föstudagur, ágúst 29
Og enn meiri tiltekt....
Haldiði ekki bara að yfirnorn vor sé ekki barasta byrjuð að blogga undir eigin nafni og frá sama hjarta :-) Til lukku með mín kæra... hlakka til að fylgjast með öllum sköndulunum sem gerast í kjallara yðar og á fleiri stöðum.
Þar sem þetta kommentkerfi mitt, eins blessað og það er, er handónýtt auglýsi ég hér með eftir uppástungum um ný. Veit að það er til ógrynni af þessu drasli...
Það lýsist hér með yfir að það hafa aldrei aldrei komið jafnmargir inn á síðuna mína og í dag... skyldi nýja linkadraslið hafa einhver úrslitaáhrif þar um? Nota því tækifærið til að auglýsa eftir almennilegum bankaræningjum... af hverju í andskotanum tekst þetta aldrei?
Ragga er á leiðinni í bæinn og ég frétti það að ég held víst partý annaðkvöld... þeir sem vilja mæta gjöri slíkt... veit samt ekkert hvort ég verði heima. Síðasti maður út er vinsamlegast beðinn um að slökkva ljósinn og læsa á eftir sér :-)
Nú er bara að hysja upp um sig teygjusokkana, setja upp grímuna, bruna út í ríki, byrgja sig upp, skrúra, skrúbba, bóna... passaðu þig Jóna... það er víst kominn föstudagur!!! Jibbíjei :-)
(0) comments
Ekkert smá dugleg!
Tók mig saman í andlitinu og tók til í linkadraslinu hér við hliðina, Jonni er hættur að blogga og Rósa Elísabet löngu löngu byrjuð... svo það var kominn tími til að gera smá haust-hreingerningu. Þurfti að þýða alla stafina yfir í HTML-thingið, því ég er ekki nörd... drekk allt of mikið til að flokkast sem slíkur og er ekki nægilega gáfuð :-) Vek einnig athygli á að ég setti Baggalút og fleira gotterý í poka þar fyrir neðan... verði ykkur aþþví... hnéhnéhné :-)
(0) comments
miðvikudagur, ágúst 27
Allt er þegar þrennt er...
Í þorpum úti á landi er talað um að dauðsföll komi í þrennum. Þegar einn maður deyr dæsa bæjarbúar og bíða eftir þeim næsta. Svo þeim þriðja. Þetta var að gerast á Höfn, þriðji aðilinn í þessari lotu fór í gær, reyndar eftir erfið veikindi þannig að það var kannski bara best (án þess að ég viti það nákvæmlega). Ég held að þetta sé vegna þess að það er bara talið upp að þrem og svo byrjað upp á nýtt...
Minn heittelskaði kom í bæinn á mánudaginn og landaði ágætu starfi á þriðjudagsmorguninn, enda er hann töffari hinn mesti :-) Hann kemur ,,heim" á föstudagskvöldið og ég vona heitt og innilega (er að tala um að krossleggja lappir og alles) að þá verði hann alkominn í menninguna.
Því miður verð ég að hryggja þá sem ætluðu að fara á aukasýningarnar á Draumnum... það verður ekkert af þeim í bráð vegna óviðráðanlegra orsaka... *grenj*
Heyrði í nákommnum ættingja áðan sem á alveg óskaplega bágt núna, er að ganga í gegnum leiðinlega hluti og ég vona að það sjái fyrir endan á því bráðlega. Ætla amk að gera mitt besta til að peppa hana upp og hjálpa henni að finna sig á ný. Við höfum ekkert verið í miklu sambandi enda hefur hún ekkert búið nálægt mér, en svo er ekki lengur... hún bara komin í bæinn og því alveg kjörið að treysta böndin... sérstaklega þegar á þarf að halda.
Fór til Kalla læknis í dag og á sjálf svolítið bágt. Hann sprautaði einhverju ofurefni í lappirnar á mér til að framkalla blóðtappa (ekki nema von að fólk drepist af því... hræðilega vont) þvi ég var æðaber mjög á báðum fótum og því er þetta gert til að æðarnar falli saman og eitthvað... kemmst ekki í bað í viku... og ég sem gleymdi að fara í bað í gær. Ef það leggur loðnubræðslufýlu yfir Reykjavík vitið þið lesendur hverju er um að kenna :-)
Alli er byrjaður í skólanum á ný og er þetta kvikindi orðið svo fullorðið að hann er farinn að læra ensku... hlakka ekkert smá til að fá að vita hvar hann stendur. Barnið búinn að vera túristafært síðan í fyrrasumar, en þá æfði ég hann í tvær vikur áður en við fórum til Montpellier... en hann varð að gera talað við Jonathan. Síðan þá hef ég farið að fordæmi Philips nokkurs Voglers (eins undarlegt og það hljómar) og hef haft ensku-daga... sem hafa óvart orðið að ensku-klukkutímum... eða mínútur. Hann er amk vel fær í öllum tölvuleikjunum. Ohhh.... þetta líður svo hratt... nú er best að fara að spara fyrir fermingunni... hún skellur á fyrr en varir.
(0) comments
sunnudagur, ágúst 24
Ferrari... smerrarí.... hnéhnéhné...
Mikið helvíti er nú gaman að sjá engan rauðan bíl í topp 3 efstu sætunum í Formúlunni!!! Júhú! Til lukku elsku Alonso... till lukku elsku besti Hakkinnen!!! Best að hringja í Fríðu syss, hlægja og skella á <;-)
(0) comments
laugardagur, ágúst 23
Vil taka eitt framm.... eða þrennt....
-ég aðhyllist ekki rasisma = Þrátt fyrir að ég hafi verið að skíta á þennan svarta mann sem kann ekki íslensku hjá IKEA. Tel bara að ef þú ert í þjónustustarfi á Íslandi þá átt þú að kunna íslensku. Einnig átt þú að kunna íslensku ef þú villt verða íslenskur ríkisborgari, það er grunnvallaratriði.
-ég virði náttúruna = En vil að við nýtum hana á eðlilegan hátt. Það er óeðlilegt að friða dýrategund sem færir okkur mikinn mat og gott kjét bara vegna þess að hún gefur frá sér svo sæt hjóð og eru í ,,útrýmingarhættu" (sjor!)... og hvað er það með að ættleiða hvali? Bandaríkjamenn eru ótrúlegir... þeir veiða manna mest af háhyrningum en ekkert er talað um það... nei, nei....
-ég er aftur á móti með fordóma gagnvart Bandaríkjunum = skal viðurkenna það fúlslega, þrátt fyrir að ég eigi tvo bræður sem eru Bandaríkjamenn... þetta er furðulegt þjóðfélag sem gaman er að gera grín að... Hef farið þangað og kynnst þessu af eigin raun :-) Þeir halda að þeir séu stærstir, bestir og hafa alltaf rétt fyrir sér.. vei þeim sem mótmæla :-/
...og hana nú!
(0) comments
Hvalinn minn, nammi nammi namm....
Meðan ég man, ég er aldeilis ánægð með að núverandi ríkisstjórn skyldi hafa gert eitthvað rétt, þ.e. að ákveð að veiða hval á ný :-) Þeir geta þetta strákarnir. Þegar hvalveiðar voru stundaðar hér í denn þá var eitt hellsta túristaatraksjón að skoða hvalveiðistöðina í Hvalfirði... hver segir að það geti ekki gerst á ný? Af hverju ættu hvalveiðar og hvalaskoðun ekki að fara saman? Eru það ekki heimsku og illa upplýstu túristarnir sem eru í Greenpeace, eða einhverju ámóta heimnskulegum samtökum? Viljum við hvort eð er nokkuð fá þá til landsins? Nei takk... vér viljum fá upplýsta og ævintýrasjúka túrista, sem eru hvort eð er aðal uppistaðan í okkar túrisma... eða það held ég amk. Hræðsla þeirra sem hafa atvinnu af hvalaskoðun er ekki nauðsynleg, held að við eigum bara eftir að höfða til annars hóps í okkar túrista- og hvalveiðum, hóps sem kann að meta þjóð sem virðir náttúruna og kann að nýta sér hana til fullnustu :-)
(0) comments
Jarðskjálfti... omg....
Jájá, jarðskjálfti og alles! Hvað er eiginlega í gangi? Sat í mestum hægindum mínum á klóstinu á Die Boomkikker og allt fer bara í gang... engin fyrirvari, engar aðvaranir... maður bara vaggast á klóstinu... eins og togarasjómaður í Smugunni.... þetta var hressandi. Kollý og ég höfðum ákveðið að fara aðeins niðrí bæ og kíktum inn á ýmsa staði, ekki voru margir á ferli enda margur að jafna sig enn eftir Menningarnóttina ógurlegu. Við kíktum hér og þar og uppskárum mikla gleði við að sjá fullt fólk, sérstaklega þegar maður sjálfur er eiginlega edrú. Það ar ekki fyrr en á Die Boomkikker sem hlutirnir fóru að gerast, við fengum persónulega trúbadorinn Danna til að spila nokkur óskalög fyrir okkur, hann fær tvö rokkstig fyrir að reyna að spila þau lög sem hann kunni ekki... og einnig fyrir að spila þau lög sem hann kunni... en spilaði ekki :-/ Eníveis, við hresstumst óneitanlega við þennan skjálfta þar inni, maður var minntur á að móðir náttúra er alltaf stærri, sterkari, feitari, fallegri og nærri en maður heldur. Þegar ég kom heim var bein útsending á Rás 2 um þennan atburð, Ragnar skjálfti var að segja sitt og hinir og þessir að hringja inn og segja hvernig þeir upplifðu þennan skjálfta. Þetta minnti mig óneitanlega á þegar ég bjó í Húrýgúrý (Hveragerði), þá var þetta næstum daglegt brauð og maður hafði bara gaman af. Hveraskjálftarnir voru skemmtielgir og ekkert nema gott um það segja, nema þegar rafmagnið fór af og hland hljóp fyrir hjartað.
Af dýnumálum er það að segja að sonur minn er komin með sína einka-dýnu, keypta í IKEA eftir mikið japl, tuð og brjálæði. Ég hringi í IKEA á fimmtudaginn, algerlega biluð á geðsmunum eftir þessa skítaþjónustu (eða óþjónustu) sem ég hafði fengið og fékk að vita það að það væri hægt að redda mér einni dýnu ef ég kæmi strax að sækja hana. Við brunum niðreftir og tala ég við lagermann, sem var svartur og talaði ekki neina íslensku, fékk afhenta dýnuna og fór og ætlaði að borga hana (hjá skáeygðum dreng á kassanum). Þá kom í ljós að dýnan kostaði rúmar 12.000 en ekki þessar 8.000 sem ég 8 að fá hana á. Ég apaðist á geði en reyndi að halda ró minni og útskýrði fyrir Mána (skáeygða stráknum á kassanum, fínn starfsmaður og allt það... bara rangur maður á röngum tíma) að ég ætti að borga einhverja 8.000 krónur fyrir þessa dýnu. Hann hljóp frá og talaði við einhvern boss...og svo annan... og svo annan... endaði á því að ég talaði við verslunarstjórann... hún leysti málið á einhverjum 10 mínútum en þá kom í ljós að svarti maðurinn sem talaði ekki íslensku lét mig bara hafa einhverja dýnu.. ekki mína dýnu og í því lágu öll þessu mistök. Ég fékk loks réttu dýnuna í hendur, borgaði hana og tróð í bílinn minn. Alli benti mér á þá staðreynd að það var ekki fyrr en við fengum afgreiðslu hjá hvítum manni að okkar mál leystust... sorglegt, en satt :-( Hvað er útlendingur sem talar ekki íslensku að gera í þjónustustarfi... kommon....?????
(0) comments
fimmtudagur, ágúst 21
Við erum öll geimverur!
Snöggur endir var bundinn á þessa Hornafjarðarheimsókn mína þegar Veðurstofunni datt í hug að auglýsa bilað veður á fimmtudaginn, korteri eftir að við horfðum á þessar fregnir var ég komin með aðra löppina á bensíngjöfina og hina á mælaborðið. Snöggur endir þar, en svo kom nárrúrulega í ljós að það varð ekkert svo brjálað veður... figurs :-/ Ég semsé lagði upp í þessa ferð í gærkvöldi og ætla aldrei, aldrei að keyra aftur í myrkri, roki og rigningu:-( Ég er kona og á því ekki að þurfa að standa í svona bulli! Alli varð sannfærður um að ég myndi sofna undir stýri og drepa okkur bæði, hann ákvað því að hringja í pabba sinn og segja við hann nokkur LOKA-orð... ég ákvað í framhaldi af því að heyra aðeins í Einsa... djöst in keis. Ferðin gekk vel fram að Freysnesi, en þar áðum við hjá Ástu Kristínu og fengum öpdeit af nýjustu ástarævintýrunum sem eru í gangi í því lostabæli. Eftir það ákvað Alli að fara að sofa (vildi fara friðsællega í svefni) og ég stillti á Rás 2 og hlustaði á veðurfregnir... Allt virtist vera með kyrrum kjörum, en ég er bara engin manneskja til að keyra í myrkri... það er allt svo krípí og óhugnanlegt, fyrir utan þá staðreynd að maður hefur ekki hugmynd um hvar maður er, engin kunnugleg fjöll sjáanleg. Á Mýrdalssandi varð ég sannfærð um að ég væri að keyra eftir álfavegi, að ég væri föst í tíma og fór að heyra skrýtin hljóð í aftursætinu... þar var ég sannfærð um að væri draugur, ég hefði óvart tekið hann uppí og ef ég liti í baksýnisspegilinn þá sæi ég einhverja ófreskju og ég sjálf hefði engan haus :-( Orðin semsé geðveik og tæpir 200 km eftir af ferðalaginu. Eníveis, ástandið batnaði snöktum þegar ég kom loks í Vík og ég varð bærilega glöð þegar Hvolsvöllur, Hella og Selfoss voru að baki, farin að brosa út í annað af heimsku minni og spáði alvarlega í að lita hár mitt ljóst og fara í megrun. Þegar ég kom á Hellisheiðina fór ég algerlega yfirum... sá geimskip! Og það ekkert smá! Var að keyra hjá Skíðaskálanum og risastór blikkandi hringur sveif fyrir framan mig... ég missti allt legvatn í brækurnar og fékk hland fyrir hjartað... greip myndavélina og sór þess dýran eið að gera ALDREI ALDREI aftur grín að Magnúsi Skarphéðinssyni... klukkan var 02:52 og lagði ég það á minnið, því fólk sem er rænt af geimverum missir alltaf úr tíma og ákvað ég einnig að líta eftir rauðum deplum á höndum (fyrir utan óþægindin í rassgatinu við að hitta þessar verur)... ég greip semsé myndavélina og smellti af... það var ekki svo góð hugmynd, því ljósopið á henni er gert fyrir dagsbirtu, auk þess sem hún er með flassi, sem gat reitt geimverurnar til reiði... ég dauðsá eftir því að hafa tekið þessa mynd, en það var of seint.... þær hlytu að hafa séð mig og héldu kannski að ég væri líka geimvera að reyna að hafa einhver samskipti við þær... omg... ég vildi ekki fá illt í rassinn :-( Ég var á þessum tímapunkti orðin verulega sveitt af hræðslu og skalf og titraði.... komin niður í 50 km hraða og klukkan sýndi 02:55.. allt virtist eðlilegt... eða eins og aðstæður gátu orðið eðlilegar. Ég þokaðist nær og sá mér til mikillar skelfingar að þetta var ekkert geimskip (of kors!), þetta voru ný vegaskilti hjá afleggjaranum við Þorlákshöfn, sem blikka svona líka skemmtilega og virðast úr hæð og fjarlægð (+miklu ímyndunarafli) vera semsé geimskip... mikið varð ég glöð yfir því að hafa ,,missést" þetta mikið en mikið varð ég hrædd við sjálfa mig á þessari stundu... Ætla aldrei aldrei að fara aftur í ferðalag í myrkri :-) Hér er myndin
Smá fróðleiksmoli: Vínbúðin í Vík er opin milli 17-18 alla virka daga, nema á föstudögum... þá er hún opin milli 16-19. Miklir drykkjumenn í Vík, greinilega :-)
Annar fróðleiksmoli: Hvorki er hægt að fá sér hamborgara né pizzu á milli Hafnar og Víkur... þar á milli eru rúmir 200 km en margir matsölustaðir... það þykir kannski erfitt að steikja hamborgara í sveitinni?
3ji fróðleiksmolinn: IKEA er skítafyrirtæki. Keypti rúm fyrir Alla þar fyrir viku síðan og sagði stelpan mér sem útbjó pöntunina að dýnan væri rétt ókomin... kæmi líklega í síðasta lagi á mánudaginn var... sem er fyrir 3 dögum síðan. Í fyrsta lagi stóð ekkert á þessu tilboði sem við tókum að dýnan væri uppseld, þau lofa og lofa einhverju sem þau standa engan veginn við og segja ekki einu sinni kúnnum frá því að pöntunin sé týnd. Á meðan verður Alli greysstrákurinn að lúlla upp í rúmi hjá mömmsusín. Talaði við þau fyrir klukkutíma og þá héllt stelpan að hún ætti eina dýnu, sem hún gæti eyrnamerkt mér... ég hélt að þegar ég pantaði dýnuna að þá yrði hún sjálfkrafa eyrnamerkt mér... hún lofaði að heyra í mér eftir 15 mín... ekkert hefur heyrst... djöfullinn... nenni ekki að hafa rauðhærðan 10 ára gamlan dreng mér við hlið í kvöld... vil hafa rauðhærðan 30 ára dreng mér við hlið! Annað er óðelilegt :-(
(0) comments
Við erum öll geimverur!
Snöggur endir var bundinn á þessa Hornafjarðarheimsókn mína þegar Veðurstofunni datt í hug að auglýsa bilað veður á fimmtudaginn, korteri eftir að við horfðum á þessar fregnir var ég komin með aðra löppina á bensíngjöfina og hina á mælaborðið. Snöggur endir þar, en svo kom nárrúrulega í ljós að það varð ekkert svo brjálað veður... figurs :-/ Ég semsé lagði upp í þessa ferð í gærkvöldi og ætla aldrei, aldrei að keyra aftur í myrkri, roki og rigningu:-( Ég er kona á á því ekki að þurfa að standa í svona bulli! Alli varð sannfærðum um að ég myndi sofna undir stýri og drepa okkur bæði, hann ákvað því að hringja í pabba sinn og segja við hann nokkur LOKA-orð... ég ákvað í framhaldi af því að heyra aðeins í Einsa... djöst in keis. Ferðin gekk vel fram að Freysnesi, en þar áðum við hjá Ástu Kristínu og fengum öpdeit af nýjustu ástarævintýrunum sem eru í gangi í því lostabæli. Eftir það ákvað Alli að fara að sofa (vildi fara í svefni) og ég stillti á Rás 2 og hlustaði á veðurfregnir... Allt virtist vera með kyrrum kjörum, en ég er bara engin manneskja til að keyra í myrkri... það er allt svo krípí og óhugnanlegt, fyrir utan þá staðreynd að maður hefur ekki hugmynd um hvar maður er, engin kunnugleg fjöll sjáanleg. Á Mýrdalssandi varð ég sannfærð um að ég væri að keyra eftir álfavegi, að ég væri föst í tíma og fór að heyra skrýtin hljóð í aftursætinu... þar var ég sannfærð um að væri draugur, ég hefði óvart tekið hann uppí og ef ég liti í baksýnisspegilinn þá sæi ég einhverja ófreskju og ég sjálf hefði engan haus :-( Orðin semsé geðveik og tæpir 200 km eftir af ferðalaginu. Eníveis, ástandið batnaði snöktum þegar ég kom loks í Vík og ég varð bærilega glöð þegar Hvolsvöllur, Hella og Selfoss voru að baki, farin að brosa út í annað af heimsku minni og spáði alvarlega í að lita hár mitt ljóst og fara í megrun. Þegar ég kom á Hellisheiðina fór ég algerlega yfirum... sá geimskip! Og það ekkert smá! Var að keyra hjá Skíðaskálanum og risastór blikkandi hringur sveif fyrir framan mig... ég missti allt legvatn í brækurnar og fékk hland fyrir hjartað... greip myndavélina og sór þess dýran eið að gera ALDREI ALDREI aftur grín að Magnúsi Skarphéðinssyni... klukkan var 02:52 og lagði ég það á minnið, því fólk sem er rænt af geimverum missir alltaf úr tíma og ákvað ég einnig að líta eftir rauðum deplum á höndum (fyrir utan óþægindin í rassgatinu við að hitta þessar verur)... ég greip semsé myndavélina og smellti af... það var ekki svo góð hugmynd, því ljósopið á henni er gert fyrir dagsbirtu, auk þess sem hún er með flassi, sem gat reitt geimverurnar til reiði... ég dauðsá eftir því að hafa tekið þessa mynd, en það var of seint.... þær hlytu að hafa séð mig og héldu kannski að ég væri líka geimvera að reyna að hafa einhver samskipti við þær... omg... ég vildi ekki fá illt í rassinn :-( Ég var á þessum tímapunkti orðin verulega sveitt af hræðslu og skalf og titraði.... komin niður í 50 km hraða og klukkan sýndi 02:55.. allt virtist eðlilegt... eða eins og aðstæður gátu orðið eðlilegar. Ég þokaðist nær og sá mér til mikillar skelfingar að þetta var ekkert geimskip (of kors!), þetta voru ný vegaskilti hjá afleggjaranum við Þorlákshöfn, sem blikka svona líka skemmtilega og virðast úr hæð og fjarlægð (+miklu ímyndunarafli) vera semsé geimskip... mikið varð ég glöð yfir því að hafa ,,missést" þetta mikið en mikið varð ég hrædd við sjálfa mig á þessari stundu... Ætla aldrei aldrei að fara aftur í ferðalag í myrkri :-)
Smá fróðleiksmoli: Vínbúðin í Vík er opin milli 17-18 alla virka daga, nema á föstudögum... þá er hún opin milli 16-19. Miklir drykkjumenn í Vík, greinilega :-)
Annar fróðleiksmoli: Hvorki er hægt að fá sér hamborgara né pizzu á milli Hafnar og Víkur... þar á milli eru rúmir 200 km en margir matsölustaðir... það þykir kannski erfitt að steikja hamborgara í sveitinni?
3ji fróðleiksmolinn: IKEA er skítafyrirtæki. Keypti rúm fyrir Alla þar fyrir viku síðan og sagði stelpan mér sem útbjó pöntunina að dýnan væri rétt ókomin... kæmi líklega í síðasta lagi á mánudaginn var... sem er fyrir 3 dögum síðan. Í fyrsta lagi stóð ekkert á þessu tilboði sem við tókum að dýnan væri uppseld, þau lofa og lofa einhverju sem þau standa engan veginn við og segja ekki einu sinni kúnnum frá því að pöntunin sé týnd. Á meðan verður Alli greysstrákurinn að lúlla upp í rúmi hjá mömmsusín. Talaði við þau fyrir klukkutíma og þá héllt stelpan að hún ætti eina dýni, sem hún gæti eyrnamerkt mér... ég hélt að þegar ég pantaði dýnuna að þá yrði hún eyrnamerkt mér... hún lofaði að heyra í mér eftir 15 mín... ekkert hefur heyrst... djöfullinn... nenni ekki að hafa rauðhærðan 10 ára gamlan dreng mér við hlið í kvöld... vil hafa rauðhærðan 30 ára dreng mér við hlið! Annað er óðelilegt :-(
(0) comments
þriðjudagur, ágúst 19
Ætli það sé ekki best að reyna að koma einhverju á framfæri á þessari blessaðri bloggsíðu minni, langt síðan ég gerði upp siðast og margt og mikið búið að gerast síðan þá. Í fyrsta lagi var Brúðkaup aldarinnar :-) Sérlega skemmtilegur viðburður sem stóð fyllilega undir væntingum, enda ekkert slor þessi félagsskapur sem maður var í. Nanna og Jón Geir létu sémsé pússa sig saman við hátíðlega athöfn og veisla ein ógurleg haldin. Snorri Hergill stjórnaði þessum ógurlgheitum af mikilli fagmennsku og hnyttni, eins og honum er einum lagið… ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um matinn.…*slef* Þegar kokkurinn byrjaði að útbúa hlaðborðið þá var vitað með vissu að maturinn yrði góður, enda á maður aldrei að treysta horuðum kokkum :-) Brúðhjónin sungu af mikilli list og innlifun til hvors annars, ræður voru haldnar (engar leiðinlegar, nota bene), dans stiginn og almennt mikið hlegið og mikið grín. Við skötuhjúin stungum þó af í kringum flugeldasýninguna til að kíkja til veðurs og tékka á stemmningunni niðrí miðbæ. Hún var fín, mikið af fólki enda veðrið ekkert (logn…. gerist sjaldan). Við horfðum á flugeldasýninguna af einhverju húsþaki niðrí miðbæ og var bara geðveikt að sjá yfir mannfjöldann sem var staddur þar, heyra alla stynja saman af frygð yfir þessari sýningu. Svo var aðeins kíkt aftur í brúðkaupið, enda margur áhugaleikarinn kominn þar, félagar okkar úr Draumnum ásamt fleiru góðu fólki. Vil ég þakka þeim nýgiftu fyrir stórfenglega skemmtun og óska þeim enn og aftur til hamingju með að lifa að eilífu í lukku, í krukku… Eftir veisluna var bara farið með flæðinu niðrí bæ og látið berast þar… við vorum að djamma til 08:30 og geri aðrir betur :-) Djöfull var gaman… Sunnudagur er í móðu þynnku og þreytu og Alli fékk að spila Final Fantasy X eins og hann vildi, enda ég engin manneskja til að vera að ala upp barn í svona ástandi. Hann fékk líka að spila svolítið á mánudaginn, eiginlega of mikið.. ég bað hann um að fara út með ruslið, en hann tók sig til og rölti með það út í Sunnubúð… athyglisröskunin farin að segja til sín :-) Við brunuðum af stað á Höfn í gær (mánudag) með stuttri viðkomu hjá Röggu sem var stödd í sumarbústað í Brekkuskógi. Þar var Lilja & co. og var æðilslegt að hitta þær og börnin. Ég hef lítið séð af ungunum hennar Lilju svo þetta var frábært.
Svo nú er ég stödd á Höfn og ætla að vera hér fram á fimmtudag, en þá er okkur Alla boðið á Lauru Kroft auk þess sem von er á mínum heittelskaða í atvinnuviðtal í bæinn. Ég ákvað að vera ekkert að reyna að troða mér í bústað fyrir austan þessa einu helgi sem við hittumst ekki… ef maður getur ekki lifað af eina helgi, þá er maður í djúpum skít. Sigga Lára mín, þér er því óhætt að hætta að reyna að finna handa okkur bústað, en takk samt æðislega fyrir hjálpina… *smúss*
(0) comments
miðvikudagur, ágúst 13
Þá er því lokið :-) ... og þetta... og fleiru sem ég nenni ekki að setja inn.. mamma, þú verður bara að koma í kaffi/gistingu til að sjá meira .... loks getur maður farið að gera eitthvað annað og hugsa eitthvað annað....
(0) comments
þriðjudagur, ágúst 12
OMG.... er búin að vera svo viðbjóðslega dugleg... verst þykir mér þó að þegar maður tekur sig svona til í andlitinu og ætlar að gera fínt, þá þarf maður að byrja á því að rústa öllu og það er svo leiðinlegt. Vildi óska þess að ég væri ein að þessum fullkomnu húsmæðrum sem þurftu aldrei að taka til, því það er ekkert til að taka til. Eða hvort maður splæsi á sig einum svörtum til að standa sína plikt í eldhúsinu?
(0) comments
mánudagur, ágúst 11
Stórskemmtilegri helgi lokið... stór-stór stórskemmtilegri. Hún var svo stór að amma hún gubbaði... djöfuls gleði... lyklaborðiðeitthvað skrýtið, kemurekkert bil...nemastundum.... hummm.... prufa að ýta fast... Eníveis, ég brunaði semsé norður á Dalvík í sólina, það var rigning alla leiðina, en það var í lagi því áfangastaðurinn og félagsskapurinn um helgina gerðu þetta allt sama vörð þæl. Lenti á Dalvík hjá Röggu, eftir stutt pikköpp á karlnöðrunni sem ég er svo skotin í. Heima hjá Röggu beið okkar Lasagna, Svenni og Anna Guðný (sem ég hef ekki séð síðan hún var pínkulítil.. hún var svo lítil að ég og Örvar/Gautur vorum kærustupar og þeir ekki enn komnir út úr skápnum) að ógleymdri Elvu Rún og krökkunum... perlur allt saman :-) Bjarni var á leiðinni til Dalvíkur og birtist um miðnætti... en þá vorum við uþb að kjafta frá okkur allt vit. Æji, þetta var svo gaman. Það er svo gaman að eiga vini sem eru alltaf vinir manns, sama hvað það líður langur tími á milli heimsókna. Ragga og co. eru bara öðlingar, höfðingjar heim að sækja og ég get bara ekki hrósað þeim nægilega mikið :-)))) Eru alveg ekta... ef þú lesandi góður ert svo heppin að eiga svona vini er þér borgið, þetta fólk ætti að klóna og senda til Mið-Austurlanda, nó mor vor þer :-) Við fórum frekar ,,seint" að sofa, m.v. að maður keyrði frekar mikið þennan dag (fyrir utan að það var BILAÐ að gera í vinnunni, eins og vanalega). Laugardagur rann up með sól og dirrindý... rosalega er gott að sofa í svona litlu bæjarfélagi, engin bremsuför á malbikinu um miðjar nætur, engin læti og allt í dúndurlogni...uuummmm... hrjót, hrjót. Við Einsi vöknuðum við fagran símasöng kl. 7:30 en hann var þá kallaður á æfingar... nó mor slíp, enda þurfti maður þess ekki... við heimilisfólkið fengum okkur að borða seint og um síðir þegar bakaranum á staðnum hugnaðist að opna sitt bakarí.. opið frá 10-16 um helgar, morgunsvæfur bakari þar á ferð :-/ Ég renndi á rennsli um kl. 11 og horfði enn einu sinni á þetta gæðastykki sem Draumur á Jónsmessunótt er, annar skógur, önnur tré, önnur sviðsmynd og ekki var útkoman lakari en í L-iðaárdalnum. Eftir þessa upprifjun fór ég á hinn margrómaða Fiskidag á Dalvík og þurfti að bíða í bílalest sem náði lengst, lengst í burtu frá bænum... uþb 21 þúsund manns ákváðu að gera slíkt hið sama, enda var veðrið bara geðveikt. Sjávargolan var mas heit. Unnur Björnsóttir hafði tilkynnt komu sína á svæðið, en hún bjó einu sinni á Höfn og við vorum voða voða góða vinkonur í den.. þegar við vorum yngri. Við þvældumst eitthvað um svæðið, en það var bara allt of mikið fólk og allt of mikill hiti.... strukum að lokum í garðinn hjá Röggu og kjöftuðum og kjöftuðum þar... kjöftuðum það mikið að ég missti af sýningunni.. ákvað þó að drífa mig í lokaatriðið, þó ekki væri nema til að klappa fyrir þessum stórgóðu leikurum... vissi að allt færi vel þótt ég horði ekki á í þetta sinn... klapp, klapp... þau eru ekki síðari en atvinnuleikarar...fer ekki ofan af þvi. Leikgleðin skeindi sér um hvert andlit og allir í ljómandi sköpum :-) Eftir sýningu brunuðum við ,,heim"... þe til Röggu Ofurgestgjafa, tókum okkur til og aftur upp í skóg, nú til að grilla og leika sér. Eftir þá gleði var haldið aftur á Dalvík, drukkið meira, sungið og spilað á gítar. Ég stakk reynda af frekar snemma, enda verður maður svo rosalega máttlaus og dofinn eitthvað eftir svona sólardag. Sunnudagurinn rann upp í enn meira ró og næði, við dúlluðum okkur bara og skruppum á Ólafsfjörð... ótrúleg þessi göng á milli, einbreið og umferðarljós... hvað á þetta að þýða... verí krípí :-/ Svo var bara brunað heim, en það gekk hægt... mikil umferð og ég fór ekkert mikið yfir 90 (mamma verður ánægð að lesa þetta)... Nú er ég búin að smitast af húsmæðragleðinni hennar Röggu og ætla að mála eldhúsinnréttinguna mína... Alli er hjá Bjössa og Hafdísi í nótt, svo ég get þá vaknað snemma og sett í vélar, málað, bakað, eldað, elskað.. gert allt klárt.
Er eiginlega hálf fegin því að hafa ekki farið á Gay-Pride, það rigndi víst mikið hér... auk þess að þegar ég fór síðast í þessa blessuðu skrúðgöngu kom mynd af mér í einhverri samtíðarbók (Ísland á 20. öld, eða eitthvað) undir samkynhneigðakaflanum og var ég ein af fáum sem voru í fókus... var spurð í mörgum boðum eftir það hvort ég væri þá loks komin úr skápnum :-/ Vil fá svona Straight-göngu líka.... púhúhú...
Tók reyndar frekar fáar myndir á þessu ferðalagi, hefði 8 að taka meira... en svona er það þegar maður tapar sér í gleðinni :-)
Svo var ákeðin auka-auka-aukasýning á Draumnum, en hún verður þann 31. ágúst... þeir sem misstu af þessari snilld geta öðlast eilífa gleði og hamingju með því að mæta á þá sýningu... þá er loks hægt að slútta :-)
(0) comments
fimmtudagur, ágúst 7
Hvað gengur eiginlega á hérna?
Ég gefst upp.... maður að aldrei, aldrei að gera neitt sem heitir áætlanir, plön eða ætla sér eitthvað... Ætlaði í dag að:
Vinna Andrés í vinnunni
Láta laga sync-ið á heimilislínunni minni svo ég gæti haft heimilissíma og ADSL-tengingu
Pakka Alla niður og mér í leiðinni
Hlusta á ísskápinn minn niða fallega (sumir kalla þetta óhjóð-en ég kalla þetta sánd of mjúsík)
Ætlaði ekki að horfa á The Dead Zone (omg, hvað það eru LEIÐINLEGIR þættir)
Ætlaði ekki að rústa íbúðinni minni
Ætlaði ekki að næstum því bresta í grát í vinnunni
Ætlaði ekki að hálfhrópa á Árna Hauk í vinnunni
Ætlaði ekki að vera kölluð út í vinnu
Ætlaði ekki að kaupa mér nýja ísskáp
Ætlaði ekki að eyða 50 þúsund kalli í dag
Hafði ekki hugsað mér að skúra viðbjóðinn sem hafði myndast undir og á bakvið gamla ísskápin
Hafði ekki hugsað mér að öskra á bilaða manninn sem vinnur hjá bilunum hjá Landssímanum
Hafði ekki hugsað mér að eiga ísskáp sem er hljóðlátari en eggið mitt
Hafði ekki hugsað mér að þurfa að skríða undir eldhúsborð með teip í annari og skæri í hinni til að svissa á milli sync-tengingar og venjulegrar heimilislínu...
... en svona er þetta.... hver veit hvar maður dansar næstu jól? Ég get þó amk stólað á að ég kæli Hamborgarahryggin í nýjum ísskáp :-) ...eða hvað... damm, dammm. dammm, dammm... hrikalega lifir maður spennandi og skemmtilegu lifi!
(0) comments
miðvikudagur, ágúst 6
Öll plön í klessu!
Já, það margsannar sig að gera ekki nein plön... djöst gó viðð þe fló :-) Hafði ekkert hugsað mér að hreyfa mig mikið næstkomandi helgi, nema kannski smá.. og nú er alltíeinu stefnan tekin á Dalvík á Fiskidaga :-) Hinn dásamlegi leikhópur Sýnir sýnir Drauminn þar á laugardag og minn heittelskaði verður af sjálfsögðu þar einnig... þar sem ég get ekki verið þekkt fyrir að láta einungis 412 km vera á milli okkar þá ætla ég að bruna í fjörið. Búin að fá gistingu hjá Röggu Har og alles og þá er bara að byrja að undirbúa ferðalagið... sem hefst að vanda á að koma barninu frá mér. Það tókst eftir einungis 10 mín, só þers nó stopping mí. Sigga Lára og Fangoría verða á staðnum og kannski verður hægt að halda smá mini-norna-festival? Eitt er víst... að þar verður besta veðrið :-)
(0) comments
mánudagur, ágúst 4
Þá er það búið... er búin að eiga mína fyrstu msn-reynslu... er búin að eiga í heillöngum samræðum við Palla frænda í USA.. það var gaman:-) Kannski er þetta ekki svo slæmt eftir allt saman?
(0) comments
Þá er það búið.....
Verslunarmannahelgin yfirstaðin og ég er viss um að margir deila með mér þeirri reynslu að hafa endað á að gera allt allt aðra hluti en til stóðu. Í upphafi stóð til að fara með Einsa á Víðihól og slaka á þar, fara svo austur með honum og leigja sér bústað í vikutíma eða svo. En svo kom í ljós að ég átti ekkert að byrja í fríi eftir helgi, sú unun byrjar ekkert fyrr en eftir viku... svo þetta plan fór í vaksinn (fyrir utan þá staðreynd að á Víðihól stefndi öll ætt hans með ömmuna í broddi fylkingar). Þá var bara að gera eitthvað annað, til stóð á tímabili að bruna í Freysnes... enda mikið partýfólk þar OG planað að fara á ball á Klaustri (hef aldrei prufað það, só vattþe hekk) á laugardagskvöldið. EN... við Einsi og strákarnir hrundum svo rosalega í það á föstudaginn að eiginlega allur laugardagurinn fór í sof og þvínku. Eftir að Einsi brunaði með Alex Skúla á vit ættarmóts síns þá kom upp sú hugmynd að skella sér til Húrýgúrý, enda eiga foreldrar Gumma Zoega hús þar og ætluðum við Árni og þau skötuhjú að grilla og tjilla þar.. kannksi kíkja á ball á Selfossi. Ég hristi af mér kleprana til að ná í Ríkið áður en það lokaði og keypti bísnin öll af grillkjéti og kartöflum til að smella á grillið. Svo leið og beið... ekkert fararsnið var á þeim drengjum og náði ég ekki sambandi við þá fyrr en um kl. 22 og þá voru þeir ofurölvi að skríða um götur Reykjavíkur en gleymdu að segja mér að það var semsé nýjasta planið... ég sem beið og beið með svefnpokann í annari og flíspeysuna í hinni :-( Minnir mig á það að maður á aldrei, aldrei að gera plön með Árna innanborðs... Ég ákvað í bræði minni að gera bara sannarlegt hryllingskvöld úr þessu, tölti út á leigu og tók Ghostship og Alien Resurection. Sunnudagurinn rann upp í allri sinni dýrð og fegurð, sól og mikill hiti og alveg tilvalið að fara bara í fjölskylduleik með syninum. Náði í hann og svo var haldið í Nauthólsvík, þar sem Sif, Gauji og Einar Ingi biðu okkar með önd í hálsi. Þau voru búin að plana að fara á Kjalarnesið og grilla með Sigga Kokki og frú og við ákváðum bara að skella okkur með. Það vill svo vel til að þau eru búin að byggja ljómandi fínan pall og eru með alveg þrusugóðan heitapott... nammi... mig langar í svoleiðis. Við vorum þar bara í rólegheitunum og loks var grillað og tjillað... í dag er víst frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og er stefnan tekin þangað, Sif er einnig að reyna að lokka mig í ofurtækið í Tívolíinu.. það hafa fleiri gert með engum árangri... ég er afskaplega lofthrædd og þarf að vera töluvert drukkin til að það takist... og hvenær fer maður drukkin í Tívolí?
Hélt að ísskápurinn minn hefði gefið upp öndina, hann fór ekkert í gang og Gauji sagði að pressan væri farin. Þetta er gamall skápur sem við Bjössi keyptum á 10.000,- kall þegar við byrjuðum að búa, það eru lítil 10 ár síðan og þá var hann þegar orðin safngripur. Sá fyrir mér að þurfa að eyða pjéningunum sem skatturinn lét mig hafa til baka að hluta til í nýjan ísskáp... en mér til mikillar gleði vaknaði ég í nótt við það að hann hrökk í gang:-) Þessi dúlla... Þá get ég í staðin plæst í nýtt rúm fyrir Alla og kannski málað? Só mení tjóses....
Hvað er með þennan ökumann á ,,gráa jeppanum"? Er hann eitthvað skrítinn? Man hann ekki eftir því að hafa mætt rútu sem valt? Djöfuls drulluhali... Góð landkynning þetta >:-( Eins gott að þetta séu einhverjir útlendingar sem hafa ekki hugmnynd um hvað gerðist, né hafa skoðað í afturspegilinn...
Er að vinna á fordómum mínum gangnvart msn... þið sem lesið þetta og eyðið einhverjum tíma þar, endilega sendið mér nickið ykkar í tölvupósti...
(0) comments
|