miðvikudagur, júlí 30
Ha ha ha ha...
Hér koma nokkrar viðreynslulínur frá miðöldum:
What's a nice maiden like you doing in a dungeon like this? Dost thou
know? That chastity belt of yours would look great on my sleeping
chambers floor. Thou hast hit on me harder than the black plague! Pardon
me, madam, but wouldeth thou like to see my long sword in action? You
won't believe this but St. George just appeared to me in a vision and
told me that I must bed you... The fate of England depends is on it!!
My! But you are a beautiful damsel in distress! Allow me to help you out
of it. Your eyes are as dark as a castle moat by midnight. My that's a
fine set of chalices you have there.
(0) comments
þriðjudagur, júlí 29
Allt dottid i dunalogn...
Já, það er lítið allt í einu að frétta, annarsvegar er svo mikið að gera að maður hefur engan tíma til að blogga, eða þá að það er ekkert að gerast svo það er ekkert að blogga um... nema...:
Fumsýningarpartý var haldið með pompi og prakt í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar, gjafir færðar og ég fékk að klæða mig úr fötunum.. vons agen:-/ Málið var að það helltist yfir mig fullt rauðvínsglas og þurfti ég því að fara úr... og í ný föt.. í öðru húsi. Sara, þessi elska, kom mér til bjargar og lánaði mér buxur og bol, en hún bjó rétt hjá. Annars var partýið tíðindalítið (miðað við mörg fyrri) en gaman, það var sungið, spilað, dansað og spilaður hinn illræmdi boltaleikur sem hefur verið brúkaður sem upphitunartól fyrir æfingar síðastliðnar vikur.
Sunnudagurinn var tíðindarlítill, við fórum í bíó og þar var sofið... helvíti skítt að borga tæplega þúsundkall til að sofa í óþægilegum stól yfir hasarmynd (ekki það að ég hafi borgað úr eigin vasa, ónei), þegar maður getur gert það frítt og í notalegheitum heima í sófa. Svo var sýning um kvöldið, sem var mun kröftugri en frumsýningin að mínu mati, einhverra hluta vegna. Eftir sýningu var haldið á Hlölla og margar kærkomnar kaloríur innbyrgðar.... mmmm... mæjó...mæjó. Þetta átti að vera síðasta sýningin en vegna gífurlegrar ásóknar var ákveðið að halda aðra sýningu dagin eftir... þá sagði ég ,,nei, takk... ég nenni ekki að taka þátt í þessu leikriti lengur..." Alli átti að koma heim daginn eftir og veruleg tilhlökkun að fara að rifja upp kynni við hann, eftir margra vikna útlegð á Stöðvó. Ákvað að taka frí og við grilluðum. Að vísu var eitthvert hundleiðinlegt krakkakvikindi að böslast í okkur þegar við vorum úti á lóð að grilla/borða... einhver stelpuskjáta sem gat ekki skilið að við vorum að reyna að eiga notalega samverustund saman.. en ekki með henni...það er ekkert gaman. Ágætis getnaðarvörn það... hætt að langa í litla ljóshærða stúlku >:-( En það er svona að búa í fjórbýli, þetta er víst sameign okkar allra og því gat ég ekki hreytt í hana ónotum. Held að þetta séu nýju leigjendurnir (ljótt orð, maður lifandi) sem eru að koma sér fyrir... sá ókunnuga þvottavél í þvottahúsinu og einhvern þvott sem ég hef aldrei séð áður. Ef þetta er þeirra dóttir þá kem ég ekki til með að vera með neitt samviskubit yfir því að halda partý frameftir morgni/h-degi, því svona leiðinlegt barn getur bara átt enn leiðinlegri foreldra. Eníveis, það var gott að fá Alla heim... hann er orðin svo stór, fer bráðum að fermast og ég eignast óþolandi tengdadóttur áður en ég veit af... better let him þenn bí gei... úppppsss... nei!
Við Alex Skúli og Alli erum búin að berjast við að blása upp vindsæng eina svo Alex Skúli hafi einhvern stað til að sofa á, þ.e. annan en hart parketlagt gólfið. Það tekur um klukkutíma fyrir fullþroskuð og vel reykt lungu að blása þetta helv. upp... en svo kom í ljós að hún er líklega sprungin... hann verður þá bara að skríða uppí til okkar eða neyðist til að sofa inni í stofu, sem er ekki nægilega sniðugt því ég er að fara að horfa á Jaws... Einsi er að spila póker til að afla heimilistekna, eins gott að hann komi heim í góðum plús... annars fær hann að vita hvar Davíð fer í klippingu... nei, úpps... Davíð keypti ölið... ætli það fari ekert í taugarnar á Dabba að hafa þennan freis alltaf hangandi yfir sér?
Aðeins þrír dagar eftir af vinnu og svo tekur við 2ja vikna sumarfrí... guð hvað ég vona að ég komist í sól og eitthvað skemmtilegt :-)
(0) comments
laugardagur, júlí 26
Frumsyning buin....
Júhú! Alli tókst vel og er mas frétt um þetta á mbl.is... þetta var svo frábært:-) Rigningarlaust, sól, skýjað, logn, vindur... allt gekk upp (eða svona næstum því) og allir glimrandi ánægðir. Við þurftum að vísa fólki frá... 150 manns komust þó að og var það eiginlega toppurinn, ekki hefði verið hægt að koma fyrir barni frá Eþíópíu í viðbót... nú skal haldið upp á þennan merka áfanga með því að drekka sig full og verða sér til skammar.. tíhí :-/
(0) comments
Draumurinn frumsyndur i dag :-)
Fænallý... eftir vel heppnaða generalprufu í gær er barasta komið að því. Draumurinn rætist í kvöld og veðurguðirnir virðast ætla að vera okkur hliðhollir, enda finnst mér það bara vera fer því það rigndi og rigndi á æfingum í vikunni. Leikarar virðast þó ekki vera mikið kvefaðir og laumst til að stinga sér í flíspeysur á milli atriða og súpa á heitu kakói. Það eru allar líkur á að það verði uppselt en við ráðum ekki við fleiri áhorfendur en um 120 vegna umhverfisaðstæðna, ef mikil ásókn verður er aukasýning á mánudag og er það bara ágætt. Maður er orðin svo samdauna þessu leikriti og allir fyndnu punktarnir eru ekki lengur fyndnir, heldur eru klaufamistök fyndin og bíður maður spenntur eftir þeim... en það verður líklega ekkert mikið svoleiðis í kveld. Alli kom á prufuna í gær og skemmti sér konunglega, sem mér fannst fínt því það þýðir að þetta stykki er að virka fyrir fólk á aldrinum 5-500 ára... hann tók nokkur atriði fyrir mig á leiðinni heim og greinilega hafði tregafullur dauðdagi Þispu mikil áhrif á hann og lék hann það fyrir mig aftur og aftur og aftur og aftur.... Myndir eru komnar, tók nokkrar í gær og þið sem eru stödd í fjarlægum landshlutum eða löndum verðið bara að fylgjast með úr fjarlægð:-/
Tjútjú...
(0) comments
föstudagur, júlí 25
Omg... omg... omg... Það er svvvoooo mikið að gera þessa dagana að það er bara ekkert bloggað... bilað að gera í vinnunni (tilboð til allra visakorthafa og það eru allir að hringja), þurfti að vinna AÖ í nótt, generalprufa í kvöld og frumsýning á morgun... stanslaust stuð :-) Ætla að hafa með mér myndavélina á æfinguna í kvöld og henda inn nokkrum myndum. Öntill þenn....
(0) comments
miðvikudagur, júlí 23
Stjornuspa dagsins
Tvíburi (sambýlingurinn):Jafnel þó þig langi að gefa vini þínum góð ráð, skaltu hugsa þig tvisvar um. Það sem þú heldur að sé uppbyggilegt gæti verið túlkað sem gagnrýni.
Vatnsberi (mois):
Náinn vinur þinn gefur þér ráð varðandi umbætur á lífi þínu eða samböndum. Þú skalt hlusta af kurteisi, jafnvel þó að engin vitglóra sé í því sem hann segir.
Segið svo að það sé ekkert að marka þessa spádóma!
(0) comments
föstudagur, júlí 18
Benidorm hvad!
Já, það er fyndið að horfa á veðurfregnirnar og það er hlýrra hér en í Köben og á fleiri stöðum. Til hvers að kaupa sér sólarlandaferð í júlí þegar veður er líklegast til að vera bærilegt hér á skerinu? Ég var í Frakklandi á þessum tíma í fyrra og maður kveið því að fara inn í bíl og setja á sig beltið, það sem sumir hlutir geta hitnað... það er nú aldeilis. Held samt að ef það væri rok og rigning þá væri þessi orð ekki að finna hér... hemm...
Fór í erfiðustu fjallgöngu sem ég hef farið í í gærkvöldi, við nokkrir vinnufélagarnir klifum Háatind sem er viðloðandi Esjuna. Ég hélt í sakleysi mínu að við værum að fara akjúallý Esjuna, göngustígar, fólk og læti en það var öðru nær. Þetta var algerlega langt langt frá bílastæðinu og alls engir gönguslóðar, við óðum mýrar, sef, skriður og allan fjárann. Kristján Bjé hjá Forlaginu var okkar göngugrind, hann var að fara þetta í sjötta sinn og farinn að kunna aldeilis vel á Esjuna sína. Efst var þó hamrabelti mikið , sem leit ekkert frýnilega út og ég byrjaði að stirðna úr lofthræðslu... játaði mig sigraða fyrir þessu fagra fjalli, settist niður og áði í rólegheitum. Á meðan klifraði samstarfsfólkið upp og náði toppnum. Ég beið í töluverðan tíma eftir þeim og dólaði mér í rólegheitum niður það allra brattasta. Náttúran allt um kring og rollur í fjarska. Rosalega öfundaði ég þessar rollur, óskaði mér þess að vera ein þeirra, bara labba um aldeilis óhrædd í fjallshlíðum... arg. Hræðslan var slík að ég þurfti að setjast niður og halda mér ef ég leit upp fjallið... þetta er ekkert grín og fer ég ekki í neinar göngur í bráð. Enda með blöðrur á tám... en sólbrún og sælleg með að hafa komist þó einhverja 600 metra. Þögnin var svo djúp þarna uppfrá að maður verður hálf geðveikur eftir smá tíma. Þegar mig var farið að lengja eftir samstarfsfélögunum fór ég að heyra í álfum og taldi mig hafa farið í fjórðu víddina, göngufólkið löngu farið hjá og búin að bíða í mörg ár þarna uppi. Var hrifsuð inn í veruleikann þegar ég heyrði Partýbæ með Ham leikinn á símann minn, en þá var það mamma að fjá daglega skammtinn sinn. Féll aftur í dá og taldi fugl hafa ráðist á mig, drap kónuló í hægðum mínum (hehehehe-hljómar illa) og talaði við álfa og huldufólk. Hljómaði þá Partýbær aftur og þá var það Fríða syss... guði sé lof fyrir traust gsm-samband :-) Eftir það fór göngufólk að týnast í mínar grunnbúðir og eftir smá áð þá var haldið niður aftur. Ferðin tók 5 tíma og er ég algerlega lurkum lamin... harðsperrur eru nefnilega ekkert annað en rifnir vöðvar, n.b. Kristján Bjé var samt svo næs í dag að gefa mér bók... bókin heitir ,,Láttu ekki smámálin á ástinni ergja þig" . Ekki veit ég af hverju hann gaf mér þessa bók, hann þekkir hvorki mig né Einsa neitt. Glopraði ég einhverju út úr mér meðan ég skreið blá af mæði á eftir þeim fjallageitum? Veit ekki...
Á morgun er það Skaftafell, við Árni ætlum að heimsækja Ástu og gista eina nótt. Ég veit að það verður töluvert stuð, tek ferðagrillið mitt með svo við getum keyrt á rollu og etið við fagran gítarundirleik, sólsetur og náttúruna allt í kring. Veit samt að ég á ekki eftir að keyra yfir neina rollu, kannski fugl í mesta lagi en grillar maður Kríuna? Held ekki... Er strax komin með óskalista fyrir Ástu; fara i ríkið og kaupa bjór og síðast en ekki síst kaupa hárlit, Loreal no.3 . Grillum það ekki. Óseisei nei... nema... við getum náttúrulega litað rolluna með hárlitnum og etið svo?
Er að þvælast með Einsa á æfingar á æfingar þessa dagan, aðallega svo ég geti eitthvað séð framan í drenginn. Það eru stífar æfingar alla daga og fæ ég að sjá til þess að áhorfendurnir fari á rétta staði í L-iðaárdalnum á sýningum. Það er ágætt, þarf ekki að skuldbinda mig rassgat og mæti á æfingar þegar mér sýnist. Held að þetta verði stórfengleg sýning á Draumnum og ekki spillir umhverfið fyrir. Leikstjórinn er líka ekkert slor, veit greinilega hvað hann vill og hvernig á að ná því fram hjá leikurunum. Frumsýning næsta laugardag... nánari fréttir af framgangi þessum síðar.
Starfsmaður dagsins: Drengstaulinn sem vinnur við að þrífa óþverran af Laugaveginum. Hann var í fréttunum áðan og kvartaði sáran yfir sóðaskapnum sem aðdáendur Foo Fighters skildur eftir sig. Hann var sko algerlega búinn að fá sig fullsaddann (dró línu yfir hálsinn á mjög svo dramatískann hátt) og þetta var það versta sem hann hafði séð í allan þanni tíma sem hann hafði unnið við þetta, alveg alla tvo mánuðina. Bíddu eftir menningarnótt, góðurinn :-) Held að þú eigir þá eftir að hanga í snöru inni á baði, eða eitthvað þaðan af verra.
Heyrði í Svandísi áðan, það var gaman. Alltaf yljar manni um hjartarræturnar þegar fjarstaddur vinur gefur sér tíma til að spjalla smá... ég er nefnilega með hrykalega fordóma gagnvart msn og því tæknilega vangefin þegar kemur að svona góðum vinum erlendis. Get samt upplýst þá sem hafa ekki heyrt það að þau eru nei ekki búin að kaupa sér hús og sundlaugina er hægt að flytja á milli húsa, sem er mjög hentugt :-) Annars var gott í henni hljóð og gladdi það mig óskaplega *smússss* Nú er bara að vona að h-skólinn í Montpellier vilji ekki að hún taki prófin þar í ágúst heldur VERÐI að koma heim... hehehe.
Æji... nenni ekki meira.. stefni niðrí bæ að fá mér eins og einn öl í góða veðrinu.
(0) comments
þriðjudagur, júlí 15
Nú voru þær fréttir að berast að Samkeppnisstofnun gerði engar athugasemdir við sameiningu Pennans og Bókabúða Máls & Menningar... það þykir mér skrítið en þeir hljóta að vita eitthvað meira en ég og vinna líka við að greina svona hluti. Mér finnst bara sumir risar geta orðið óþægilega stórir og síst er undanskilinn risinn sem ég vinn hjá... kaupmaðurinn á horninu líður senn undir lok og litlu bókabúðirnar eru semsé á förum. Þessi blessaða Samkeppnisstofnun er að mínu áliti ekki alveg að gera sig, hvað eru þeir t.d. búnir að gera með olíufélögin? Ekki neitt... andskotans...
(0) comments
mánudagur, júlí 14
Moooaaahhh moooaaahhh moooaaahhhh
Þá er fyrsta helgin með sameiginlegt þak yfir höfuðið yfirstaðin og maðurinn strax kominn með glóðurauga! Annaðhvort er han svona viðkæmur eða ég þarf að hemja mig... he he he :-)
(0) comments
fimmtudagur, júlí 10
Ja, hérna!
Já, það er ekki hægt að segja annað en að hlutirnir geti gerst hratt hér á bæ. Vinnufélagi minn spurði okkur í gær hvort við vissum ekki af íbúðum til útleigu fyrir kvikmyndagerðarfólk eitthvert sem er að fara að skjóta einhverja mynd hér á landi. Strax varð mér hugsað til mannsins sem vermir ból mitt og hjarta, því hann fer austur í ágúst og íbúðin hans stendur auð á meðan. Böt þer vas a kets... þau þurfa íbúðina núna. Svo að nú er ég að hliðra til fyrir þessum betri helmingi mínum... reyndar er ég ekki að því núna... bara að drekka bjór og njóta þess að vera ein... svona rétt á meðan það endist :-) Nú, til þess að koma fyrir 1. stk. karlmanni þarf maður væntanlega að:
1. Fylla ísskápin af bjór/íslensku brennivíni
2. Hliðra til í fataskáp
3. Færa fataskáp inn til Alla
4. Hliðra til þar svo fataskápur komist þar fyrir
5. Sem þýðir taka til *púfff*
6. Setja upp nýjan fataskáp í svefnherbergi
7. Hliðra til inni á baði
8. Sem þýðir að uþb 8 kg. af handónýtu snyrtidrasli, sem býður upp á auðveldar lausnir, fara beint í ruslið. Engin söknuður þar.
Btv... þetta helvítis Weet drasl virkar ekki rassgat. Búin að gera þrjár mjög svo heiðarlegar tilraunir til að afnema hár af mínum kálfum með þessu undratæki, en ekkert virkar. Veit ekki hvort hárin mín eru svona óðelileg, virka bara svona venjuleg... en það er eitthvað. Getur verið að þetta drasl virki bara í safaríferðum? Ja, ég bara spyr.
Var að heyra í Ástu Kristínu áðan. Hún er að vinna á Hótel Skaftafelli og ætlaði aldreilis að svolgra í sig náttúruna í sumar, ekkert djamm og vera laus við allan karlpjéning. Svo er raunin allt önnur. Hún er að slá sér upp og hefur ekki verið edrú síðan hún mætti á svæðið... svona fer sveitin með sumt fólk. Annars er aldrei nein lognmolla í kringum hana Ástu... ætla einmitt að skella mér til hennar um þarnæstu helgi. Minnir mig á það að ég á einmitt eftir að gera þessa blessuðu smásögu sem við Ásta ætlum að gefa hvor annari í jóla/ammælis/útskriftargjöf. Smásagan á að vera byggð í kringum setninguna ,,kona fer út í búð og kemur aftur heim". Hvernig við túlkum hana á svo eftir að koma í ljós... vonandi fljótlega. Hef amk mikinn frítíma þangað til ég fer í sumarfrí aftur. Allt of mikinn...
Annars ætlaði ég að fara í útlilegu með Sigguhrönn um þessa helgi en aflýsti henni eftir að þessa blessaða kvikmyndagerðarfólk setti strik í reikninginn. Gef mér tvo-fjóra daga í þessar breytingar... miðað við núverandi bjórdrykkju:-/
*rop*
Alli, gússýgúss, er kominn á Stöðvarfjörð og verður þar til ágústbyrjunar, vonandi verður sólin eitthvað búin að skína á okkur Reykvíkinga áður en það gerist. Búin að setja mér það persónulega takmark að fá fleiri freknur en hann... óvinnandi... en ég reyni.
Komst að því í gærkvöldi að ég á enga vini eftir... langaði svo mikið út að kíkja á kaffihús eða eitthvað enda er maður upptendraður eftir 11 tíma vinnulotu. Allir voru með einhver önnur plön eða ekki náðist í þá. Lýsi hér með eftir vinum mínum... þótt við séum afskaplega skotin þýðir ekki endilega að við viljum vera ein...
Komst líka að því í dag að það er slæmt að fara að vinna eftir aðeins 5 tíma svefn...
Fékk Iceland Review í gær, sem er frábært því það þýðir að áskriftarkerfið hjá þeim hjá Heimi virkar. Þetta er eiginlega barnið mitt, því ég sá um þetta kerfi... alveg ævafornt og ég þurfti að læra á það frá grunni on mæ ón. Sem gerði mig ómissandi... þetta kerfi er mjög sniðugt og hafði alla burði til að verða alveg meiriháttar. Vantaði bara herferðir fyrir ákrifendur, fjölga þeim dulítið, því þeir voru að deyja frá okkur í ummvörpum. Vonandi gengur þeim vel hjá nýju fyrirtæki :-) Man alltaf eftir einum kalli, David frá Íran.. eða var það Írak? Þessir áskrifendur höfðu mikil persónuleg tengsl við okkur í áskriftinni, voru alltaf svo þakklátir fyrir þjónustu sem maður veitti þeim... eitthvað annað en margur Íslendingurinn. Þessi David var miðaldra maður sem hringdi alltaf einu sinni á ári og fannst svo gaman að spjalla. Svo hló hann eins og vitlaus maður þegar hann fékk að vita hvernig veðrið var hérna... áskriftin hans rann alltaf út í kringum áramótin, svo það er ekki að undra að hann hafi hlegið...
Hugsa að ég pakki þessi blessaða tölublaði af IR (Iceland Review) og sendi til Svandísar... lauma jafnvel með ammælisgjöf... *úúúpppsss, kom upp um mig*
Jæja, er svei mér þá barasta að verða full og farin að röfla....
(0) comments
laugardagur, júlí 5
Hóm svíííít hóm :-)
Mikið er nú gott að vera komin heim til sín... Við erum búin að bralla margt og mikið í þessari vikuför okkar. Akureyri tók hlýlega á móti okkur á föstudeginum með sól og hita, laugardagurinn var einnig frábær en svo ekki söguna meir... rigning, úði og allt þess á milli. Þá var ekkert annað að gera en að skoða sig um og finna eitthvað annað sér til dundurs en að glóðasteikja sig í sól og sumaryl. Við skruppum á Mývatn, Dalvík og allt þess á milli. Skoðuðum nokkur söfn, heimsóttum vini og ég veit ekki hvað og hvað. Myndir komnar á netið af þessari ferð okkar. Nú er maður búinn að túristast mikið og ekkert annað sem býður en vinnan á mánudaginn, mikill þvottur, skítur og skömm í hverju horni hér í Mávahlíð 9... en mikið var nú gott að komast heim og hitta kallinn... tíst, tíst... Í dag er planað að þvo smá, Einsi er að fara í leynileiðangur sem kemur ekki í ljós fyrr en eftir helgi og ætla ég að finna mér eitthvað annað til dundurs á meðan. Heiða Skúla kom með þeim feðgum í heimsókn í gærkvöldi og kannski maður bralli eitthvað með henni... allt gert til að forðast þvottavélina <:-)
(0) comments
|