laugardagur, janúar 31
Hrykalega...
... fer það ofboðslega í pirrurnar á mér hvað Sjálfstæðisflokkurinn er ofboðslega sár eftir að hafa verið hent úr ökumannssætinu á slökkvibílnum. Geir segir að Samfylkingin hafi verið blinduð af hatri á einum manni og ,,látið undan þrýstingi" almúgans - það er náttúrlega augljóst að Sjálfstæðisflokkurinn einn getur verið blindur á það hvernig lýðræðið virkar... það að ,,láta undan" almúganum er lýðræðið... það að hlusta á fólkið er lýðræðið... þegar 80% þjóðarinnar vill þig ekki þá verður þú bara að fara úr ökumannssætinu... Það nýjasta er að það er ógó dularfullt og gefur illan fyrirboða hvað það tekur langan tíma að mynda nýja ríkisstjórn og kynna hana... já.. er nema von? Þegar sjálfstæðisflokkurinn hefur haft það þannig í gegnum sínar myndandir að taka bestu kökubitana og skilja mylsnuna eftir fyrir samstarfsflokkinn á einum eftirmiðdegi... hvet ykkur til að lesa hann Davíð Þór aftan á Fréttablaðinu í dag... segir margt sem margur er að huxa :-) Hvað um það - við gáfum skít í kreppuna í gær og keyptum okkur ógó stórt sjónvarp í gær - heilar 42" og það ekki einu sinni Phylips... heldur Philips :-) Við ákváðum að láta bara vaða því perukostnaðurinn í myndvarpann er orðinn svo hrykalega mikill að það borgar sig að huxa fram í tímann og reikna dæmið til enda... nú verður maður bara heima að skemmta sér á næstunni, horfa frítt en ólöglega niðurhalið efni í stóra sjónvarpinu, með næstum frítt heimabrugg í hendi :-) Daman litla virðist vera búin að ná sér (aftur og einu sinni enn) en ekki er óhætt að fara með hana út í dag svo við kúldrumst inni bara... einn daginn enn :-) Góða helgi allir saman!
(1) comments
fimmtudagur, janúar 29
Júhú!
Það lítur út fyrir að þessari lotu sé lokið - í bili amk. Daman orðin hitalaus og leikur sér núna með Gullu sinni sæl og glöð :-) Ég er svooo óendanlega glöð og þakklát fyrir að eiga þó svona heilsuhrausta litla dömu, sem hefur bara tvisvar orðið veik um ævina - biði ekki í það ef maður væri mikið upp á spítala með áhyggjur af barninu sínu. Huxum mikið til lítillar frænku GN sem er upp á spítala og ætlum að nota tækifærið í dag og kaupa eitthvað sætt fyrir hana :-) Sólin skín og það er svo dásamlega fallegt um að litast hér í Reykjavíkinni, snjórinn hylur allt og þá birtir svo dásamlega :-) Vonandi eigið þið öll góðan dag :-)
(1) comments
miðvikudagur, janúar 28
Adeno, smadenó...
Óhh - ég á svooo bágtDaman okkar búin að vera svo hroðalega veik, rjúka upp með yfir 40 stiga hita og tilheyrandi móki, hor og hósta - okkur leist ekkert á hana á mánudagskvöldið og fórum upp á Barnaspítala. Þar var hún vegin og metin eftir kúnstarinar reglum og við send heim um nóttina með þeim fyrirmælum að líma á hana poka til að ná þvagprufu... hægara sagt en gert hjá svona lítilli dömu sem var að þorna svolítið upp. Um morgunin tókst þetta samt allt saman og við aftur upp á spítalann til að fara í endurmat og skila hinum dýrmæta vökva. Jújú, eitthvað var þeim farið að gruna adenoveiruna um græsku í litla kroppnum okkar og eftir frekari skoðanir og sýnatöku, sem enduðu með þvaglegg þá kom niðurstaðan - adenoveirusýking og ekkert hægt að gera, nema dæla Powerade og stílum í barnið. Svo svona er ástandið búið að vera þessa vikuna... hor og slef út um allt :-/ Hún er samt hitalaus núna og er ég að vona að hún geti eitthvað smá kíkt til Hafdísar á morgun ... Annars er ég bara á fullu í skólum þess á milli og hlakka óendanlega mikið til að fara í lítil roadtripp um suðurlandið og reykjanes til að kanna og skoða þessar náttúruperlur sem eru allt í kringum okkur :-)
(0) comments
sunnudagur, janúar 25
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir...
Þá er það búið - ekkert eftir nema pakka öllu niður og skríða í holuna... orðin eld eldgömul kjérling... :-/ Fékk þessa fínu afmælisveislu í gær, allur Austurvöllur saung og trallaði fyrir mig, gott að borða, gott að drekka og við enduðum á kjaftatörn hjá Heiðu og tók ég bara kvöldið snemma - komin heim um miðnætti. Sem betur fer - því daman er svo hroðalega veik, skinnið - fórum með hana til doksa í gær og hélt hann að hún hefði fengið aðra pest ofan í hina sem hún var með en ef hún er ekkert skárri í fyrramálið þá á að athuga málið betur. Í nótt þegar ég kom heim var hún óskup aum, svo ég pakkaði mér bara niður í rúm með henni og sváfum við vært saman - þangað til fjögur þegar daman vaknar og líður svona skelfilega illa - endaði á að æla og svo kom líka þessar hroðalegu drunur frá afturendanum (á henni - ekki mér). Ó mæ, huxuðum við því karlmennirnir á heimilinu eru búnir að taka Gullna hringinn Glæsilega í vikunni - en sem betur fer þá var þetta bara einhver stífla og loft... guði sé lof. Hvað um það - mig langar alveg svakalega til að þakka þeim sem sungu svona fallega í gær á Austurvelli - þetta var mögnuð upplifun og hef ég bara sjaldan ... maður var bara orðlaus ... held að einhverjir Hugleikarar hafi komið nálægt þessu og segi ég bara: takktakk :-) Myndbrot af því hér
(3) comments
föstudagur, janúar 23
In thickness sickness...
Það liggja svoleiðis allir hér á mínu heimili eins og hráviðri um allt... Einsi er búinn að vera með G&G (Gullfoss og Geysi) í nærri viku, Alli sömuleiðis og daman með hita, kvef og vott af Gullfossi... Ég aftur á móti stend pliktina og hleyp á milli kjúklinga með fötur, snýtubréf, bleyjur, mat, vökva... Er að fara að renna með Einsa upp á vakt því mér líst bara orðið ekkert á hann - fínt að missa nokkra lítra af vökva eftir jólin en fyrr má nú aldeilis vera! Veikindi banka líka upp á á æðstu stöðum, en Geir og Rúna eru bæði með æxli - vonandi hefur þetta EKKI áhrif á mótmælendur - það er EKKI búið að boða til kostninga né hefur NOKKUR maður sagt af sér vegna þessa... þótt Geir hafi fengið þetta mein þá er það hans persónulega vandamál sem maður óskar honum of kors velfarnaðar í - en þar sem það má EKKI persónugera ástandið þá höldum við áfram á sömu braut - ekki satt? Ætla að halda upp á afmælið mitt á morgun, fer á mótmælafund, listsýningu, út að borða og svo bara djammerý :-) Hlakka ekkert smá til að bregða mér úr þessum hjúkku- og mæðrarbúningi og yfir í eitthvað léttara :-)
(0) comments
fimmtudagur, janúar 22
Mótmælum frestað - í bili :-/
Ég fór í Sorpu í gær og fékk efni til mótmælaskiltagerðar, föndraði mér skilti og eftir skóla í gær var haldið niður í bæ að mótmæla - hringir þá ekki einkabarnapían, alveg karfavitlaus, því yngsta var orðið veikt af tanntöku (aftur), horað út um allt (aftur) og vældi út í eitt (aftur). Þessi vika er búin að einkennast af miklum veikindum hjá fjölskyldunni og ætlar ekkert lát að verða á því - Alli kom heim úr skólanum áðan og daman er barasta með hita. Því fór ég ekkert að mótmæla í gær og er eiginlega hálf fegin- hefði vel getað sogast í gangstéttarkast og læti því maður hrífst auðveldlega með stemmaranum - hjarðhegðunin ógurlega. Skólinn búinn þessa vikuna og fullt fullt að læra - og kannski svolítið að læra að læra. Sé fram á að fara í margar ferðir niður í bæ, Elliðaárdalinn, Reykjanesið - allt í krafti lærdóms og fræðslu... gaman að því :-) Lízt ógó vel á þetta allt saman og hlakka til að fara í ferðalög næstu helgar til að sjá og fræðast ennþá meira :-) Mynd frá Krýsuvík
(0) comments
miðvikudagur, janúar 21
Þögn!
 Nú voru að berast þær fréttir að þingfundi hafi verið aflýst í dag - engin ástæða gefin fyrir því en manni grunar að þingmenn þori ekki að horfa framan í kaldan almúgann. Það er stundum hentugt að fela sig á bak við valdið og valdið er mikið hjá þeim... Vona að þetta verðu kornið sem fylli einhverja mæla hjá einhverjum - vona að fólk fjölmenni samt sem áður niðru í bæ þótt þingmenn séu ekki þar til að heyra í okkur - þeir hlustuðu hvort eð er ekki neitt!
(0) comments
Ég er skríll!
Þegar lætin byrjuðu í gær þá huxaði ég með mér - æji, fokkit, nenni ekki að mæta fyrir fimm mínútur. Svo varð ég þægilega hissa þegar ég sá að ég gat horft á beina útsendingu frá atburðunum á meðan ég þurrkaði af og sinnti almennum heimilisstörfum. Var hissa þegar ég fór í skólann og sá að þetta var ennþá í gangi, varð ennþá meira hissa þegar ég kom heim og lætin vor ekkert að minnka - magnast ef eitthvað var. Um klukkan hálfellefu leit ég á þetta sem skilaboð að ofan þess efnis að fyrst þetta væri ennþá í gangi, væri verið að gera sem flestum kleift að mæta - svo ég gallaði mig upp, dró upp pott, lok, vettlinga og trefil og strunsaði af stað. Kom við á Hressó til að hitta vinina og færði þeim fréttir af stuðningseldinum á Akureyri og mentum göngum úr alþingishúsinu... svo var arkað af stað, barið, öskrað, hrópað, dansað... mikið var þetta fín útrás sem ég fékk þarna - stemmningin var svakaleg og allir í einum takti - eða fleirum, það skipti ekki máli, það voru allir að góla og í sömu ,,hjarðhegðun" eins og einn útrásardrengurinn kallar það. Mig langar til að vita eitt - hvaða göng eru þetta á Kirkjustræti úr alþingishúsinu sem þingmenn flúðu um í gær? Og hver sat við stjórnvölinn hjá löggunni þegar hún hóf að berja mótmælendur og hrinda gömlum konum í runna? Ein sem er með mér í skólanum sagði okkur frá því að fyrrverandi sambýlingur hennar hefði verið puttabrotinn af sérsveitinni og ,,meisaður" án tilefnis - en hann var að gæjast yfir alþingisgarðinn og hélt sér bara í brúnina. Puttabrotinn af kilfu sérsveitamanns og meisaður, takk fyrir - hann var náttlega pottþétt rosalega hættulegur :-/ Það er alveg ljóst að við erum bara rétt að byrja að læra að mótmæla, við þjóðin, og þar af leiðandi er löggan og sérsveitin bara rétt að læra að höndla mótmælendur... en fyrr má ná rota en dauðrota! Í gegnum öll mótmælin (og þ.m.t. mótmæli vörubílstjóra f.h. (fyrir hrunið)) hefur lögreglan og sérsveitin alltaf verið gagnrýnd fyrir harðræði... hvað þýðir það eiginlega...? Er þá ekki eitthvað til í því? Þegar æ ofan í æ kemur sama tuggan fram? Svo er það náttlega stóra spurningin: hvenær ætla þessir háttvirtu menn sem eru í ríkisstjórninni að taka eyrnatappan úr sér og skilja að við viljum ekki hafa þá við stjórn á slökkvibílnum? Við vitum að það er bara ennþá verið að dreifa ryki yfir skítinn sem er sópað undir teppið svo ekki komist upp um alla þessa óráðsíu og vinagreiða sem var við lýði f.h. (fyrir hrun)... við vitum þetta allt... það er bara ekkert verið að hlusta :-/ Ég ætla að gefa skít í skítinn heima hjá mér, þvottinn og rykið - það fer ekki neitt... ég ætla að skella mér niður í bæ að reyna að láta þessa stjórn heyra í mér - ekki fyrir mig ... heldur fyrir börnin mín - nútíðin er mín en framtíðin er þeirra... Hvar verður þú?
(0) comments
þriðjudagur, janúar 20
Stór dagur - stríð og friður!
 Mikið um að vera í dag, missti af mótmælum en var með þeim öllum í anda en öll fjölskyldan (nema ég) er löggst í veikindi. Tveir æla og eru flökurt, beinkerkir og sú minnsta er með hita og kvef - annan daginn í röð. Á meðan liðið liggur í lyfja- og óráðsmóki ligg ég límd við lappann að fylgjast með atburðarrásinni í gegnum mbl.is. Rúv beint ætti náttlega að vera séð og ná upp áhorfi með því að senda út beint - því ég held að hálf þjóðin svei mér þá liggi í veikindum :-/ Vonandi er Byltingin komin - hún barasta verður að fara að koma... Annars er líka mikið um að vera í henni stóru Ameríku - fyrsti blökkumaðurinn að taka við stýrinu þar klukkan 16 að okkar tíma og er ég að spá í hvað klukkan verði þegar honum verði sýnt banatilræði... giska á svona... fimm...? Sex í síðasta lagi... Ekki það að ég þrái manninn skotinn, alls alls ekki... held mikið upp á þennan öðlingspilt sem kemur vonandi með ferskan andadrátt í rotin stjórnmál þar westra - held bara að rednekkarnir í Texas og olíufjölskyldurnar líði bara ekki svona rugl... Vonandi hef ég rangt fyrir mér :-)
(0) comments
mánudagur, janúar 19
Fyrsti skóladagurinn búinn :-)
Jæja, þá er fyrsta skóladeginum lokið - Drottningin skráði sig í smá nám en ég er að nema Svæðisleiðsögn um Reykjavík, í kvöldskóla nokkur kvöld í viku. Fyrsta kvöldið var í kvöld og er ég bara sátt - held að ég og nokkrar þarna húrrum niður meðalaldurinn þarna inni, en þarna eru m.a. menntaðir arkitektar og allskonar menntafólk... Kreppan greinilega að banka upp á á flestum hurðum. Hvað um það - gaman í skólanum og fyndið að vera aftur sest á skólabekk :) Daman er lögst í pest, en þar sem þetta er bara önnur pestin á hennar ævi og er bara hiti og hor þá ætla ég ekki að kvarta - janúar var huxaður sem veikindamánuður fyrir hana, því ekki hefur ónæmiskerfið haft mikið að gera áður en hún fór til dagmömmunar. Ekki nóg með að daman liggi í móki - Húsbóndinn á heimilinu liggur henni við hlið og kvartan sáran um flökurleika og almenna vanlíðan :-( Alli er nýskriðinn upp úr 4ra daga veiki og er kannski að leggjast aftur... meira ástandið á þessu liði... Annars er lítið að frétta :-)
(0) comments
föstudagur, janúar 16
Haldiði að það c gaman að búa með þessu liði?
(1) comments
Afmælisæði er þetta...
Langbestasta vinkona mín í öllum heiminum og þó lengra væri leitað er heilla þrjátíu og fimm ára í dag. Í tilefni daxins þá fór hún að vinna í 12 tíma og gerir eitthvað svipað á morgun... og hinn. Ég stalst þó til hennar til að knúsa og ætla að finna eitthvað ógó sætt handa henni á morgun, með annari vinkonu hennar - dóttur minni :-) Dóttirin ákvað þó að gefa henni eitthvað alveg unique og það sem bara hún getur gefið - en hún fékk tönn númer fimm í dag, tönnin við hliðina á framtönnum í efri góm. Veit bara ekki hvað hún heitir ... heita ekki tennurnar eitthvað? Eníhú... elsku Heyja okkar - innilega velkomin í thörtýfævklúbbinn, þú ert ÆÐI! Tvær glaðar vinkonur saman eftir góða fjallgöngu í sumar - tekið á Kirkjubæjarklaustri ágúst 2008
(0) comments
fimmtudagur, janúar 15
Nennti ekki að pæla í kreppunni í dag...
... frekar en aðra daga svo ég uppfærði smá myndasafnið okkur og setti inn gamlar myndir sem ég hef verið að skanna inn... gaman að sjá hvernig tíðarandinn skín í gegn og tískan fer í svo marga hringi að maður verður bara ringlaður í Rimini...
(0) comments
mánudagur, janúar 12
Og n og aftur af Alla mínum...
Stór dagur í dag því... damm damm damm Hipp hipp BARBABRELLA!  Hvað er skrýtið við strákinn...? Jú - engar spangir! Júhú!! Plan kvöldsins: notalegheit og myndagláp með þeirri gömlu og úðað í sig súkkulaðirúsínum, sem hann hefur ekki getað borðað í eitt og hálft ár :-)
(2) comments
laugardagur, janúar 10
Næstu Idol stjörnur?
Gleymdi svo að monta mig af Alla mínum og Snorra frænda hans - en þeir rifu sig upp ELD-snemma í morgun til að spila og tralla niðri á Hilton. Náðu mas í kvöldfréttirnar á St.2 - gaman að því :-)
(0) comments
Velkomin heim, elsku Svanda okkar!
 Við brugðum okkur í heimsókn til Svöndu áðan með afkvæmi, bestu vinkonu og einu afkvæmi hennar (Heiðu og Degi) - fengum kaffi og svona .. svakalega gott að sjá stelpuna :) Persónulega finnst mér það vera Brilljantín í hárið að stelpan c í sama póstnúmeri og ég - júhú!
(1) comments
föstudagur, janúar 9
Já, var það ekki...?
 Vissi að svefnin hjá þessu blessaða barni kæmist í lag við það að komast aðeins frá mér - GN er búin að sofa í um þrjá tíma á dag úti í vagni hjá Hafdísi þessa viku! Ég er búin að vera að gera snemmbúna vorhreingerningu á meðan daman er í aðlöguninni - þríf og þvæ eins og vindurinn ... og sakna hennar alveg ógurlega á meðan :-/ Það er svona með okkur kerlingarnar, aldrei ánægðar - kvarta yfir því að fá ekki frið til að þrífa fyrir blessuðu barninu þegar hún er hjá mér og þegar hún er farin þá sakna ég hennar of mikið til að þrífa... það er vandratað í henni veröld...
(1) comments
þriðjudagur, janúar 6
Gasalegt ógeð þetta á Gaza!
Þegar ég var að svæfa dömuna áðan þá leið mér dulítið (legg áheyrslu á dulítið) eins og móður á Gaza. GN glennti upp augun og sperrtist upp ef flugeldur sprakk nálægt húsinu okkar - það eru örugglega ótal börnin á Gaza þessi kvöldin sem geta ekki sofnað út af sprengjuhljóðum, en í þeirra tilfelli er hættan raunveruleg og næsta sprengja gæti splúndrað húsinu þeirra, tjaldinu eða hausnum. Næsta klasasprengja gæti brennt húðina af þeim, skilið kjötið eftir sviðið inn að beini... ástandið þarna úti er svo viðbjóðslegt að ég hef forðast það að huxa um það - get það bara ekki og er eiginlega með samviskubit yfir því að búa hér á Íslandi, tuðandi um stýrivexti, pakksödd eftir jólin... Þetta er ekkert annað en slátrun á þjóð, hún er leidd undir sveðjuna og þjóðir heimsins gera ekki skít! Allt af því að BNA er á móti því að skipta sér af - Hamas er náttlega svo rosalega hætturlegir... þeir gætu alveg verið með díselknúna túttubyssu m.v. skortinn sem er á þessu svæði. Þarna er hernaðarlegt stórveldi að níðast á sér minni máttar, margtekin í bakaríið eftir að brunaútsölunni lýkur, ósmurt! Ætla ekki að sýna ykkur myndirnar sem ég fann á Google þegar ég googlaði Gaza undir myndir... ástandið er bara hreinn viðbjóðir, niðursoðinn að hætti bandaríkjamanna og verður það þangað til nýr forseti tekur við þar... það er alveg augljóst að það er verið að nýta síðustu mínúturnar áður en friðelskandi negri tekur við þar... Grrrr...
(0) comments
2009 verður ár tækifæranna!
Eða ég er bara búin að ákveða það, takk fyrir takk. GN er byrjuð í aðlögun hjá dagmömmu, enda komin tími til að barnið hitti önnur börn á regulear basis og læri að leika sér - hún verður hjá Hafdísi hans Bjössa en hún er einmitt dagmamma :-) Ég er ekki komin með neina vinnu og kannski svolítið glæfralegt að koma barninu frá sér í pössun þegar maður getur alveg eins verið heima að leika við hana - en ég trúi ekki öðru en að ég geti búið til eitthvað skemmtilegt tækifæri og jafnvel fengið aur fyrir. Auk þess er fínt að hún taki út pestartímabilið áður en ég verð búin að festa mig einhversstaðar, svo ég verði nú ekki rekin strax því barnið er alltaf veikt. Annars er ég að spá í að fara líka í skóla - bara nokkur kvöld í viku og smá um helgar, svo ég ætla ekki að sitja auðum höndum - nenni því bara ekki lengur :-) Alli kom heim úr fyrsta skóladeginum í dag, hann var að hitta hraðferðarbekkinn sinn og líst svona líka ljómandi vel á hann - hann verður m.a. að læra heimasíðugerð í vetur :-) Annars er lítið að frétta - nú tekur bara við kjötbollur á miðvikudögum og svo er að endurvekja Naflaló, er það ekki??? Stelpur? Svanda? Komin í bæinn???
(0) comments
laugardagur, janúar 3
Og tvær tennur til!
 Daman ákvað að gefa bróður sínum heilar tvær framtennur í afmælisgjöf á gamlárs - ekki nema von að barnið hafi verið órólegt og vaknað ansi oft ... þessar tennur eru nú ekkert lítið breiðar og þegar maður er orðin svona gamall þá er gómurinn orðin víst svolítið harður... svo þetta er komið. Einnig er að koma niður tönn við hliðina á framtönnunum svo þetta er allt að ryðjast...! Annars vorum við að koma úr Sirkús! Stórasti Sirkus Íslands var með sýningu áðan í Hafnarfjarðarleikhúsinu og var ekkert smá gaman! Það var svooo gaman að GN hló og klappaði allan tímann og geri aðrir betur. Það tekur nú smá á að halda athygli einnar 11 mánaða ... og ekki síst foreldrana og ömmunar! Við skemmtum okkur öll konunglega og er frábært að heyra að það er uppselt á allar sýningarnar hjá þeim! Alda og Lee vinir okkar standa að þessu ásamt góðum félögum og gerðu þau þetta bara... af því bara:-*) Þau eru búin að vera með Sirkusskóla í allan vetur og gengið svo vel - Elsku Alda og Lee - innilega til hamingju með sýninguna!
(0) comments
|