laugardagur, ágúst 30
Brjáluð!
Við fórum með dömuna upp á spítala í gær og var hún mæld og könnuð á alla kanta - kom vel undan skoðun og er orðin 8,5 kíló og 69 cm. Svo var búið að semja um að við Einsi og GullaNóa gæfum blæóðprufur og átti það ekki að vera neitt mál - nema hvað... læknirinn segir um leið og hún er að reyna að finna æð að þau stinga ekki nema að sjá æðina og finna fyrir henni. Stingur svo dömuna og hittir ekki í æðina en fer að reyna að stjaka nálinni inni í hendinni til og frá til að hitta á eitthvað :-( GullaNóa (af sjálfsögðu) b i l a ð i s t! Hún varð hoppandi brjáluð enda var þetta örugglega fokkans vont (sem ég reyndar komast að -örskömmu síðar á eigin skinn örskömmu síðar) og hún hágrét svo innilega og bara skildi ekki þessa meðferð! Eftir smá hjakk og illt augnaráð frá okkur foreldrunum var ákveðið að reyna annarsstaðar - en daman endaði á að fá stungu í hausinn og ekki varð hún rólegri við það - augnaráðið sem ég fékk frá henni þegar ég var að halda henni kjurri var alveg til þess að ég næstum labbaði með barnið út - með sprautuna í hausnum! Hún róaðist dulítið þegar þetta var búið en ekkinn var gífurlegur - gáfum henni pela og svo var hugað að því að draga blóð út foreldrunum. Einsi stóð sig eins og hetja og var ekkert mál að taka úr honum blóð... en ég var eins og dóttir mín - ekkert blóð kom úr æðum mínum, enda þekkt fyrir að vera mjög blíðlítil og með blóðþrýsting um frostmark. Ég fékk því að finna fyrir köldu stálinu grafa um sig inni í hendinni á mér og í staðin fyrir að öskra og fara að grenja (eins og mig langaði til) þá horfði ég á dóttur mína og skildi hana svooo vel :-/ Daman í baði að leika sér við duddulíng og annað dót :-)
(0) comments
fimmtudagur, ágúst 28
Nó tíVíí :-/
Við urðum fyrir því óláni að peran okkar í myndvarpanum (okkar tella) sprakk og það kostar ekkert lítið að fjárfesta í nýrri peru að utan - þessi ljósapera er flokkuð sem lúxusvara og því tvöfaldastt hún í verði við að koma inn fyrir íslenskar dyr. Núna sjáum við fram á að vera búin að kaupa svo oft perur að við hefðum alveg eins getað keypt okkur flatskjá og ef við kaupum enn eina peruna hefðum við alveg eins getað látið hann vera 52ja tomma, eða svo :-/ Svo ef einhver þekkir einhvern sem er að koma frá JúEssEi þá væri ég alveg til í að baka kryddköku fyrir viðkomandi ef hann/hún kippti með sér eins og einni peru í handfarangri ;-) Kosturinn við þetta er af sjálfsögðu að maður afrekar alveg gífurlega - við erum að dunda okkur við að setja saman nýju eldhúsinnréttinguna, erum búin að henda upp skáp og nýjum vaski á neðra baðið, ég er einni þvottavél frá því að vera búin að þvo ALLT - og það hefur ekki gerst síðan... aldrei bara! Svo þetta er alveg ok og maður sér alveg að þetta sjónvarp/myndvarpi er hinn mesti tímaþjófur og kemur bara í veg fyrir skemmtilegar samræður og klósettþrif :-) Við GullaNóa fórum af sjálfsögðu niður í bæ í gær og vorum ekki í slæmum félagsskap, en hún Heiða okkar kom með okkur. Við flúðum strax til Hróa en þaðan var gegt útsýni yfir bílinn þegar hann ók fram hjá og af sjálfsögðu leit Róbert beint í augun mín og við það rann ég bara hreinlega til... þessir strákar allir eru ekkert smá... grrrr...!  Aðdáandi númer eitt og eitt og hálft Eitt, eitt og hálft og svo hinn helmingurinn af mér, ein og ein fjórði :-) Annars fór ég aðeins í vinnuna í dag, já í gömlu vinnuna mína til að redda smá og það sem ég var þreytt eftir þennan tvo og hálfan tíma sem ég var þar - það var ógurlega gaman að sjá þessa gömlu vini og ætla ég að fá mér föstudagskaffi með þeim í fyrramálið og klára að þetta dæmi sem ég gat ekki klárað í dag ... huxa sér ... að fara að vinna í fyrramálið eins og bara hinn almúginn... hahha... óskaplega notaleg tilfinning :-)
GullaNóa okkar er í svona fæðuofnæmisrannsókn en við ákváðum að taka þátt í henni þegar ég var komin 12 vikur á leið og hefur verið svolítið fylgst með henni út af því. Fékk ég símtal frá rannsóknaraðilanum um daginn og vildi hún fá fréttir af heilsu barnsins... sem er bara svo glimrandi góð að hún er að fara upp á spítala á morgun og verður hún í samanburðarhópnum á móti börnunum sem eru alltaf veik... við erum svo ógurlega heppin (sjö, níu, þrettán) að hún hefur ekki fengið kvef né marblett, þessi elska - ætli ég fái ekki nýjar tölur á morgun, þ.e. þyngd og hæð. Annars er hún að myndast við að reyna að skríða, farin á fjóra og skakar sér fram og aftur. Hefur samt alveg vit til að liggja bara og spyrna sér áfram og þannig komast að því sem hana langar í það og það skiptið...
Úff, þetta er nú meiri langavitleysan - farin upp í rúm að lesa - en ég er að lesa bókina um hann Jörund Jörundson, betur þekktur sem Jörund Hundadagakonung og þykir mér hann vera kynlegur kvistur - kynlegri en Kvisturinn sjálfur mas :)
Gúten naghten...
(2) comments
sunnudagur, ágúst 24
Til hamingju Ísland!
 Af sjálfsögðu var blásið til veislu hér eldsnemma í morgun og henti kerlingin í Amerískar pönnsur og tók á móti gestum. Sumir komu beint neðan úr miðbæ en aðrir bara úr rúmunum sínum - Fékk alla fjölskylduna til að kíkja niður í gúmmelaði og stemmara á einhverjum tímapunkti þótt sumir hafi farið að sofa aftur.. gaman að því. Verst að þetta lið var barsta ekkert það sama og spilaði á föstudaginn, þreytan og ánægjan með að næla sér í amk silfrið greinilega að hafa áhrif á menn - en hey! Við fengum 15 silfurpeninga í dag og margfölduðum þar með silfrið í skápum okkar :-) Alda og Einar Logi með skvísuna að hvetja okkar menn áfram
(1) comments
laugardagur, ágúst 23
Þarf ekki einu sinni að ...
 taka fram að af sjálfsögðu hefur maður verið eins og límdur við myndvarpann sl. daga og gengi liðsins hefur verið alveg ótrúlegt - ég bara á ekki til orð yfir því hvað þeir eru að toppa ágóðum tíma og leikurinn í gær gegn arfaslökum spánverjum var onbúlívabúl... Samkvæmt tilskipun frá Forseta vorum hélt ég mína eigin þjóðhátíð í gær með tiheyrandi þvinnku í dag - var búin að gleyma hvað það er óþægilegt... :-( Svo býð ég í Amerískar pönnukökur í fyrramálið ef einhverjir vilja kíkja inn og horfa á leikinn með okkur Áfram Ísland!
(0) comments
þriðjudagur, ágúst 19
Vís - þar sem tryggingar snúast um PLOKK!
Við lentum í því leiðinlega tjóni að það var keyrt á bílinn okkar um daginn og stungið af og er hann því á verkstæði núna. Við erum tryggð upp fyrir haus og fengum því bílaleigubíl á meðan á viðgerð stendur, en það tekur einhverja daga að taka eitt bretti af og sprauta upp á nýtt. Ég skaust í morgun og lagði inn bílinn og ætlaði að taka bílaleigubílinn... fékk lykla að Yaris :-( Veit ekki hvernig starfsmenn og stjórnarformenn hjá VÍS fara að því að koma 72ja ára gamalli konu, sem er einhent inn og út úr svoleiðis smádollu - en ég get það hreinlega ekki. Við erum búin að standa í stappi í allan morgun við tryggingafélagið og því miður, það er alveg sama hver fjölskyldustærðin þín er, hverjar eru þínar aðstæður og okkur er bara nákvæmlega sama hvernig þið farið að þessu - það er ekki okkar vandamál, við erum að gera ykkur greiða með því að borga undir bílaleigubíl fyrir ykkur, svo þið ættuð bara að þakka fyrir... þetta eru svörin sem við höfum fengið í morgun. Ég spurði hvernig ég ætti að fara að því að koma einum 15 ára ungling, einum 16 ára ásamt barnabílstól í aftursætið... sagt að það væri bara mitt að redda því.Við borgum þeim fleiri hundruð þúsund í tryggingar á ári og eftir smá eftirgrennslan þá munar tvöþúsundkalli á dag í leigu á Yaris og Corollu, sem er mun stærri bíll. Ég er svo gjörsamlega yfir mig hneyksluð á þessari skítaframkomu hjá þessu blessaða fyrirtæki að ég á ekki til eitt einasta orð... er eiginlega á því að standa fyrir utan með skilti og mótmæla slagorðinu þeirra því þarna snúast tryggingarnar ekkert um fólk - heldur um peningaplokk! Plís!
(0) comments
sunnudagur, ágúst 17
Berðu mig í móa? Úti í Hróa?
 Mamma er kominn í bæinn og ætlar að vera í einhverja daga hjá okkur svo núna erum við sannkölluð stórfjölskylda! Af sjálfsögðu var tekið á móti henni með læri og tilheyrandi og við Alli bjuggum til klikk ostaköku - sem var bara punkturinn yfir i-ið.... ef ég hefði fengið mér aðra sneið hefði ég sprungið í loft upp eins og kallinn í myndinni þarna. Annars er lítið að frétta, erum bara í eldhúsinnréttingarpælingum og hellum okkur væntanlega út í það í vikunni, daman er alltaf jafn dásamleg og hættir aldrei að brosa og svo á að reyna að skella sér í smá berjamó... veit bara ekkert hvert er best að fara... any ideas? Ég fór einu sinni á stað sem mér fannst vera agalega heppilegur, þá var Alli minn bara sex ára og við vopnuðumst dósum og teppi og ætluðum sko að græða ber... ég brá mér bara rétt fyrir utan Reykjavíkinna, taldi mig heppna að þurfa ekki að eyða deginum í langferð og við týndum smá ber... ekkert mikið neitt, ég var alltaf að heyra einhverja skothvelli og hélt að rjúpnatímabilið væri byrjað. Svo kom ég í vinnuna daginn eftir og var að montast yfir því hvað ég var sneddý... en komst þá að því að ég fór víst með drenginnn á æfingarsvæði Skotveiðifélags Íslands! Úfff...
(2) comments
miðvikudagur, ágúst 13
???
 Veit ekki með ykkur en ég er gjörsamlega búin að fá mig fullsadda af hroka og yfirgangi Geirs H. Haarde... áðan var viðtal við hann á Stöð tvö vegna þessarar skýrslu um veru okkar á lista Hinna Staðföstu Þjóða... eitthvað er komið fram um að Bandaríkin hefðu verið búin að bóka stuðning okkar við þá áður en við gáfum út yfirlýsingu þess efnis, en það líklegast eitthvað fléttað við brotthvarf hersins frá Keflavíkurflugvelli... kannski fengum við að hirða allt draslið eftir þá ef við segðum bara já og amen... eftirá? Hvað um það - Geir fyrst neitar að kannast við að þeir hefðu verið búnir að bóka stuðninginn við okkur áður en það var gefið út og skákar einum degi í frásögn Forsætisráðherra vors - svo segir hann það barsta ekkert skipta máli - getur ekki séð að það komi málinu við - eða neinu máli... Af sjálfsögðu gleypti fréttamaðurinn þetta bara og viðtalinu lauk - enda var hann líklegast búinn að bóka þetta viðtal með löngum fyrirvara og vill ekki blása á hárið á Forsætisráðherra Vorum með ,,dónalegum" spurningum... Legg til að það verði gerð þjóðarsöfnun og að við sendum manninn á námskeið í að koma fram fyrir alþjóð, því hann er jú að vinna fyrir okkur, er það ekki? Og á maður ekki að koma fram við atvinnurekanda sinn af virðingu og vera viljugur til að svara spurningum fulltrúa þeirra? ... mig grunar amk að ef ég svaraði mínum vinnuveitanda svona þá yrði maður fljótlega látinn fara... ...svo er það bara spurningin hvort Sjálfstæðismenn hafi lesið bloggið mitt, því það lítur allt út fyrir að þeir vilji ,,hreinsa út borgarstjórann"... :-) ... gott að vita að einhver er að lesa, annar en mamma og Fríða syss ;-)
(2) comments
(0) comments
þriðjudagur, ágúst 12
Dagurinn í dag...
Byrjaði á skemmtilegri sundstund hjá okkur - GullaNóa var að fá svona kút sem hún getur setið í og fannst henni rosalega gaman að prufukeyra hann - sem og okkur foreldrunum að fylgjast með henni. Svo kafaði hún náttlega eins og herforingi, synti eins og hermaur og reis næstum upp úr balanum sem ég lét hana sitja í á meðan við vorum að sturta okkur... greinilegt að tími þess er liðinn og nú er bara að hafa hana í sturtustól :-/ Svo brunaði ég í Ríkið löngu fyrir h-degi og leið eins og hinum fullkomna róna þegar ég bað um kældan bjór, á virkum degi ...  Svo var fengið sér sígó og bjór ÞVÍ VIÐ UNNUM FOKKANS ÞJÓÐVERJANA! ... ógurlega stolt af strákunum, en þetta kom mér svosem ekkert á óvart, því þegar það er engin pressa á okkar mönnum þá leikum við eins og heimsmeistarar... best að óska þeim alls ills í næsta leik (Alexander Peterson er sko #1 á 1 manns listanum hjá mér!) :-/  Svo kom Heiða okkar í kaffling og horfði smá á leikinn með okkur - held að hún hafi barasta verið happa :-)  Svo fórum við niður í bæ að gefa öndunum brauð og þessi helvítis mávadjöflar gengu svo framm af mér að ég er ennþá með ógeðið upp í hálsi... hélt á einni brauðsneið og var að reyna að henda ögnum til andanna, en fann svo bara þyt í hárinu og allt í einu hélt ég bara á hálfri brauðsneið! Þá hafði eitt ógeðið barasta ráðist á brauðið og skeitti engu um hver eða hvað hélt á því... var alveg með hroll í hárinu í allan dag... ætti að skjóta þessar lirfur með vængi á færi... selja bara veiðileyfi á þá á Menningarnótt og nota peninginn til að kaupa brauð handa greys sveltandi öndunum sem eru við Tjörnina... eða hreinsa hana bara... eða bara hreinsa út borgarstjórann... ?  Því næst fórum við á Austurvöll og hittum fullt af fólki sem við þekkjum, þ.a.m. var hún Alda okkar að skála í hvítvíni og Sprite... mmmm... mjög ljúffengt, svona rétt þegar bjórinn var farinn að renna af mér :-)  Svo var farið áleiðis heim, en við ætlum að grilla með vinum okkar í kvöld og svo er póker með genginu... Úffff....allt of langt og flókið blogg... farin út í sólina ;-)
(0) comments
laugardagur, ágúst 9
Þá veit ég það...
 Dóttir mín er ekki lesbísk, né hommi af sjálfsögðu - en við mæðgur fórum í Gay Pride núna áðan og hef ég aldrei séð barnið jafn fúlt í jafn langan tíma - henni fannst þetta ekkert sérlega sniðugt :-( Eina sinn sem hún brosti var þegar ég tók upp myndavélina en hún er bara orðin svo skylyrt hjá okkur að það bara kemur sjálfkrafa :-) Hún brosti að vísu aftur þegar við fórum til Heiðdísar og Hróa en þau búa svo vel að búa á Bankastræti og svalirnar hjá þeim eru þakið á húsinu fyrir neðan með útsýni yfir bókstaflega allt! Þar hittum við Heiðu okkar, Heiðdísi, Ragga og Kjartan - og það fannst nú dömunni ekkert leiðinlegt! Héldum við svo heim á leið og var ekkert lítið gott að leggjast aðeins í sófann og hvíla lúin bein - enda fórum við líka eldsnemma í sund... svo þetta er búinn að vera heljarinnar dagur og ekki liðinn enn....
(1) comments
Jæja...
 Búin að hlaða inn myndum frá síðustu vikum, en við erum búin að bralla ýmislegt - skal ég segja ykkur! Við fórum m.a. á Klaustur að heimsækja Ragga Geirdal og Heiðu okkar, hittum ÖmmuNóu í Skaftafelli, gengum upp að Systrastapa, búin að fara fullt í sund, einhverjar heimsóknir og í dag á að fara í Gay Pride skrúðgöngu - svo ég hef agalega lítinn tíma til að blogga meira - ætla að njóta dagsins í faðmi familýjunnar en Alli kom heim í gær... eigum þá bara eftir að endurheimta elsta soninn en hann kemur á þriðjudaginn... Góða helgi allir saman og til hamingju með daginn, hommar og lessur :-) P.s. Myndin er ekki af hommum né lessum, en þarna erum við að fara í fjallgöngu að Systrastapa :-)
(0) comments
föstudagur, ágúst 8
Smá mont!
 Daman er bara farin að sitja alveg sjálf og ef hún dettur á hliðina þá er það ógurlega hægt og ber hendurnar fyrir sig. Hún gerði sér líka lítið fyrir og skrúfaði af lokið af varasalva áðan - svo fínhreifingarnar hjá henni eru bara upp á tíu - hún hefur líka gert ,,hvað ertu stór?" en bara einu sinni og þá brá henni örugglega við fagnaðarlætin sem brutust út. Hún hendir líka hlutum frá sér og berast þeir talsverða vegalengd, svo hún kann alveg að sleppa á réttu augnarbliki. Það er svo gaman þegar svona hlutir gerast og persónan að koma í ljós - hún er hroðalega ákveðin og ef hún meiðir sig (sem gerist ekki oft, sem betur fer) þá fer sko reiðivélin í gang - við erum annars mjög heppin með hana, hún er alltaf brosandi og getur dundað sér við að skoða snuðið sitt í dágóða stund og hefur ekki fengið kvef né hita (sjö, níu, þrettán).... Verð síðan að fara að gera myndaskurk - það bíða örugglega 100 myndir eftir því að komast á netið! ... nenni því kannski í kvöld....
(0) comments
föstudagur, ágúst 1
(2) comments
|