mánudagur, apríl 28
Undur og stórmerki gerðust í Mávahlíðinni í gærkvöldi, Alli skralli ákvað að taka til í herberginu sínu og ekki bara búa til gangveg eins og vanalega heldur taka til í alvörunni :-) Þetta byrjaði allt samana á því þegar hann sá Einsa skúra og ég bað Alla um að taka sérstaklega eftir því að þetta gætu karlmenn af og til og að hann ætti að taka sérstaklega eftir hreyfingunum, hvernig hann snéri moppunni í hringi og skolaði reglulega úr henni... þetta fannst Alla alveg stórmerkilegt og greinilega smitaðist af einhverskonar hreingerningaræði... eða var það 500 kallinn sem ég gaf honum sem reið baggamuninn? Eníveis, herbergið er hreint núna... í augnablikinu:-) Batnandi barni er best að lifa. Annars er Alli einn sá mesti karlskúrkur sem ég þekki, það líður mér seint úr minni þegar barnið plammeraði framan í móður sína þegar hún var að deita sætan strák og sagði honum frá því og barnið kom þá með þessa skemmtilegu athugasemd: ,,Já, en mamma... þú ert með svo lítil brjóst!" Þetta er eitt af þessum gullnu augnablikum sem maður gleymir ekki og ég skal sko koma með þessa sögu þegar hann, bólugrafinn á unglingsárunum kemur heim með einhvern flatbrjósta bekkjarfélaga sinn heim til að kynna fyrir mömmu. Heheheh... ég á líka fullt fullt af myndum af honum í baði... og platta sem segir ,,ég elska þig mamma"... tækifærin eru fjölmörg:-)
Annars er fullt á stefnustkánni og maí að verða fullbókaður... ég sem ætlaði að hafa það svo rólegt þá. Bylgja og Rúnar halda upp á þrítugsafmælið sín á miðvikudaginn á Vídalín, þá verður stuð... veit bara ekki hvað maður á að gefa fólki sem er búið að vera saman síðan þau voru sautján, gift og með tvö börn.. eiga allt. Okkur mömmu datt í hug að gefa þeim kajaksiglingu og láta gjafabréf á barnapössun fylgja með... veit ekki. Ekki er hægt að senda mér hugmyndir því commentkerfið er enn í skralli :-( Ef ykkur dettur eitthvað verulega sniðugt í hug er hægt að senda mér emil. Svo erum við að fara á Rauða spjaldið á laugardagskvöldið, hef heyrt ansi misjafnar raddir um það stykki, vonandi verður það ekki kvöl og pína... mamma og Kolli eru að koma í bæinn og verð ég að hafa einhvern tíma um næstu helgi til að sinna þeim aðeins, amk er ég ekki núna í neinni árshátíðarnefnd svo að ég ætti að geta gefið mér eins og tvo tíma með mömmu í Kringlunni... er að vísu að fara í upplestarfrí og ætla að nota það vel :-)
(0) comments
sunnudagur, apríl 27
 You're Cate Blanchett....you can be a great person and have the ability to do many things at once you're loved by your friends and family...
What actress are you? brought to you by Quizilla
(0) comments
Launin fyrir vel unnin verk eru að hafa unnið það
-R.W. Emerson
Já, þvílíkur dugnaður, reglusemi, skynsemi og ég vet ekki hvað og hvað hefur einkennt mína daga síðan ég datt í það síðast og hagaði mér heimskulega:-/ Við Einsi vorum í allan dag að þrífa og iðnaðarmannast eitthvað hjá honum, það var fyndið. Skrolluðum um Byko og þóttumst hafa vit á hlutunum, hann á bara eftir að setja upp vaskinn inni á baðherbergi og þá er það búið:-) Að vísu missi ég hann þá sem daglegan svefnfélaga og það er ekki svo gott:-( Eníveis, ekkert að frétta þannig séð, Svandís er víst komin heim, ég og Ásta ákváðum búningana sem við ætlum að klæðast þegar við dimmiterum en við ætlum að vera nunnur, held að það verði fyndið, er að fara í uplestrarfrí fyrir prófin, búin að læra eins og berserkur, fór á einþáttungaröð hjá Hugleik í gærkvöldi og það var gaman eins og alltaf, sá ótrúlegan hanakambinn á Gunnhildi í dag, horfðum á Ring í gærkvöldi (skáeygðu útgáfuna og mæli ég ekki með henni, þessi bandaríska er mun betri), horfðum á 30 still single á föstudagskvöldið og mæli ég heldur eiginlega ekki með henni, ótrúlega bandarísk en samt hægt að hlægja að nokkrum atriðum, hef ekkert komist á línuskauta um helgina en held að það sem var púlað við þrif í dag bæti alveg fyrir það. Annars er ekkert að frétta.... nema að þetta blessaða kommentkerfi mitt er í skralli eins og vanalega :-(
(0) comments
fimmtudagur, apríl 24
Það er komið sumar, tra la la la la la la la... Gleðilegt sumar allir saman:-) Held að þetta sumar verði gott, spái góðviðri, votviðri, sól, blíðu, rigningu, roki og logni. Allt þetta á eftir að koma í ljós og þá skalt þú muna, lesandi góður að ég hef rétt fyrir mér. Hef alltaf rétt fyrir mér. Vann í dag en náði þó að fara í góðan göngutúr með Sif og Einari Inga, dúdlýdúss í Nauthólsvíkinni. Er að vinna að því að Sif fái sér línuskauta og kynnti henni það sport í dag, nú veit hún allt um muninn á abec 1 og 11, hvernig er besta að renna sér og bara hvað þetta er ógeðslega gaman. Við Árni fórum á 3ja tíma siglingu á línuskautum í gær og hafði ég ekki stigið á þá síðan í haust, datt ekkert meðan Árni skrapaði göturnar... hann er líka alltaf að reyna að vera töffari :-/ Held að Sif ætli að fjárfesta í skautum, amk er Alli að safna og held ég að þetta sé ein besta líkamsrækt sem hægt er að stunda. Get ekki skilið þá áráttu að keyra á líkamsræktarstöð til að fara á hlaupabretti og hlaupa í svitafýlu, horfandi á Friends. Best er að hafa eitthvað skemmtilegt og lifandi fyrir augunum, hreint loft og þú þarft ekki að borga tugi þúsunda fyrir þennan pakka. Getur farið þegar þú vilt og fer ekki illa með liðamót og hné, nema þú dettir. Já, þetta var semsé sporttipp dagsins... og það eina sem ég hef komið með hingað til, kem líklega ekki með fleiri enda eru aðrar íþróttir leiðinlegar, nema veggjatennis.... og blak.... og handbolti, of kors... Hvað er að fólki sem horfir á gólf í sjónvarpi? Hvað er að fólki sem horfir á fótbolta að staðaldri í sjónvarpinu? *hrollur*
(0) comments
þriðjudagur, apríl 22
Guð hvað hann Finnur minn hjá ME er mikil dúlla, haldiði ekki að hann ætli sjálfur prívat og persónulega að hjóla í hann Eyjólf skólameistara hjá FAS og kennara minn í Landafræði og telja hann á að Sigga litla fái að taka prófið :-) ekki það að ég eigi ekki að fá það, karlinn er bara í einhverri fílu og er að láta það bitna á mér... það má ekki gerast. Annars var voða fínt að mæta til vinnu í dag, lá við að maður væri farin að sakna vinnufélaganna og hvað væri að gerast í þeirra lífum, hver gerði hvað með hverjum um páskana... þetta vanalega. Helgi nýkomin frá Höfn og útlöndum og ekki er ég enn farin að fá neitt nammi, eða toll... skil ekki hvað er að gerast. Annars erum við að spá í að fara að skella okkur á kajak í Hvalfirðinum fljótlega, ef Úffi kemur ekki bráðlega til landsins verður farið samt sem áður, syndir sem ósyndir... Er annars að rembast við að klára að gera fleiri verkefni í uppeldisfræðinni, er komin að þeim kafla þar sem barnamenning er hífð til skýjanna og er leiðinlegt að vita til þess að maður hefði getað bjargað geðheilsu barnsins síns með því að rækta þá eiginleika aðeins meira... en svo lærir sem lifir :-)
(0) comments
mánudagur, apríl 21
Já, tók mynd af Alla þegar hann fann loks eggið sitt (n.b. eggið hans EKKI mitt!), máluðum önnur egg og höfðum það yfirhöfuð mjög notalegt...
(0) comments
Omg... var að setja í buxnavél.. sem er ekki í frásögur færandi, nema það að ég fer eitthvað að skoða gallabuxurnar hans Alla og ber þær eitthvað við mig, prófa að máta og haldiði ekki að kerlingin komist í þær OG geti rennt upp? Ef þetta er ekki merki um að barnið manns sé að vaxa úr grasi þá veit ekki ég ekki hvað... auk þess vorum við eitthvað að tala um að kaupa handa honum línuskauta í dag og ég fer eitthvað að skoða skóna hans... 39 takk fyrir! Er að spá í að láta ,,barnið" fá bara mína skauta, enda eru þeir ekki nema númer 41 og hann ætti að passa í þá í næstu viku, eða svo :-/
(0) comments
Ummm..... þetta hefa nú verið meiri nammi og afslöppunar páskarnir :-) Mikil gleði greip mig þegar lærdómnum lauk og ákvað ég að fara niðrí bæ og fá mér einn öl, svo er maður bara búin að liggja í algerri leti... enda á maður að gera það í fríum... ekkert vesen, bara efslappelse. Afrekaði að elda góðan mat í gærkvöldi... ekki það að ég eldi ekki alltaf góðan mat, hann var bara margréttaðri en vanalega. Splæsti á okkur símtali við Frakkland í gær og þar var mér tjáð af húsráðendum að ekkert gos væri drukkið, ekkert nammi borðað, ekkert áfengi teygað né sígarettur brenndar. Mikið dáist ég að þeim skötuhjúum... Við Alli þvoðum bílinn í dag og verðlaunuðum okkur með vídejóglápi á eftir, ætlaði að sýna honum Life of Brian, en það hafa greinilega allir ákveðið að rifja upp um hvað þessir páskar snúast og engin slík mynd inni, því tók ég bara Meaning of life... ekki alveg eins góð en samt...
Kommentkerfið í rusli hjá mér og vonast ég til að geta biðlað til Gumma um að laga það:-) Plíííísssss......
(0) comments
laugardagur, apríl 19
Arg.. er alveg brjáluð út í kennarann minn í landafræðinni. Þrufti að fá frest á verkefni einu vegna þessarar blessaða uppskurðar, talaði um það við hann og allt virtist vera í orden. Svo átti að vera próf úr þessu verkefni og öðru sem ég skilaði inn og fékk glimrandi einkun fyrir, en prófið kom aldrei... ég asúmaði bara beint að hann myndi senda mér fyrst þetta verkefni, því prófið er jú byggt á því. Svo er ég búin að blogga og blogga um að fara að fá þetta verkefni og sendi honum loks beint tölvupóst... þá fæ ég í hausinn að ég sé að sýna viðbrögð heldur seint og að ég eigi bara að bíta í það súra epli. Svona er nú fyrir neðan allar.... ef hann kemur í veg fyrir að ég útskirfist, brýst ég inn til hans og skít í sængurverinn! Andskotinn... Það er ekki eins og ég sé kki búin að vera að leggja mig fram. Grunar að hann lesi ekki bloggið sem hann lagði svo mikla áheyrslu á að við notuðum :-/
(0) comments
föstudagur, apríl 18
Við Kollý áttum heilsusamlegan göngutúr niðrí bær í gærkvöldi og kom það mér á óvart hvað það voru margir á fyllerýi... þessi blessaða þjóð söm við sig:-/ En nú skal tekið á lærdómnum með hörkunni... ekkert múður Sigríður, engin heima nema þú í augnablikinu og hef ég svona einn dag til að gera uppeldisfræðina, og er það þjóðhagfræðin á morgun svo ég getir átt sunnudaginn í fríi með Alla skralla og átt venjulega páska:-) Mikið verð ég glöð þegar þetta er búið<:-) Annars er lítið að frétta, horfðum á sjónvarpið langt frameftir nóttu, í móki og svo var sofið í tólf tíma samfellt.. ekki amalegt það. Föstudagurinn lllaaannngggiiiii í dag, hann byrjaði ekkert fyrr en um tvö, þannig að ég býst við að hann verði ekkert svo sérstaklega langur... verður kannski meira svona leiðinlegur, enda er ég að kryfja alskonar stefnur og áhrifavalda í uppeldisfræðinni... Freud bankar upp á einu sinni enn og ég sem hélt að ég hefði tekið hann fyrir í sálfræði í denn.
(0) comments
fimmtudagur, apríl 17
Vík frá mér þynnka! Eða þvinnka eins og hún er oft nefnd... fór í slúttpartý hjá Hugleik í gærkvöldi því var ekkert farið snemma að sofa:-/ Svo kom Fríða syss með stóðið sitt fyrir ellefu en ég gat ekki haldið meðvitund, rétt náði að hella upp á kaffi. Það er best að ljúka páskadjamminu snemma af svo maður geti farið að læra eitthvað af viti. Við Kollý ætlum núna að fara í labbitúr niðrí bæ... svo er best að byrja að læra.. eða kannski bara á morgun? Það er svo gott veður og gaman að vera til :-)
(0) comments
miðvikudagur, apríl 16
Martröð allra mæðra rættist í dag... ég og Bjössi sátum í stofunni að drekka kaffi og spjalla um lífið og tilverunna, dettur þá ekki Alla í hug að sýna pabba sínum bréf eitt sem jólasveinnin skrifaði honum og þar var það semsé skjalfest að mamman hrýtur óskaplega mikið. Alla finnst þetta vera stórmerkilegt bréf og staðfestingu á því að jólasveininn er í raun og veru til... eníveis, ég sá að hann stefndi á náttborðsskúffuna mína og hrópa ,,Nei!!!" og held að hann hafi af sjálfsögðu hlýtt... spjalla meira við Bjössa... kemur þá ekki krakkarassgatið fram með Eggert minn og vill endilega fá að vita hvað þetta sé, ræsir hann og hefur á hinum ýmsustu stillingum,. Svipurinn á Bjössa! Fyrst fraus hann, eins og hann vissi ekki hvað þetta var... svo kom skelfingarsvipur sem var fylgt eftir með grettu og loks hláturskasti. Ég gat ekkert sagt, enda lá ég í gólfinu, emjandi og reyndi að skríða undir sófaborðið og óskaði þess að þetta væri ekki að gerast:-& Þegar ég loks gat sagt honum að þetta væri tæki sem konur notuðu til að fá fullnægingu þá kúgaðist barnið, hljóp inn á bað og þríþvoði á sér hendurnar.. sprittaði á eftir en var alltaf að líta á hendurnar á sér, eins og þær tilheyrðu honum ekki lengur:-) Við Bjössi gátum þó rætt við hann um þessa hluti, en Alli er á þeim aldri að allar stelpur eru ógeð, ljótar og hann vill ekkert með þær hafa, kynlíf eitthvað forboðið og alltaf lítur hann undan þegar fólk kyssist á skjánum og segir ,,bannað innan 9 ára". Veit ekki hvort þessi reynsla hans hafi eitthvað hjálpað til við að losna við þessa fordóma...
(0) comments
Nýji Massiv Attakk diskurinn rokkar feitt.. takk Jonni :-) hís a steyjer in mæ pleyer....
(0) comments
þriðjudagur, apríl 15
Kollý var svo frábær að bjóðast til að lána mér húfuna sína og er ég að spá í að taka hana á orðinu... skil ekkert í henni mömmu að ætla að gefa mér svona hlut sem mar notar einu sinni, fer svo ofaní kassa og er bara fyrir þegar maður er að flytja... því ætla ég bara að þakka pent fyrir mig, þiggja boðið hennar Kollýar og biðja mömmu frekar um að bjóða mér út að borða á Egs... Annars kom Kollý og Óðinn í smáheimsókn í kvöld og einnig Sigurhans... Kollý með sína ljúfu nærveru, Óðinn með áhuga á tölvuleikjum og Sigurhans með pákskaegg... alltaf gott að eiga góða að. Annars fannst mér hálf fyndið hvað Alli sinnti Óðni vel, því venjulega finnst honum börn sem eru yngri en hann vera leiðinleg en ekki Óðinn... lék sér við hann og gaf páskaegg... batnandi barni er best að lifa. Svo er það bara læknir á morgun, förum til Stefáns yfirlæknis hér á Hlíðastöðinni en hann ku vera læknirinn sem sendi mig í liðþófaaðgerð eftir að aðrir lækanr á Höfn voru búnir að dæma kvalirnar og stirðleikann í löppinni á mér þegar ég var 14 sem kerlingarvæl og slæmann snéring... snúing... hef fulla trú á honum... hann reyndi líka mikið að ná kjétbeini einu úr hálsinum á mömmu og kallaði að lokum á sjúkraflutningavél þegar honum hætti að lítast á blikuna. Já, ég ætla að trúa og treysta þessum gæja, enda var ég hjá honum um daginn að fá fjölnota lyfseðil og hann tók fleiri próf en hann þurfti og vildi bara spjalla um hitt og þetta, gaf sér tíma og var alveg með hugann við verkið. Heimilislæknirinn minn er víst í ótímabundnu leyfi frá störfum, en hann er alveg mega fyndinn. Hann er með húmorinn á réttum stað og kann alveg að spaugast... sem er mikill kostur þegar glímt er við erfiðar getnaðarvarnir og öll sund virðast lokuð:-) Annars finnst mér að allir læknar ættu að fá tilsögn í húmorískum aðferðum við að kljást við sjúklinga sína... hvað er betra en að heyra þegar maður hringir í þá en: ,,Já, sæl... ert það ekki þú sem ert alltaf á túr?" eða vera í fjárans stólnum og hann segir ,,Já, Andrés Önd.. ég var einmitt að ganga í klúbbinn, fékk einmitt tölvupóst frá þér í gær.. viltu aðeins hjálpa mér að halda við hérna?" -,,Ha.. hva.. já, ekkert mál, velkominn í klúbbinn.. eða á maður að segja velkominn í klobbann?" ha ha ha ha ha... mikið var það fyndið augnablik...
(0) comments
Úff... var að fá bréf frá ME, þar sem nýstúdentar eru minntir á ýmis praktísk atriði... fékk hroll og smá sjokk þegar ég sá að þetta húfutetur kostar sexþúsundkall!!! Hvað er það eiginlega? Er hún gerð úr gulli, silki eða snerti Jesús þessar húfur? Hneyksl! Og af sjálfsögðu bjallaði ég í mömmu til að hneykslast... en neinei.. þú skalt kaupa þessa blessuðu húfu, við mætum á staðinn og ekkert múður! Svo að núna erum við að reyna að finna sumarbústað á Einarsstöðum og ég þarf að redda mér fríi til að geta sett upp þessa blessuðu sexþúsundkrónahúfu... rosalega verð ég ánægð þegar þessu öllu er lokið... finnst ekki eðlilegt að vera undir stöðugum lærdómsþrýstingi, fyrir utan að vera bara venjuleg manneskja sem er að vinna vinnuna sína og reyna að ala upp barn. Fæ alltaf slæma samvisku þegar við Alli erum í fjölskylduleik... og rosalega verður gaman að geta farið í Nauthólsvíkina eftir vinnu í sumar og lesið bók mér til skemmtunar, eða bara sleppt því:-) uummm.... sumarið.... nammi.... er að hugsa um að láta það líða hjá í hitamóki, með dash af sólbruna og miklum freknum.... mmmmmmm....
(0) comments
mánudagur, apríl 14
Ævintýrið er innra með þér-ekki umhverfis þig
David Grayson
Jájá... miklu ævintýri er lokið og ég býð næsta velkomið. Ég á víst að gera grein fyrir kærastanum hennar Heiðu... humm... látum okkur nú sjá... og reyna að muna. Eitt stendur upp úr en það er hvursu góðum húmor þessi maður er gæddur, óaðfinnanlegan spéfugl sem hæfir Heiðu vel. Hann er greinilega skotinn í henni og hún í honum,... tíst tíst og fuglarnir syngja... þrekinn, dökkhærður og með fallegt bros.. rausnarlegur og kann að slá fram vísukorni = góður gæji. Við semsagt urðum þess heiðurs aðnjótandi á laugardagskvöldið (eftir leiðinlegurstu árshátíð í heimi og skrítnasta patrý sem ég hef farið í) að hitta Heiðu og kærastann á Kaffi Kósý, þar var drukkið og ruglað hægri vinstri og er næsta víst að ég kem ekki til með að blogga eitt né neitt um þann skandal:-/ Þetta var amk feitt djamm, reyndar með þeim skemmtilegri sem ég hef farið á lengi lengi og endaði ekki fyrr en undir morgun. Sunnudagurinn var erfiður, var að hjálpa til í fermingarveislu, glær og ekki alveg með fullri meðvitund, þurfti að vísu ekkert mikið að gera, bara sjá um kaffið og fylla á hlaðborðið.. en þyrfti að sjæna mig til og koma mér á staðinn... það var erfitt:-/ Þessi fermingarveisla var alveg ágæt, Bjarni vinnufélagi minn hélt svo fallegt tal til dóttur sinnar og tældi hún veislugesti í asnalega leiki (appelsínudans og fl.). Ég er búin að ákveða að ef Alli vill fermast verður það stuðveisla með páskaeggjaleit og skemmtilegheitum... ekkert leiðinlegt drasl takk fyrir. Fólk á eftir að segja í næstu fermingu/brúðkaupi/jarðaför ,,já, takk fyrir síðast!"
Systir hans Alla fékk nafn á laugardaginn, Gunnhildur Karen varð fyrir valinu og hef ég ekki hugmynd um hvort þetta er í höfuðið á einhverjum eður ei... Gunnhildur Karen... GK.. Gunnsa Ká... Hilda Ren... Ja, nafnið býður upp á marga möguleika, veit ekki hvað þau kalla barnið, verð að fara að fá Bjössa í kaffi svo maður viti svona hluti :-/ Alli gaf henni ekki neina skírnargjöf og finnst mér það asnalegt, ég ætlaði að láta hann gefa henni hálsmen, hring eða eitthvað en ekkert varð úr því... æji, er það ekki í verkahring Bjössa að sjá um slíkt? Ég veit að þegar/ef ég eignast annað barn þá fer ég ekki að ætlast til að Bjössi sjái um að láta Alla færa barninu skírnargjöf.. því sef ég með hvíta samvisku.
(0) comments
laugardagur, apríl 12
Fegurð er vald, brosið þess brandur
-Charles Reade
Hvernig dettu fólki í hug að fara að bora í vegg klukkan níu á laugardagsmorgni? Hélt að það væri bannað með landslögum að vera með h-vaða fyrir klukkan tíu... að vísu vaknaði ég klukkan sjö því ég hafði ekki verið full í gærhvöldi. Fékk mér moggann, ferskan ananas og eplacider í morgunmat og skreið svo aftur upp í rúm og ætlaði að sofa fram til kl. 11 amk... en neinei, Bubbadýrkendurnir við hliðina á mér fengu þá stórsnjöllu hugmynd að fara að bora í vegg>:-( Helvítis... æji, það er allt í lagi, þá get ég stokkið í ljós og horft meira á fínu neglurnar mínar. Setti á mig gervineglur í gærkvöldi, sem gekk frekar brösulega, því ég límdi hendina á mér við andlitið oftar en einu sinni og þurfti margoft að rífa puttana í sundur. Þegar öllu var lokið var tungan á mér fóðruð með lími, lím á hökunni og barasta út um alla lófa... ekki í góðri þjálfun með svona lagað. Annars var gærkvöldið svo frábært, því eyddi ég með sjálfri mér sem var alveg kærkomið því maður þarf af og til að vera bara einn, aleinn og helst ekki svara neinum síma, né dyrabjöllum. Þá er eins og manns innri kona komi í ljós og dansi djassballet með ytri sjálfinu sem fær nýtt lífsgildi og sjálfsvitund:-) Horfði á kerlingarnar í Jackass í gærkvöldi í Djúpu... þeir eru nú meiri smápíkurnar, áttu að gæða sér á sviðahausum.. .neinei.. það var of grós og gubbuðu bara yfir matinn sinn, svo áttu þeir að borða h-karl.. neinei.. of grós... gubb í glas... þeir gátu ekki einu sinni bragðað á íslensku brennivíni almenninlega:-( Kerlingaróféti... það var sssvvvooo fyndið að sjá hvernig þátturinn var þýddur, því þeir af sjálfsögðu töluðu ensku og því ekki hægt að hafa þáttinn í beinni útsendingu og nauðsynlegt að texta hann fyrir gamla fólkið á Grund... ekkert dónaorð var textað, heldur bara talað um reiðmennsku og sólhattaát (fuck-drugs)... maður kann að meta íslenska karlmenn eftir þetta enda völdu stelpurnar tvær í Fegurðarsamkeppni Íslands engan af þeim og vildu ekki sjá það að fara að deit með svona fíflum... geta ekki einu sinni borðað svið! Hneyksl!!! Einn af þeim var svo útúrstónaður... reyndar örugglega allir á einhverju... djöfuls aumingjar>:-(
Heiðdís snúlla var svo mikil dúlla að lána mér kjól fyrir kvöldið, þrátt fyrir að ég hafi aldrei farið á árshátíð hjá Decode þá vil ég ekki mæta í neinu gömlu....stundum verður bara kona að fá e-ð nýtt, þrátt fyrir að það sé bara í smá tíma eins og hjá Öskubusku:-) Skrapp aðeins í örlítinn kaffidreytil til hennar í gær (hún er með gervineglur og þaðan kom hugmynd djöfulsins) og átti mjög svo gefandi stund með henni og Gabríel, syni hennar... omg.. hann er svo mikið krútt, hálfur Portúgali og með augu sem segja ,,þetta eru stærstu, brúnustu og fallegustu augu í heimi".. gling.. gling.. hvernig væri að opna sæðisbanka með sulli út spanjóladrengjum og portúgölum? Þetta eru bara fallegustu börn í heimi... fyrir utan eigin afkvæmi, en það finnst öllum mæðrum. Heiðsís á eftir að standa í ströngu þegar hann kemst á unglingsárin, það eiga eftir að vera biðraðir fyrir utan heimi hennar... sverða:-) Þetta nafn fer honum líka svo vel... ég á einn frænda sem er eins og ekta básúnuengill, lítill, þrýsinn og með englahár (hvítt og í slöngulokkum) og hann heitir Myrkvi Þór... svolítið afstætt...
Vonast til að getað smellt eins og einum kossi á kinn Svandísar í dag, hún er að fara til Frakklands á morgun :-( gud for hör, bed for ös...
(0) comments
föstudagur, apríl 11
Kollý var að fá stórsniðuga hugmynd! Hahahahha....
(0) comments
*roðn*mar fer nú bara hjá sér:-/ omg... er bara með hjartslátt enda ekki mikið um að það sé skrifað svona fallega ummann á opinberum vettvangi. Speglaða, Silla mín!
(0) comments
fimmtudagur, apríl 10
Nóttin liðin og við höfðum það af... engin dauður:-) Aftur á móti hrjáir mig óyfirstíganleg þreyta... langar mest til að byrja í páskafríinu í dag og sofa í marga marga daga. EN... það þýðir víst ekki að óska þess... fimmtudagur runnin upp með sinni grámyglu og hækkun í AÖ, verð því að vinna langt fram á kvöld og klára þetta viðbjóðslega lýðfræðiverkefni fyrir Landafræðina... og sofa... og taka til í herberginu hjá Alla... og fara snemma að sofa... verð síðan að fara að huga að málingarvinnu um páskana. Annars er ekkert að frétta, veit ekki alveg af hverju ég loggaði mig inn... nennti bara ekki að borða h-degismat:þ
(0) comments
miðvikudagur, apríl 9
Helvítis djöfull... var að rífa fram taukörfu eina í svefnherberginu mínu til að hliðra til... er þá ekki ógeðskonuló þar á bak við!!! Er sjúklega sjúklega hrædd við þessi kvikindi og tel alltaf að þau ætli að drepa mig, geti stokkið á mig, orðið ósýnileg og kyrki mig í svefni :-/ Þetta er rugl, bull og á ekki við nein rök að styðjast, ég veit það alveg en alltaf grípur þessi ofsahræðsla mig. Ég og Alli slógumst einu sinni í tvo tíma við eina uppi í sumarbústað og munaði minnstu að ég æki beina leið í bæinn.. .en með miklum klókindum og úrræðasemi náðum við að drepa hana og helginni því bjargað. Þetta kvikindi núna var brúnt og gat hlaupið hratt.. því greip ég Fréttablaðið og brúkaði það til að murka úr henni lífið... sörvæval of þe fittest, það er fyndið að finna frumhvöt grípa sig svona, drápsæðið alveg að drepa mann og adrenalínið á fullu... núna þori ég ekki inn í herbergi... hver veit nema hún vakni upp, feli sig á ný, safni eitri og stingi mig í nótt? Sem betur fer deili ég ekki ein rúminu svo ef Einsi er andvana í fyrramálið þá veit ég að þetta er konguló dauðans :-(
(0) comments
þriðjudagur, apríl 8
Í stöðugum meðbyr sljóvgast sál
-Grímur Thomsen
Je, ég er ekki búin að setja neina visku í byrjun pistils í langan tíma... hreinlega til skammar :-( Ástæða þessarar visku er fjármálamótstreymi... var að klára skattskýrsluna mína og sá að ég er tekjulægri og skuldsettari en áður, helvítis bull í Dabba Dúsk að mar eigi meir pjéning en áður. Er mikið að spá í að kúka á kjörseðilinn minn í maí og skila þannig inn, kannski með vísutetri á... hummm... Er ekki til í að styðja Djé, ekki heldur Ess, Vinstri grænir eru svo leiðinlegir og auk þess á móti öllum sköpuðum hlutum, Frjálslyndir eru of frjálslyndir og þetta Nýja afl er kannski ekkert svo nýtt? Æji... veit ekki. Ég held í vonina að ég muni vitrast stjórnmálalega séð... en þegar maður er nýbúinn að skila inn hinni árlegu naflaskoðun á tekjum manns og sér engan árangur á erfiðinu þá býð ég ekki Dabba í mat á næstunni, ekki nema kannski fljótandi Laxerolíu og Salmíak.
Eftir mánuð verð ég búin í skólanum og orðin löggildur stúdent! Jibbí jeyj... Siggalára var að benda á það á sinni síðu að það eru 10 ár síðan þau öll kláruðu... ég rétt að ná í land núna... ég get ekki séð mig í anda fagna 10 ára stúdentspróflokum með krökkunum/börnunum sem ég er að klára með... he he he... er að spá í að biðja Ólöfu á skrifstofunni um að senda mér bara skírteinið. Ömurlegt.
Þetta helvítis skattframtal fór alveg með mig... er komin í bilað skap... $#&"$/"$&#!%#!&!/!$&!$!#$&!%/$"#%!.........
Dabbi hann er drulludeli,
lýgur, svíkur, stelur.
Hver vill botna?
(0) comments
mánudagur, apríl 7
Hóm at last:-) Ég hætti í fyrra fallinu að vinna í dag til að mæta í árs ammælisveislu hjá Signý Pálu, sem er dóttir Kiddýar og Palla (fyrrv.tengdafólks) og þaðan valt maður út eins og vanalega... þetta eru einu bestu kokkar sem til eru á þessu landi. Ég hef aldrei kynnst öðru eins, enda af miklu matarfólki komin og svona gourmei-fílingur svífur yfir vötnum hjá þeim alla daga. Þarna var tvídekkað hlaðborð, annarsvegar fyrir börn (mmm... ég hélt að það væri fyrir okkur fullorðna fólkið og slefaði óspart) og hinsvegar fyrir þá sem vildu gæða sér á ofnbökuðum sjávarréttum, pæjum, heimabökuðu snittubrauði með allskonar gúmmelaði og ég veit ekki hvað og hvað... semsé, þarf að muna að mæta ekki mikið svöng til þeirra næst... eða kannski að muna að mæta mjög svöng til þeirra næst:-) he he he...
Nú þarf ég að huga að því að finna einhvern góðan iðjuþjálfa fyrir Alla minn (sem er bæ þe veij í 3ja daga tölvustraffi eftir slæma hegðun í fermingareislunni í gær). Sundkennarinn hans hafði samband og vildi að ég færi með hann, því honum gengur svo illa að synda, samhæfingarnar alveg í klessu en barnið stútfullt af vilja til að gera betur, eða amk alveg eins og hin, en hefur ekki burði til þess :-( Því ræddi ég þetta við Bjössa, sem er algerlega ósammála mér í þessu, sem öðru. Honum finnst ekkert vera að og fyrst hann komst frá sinni barnæsku óskemdur þá ætti Alli að gera það líka. Ég er ekki sammála og hefur þetta verið orsök mikilla rifrilda okkar á milli. Honum finnst skólakerfið vera of greiningarglatt, ég er að vísu sammála honum að sumu leyti þar, en þegar 9 ára ban manns á í erfiðleikum með að synda og skifar eins og 5 ára ennþá þá er eitthvað að og ég vil ekki loka augunum fyrir því. En...svon´a eru jólin...
Næsta helgi átti að verða hin mesta letihelgi, en þá var mér boðið á árshátíð hjá DeCode og Bjarni Þorsteins bað mig um að hjálpa sér með uppfartið í fermingarveislunni sem hann er að halda á sunnudaginn, semsagt djamm og þunn í fermingarveislu.. .hljómar eins og síðasta helgi, nema hvað ég er ekki í árshátíðarnefnd þetta sinnið og verð aldrei aftur!!! Hana nú!!! Verð að fara að taka mig á í lærdómnum ef ég á að útskirfast í vor, var að skoða próftöfluna hjá ME og sé að ég á að vera þar í prófum 3, 8 og 9. maí... finn á mér að ég verð ekkert þar að taka þessi próf. Afþökkunartímabilið að hefjast og 8 er á fimmtudegi (helgur dagur)... því þarf ég líklega að biðja til FÁ aftur og fá að taka prófin þar... þ.e. ef ég má það... verð að fara að skila einhverjum verkefnum til að það sé mögulegt;-/
Annars dauðlangar mig til að fara að nornast með stelpunum... þegar vorið er í lofti, Lóan komin og brum komið á runna þá er kominn tími til að fara að kukklast eitthvað, ekki satt?
(0) comments
sunnudagur, apríl 6
Þetta varð síðan ekkert svo slæmt.. lukkaðist svona líka ljómandi vel og fólk að koma og segja að þetta hafi verið besta árshátíð ever!!! Veit ekki hvort þeir aðilar voru bara að smjaðra, en það var mikið hlegið að öllu og kom töff út. Ég held að við í nefndinni, veislustjórarnir og Brynja getum alveg verið sátt við útkomuna... sem betur fer:-) Við Ásta fórum að vísu snemma heim, en ég var búin að skipa Gullfossi og Geysi að spila til amk þrjú í nótt fyrir liðið, en heyrði þá að þeir dræpust svo oft í vinnunni... einmitt um þrjúleitið... þannig að ég býst við að gleðin hafi runnið sinn síðasta söludag þá. Það sem drepur mann ekki , styrkir mann og allt er gott sem endar vel osfr. Það var annars merkilegt þegar ég var að kynna Ástu þá asúmaði fólk alltaf beint að ég væri komin út úr skápnum... svo hló það eftirá... en við Ásta vitum betur...
Jájá, svo er það bara næsta partý... .sem verður akkúrat í kvöld. Fermingarveisla kl. 18:30... omg. Ég þarf einhvernveginn að múta barninu mínu til að koma með, hann þolir ekki svona happening... ekki ég heldur en ég kemst engan vegin hjá því... og hann ekki heldur. Fríða syss og hennar fylgifiskar koma á eftir og þá er eins gott að vera búin að strúka síðustu partýleifarnar í burtu og búa sig undir formúluna...Fríða hefur þann ókost einan að vera mikill Ferrari aðdáandi sem og öll hennar fjölskylda, Alli heldur líka með Ferrari og ég er viss um að Bjössi gerir það líka, Sif heldur með Ferrari... mikið að þessi Liverpool-liði þeim megin... ætli það sé vegna þess að þetta er sami liturinn og það er víst best að vera ekkert að gera hlutina of flókna? Ég stend í þeirri meiningu, enda Liverpool og Ferrari afskaplega leiðinleg lið. Ég er semsagt McLaren og Mancester United... annars væri þetta of einsleitt í fjölskyldunni... alltaf gott að vera á móti öllum :-)
(0) comments
laugardagur, apríl 5
Sjitt... sjitt.. .sjitt... sjitt.... þessi dagur ætlar að verða með þeim eftirminnilegri... Súlnasalur bókaður undir Samfylkinguna til klukkan fimm, Þú og Ég ekki að mæta, heimildin mín dottin út, Helgi týndi kortinu sínu (sem hann reyndar var að finna aftur), Iceland Express að svíkja okkur með utanlandsferðina í happdrættinu, heimilið mitt ónýtt, Ásta ónýt og var að vakna, ég ónýt og allt eitthvað svo í klessu.... andskotinn..... á alveg eftir að sjá þetta kvöld gera sig... kransar og blóm vinsamlegast afþakkaðir og erfidrykkjan verður haldin á Hótel Sögu í Súlnasalnum kl.19:00... djísess....
(0) comments
fimmtudagur, apríl 3
Jess... ég var að fá tölvuna mína úr viðgerð og uppfærslu! Nú er ég komin með Windows 2000, en ég var með ´98 NT drasl... vélin hafði ekki verið vírisvarin, né eitt né neitt í þrjú ár svo það var aldrei hlaupið að einu, né neinu með neinu...þessi elska. Hún hafði þó sinn persónuleika, sem er farin núna:-/ En hvað gerir maður ekki fyrir nýja uppfærslu af Windows? Að vísu klúðraði ég einu BIG TIME:-( Valdi (Nýherjagaur) sem gerði við tölvuna hringdi og eitthvað..,,er eitthvað á harða disknum sem þú vilt halda upp á?" ég bara eitthvað:,, neinei, öll námsgögnin mín eru í kerfisleigunni hér í vinnunni og allt seif þar." Hann: ,,Já, þá fer ég bara með þig eins og mig sýnist..." ég:,,þú hugsar eins og allir karlmenn hér á höfuðborgarsvæðinu!" hahahahaha.... svakalega fyndið... nema það að heimska ég gleymdi að ALLAR MYNDIRNAR MÍNAR voru í Kodak-möppunni á harða drifinu!!! Grenj!!! Nú er það eina sem ég á á vefnum... alllt annað farið.. og ég sem átti alltaf eftir að klára að setja afmælið hennar Sifjar á vefinn... þar sem sumir voru pissublautir (eftir að Helgi hellti niður svona fimmta bjórnum) og við öll að dansa eins og unglingar... væl og hneyksl.... Jæja, þýðir ekkert að gráta það:-)
Við Alli fórum áðan út að borða á Pitsa Hött til að fagna starfsammælinu mínu, það er annar í starfsammæli í dag og barnið mitt verður líka að fá að njóta þess:-) Þrátt fyrir að ég hafi oft ekki verið sátt við þjónustuna þarna þá er gráðostapitsan þarna alger killer... ég er alveg að ná henni hérna heima í ofninum mínum... alveg að koma:-)
Uppgötvaði tæra snilld í gær... einhver ofur rakvél sem rakar betur en allar aðrar... enda er hún með þreföldu blaði og sveiganlegum haus:-) Gilette Venus for Women... kostar að vísu aðeins meira en þetta einnota drasl en borgar sig áræaðanlega. Hafði ekki getað rakað á mér lappirnar síðan viku fyrir aðgerðina, þannig að mér veitti ekki af slátturvél með mér í baðið.. he he he... Náttúruverndarsamtök Íslands vildu að ég færi í umhverfismat... ha ha ha... neinie.. mar má ekki alveg missa sig í spaugelsinu, best að halda smá virðuleik.
Árshátíðin fór næstum í vaskinn áðan, frá mínum bæjardyrum séð... Alli átti að vera hjá Agli en þá kemur í ljós að leynilögreglan er líka með árshátíð þetta kvöld og Guðmundur (pabbinn, sem ég feli áfengis- og fíkniefnaneyslu mína fyrir :-) ) er í sinni árs-h-tíðanefnd:-( Góð ráð dýr og var ákveðið eftir nokkra neyðarfundi, bögl og röfl að Alli færi til pabba síns á laugard.kv og Alli í næturgistingu til Egils á föstudagskvöldið.... þá er ég óvænt laus þá um kvöldið... hhhummmm.. vott tú dú?
(0) comments
miðvikudagur, apríl 2
Úúúú.. já... ég á fimm ára starfsammæli í dag! Fékk af því tilefni þrjú skáldverk HL að gjöf og ammælissöng:-) Nú vantar mig bara bókahillur... er einhver þarna úti sem vantar að losna við sínar hillur? Úúúú... já.. græddi líka einn auka frídag... Mikið er nú langt síðan Svandís reddaði mér atvinnuviðtali við Eddu og Hönnu Þóru... þá var ég bláfátæk einstæð móðir sem lapti dauðann út skél... og hún með Þórarni og eitthvað að skólast, var það ekki?
(0) comments
Jæja, jæja, Sæja pæja.... nú er vélin mín í alhliða uppliftingu, hann Valdi kaldi hjá Nýherja er að taka hana í gegn og því neyðist ég til að nota vinnuvélina mína á Suðurlandsbrautinni... kem ekki til með að hafa þetta langt að þessu sinni, enda er ég tæknilega séð að vinna. Held samt að Andrési sé sama... hann er nú svo yndislegur.
Fór í bíó í gærkvöldi að sjá 1. apríl.. stórgóð mynd gerð fyrir lítinn pjéning en mikinn metnað... samt ekki verið að taka sig of h-tíðlega. Fangor fór hreinlega með leiksigur, sjaldan séð manneskju svona sannfærandi nývaknaða og úfna, ringlaða en samt með allt á hreinu. Til lukku... nú er bara að komast oftar í S&Hör og þá er þetta komið:-) Svo var Einsi líka að leika mjög sannfærandi bissnesskall, konan hans var að halda fram hjá honum og fara illa með hann... sakleysinginn... þetta var allt saman bráðsniðugt og vel gert:-) Haukur á hrós skilið fyrir þetta framlag sitt, og eins og Fangor benti á, myndin frumsýnd úti á landi og það kemur ekki til með að kosta nema 750,- á hana! Allir á Fyrsta apríl!!!
Annars er árs-h-tíðarstress alveg að drepa samstarfsfólk mitt... eða þetta er komið á ,,ertu búin að finna þér kjól"-stigið. Er amk búin að negla Áslugu til að gera eitthvað við h-rið á mér á laugardaginn.. vona bara að ég finni mjér kjól.... það versta er að maður gerir yfirleitt svo mikinn skandal af sér á þessum mannamótum að það muna allir eftir því í hverju ég er/var.. eða það heldur maður amk... get amk ekki verið í síðkjólnum sem ég var í þegar það leið yfir mig fyrir framan Frú Steingrím Hermannsson, né í kjólnum sem ég var í þegar ég tók frönsku aríuna... var í bláu fötunum mínum á síðustu árshátíð, en þá kom Svandís með mér.... hummm... man ekki kvort við gerðum eitthvað af okkur... grunar lúmskt að ég hreinlega neyðist til að finna mér e-ð.... var líka að tala við Bjarna hjá S&H og þeir ætla að koma upp úr kl. 23 og taka myndir.... eins gott að vera ekki dauður inn á klósti þá!!! he he he....
(0) comments
|
|