hverju Vilhjálmur hefði ekki verið með (maður hefði áætlað að borgarstjórinn sjálfur hefði nú eitthvað um stöðuna að segja og útskýra) en þá kom svarið að þeir funduðu oft með formanninum. Svona gekk þetta og ekkert svar kom, þeir höfðu sjálfir óskað eftir þessum fundi með formanninum en aldrei kom svarið af hverju Vilhjálmur var ekki memm... Ég hef rekist á fjölmörg svona dæmi í þessari umræðu, stjórnmálamenn eru spurðir af hverju eitthvað gerðist og hver gerði það og þá er svarið að stefna flokksins sé hitt og þetta, spurningunum aldrei svarað... mér finnst fréttamenn vera ferlega lélegir við að fá svar við sínum spurningum, láta bara leiða sig út í eitthvað rugl og sætta sig við að fá engin svör. Fjölmiðlar hafa mikil völd og eru rödd okkar og okkar sjéns á að spurja spurninga og fá svör við þeim - það þýðir semsé ekki bara að spurja spurningana... það þarf líka að fá svör við þeim. Æji, ég nenni ekki að velta mér upp úr svona skítapollum - maður fær bara óbragð í munnin af öllum þessum hrókeringum og frændsemi sem eru allstaðar við lýði í þessu ,,lýðræðisríki" okkar - auðlindum þjóðarinnar komið í koppinn hjá hinum og þessum og lobbyisminn allstaðar...grrr... Það er komið svo gott veður, íbúðin hrein, landsleikur í uppsiglingu - mikið er ég glöð yfir því að geta bara verið í notalegheitum með strákunum mínum, bakað, prjónað og notið þess að vera með pínku bumbu og hreina samvisku yfir því við hvern ég tala og um hvað... :-)
(0) comments
föstudagur, október 12
Einn góður...:
Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?"át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?" "Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppann í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hún bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn, taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig."
(0) comments
fimmtudagur, október 11
Nokkrar myndir frá undanförnum vikum...
Ég er alveg agalega ódugleg við að blogga þessa dagana, finnst ég hafa lítið að segja af viti, er annaðkvort meðgönguklikkuð eða í meðgöngudofa og þá er eins gott að halda sér bara saman. Eníhú... Við héldum bröns fyrir fjölskylduna (Einsa megin) um daginn og hér má m.a.sjá Ottu, Brynju, Alex ofl. vera að gæða sér á súpu og brauði:  Og hér eru strákarnir mínir með Snorra Hjörvari (sonur Jóa Jó á Stöðvó) ásamt þeirri gömlu að gæða sér á ljúffengum kjúllarétti á laugardagskvöldið (þeir eru ekki að biðja borðbæn ef ykkur sýnist það):  Hér eru svo bumburnar, Gulla sem er að detta á tíma og ég komin sex mán á leið - sólheimagleðin við völd hjá okkur:  Hér eru svo mamma og Heiða bjútýfúl í kaffisopa - algerar snúllur og engar bumbur þar á ferð:  Og svo er hér ein af fjölskylduföðurnum en hann er líka komin með bumbu:
(3) comments
mánudagur, október 8
Smá getraun...
Við hjónaleysin vorum svo lánsöm að fá fyrirfram jóla- afmælis-sængurgjöf-og afmælis aftur - gjöf frá mömmu þetta árið, en rúmið okkar var farið að plaga mig svo sú gamla fjárfesti í öndveigis rafmagnsrúmi frá ónefndu fyrirtæki. Á laugardaginn voru kaupin gerð, borgað fyrir og samið um að það kæmi í dag, mánudag því við þurftum tíma til að koma gamla rúminu frá. Á laugardagskvöldið kemur sendibíll með rúmið okkar, en þá vorum við örþreytt eftir vel heppnaða dagskrá í Borgarleikhúsinu og ekkert búin að undirbúa komu fínu græjunnar okkar. Misskilningur var okkur sagt, en lítill púki á öxl minni sagði mér að þetta yrði bara upphafið... boy was I right... Í dag bjalla ég í sölumanninn sem seldi okkur rúmið til að vera viss um að það kæmi í kvöld og eftir mikla eftirgrennslan og smá tíma fékk ég símtal frá sölumanninum... jú rúmið kæmi í kvöld og þetta yrði ekkert mál. Rúmið kemur kl. 19:30 ... en þá bara botninn og dýnurnar. Ég ræsi út verslunarstjórann, þ.e. hringdi í gemsann hans og hann gaf mér upp númer hjá manni sem er með aðgang að lagernum. Hann dæsti, blés og sagðist ætla að kanna málið. Bjallar svo síðar og segir mér að hann skyldi redda málinu og senda mér ramman, þ.e. rúmið sjálft. Klukkutíma síðar eða um níuleytið kemur gæinn með rúmið. Ég tek við rúminu agalega glöð. Einsi kemur inn og rekur strax augun í að þetta er rangt rúm, þetta er bara einbreitt! Svo gæinn tekur rúmið aftur og eftir að ég er búin að bjalla í lagermanninn kemur sami gæi aftur með rúmið og klukkan er þá orðin tæplega hálfellefu. Hann sussar og sveijar og segist ætla að bjalla í manninn, kemur svo með tvíbreitt rúm eftir hálftíma og ótal símtöl. Einsi tekur við rúminu og ég í kaldhæðni segist vera með kvittunina til að bera saman vörurnar. Einsi kíkir á pakkann... þetta er hlynur, ekki eik eins og við vorum búin að panta. Svo gæinn næstum fer að gráta og við bara eitthvað ,,djí..." og þá tekur hann rúmið aftur og bjallar í verslunarstjórann. Hringir svo stuttu síðar og hvað... jú, það var ekkert til neitt rúm handa okkur! Svo hér stóðum við, rúmlaus og ég alveg farin að sjá fyrir mér að sofa í gestaherberginu eða jafnvel í sófanum... og alltaf fannst mér þetta jafn fyndið og gat bara ekki snappað af bræði því þetta var bara svo óborganlega fyndið... okkar rúm kemur semsé til landsins eftir einhverjar vikur, takkfyrirtakk. Þeir höfðu þá selt rúmið sem við keyptum á laugardaginn og afhent í gær eða í dag... OG þá er það milljóndalaspurningin... hvaða fyrirtæki tekst á svo harkalegan hátt að klúðra þessari einföldu sendingu, á svona fjölbreyttan og skemmtilegan máta...?
(5) comments
miðvikudagur, október 3
Ohhhh.... is it Friday yet...?
(1) comments
|
|