þriðjudagur, september 30
Allt að gerast... nú erum við að opna forlagsverslun, eða réttara sagt forlagsþjónustu, hér á Suðurlandsbrautinni og allt yfirfullt af kössum, smiðum, tölvugæjum og alls konar fólki. Við stúlkukindurnar skiptum um staðsetningu þannig að í hvert sinn sem ég fer út að reykja þá skil ég sígóið eftir, veskið, húfuna eða eitthvað álíka mikilvægt. Það tekur smá tíma að venjast þessum nýja stað...
Aðrir hlutir eru líka að gerast, stærri og sterkari, feitari og fallegri en ég er svo feimin að ég þori ekki að segja frá þeim... strax... tíst, tíst....
(0) comments
mánudagur, september 29
Jæja, bara allt að gerast... helgin ekki viðburðarík og er það vel. Það verður víst tvöföld barnahelgi um næstu helgi og því er gott að safna bara orku fyrir það :-) Þarf eitthvað svo mikið að hugsa og velta málum fyrir mér og því er best að vera ekkert að gera of stóran stans (Óli skans) hér...
(0) comments
föstudagur, september 26
Svo er Robert Palmer bara allur... :-(
(0) comments
Hljómsveitin hét víst Suð og var alveg ágæt, svolítið Placebo-leg en ég verð að viðurkenna að ég er ekkert svo rosalega mikið að fíla það þegar rokkhljómsveitir spila í allt of litlum sölum. Hávaðinn er ótrúlegur og maður heyrir varla í neinu öðru en trommum og ekki er hægt að heyra orðaskil hjá söngvaranum. Ágætir samt.
Það var áhugavert að fara á þessa ráðstefnu hjá Fjölmiðlasambandinu, margir góðir fyrirlesarar og áhugaverðar spurningar litu dagsins ljós. Verð að lýsa yfir hrifningu minni á staðsetningunni, Salurinn í Kópavogi er bara með flottari hljómburðum sem maður hefur upplifað. Bravó fyrir þeirri hönnun!
Í tilefni af því að það er föstudagur þá vil ég deila með ykkur einum góðum djókara:
Lögfræðingur einn hafði keypt sér glænýjan BMW og gat ekki
beðið eftir að sýna félögum sínum gripinn.
Allt í einu þegar hann opnar hurðina á bílnum fyrir utan skrifstofuna
sína kemur trukkur á fullri ferð og rífur hurðina af bílnum.
Lögfræðingurinn stekkur út og öskrar NEEEIIIII! Hann vissi að sama
hversu góður viðgerðarmaður reyndi að gera við bílinn þá myndi hann
aldrei verða jafn góður aftur.
Loks kom löggan og lögfæðingurinn hljóp að henni og öskraði
HELVÍTIS FÍFLIÐ Á TRUKKNUM KEYRÐI HURÐINA AF BMWinum
MÍNUM!!!
"Þú ert lögfræðingur er það ekki" sagði löggan.
"Jú, hvernig vissir þú það" svaraði lögfræðingurinn.
"Ja, það er nú bara það að þið lögfræðingar eruð svo uppteknir af
veraldlegum gæðum, að þið hugsið bara um peninga og eignir, ég
þori að veðja að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar á þig
vinstri hendina".
Lögfræðingurinn leit á hliðina á sér og öskraði
"NEEEEIII! ROLEX ÚRIÐ MITT!!!"
(0) comments
miðvikudagur, september 24
Skelltum okkur á línuskauta eftir vinnu í dag, Alli datt fjórum sinnum beint á rassinn og var orðinn verulega pirraður þegar við komum heim, enda drösluðumst við Árni með hann alla leið í Nauthólsvíkina... lofaði honum að fara styttri leið næst... næst?-spurði Alli... með kvöl í augum. Veit að þá vildi hann hellst selja þessa helvítis skauta og kaupa tölvuleiki fyrir peningana. Eftir heitt bað og hvíld þá var honum búið að snúast hugur... sem er eins gott því annars hefði mamma apast (sumargjöfin frá henni).
Er að fara á ráðstefnu í fyrramálið hjá Fjölmiðasambandinu, áræðanlega mjög skemmtileg í alla staði og kærkomin tilbreyting frá þessu venjulega. Alltaf jafn góð breyting þessi tilbreyting... Átti að fara á fund með Trúnaðarmannaráði í gærkvöldi, en sleppti því fyrir kvöldverðarboð hjá Sifjulínu og Gaujaling... þau voru að koma frá London, sáu Liverpool sigra e-ð lið á heimavelli og voru þvi afskaplega ánægð með ferðina :-) Ég fékk skartgripi (m.a. tásluhring sem ég hef leitað að lengi lengi) og Alli fékk ekta Hard Rock lyklakyppu... ekki slæmt það... fyrir utan þá staðreynd að ég veit stundum ekkert hvað ég á að gera í þessu blessaða trúnaðarmannaráði, ég er ekki lengur trúnaðarmaður...
Er að fara á einhverja tónleika með einhverjum sem ég veit ekkert hverjir eru... eða hvar þeir eru haldnir... hummmm... best að fara að meika símtöl...
(0) comments
sunnudagur, september 21
Gaman að sjá hvað daglegt líf manns getur stjórnast af þessu blessða veðri. Núna er búið að vera bilað veður og því eru það rólegheitin sem eru við stjórnvölinn, gott að liggja undir sæng og glápa á kassann eða lesa góða bók. Við erum semsé búin að gera mikið af því um helgina, enda fyrirskipanir frá hinu opinbera um að hald sig inni... það er eins gott að hlíða því. Afrekaði samt að fara smá út á föstudagskvöldið, hitti Siggu Hrönn og Bjössa, vinnufélaga hennar, á Madonnu. Bjössi á skrítnasta kött í heimi, eitthvað Sphinkx-kyn, hef ekki hugmynd um hvernig það er skrifað, en þetta er hárlaust kvikindi og minnir minnst á kött... undarlegt fyrirbæri og skrítinn mjög. Þetta er eini köttur sinnar tegundar hér á landi, fyrir utan mömmuna svo hann er að spá í að flytja inn kerlingu til að fjölga kyninu... minnir á margt á sjómennina sem flytja inn skáeygðar grjónaætur því íslenska kvenfólkið er hætt að líta við þeim... eða ekki... humm... komin út á hálan ís.
Heyrði í fréttunum að þessi fellibylur sem gekk yfir Bandaríkin hefðir verið með vindstyrk upp á 25m á sek. Þessi lægð sem gengur nú yfir Ísland er með meiri vindstyrk, 28-29m á sek. og gat farið allt upp í 40 í verstu hviðunum... flugsamgöngur falla niður hér og nokkrar húsplötur fjúka... Bandaríkjamenn deyja og allt fer í kássu... Mér finnst samt verst að minn heittelskaði er fastur á 700 Egs.... verð því að deila rúminu með sjálfri mér aftur í nótt og það er ekki gaman :-( *grenj* Annars skaust hann austur því Alex Skúli átti ammæli (eða á ammæli á morgun), verður 11 ára drengurinn og sendum við honum okkar hjartanlegustu ammæliskveðjur... :-) Þessi börn eru að verða svo gömul, Alli var að segja mér frá því að þrír bekkjarfélagar hans hafa eða eiga kærustur... svona er þetta allt saman að skella á...
(0) comments
fimmtudagur, september 18
Vott a dei... vott a dei... túdei....sjúddírarýrey
Öðrum eins vinnudegi hef ég sjaldan kynnst... hélt að þeir Skýrrmenn og Axaptalið gætu ekki komið mér meira á óvart... en úpps! Svo gerist það. Heill vinnudagur svotil ónýtur, sem veldur því að ég er enn að vinna :-( Allir prenatrar úti, kerfið ekki einu sinni til á stundum, allt hægt, utangátta og í klessu. Sá dagur mun upp renna (að sögn Marra-tölvugæja) að allt muni ganga eins og ,,smurð vél"... þegar sá dagur kemur mun ég vera neðanjarðar... eða skaðbrennd í krukku. Skemmtilegar lýsingar á þessu ástandi hjá Bjarna Guðmars... alltaf gaman að lesa í hann :-)
(0) comments
Anna Lindh skorinn og dáinn greyið... Af hverju eru svona manneskjur drepnar? Af hverju hefur engum dottið í hug að stinga Michael Bolton á hol? Mér er spurn...
(0) comments
mánudagur, september 15
Nú er komið nýtt kommentkerfi og fullt búið að gerast hjá okkur, sem ég nenni lítið að tala um. Það ber þó hæst að tengdó (fyrrverandi, n.b.... verð að fara að venja mig af þeim... hætta á brjósti) er í bænum þessa dagana. Jói er búin að berjast við veikindi eiginlega síðustu árin og svo kom í ljós að það var ástæða fyrir því... karlinn búinn að láta taka úr sér krabbameinssjúkt nýra... hlaut eitthvað að vera. Honum líður vel núna og eiga þau alveg skilið að fá smá heppni og góða heilsu næstu árin.
Við skeltum okkur á árshátíð hjá FRISK um helgina, það var ágætt. Einsi tók þátt í hæfileikakeppni og hefði unnið ef hann hefði ekki verið nýji strákurinn sem enginn þekkti. Hann lenti í öðru sæti og fékk ótrúlega stóran vindladrjóla að launum. Gæinn sem vann vinnur í móttökunni eða er sendill eða eitthvað, vinnu amk þar sem allir þekkja hann og er elskaður af öllum. Minn maður verður á þeim stað eftir viku.. :-)
Sif og Gaui ætla að bregða sér á fótboltaleik um helgina (enska deildin kallar) og fæ ég þá útrás fyrir bjöllukórinn minn, Einar Ingi verður hjá okkur á milli aðila. Það verður væntanlega stuð...
Erum annars búin að vera svolítið menningarleg undanfarið, eða svona óvenju. Fórum á Grimms á laugardaginn, það var bara snilld. Frábært verk... Svo fórum við á tvær myndir á bresku bíódögunum, Magdalene systers og A plott with a wiew... báðar ágætar. Svo áttum við miða á frumsýninguna á Elling, en þar sem við áttum að skandalesera á þessari blessuðu árshátíð þá varð ekkert úr því. Gáfum miðana frá okkur :-( Koma tímar... koma ráð...
(0) comments
mánudagur, september 8
Mánudagur til mæðu...
Sumir mánudagar eru leiðinlegir. Það ætti að banna þá og hafa eilifa föstudaga. Mánaudagurinn í dag var einn af þeim, mér fannst allir í kringum ming vera svo vitlausir og eitthvað leiðinlegir... en sennilega var málið það að ég var bara sjálf vitlaus og leiðinleg. Suma daga eru bara batterýin búin og það er ekkert gaman að vera sífellt að ganga fyrir fullri orku. Líka þegar breytingar standa fyrir í vinnunni og maður veit ekki alveg hvernig það á eftir að enda. Óvissa, smjópissa....
Mamma og Kolli fóru heim aftur í dag, eftir að Kolli var búin að fá svotil fullkomið heilbrigðisvottorð frá Kalla lækni. Það voru góðar fréttir:-)
Bústaðaferðin lukkaðist með eindæmum vel, mikið borðað, horft á sjónvarp, spilað og náttúran eitthvað skoðuð, ekki mikið þó því þarna voru ofsóknaróðar býflugur :-( *hrollur og skelfing* Þetta var hin rólegasta helgi og tók ég hausthreingerningu í eldhúsinu. Myndi aldrei nenna því heima hjá mér, óneinei...
Einsi byrjaði í nýju vinnunni sinni í dag og hans fyrsta frétt var sú að við værum að fara á árshátíð á föstudaginn með nýju vinnufélögunum... hnéhnéhné.... það verður gaman. Fyrirtæki sem maður þekkir ekki kjaft í... örugg skemmtun :-) En mér er spurn... er þetta eðlilegur tími til að halda árshátíð? Hver heldur árshátíð í september? Er það kannski hinn eðlilegi tími og við hjá Eddunni svona afbrigðileg? Við höldum alltaf okkar (eða ég held okkar.. hikst) í mars-apríl. Eníhá, best að dusta rykið af köflóttu jakkafötunum og ég verð að finna mér eitthvað í stíl :-) Trépils eða glerbuxur... hummm....
Kennarinn hans Alla tilkynnti mér í dag að Alli fengi stuðning í tvo tíma 2 x í viku næstu 6 vikurnar. Búin að berjast við þetta skítaskólakerfi síðan krakkinn byrjaði í þessum blessaða skóla, eða í fjögur ár. Skyndilega hlustuðu þau... blessað barnið er svo líkur pabba sínum, engar fínhreyfingar til í genunum hans og skriftin eins og hjá blindum múrara. Vona bara að þetta lagist allt saman. Annars vona ég að hún fari að leyfa honum að láta ljós sitt skína í enskutímunum, ég alveg til í að fá hrós frá henni varðandi það mál, en neinei, hún yrðir ekki á hann í ensku. Spyr öll hin börnin á ensku og hann fulltalandi á þessu alþjóðatungumáli... hún er bara hrædd við samkeppnina.
Óvell... best að hella sér í hinn skemmtilega heim Spoprano-fjölskyldunnar... maður er alltaf svo þakklátur fyrir sitt auma líf á eftir :-)
(0) comments
föstudagur, september 5
Djíses... aftur kominn föstudagur?
Jahérna... alltaf verður maður jafn hissa :-) Fönný há tæm flæs venn jor hevíng fön... Nú er stefnan tekin á þann frábæra unaðsreit Kjöl, sem er bústaðurinn okkar Brynju. Myndavélin verður með í för, svo væntanlega lendir eitthvað af þeim á netið.
Annars er ltið að frétta (áræðanlega í fyrsta sinn, not!)... mamma og Kolli fá að hafa íbúðina mína á meðan við erum upp í bústað og það er eins gott að þau bjóði ekki einhverjum óæskilegum eldri borgurum í heimsókn! Hnuss...
(0) comments
þriðjudagur, september 2
Var að tala við húsmóðurina í Ekkilandi... hún er bara með bilaða tölvuskruddu svo hún hefur ekkert getað tjáð sig. Henni líður semsé vel, þau eru að fara að flytja í nýja húsið og tóm hamingja á þeim bænum :-)
(0) comments
Jamm og jæja, þá er hann Einar minn kominn heim... reið á ryðfák sínum inn í menninguna um fimmleytið... ekki amalegt það og ég einnig að koma úr klippingu. Er ekki lífið bara skemmtilegt? Annars er lítið að frétta, ætli maður einbeiti sér ekki að því næstu daga að horfa djúpt í augu hans (hef samt aldrei fattað hvernig það er gert) og flissa? Ætla að fá hann til að setja upp nýtt kommentkerfi... til hvers að sofa hjá manninum ef maður fær ekki að brúka hann til slíks?
Annars óska ég eftir lífsmarki frá Ekkilandi... skora á hana að fara að blogga e-ð... eða amk svara símanum :-) Skotta má líka láta mann vita hvenær hún kemur í bæinn... er að spá í að fara að efna til grímubúnangapartýs...
(0) comments
mánudagur, september 1
Omg... er ég svona? *æl* Hefði trúað því að ég yrði meira líkingu við ,,Secretary" ...
 "You must remember this, a kiss is still a kiss". Your romance is Casablanca. A classic story of love in trying times, chock full of both cynicism and hope. You obviously believe in true love, but you're also constantly aware of practicality and societal expectations. That's not always fun, but at least it's realistic. Try not to let the Nazis get you down too much.
What Romance Movie Best Represents Your Love Life? brought to you by Quizilla
(1) comments
|