fimmtudagur, janúar 31
Konur með einn í útvíkkun...
...fá víst enga samúð - eins og bókin góða segir. Það á við um mig, en eftir skoðun í morgun er ég víst orðin ,,hagstæð" (veit, ljómar eins og veðurlýsing...), komin með einn í útvíkkun og hreyft var við belgnum. Það leiðinlega við þessa skoðun var að við hittum Guðrúnu okkar ekki aftur, en hún hefur verið mín ljósa þessa meðgöngu, en kannski fáum við hana í heimavisité ef hún hefur tíma eftir að blessað barnið er komið í heiminn... ljósmóðursneminn sem hefur einnig fylgt okkur eftir vill ólm þá fá að fylgja með og hún er líka að vinna upp á Hreiðri - svo ef við náum þeim í ,,öllum pakkanum" þá er þetta bara eins og MFS (meðganga, fæðing, sængurlega)... og það er bara brill. Við amk kvöddum þær stöllur með trega áðan, því þær eru svo ótrúlega æðislegar og það vita þær sem hafa gengið í gegnum að það verða að vera góð tengst á milli ljósmóður og foreldra, annað gengur ekki. Næsta heimsókn er upp á Landspítala í monitor á þriðjudaginn, ef svo ólíklega vill til að barnið sé ekki komið fyrir þann tíma - en ég stefni á að klára þetta bara af í dag... það er svo hipp og kúl að eiga eitt barn 31. desember og það næsta 31. janúar... þá eigum við Einsi bara eftir 31. febrúar, 31. mars, 31. apríl... Endilega ef þið eigið svona Hríðastrauma í farteskinu þá sendið til okkar, er að vísu ekki með faxtæki en tek á móti öllum hugskeytum með kökk í hjarta :-)
(5) comments
miðvikudagur, janúar 30
Og enn engar fréttir...
Já, þetta blessaða barn er greinilega svo feimið (ræt!) að það vill bara hreinlega ekkert koma út - enda mammsa bara best! Við förum í mæðraskoðun í fyrramálið og er það síðasta skoðunin hjá henni Guðrúnu minni í Hlíðunum - næst fer ég upp á spítala í gangsetningu. Var einmitt að gúgla svona gangsetningar en fékk aðallega skor varðandi Kárahnjúka - sem er kannski bara það sem ég þarf á að halda? Hehe... Teljarinn minn alveg kominn í klessu vegna þessarar seinkunar en í dag er eiginlega síðasti dagurinn sem ég hef til að koma þessu barni í heiminn svo vel sé. Óli, afi hans Eins, átti afmæli í dag og svo er Gulla tengdó að koma í bæinn á föstudaginn og til að ég sé komin heim úr Hreiðrinu þegar hún kemur í bæinn þá verður þetta bara að koma n ú n a. N ú n a. Eða jafnvel bara n ú n a ... Fór í vinnuna eftir h-degið í dag til að redda smá málum þar og hafa e-ð að gera... ætla að gera eitthvað róttækt í kvöld til að gera eitthvað meira... hef engin fleiri salerni til að þrífa, lítill þvottur sem býður... vott tú dú, vott tú dú?
(1) comments
þriðjudagur, janúar 29
Viltu snýtupappír, Óli minn...?
Ég er alveg að fá mig fullsadda af þessu deskotans væli í Ólafi Eff og kó. Sorrý, hljómar kannski harðbrjósta og hef litla samúð með manni sem var að koma af geðdeild, eða hvaðan sem hann var að koma - en þegar þú ert opinber karakter, stjórnmálamaður þá verður þú að hafa þitt á hreinu og allt upp á borðum. Með þessum laumuleik sem hann stofnaði til sjálfur þá bauð hann aldeilis upp á þetta, vesalings maðurinn ... og sorrý að ég skyldi segja þetta (eða skrifa öllu heldur) en þegar menn leggjast inn á deild vegna geðvandamála og eru frá vinnu Í ÁR - þá ertu ekkert sami maður og þú varst þegar þú varst kosinn á sínum tíma... sorrý, vinur... en ég er ekki alveg að treysta þér, sérstaklega hvernig þú ert að höndla smá álag, sí og æ að draga fjölskylduna inn í umræðuna (og það ert bara þú sem ert að því) til að fá smá samúðarathvæði. Ég segi - kjósa í vor og ekki seinna en 01. júní... þetta er bara orðið bilað bull og það þarf að hreinsa borðið og byrja upp á nýtt. Allir þeir flokkar sem koma að borgarmálunum kúkuðu að einhverju leyti upp á bak, nú þarf að skeina og setja nýja bleyju á... Er ég ekki flott með bleyjutalið...? Er að æfa mig... Annars er lítið að frétta, búin að þrífa fullt í dag... og ætla loks að pakka niður í þessa blessuðu tösku sem maður á að hafa með sér og útbúa einhvern fæðingarlista ...
(1) comments
mánudagur, janúar 28
Sumir breytast aldrei ...
... og sem betur fer. Við Heiða kíktum á Bó Bó í Mosó, en veðurguðirnir höfðu bænheyrt mig fyrr um daginn og ákveðið að fella niður allt flug til allra áfangastaða svo við gætum notið félagsskapar þessarar frábæru stúlku sem er okkur svo kær. Náði einni ansi góðri af Þór snúllulýjusi ásamt mömmsu sinni og læt hana fylgja með. Hlakka svo óumræðanlega mikið til að sjá þau aftur eftir einhverjar 5-6 vikur en þá ætla ég að vera ó-ólétt (semsé létt) og fá mér kannski einn bjór (lesist pilsner) og hlægja og flissa eins og tvítug c.  Fann svo eina gamla af Einsa með Heiðu litlu þegar við hittum þau síðast fyrir langa löngu síðan... sjáið hvað þau systkyn eru lík og óendanlega mikil krútt... fyrir utan hvað þessi karlmaður er sérlega föðurlegur og mikill pabbi í sér:  Annars er lítið að gerast með magann á mér, er farin að halda að ég hafi gleypt gangráð og að þetta c bara eitt stórt grín... bíð eftir að Ólafur borarstjóri hringi og tilkynni mér að s.l. mánuðir hafi bara verið draumur sem Bobby Júvíngs dreymdi...
(0) comments
(3) comments
föstudagur, janúar 25
35 ára gordjös end viðð a bigg bigg bellý :-)
Já, er ekki bara Drottningin skriðin núna yfir 35 árin í dag... ótrúlegt en satt og ætlar hún EKKI að eiga þetta blessaða barn túdeij, neitakkfyrirtakk. Ekkert jafn hallærislegt og að eiga sama ammlisdag og mamma, t.d. gæti þetta gerst: Ég: ,,elskan mín - ég verð einmitt fimmtug næsta sunnudag og þú fimmtán ára - eigum við ekki að skella í nokkrar snittur og brauðtertur og bjóða Fríður frænku, Heiðu og þeim í kaffisamsæti?" 15 ára gamalt barnið: ,,...áttu nokkuð reipi til að hengja mig í?" Hahhahahha.... neinei, segi svona... Annars byrjaði dagurinn á því að við Alli fórum að hitta geðlækni og prófessor sem hafa verið kallaðir til af hérðasdómi eða hæstarétti, er alveg orðin ringluð í þessu - en það fór semsé fram mat á andlegum skaða þeim er Alla varð fyrir vegna árásar Jóns Péturssonar á heimili okkar, fyrir tveimur árum... rúmlega það meira að segja.. tveimur og hálfu ári. Málið er semsé að fara að koma fyrir dóm og það þarf að liggja fyrir mat hlutlausra og dómskvaddra fagmanna á andlegri örorku stráksins. Fundurinn átti að taka klukkutíma og var löfgræðingurinn okkar búinn að vara okkur við því það er farið mjög ítarlega í öll okkar mál og mikið spurt - skemmst er frá því að segja að fundurinn varð að tæpum tveimur tímum, ég brotnaði næstum saman tvisvar og hvað gerði Alli minn...? Jú, stóð sig eins og hetja og talaði um þetta allt saman á þann veg að eldgamall kall gæti verið stoltur af. Hann er með svo þroskaða sýn á heiminn og var svo snögglega kippt inn í heim okkar fullorðnu að það hefur alveg sínar afleiðigar... hann er stútfullur af reiði í garð Jóns og álsa ég honum það ekki... er það sjálf og guð hjálpi Jóni ef ég sé hann á gangi á götum Reykjavíkur... Hvað um það... við erum staðráðin í að láta ekki svona lúsabera hafa meiri neikvæð áhrif á líf okkar, hann er að taka út sína refsingu og vonandi gerist þetta aldrei aftur. Þetta er líka svo mikið mál því Alli er sá fyrsti sem fer fram á andlegar skaðabætur eftir að hafa orðið fyrir svona ofbeldi... svo það er ekki bara mamma sem er að ryðja veginn fyrir aðra - heldur Alli minn líka. Vonandi eigið þið góða helgi, elskurnar ... megi lukkan umlykja ykkur og verið góð hvert við annað :-)
(3) comments
fimmtudagur, janúar 24
D-dagur has arrævt!
Jájá, teljarinn minn dottinn niður í núll! Núna þarf ég að heyra allt um það frá ykkur hvernig maður kemur sér af stað... þið sem hafið fætt... það er svo langt síðan ég stóð í þessu síðas að ég man ekki neitt... hvað er best og hvað er best, já og hvað er best...? Ég er ekki einu sinni með pílur, bjúg eða neitt sem tengist neikveiðnum meðgöngueinkennum, nema ef vera skyldi ofurlyktarskyn. Veit upp á hár að það var einu sinni frystihús í vinnuni hans Eins og get varla gefið honum Velkominnheim-knúsið sitt eftir vinnudaginn, ég fann í gær þegar hann kom úr sturtu (á hæðinni fyrir ofan) að hann hafði rakað á sér skeggið... fann það á lyktinni sem kom úr öðru herbergi á ANNARI HÆÐ! Spáið í þessu... er að spá í að hafa samband við fíkniefnalögregluna og gerast fíkniefnakona... ekki hundur - heldur kona... :-) Núna verð ég t.d. að drífa mig frá tölvunni því það er svo mikil lykt hér af einhverju sem ég er ekki að meika - held að það sé náttfatagallinn sem Heiða kom með í gærkvöldi... úfff... Annars hitti ég Jóhönnu í gær og hún bað að heilsa mömmu minni, virtist málefnaleg og mjög almennileg... enda er hún í uppáhaldi hjá mér... en þar sem þetta getur ekki flokkast sem hjálpartæki, endurhæfing eða bein lækning þá þarf líklegast lagabreytingu til að koma þessu í gegn og ætlar hún að skoða málið - tók vel í þetta og skyldi fullkomlega nauðsyn þess að mamma væri með góðar neglur og mjúkar hendur... Jæja, æm off tú mæðraskoðun - endilega laumið að mér ráðleggingum varðandi gangsetningu :-)
(6) comments
þriðjudagur, janúar 22
Annars er ég að fara...
á fund Jóhönnu Sigurðardóttur, ráðherra og kvenskörungs með meiru í fyrramálið og ætla að ganga erinda mömmu minnar og kippa þessu handsnyrtingarmáli í liðinn... Það þarf bara aðeins að breyta reglugerðinni og gera samning við snyrtifræðinga til að redda þessu - trúi ekki að Jóhanna láti svoleiðis smámuni stöðva sig :-) ...var annars að spá í að bjóða henni að taka niður símanúmerið mitt, ef ske kynni að þau þyrftu að fá nýjan borgarstjóra - í mínu tilfelli fá þau tvo á verði eins!
(3) comments
Æji strákar...
Hvað eruð þið að spá í að vera endalaust að spila í þessum hörmungar rauðu búningum? Við bara rennum á bossann endalaust í þeim... svo skil ég ekki af hverju Alfreð er ekki tilbúin með einhverja pepp ræðu þegar hann tekur leikhlé...? Stendur bara og starir á strákana og þeir kannski nýbúnir eða við það að finna taktinn í leiknum... af hverju ekki að koma með svona ,,but they'll never take away our freedom" - ræðu eins og hann þarna í skotapilsinu kom með...? Peppa þá upp... ekki draga niður... Þeir eru bara að spila eins og kjérlingar - það er bara þannig... kannski er alveg spurning um að skipta um þjálfara...? Eða bara lið almennt...? Grrr... held líka að þetta barn ætli bara aldrei að koma... andsans... :(
(2) comments
mánudagur, janúar 21
Löng meðganga...? Óseiseijú....
 Aldrei datt mér í hug í upphafi þessarar meðgöngu að hún myndi ná yfir amk 3 borgarstjórnir...Og barnið er ekki komið ennþá... jahérnahér...
(1) comments
Skipið, smipið...
 Nú tröllríður í bókmenntaheiminum fréttir af því að Skipið eftir Stefán Mána sé svo gasalega vinsælt meðan franskra bókaútgefanda að það hafi þurft að halda uppboð á þýðingunni. Skipið... ég á bara ekki til eitt einasta orð. Þetta er eina bókin sem ég hef komist í andlegt ójafnvægi eftir að hafa lesið, því þvílíka tímasóunin ... langaði til að banka upp á hjá Stefáni Mána og gefa honum einn á'ann eftir að hafa eytt tíma í að lesa þetta waist of papier. Jújú, byrjar agalega vel og allt í lagi með það... EN ÞAÐ DREPAST ALLIR Í ÞESSARI BÓK!!! Ójæja, gott að það eru þá Frakkar sem eru að kalla yfir sig þessa ógæfu - því þeir eiga fátt gott skilið eftir að hafa tekið okkur in das bakarý í gær. Verðskuldað að mér finnst því okkar strákar voru bara tussulélegir og léku eins og þeir væru að spila í 3ju deildinni hér heima... þ.e. kvennadeildinni... blindra... og heyrnalausra, spasstískra og annara vangeflinga. Nei, nú er ég hætt... vont að vera ein heima með bumbu og hafa engan til að brjálast með... ...farin í vinnuna mína...
(4) comments
laugardagur, janúar 19
Hníhníhníhní...
Rosalega held ég að lykilstarfsmenn Orkuveitunnar hafi kímt mikið þegar þeir horfðu á sjónvarpsfréttirnar í gær og það fréttist af hrakförum konu nokkurrar í fluginu til Egs... þeir hafa kannski einhverjir sprungið úr hlátri? Eða eins og sonur minn kallar það - fara að sprengihlægja :-)
(0) comments
fimmtudagur, janúar 17
Coast is clear - Roger that...
Við fórum í mæðraskoðun í morgun og fengum endurskoðun eftir viku - þá verður kominn 24 janúar og ef barnið verður ekki fætt þá þá sér maður fram á sígæslu (ekki síbrotagæslu) með tilheyrandi starti og frekari inngripum. Þetta barn er að vísu svo nett og ætlar ekki að vera móður sinni til Greenpeace-ismans sem greip hana á síðustu meðgöngu - en þá endaði líka "barnið" í átján mörkum - nú valdi ég mér barnsföður sem var svipaður og ég þegar ég fæddist, eða 14 merkur... svo þetta ætti ekki að vera mikið mál. Ef þetta verður mikið mál þá er bara að taka því. Eða brjálast ella. Er farið að leiðast smá - huxa að ég verði búin með öll verkefni í næstu viku og þá þarf ég að fara að taka upp prjónaskap eða annan ólifnað til að láta tímann líða áfram. Hef reyndar komist að því að það er hin ágætasta skemmtun að fylgjast með N1 - Nesti hér á Ártúnshöfða á andvökunætum, en þær eru orðnar ansi margar núorðið og assgoti pirrandi að geta ekki sofið eins og manneskja... akkúrat þegar maður á að hvílast vel fyrir átökin og njóta þess að vera einstaklingur en ekki með samgróið barn á búbbinganum... :-) Annars streyma afmælin inn um lúguna eins og Pósturinn Páll sé Páfinn orðinn... að þessu sinni er það systir mín elskuleg Fríða sem á ammli - er ekki eldri en 29 ára og hálfs og því er hún litla systir mín... eða þannig... í orði amk :-) Elsku Systir - innilega með árin *hóst*tuttuguogníu*hóst* - knús og kjamms!  Hér er Fríða með Halla og Halla sínum... það væri nú svolítið fyndið ef maður tæki upp á því að kalla annan þeirra Ladda... hehe...
(0) comments
miðvikudagur, janúar 16
Elskuleg bestasta besta vinkona mín!
 Í dag átt þú afmæli og ég vona að þú eigir eftir að eiga ánægjulegasta dag í heimi! Ég kem að vísu ekki til með að gefa þér afmælisgjöfina góðu sem þú ert búin að vera að óska eftir - en ég er með annað í huga sem ég vona að þér líki við, elsku vinkona mín! Takk fyrir að vera til staðar þegar ég hef þurft á þér að halda, elsku Heiða mín! Knús í klessu, svo snúist í lessu :-)
(0) comments
sunnudagur, janúar 13
Allt að smella saman...
Er búin að vera að sanka að mér barnavörum og held barasta að það sé flest allt komið í hús - búin að kaupa amk bleyjur og snuð :-) Gulla mín er að vísu á þeim buxunum að hún sé ástæða alls þessa mikla vesens og hagar sér eins og einkabarnið á heimilinu, tekur allt rúmið okkar undir sig, vill láta halda á sér og klappa og knúsa endalaust og leikur sér á leikteppinu fína sem ég kjaupti handa litla barninu... náði einni assgoti góðri af henni sem ég læt fylgja með... :-)  Svo er bara að mæta í Höllina í dag kl. 16 og styðja okkar menn áfram - næst síðasti sjéns að sjá þá áður en þeir taka EM með trompi! Við Alli sáum bæði Fúsa og Birki Ívar í Kringlunni í vikunni og ég veit ekki hvert legvatnið á mér ætlaði...! Fyndið hvað ég breytist mikið í 12 ára skólastelpu í kringum þessa menn... það er eitthvað við handboltann - eitthvað svo mikið testósterón og svitalyktin einhvernveginn... grrrr... they can eat crackers in my bed anytime :-)
(3) comments
miðvikudagur, janúar 9
Er bara hangið á Barnalandi allan daginn?
Já, svo bregðast krosstré sem önnur tré og mínar helstu vinkonur og samræðufélagar þessa dagana eru kjéllingarnar inni á Barnalandi. Þar er ég í foreldrahóp, þar sem við spjöllum og ræðum ástand okkar janúarbumba og er óvenju mikið fjör í lúkunum núna þar sem þær eru sumar að fæða, aðrar búnar að fæða fullkomin börn, tappinn að fara hjá öðrum, sumar komnar framyfir osframveigis... Ég auglýsti líka eftir stöffi fyrir barnið, því við erum eins og 18 ára unglingar - eigum ekki neitt...! Auglýsingin bar árangur og er ég að verða rórri eftir að hafa skaffað vagni, rúmi og sitthverju sem svona kríli þarfnast. Annars man ég ekki rassgat hvað maður þarf að eiga - það er allt of langt síðan ég stóð í þessu síðast og það sem var ,,inn" þá er sko ekki einu sinni til sölu í Góða hirðinum nú til daxs. Hvað um það... ég er búin að stofna nýtt myndaalbúm - uppfærði vetur 2007 og er búin að búa til vetur 2008 og koma myndir til með að poppa þangað inn eftir því sem þær eru teknar og þykja hæfar til birtingar. Á morgun er mæðraskoðun og samkvæmt tímatali ljósu og sónar erum við þá komin 38 vikur á leið - ekkert því til fyrirstöðu að þetta fari að gerast hér á bæ, reyndar verð ég því svolítið fegin því það styttist í Evrópumótið í handbolta auk þess er ég farin að sofa bara í nokkra tíma pr.nótt og það er frekar þreytandi til lengri tíma litið (segir hún og er að fara að ganga um gólf með hvítvoðung í margar vikur :/ ). Hvað um það... aftur... klukkar orðin margt og ég ætla að lára hér staðar numið og fara að skríða upp í rúm og reyna að sofna ... eftir svona 5 klukkutíma... :s
(2) comments
föstudagur, janúar 4
Móðir vor veður slóðan fyrir aðra...
Mamma hefur alltaf farið ótroðnar slóðir og engin treður á henni - hún stendur í stappi við TR þessa dagana því TR vill ekki taka þátt í kostnaði við handsnyrtingu sem er henni svo nauðsynleg. Kona sem er bara með eina hendi getur ekki (obvíöslý) séð um að snyrta á sér þessa einu hendi og neglurnar á mömmu eru í miklu messi eftir hrottalega lyfjagöf þegar hún var að berjast fyrir lífi sínu á spítalanum, í dáinu og alles. Mamma ætti einnig að fá fótsnyrtingu og neyðarhnapp en þetta er allt eitthvað bruðl að áliti TR - enda er mamma með tvær lappir og ætti að getað labbað á heilsugæsluna ef hún tekur upp á því að fá hjartastopp. Það er hreinlega ætlast til þess að mamma nagi á sér neglurnar til að halda þeim við - en þegar konan er með gervitennur og ónýtar neglur er það hreint ekkert svo auðvellt. Ég ætlaði að reyna að fá viðtal við Guðlaug heilbrigðisráðherra fyrir áramót en hafði ekki erindi sem erfiði, því það þarf bara smá lagabreytingu til að kippa þessu í liðinn. Núna eftir áramót fór þessi málaflokkur yfir til Jóhönnu Sig í Félagsmálaráðuneytinu og ætla ég að fá fund með henni til að spjalla um þetta mál, en málið er að það er bara hægt að panta viðtal á mánudögum kl. 08:30 og mér skilst að viðtalstíminn klárist um klukkan 08:31... svo ég er ekki bjartsýn á það að ná í hana en ég held áfram að reyna - enda orðin atvinnulaus og hef ,,ekkert að gera" ... hahhaa... Í Fréttablaðinu í dag er frétt um þetta mál og svo kemur follow-up á morgun hjá þeim ásamt einhverju viðtali við mömmu. Reyndar hafði ein góð kona samband við blaðamanninn í dag eftir að hafa lesið fréttina og bauð mömmu fría handsnyrtingu en hún rekur svona bjútýskóla. Frábært að vita hvað fólk er góðhjartað og finnur mikið til með náunganum í dag, en mamma er ekki að þessu til að spara sér peninga - hún er að þessu til að fá viðurkenndan rétt sinn til að vera viðurkennd í kerfinu, hún er búin að greiða sína skatta og sinna sínum skyldum í gegnum tíðina... það er alveg ótrúlegt að horfa upp á hvað hún þarf að vaða eld og brennistein til að fá hitt og þetta í gegn, hluti sem hún á fullan rétt á og það er eins og hún sé eina einhenta manneskjan á landinu og að engin hafi misst útlim áður. Kerfið einhvernveginn lærir aldrei af reynslunni... P.s. Myndin í Fréttablaðinu er sko EKKI af hendinni á mömmu - hún lítur ekki svona vel út (mamma er mas bara núna með 4 neglur því hún missti nöglina á þumalputtanum fyrir stuttu við það að reka hana í, svo það er alveg dagljóst að gelneglur eru algjört möst fyrir hana).
(3) comments
fimmtudagur, janúar 3
37 and still going f a t ...
Í dag á bumban mín afmæli og mælist 37 vikna gömul, ógurlega stór, ekkert slitin (ennþá), ólgast þegar ég fæ góðan mat og sparkar stundum í pabba sinn - þótt oftast sé bumban þæg og góð og gefi móðurinni fyrirheit um bjartari tíma framundan með blómum í haga, sól og sumaryl. Mér finnst þessar vikur vera alveg agalega fljótar að líða þessa dagana, er farin að gleyma sí og æ hvað ég er langt gengin - svona eins og ég get aldrei munað hvað sonur minn er gamall... hann er bara þroskaður :-) Mamma og Gummi Palli fóru í dag og farmundan er rólegheitahelgi með strákunum og ætla ég að taka niður jólaskrautið og kannski fáum við Alla til að klára eldflaugapakkann sem hann fékk í ammlisgjöf frá Fríðu syss... Annars er lítið að frétta... fyrsti handboltaleikurinn er um helgina og ætla ég að kaupa mér einn pilsner - og finnst það vera ógurlega wild... hahha... fyndið hvað maður verður eitthvað þurr og edrú eftir nokkra mánaða bindindi. Annars ætlar Ástþór að bjóða sig fram og fær þal að eyða nokkrum millum af okkar skattfé bara til að leika meiri jólasvein - sorrý en mér finnst þetta frekar dýrt 1% fylgi sem hann nælir sér yfirleitt í :/
(2) comments
þriðjudagur, janúar 1
Og þá er árið liðið...
Og þvílíkt ár sem það var. Þegar ég lít til baka er þetta ár mikilla hamfara, umskipta, sigra, gleði, sorgar og allt í bland. Ég missti fósturpabba minn, fann systkyn mín, missti næstum bestu vinkonu mína, fermdi son minn, varð ófrísk, fór til Kóreu og Kína, fórursonurinn lenti í slysi sem loks sér fyrir endan á, fór austur oft og mörgum sinnum, eldaði mikið, bakaði einnig, ananas varð uppáhaldið á tímabili, missti alla löngun í mat, varð þreytt, blóðlítil og orkulaus, fékk aukinn krafi í jólakreyzýinu, skráði mig í sambúð, hætti að vinna, fannst Skaupið fyndið og endaði árið á því að halda upp á afmæli sonar míns eins og undanfarin ár. Hann varð 14 ára loksins þessi elska og hættir ekki að koma móður sinni á óvart með þroska og almennum skemmtilegheitum, enda virðist hann ætla að erfa (eða við að troða í hann) skemmtilegan húmor foreldra sinna og ábyrgðina sem fylgir því að vera steingeit. Ég var á rúntinum í nótt að skutlast á milli partýa en gafst svo upp um kl. 04 og renndi heim - sá þá að það var slökkvibíll, lögga og alles eitthvað að bardúsast í bílgeymslunni okkar - en nennti ekki að pæla í því - ályktaði bara að það væri verið að dæla upp vatni (enda var vonskuveður og mikið vatn á götum). Svo var bankað upp á hjá okkur og var okkur tilkynnt að það hefði bara kviknað í... Við Alli fórum að skoða skemmdir og það er greinilega ekkert grín að fá sót og annan viðbjóð út um allt... það var búið að vera opið stafna á milli í allan dag en samt var ennþá megn reykjalykt og mikið sót út um allt. Rafmagnsleysi olli því að við gátum ekki skoðað geymsluna okkar en ég vona bara að það hafi allt saman sloppið. Fall er fararheill á nýju ári, á maður ekki bara að túlka þetta þannig? Annars vonast ég til að 2008 verði ár mikillar hamingju hjá ykkur öllum - gleði ríði rækjum út um allt og allt það :-)
(2) comments
|